Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 VIÐSKEPTI MORGUNBLAÐIÐ Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir afgreiðslu fjármálaráðu- neytis á máli Frjálsa lífeyrissjóðsins Telur úrskurð ráðu- neytísins ólögmætan UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur látið í ijós það álit sitt að synjun fjár- málaráðuneytisins um staðfestingu á breytingum á reglugerð Fijálsa líf- eyrissjóðsins, sem samþykktar voru á fundi sjóðsfélaga snemma árs 1994, hafi ekki verið lögmæt. í áliti umboðsmanns' er ráðuneytið jafn- framt átalið fyrir að hafa ekki byggt úrskurð sinn á lagalegum rökum og beinir hann þeim tilmælum til ráðu- neytisins að það taki málið upp að nýju og leysi úr því í samræmi við álit sitt, óski forsvarsmenn Fijálsa lífeyrissjóðsins eftir því. Deildar meiningar um áhættudreifingu Forsaga þessa máls er sú að á fundi sjóðsfélaga í Fijálsa lífeyris- sjóðnum var það samþykkt einróma að skipta sjóðnum í ákveðnar deildir eftir fjárfestingarstefnu og áttu þess- ar breytingar, að mati forráðamanna sjóðsins, að leiða til meiri áhættu- dreifmgar en kveðið er á um í reglu- gerð sjóðsins. Samþykkt var að þijár slíkar deildir skyldu starfræktar inn- an sjóðsins, deiid A myndi leggja áherslu á fjárfestingar í ríkisbréfum og traustum innlendum verðbréfum. Deildir B og C myndu hins vegar fjárfesta í bréfum erlendra verð- bréfasjóða og átti skiptingin að ráð- ast af þeim svæðum sem þessir sjóð- ir Ijárfestu einkum á. Sjóðsfélögum átti síðan að vera í sjálfsvald sett með hvaða hætti þeirra inneign yrði ávöxtuð, t.d. að hluta til í öllum þremur deildunum eða einungis í einni þeirra. Leitað var til fjármálaráðuneytis- ins um staðfestingu á þessum breyt- ingum en því var synjað á þeim for- sendum að með þessu væri verið að hverfa frá hefðbundinni áhættudreif- ingu sem venja hefði skapast um. „Kjami stefnunnar hefur ávallt verið sá að sjóðir fjárfesti í traustum verð- bréfum og hlutabréfum og að áhættu sé dreift með viðunandi hætti.. .“ segar m.a. í svari ráðuneytisins. Vantar stoð í lögum í áliti umboðsmanns kemur fram að flestar þær lagagreinar sem fjár- málaráðuneytið vísar til í úrskurði sínum innihaldi engin ákvæði um ávöxtun fjár lífeyrissjóða, né áhættu- dreifingu eða íjárfestingarstefnu þeirra. Eina mögulega lagastoð ráðu- neytisins í þessu máli felist í lögum frá 1963 en umboðsmaður bendir þó á að gildandi reglugerð sjóðsins, sem ráðuneytið staðfesti árið 1992, víki einnig nokkuð frá ákvæðum þeirra laga og því verði ekki séð að um- rædd ákvæði geti verið undirstaða úrskurðarins. Umboðsmaður bendir ennfremur á að „róttækar breytingar í fijálsræðisátt" hafi átt sér stað síð- an þessi lög hafi verið sett. Umboðsmaður segir einnig í áliti sínu að stjómvöld hafi ekki svigrúm til að grípa inn í slíkt „einkaréttar- legt samningsatriði" eins og hér um ræði auk þess sem gildandi lög reisi ekki beinar skorður við þeim reglu- gerðabreytingum sem ráðuneytið hafi neitað að staðfesta. Það sé því niðurstaða sín að þessi ákvörðun hafi ekki verið lögmæt og beinir jafn- framt þeim tilmælum til ráðuneytis- ins að það taki þetta mál til umfjöll- unar að nýju, ef eftir því verður ósk- að. Fylgjiim niðurstöðunni eftir Að sögn Sigurðar R. Helgasonar, stjórnarformanns Fijálsa lífeyris- sjóðsins, mun stjórnin ræða þetta mál á fundi sínum næstkomandi fimmtudag. „Það er hins vegar ljóst að við ætlum okkur að fylgja þess- ari niðurstöðu eftir.“ Áslaug Guðjónsdóttir, lögfræðing- ur í fjármálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni taka þetta mál upp að nýju, ef eftir því verður óskað. Viðræður um byggingu Hvalfj arðarganga langt komnar Stefnt að undirskrift samninga ínóvember VONIR eru bundnar við að unnt verði að ganga frá undirritun samn- inga um byggingu og fjármögnun Hvalfjarðarganganna fyrir lok nóv- embermánaðar. Verulegur skriður hefur komist á undirbúning málsins að undanförnu og hittust fulltrúar Spalar hf., verktaka, banka og fjár- mögnunaraðila á stórum fundi í Lundúnum nú í vikunni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þó ekki búið að hnýta alla enda í mál- inu, en ekkert þykir benda til annars en hægt verði að yfirstíga þau mál. Samningagerðin er afar flókin, því bæði þarf að ná samningum við verk- takana um framkvæmdirnar sjálfar, um íjármögnun banka meðan á þeim stendur og langtímafjármögnun. Á fundinum í Lundúnum voru m.a. full- trúar frá Skandinaviska Enskilda Banken, bandaríska tryggingafélag- inu John Hancock, ístaki, Speli, líf- eyrissjóðunum og Landsbréfum. Tryggingafélagið hefur sem kunn- ugt er samþykkt að standa ■ undir erlendri langtímafjármögnun vegna byggingar Hvalfjarðarganga og nemur lánsupphæðin jafnvirði 37 milljóna Bandaríkjadala, eða um 2,4 milljörðum íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að 22 íslenskir lífeyrissjóðir veiti langtímalán fyrir því sem eftir stendur, en heildar- kostnaður er áætlaður yfir 4 milljarð- ar króna. Hugheilar þakkir færi ég öllum, ættingjum mínum og vinum, sem glöddu mig með nær- veru sinni, góðum gjöfum og skeytum í tilefni af 100 ára afmæli mínu þann 2. október sl. Guð blessi ykkur öll. Hjartans kveðjur. Guðrún Ásbjörnsdóttir. RÚNAR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals hf., undirrit- aði fyrstur rammasamninginnn við Ríkiskaup en á bak við hann er Júlíus S. Olafsson, forstjóri Ríkiskaupa. Ríkiskaup semja til eins árs við fjögur tölvufyrirtæki * Aætlað að kaupa tölvubúnað fyrir 400 milljónir RÍKISKAUP hafa undirritað samn- inga við tölvufyrirtækin Tæknival, Einar J. Skúlason, Nýheija og Heimilistæki um kaup á einmenn- ingstölvum, prenturum og íhlutum. Samningarnir eru gerðir að undan- gengnu útboði Ríkiskaupa fyrir hönd dómsmálaráðuneytsins, ljár- málaráðuneytisins, menntamála- ráðuneytisins, Pósts og síma, Rík- isspítala, Skýrr og Vegagerðarinn- ar. Aðrar stofnanir ríkisins geta gerst aðilar að rammasamingnum með því skilyrði að þær kaupi ein- göngu samkvæmt honum út samn- ingstímann eða til 31. desember 1996. Útboðsgögn Ríkiskaupa heimiluðu að samið yrði við allt að fimm aðila um búnað en ekki hefur verið gengið frá samningi vegna Macintosh-tölvubúnaðar. í frétt Ríkiskaupa segir að markmiðið með útboðinu og samningum sé að sam- ræma kröfur tölvukaupenda hjá rík- inu, einfalda innkaupin og semja um stöðug og góð kjör. Samning- arnir gera stífar kröfur til búnaðar og þjónustu og byggjast á afsláttum frá bestu verðlistum á hverjum tíma. Ríkiskaup nutu aðstoðar Bjarna Júlíussonar ráðgjafa í útboð- inu. Samkvæmt frétt Tæknivals af sama tilefni er þetta langstærsti samningur sinnar tegundar sem gerður hefur verið hér á landi og er áætlað verðmæti hans um 400 milljónir króna. Um sé að ræða mikinn sparnað og hagræði fyrir viðkomandi stofnanir. r r ÖRJ.ECA DEYjö HUnDKOD ISLEIIDÍnCA ÚIV_HjARjA OC ÆDASjÚKpÓmum Meö því aö kaupa miða leggur þú þitt aö mörkum til baráttu okkar og átt einnig von á glæsilegum vinningum. Heimsenda gíróseðla má lika greiða með því að hringja í síma 581 3947 Vinningaskrá 1. Pajero Super Wagon Jeppi, V6 árgerð 1996, kr. 3.775.000,- 2. Wolkswagen Polo bifreið árgerð 1996 3.-5. 3 ævintýraferðir með Úrval/Útsýn fyrirtvo, eða Polaris vélsleðar 6.-15. 10 ferðavinningar að eigin vali með Úrval/Útsýn. póst gíró m HEKLA DrÖCVITI í KyÖLD N APPDRiEttÍ N jARjAVERJIDAR^ D RJC i D I 4. OKtÓBER^ r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.