Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR14.0KTÓBER1995 MORGUNBLAÐIÐ t" W^^$00^^ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STORHUGUROG SÓKNARFÆRI SAMSTARFSSAMNINGUR íslenskra sjávarafurða hf. og rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF á Kamtsjatka- skaga um aðstoð ÍS við veiðar, vinnslu og sölu afurða úr 120.000 tonnum af fiski, er ánægjuleg staðfesting þess, að íslensk sérþekking á sviði sjávarútvegs, fiskvinnslu og mark- aðssetningar er auðlind sem er hvergi nærri fullnýtt. Þessi samningur er skemmtilegur vitnisburður um ÍS og starfsemi fyrirtækisins. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey lagði til við einkavæðingarnefndina í Moskvu, að ÍS yrði fyrst boðið til samninga um að taka þetta stóra verk- efni að sér fyrir UTRF vegna fenginnar reynslu af fyrirtæk- inu og samstarfi þess við hið rússneska útgerðarfyrirtæki. Samningur sem þessi felur í sér stórfellda möguleika fyr- ir íslendinga á fjölmörgum sviðum, eins og Benedikt Sveins- son, framkvæmdastjóri ÍS, lýsti í samtali við Morgunblaðið í gær. Miklir vaxtarmöguleikar geta verið í því fólgnir fyrir ÍS að komast inn á markaði í Austur-Asíu. Markaðurinn í Kína er auðvitað risavaxinn og það mun ekki hafa litla þýð- ingu fyrir ÍS að verða gildandi í sölu alaskaufsa, sem er um helmingur alls bolfisks í heiminum. Staða ÍS á hinum alþjóð- lega fiskmarkaði styrkist vafalaust mikið við þennan samn- ing, enda felur hann í sér verulega tekjuaukningu fyrir ÍS og velta fyrirtækisins mun aukast um 30%. Þótt ekki sé gert ráð fyrir því í upphafi, að rússneska fyrirtækið kaupi héðan búnað til yeiða og vinnslu, hlýtur slíkt að koma til skoðunar, þegar ÍS hefur hafið starfsemi sína þar austurfrá. Þannig geta jákvæð áhrif þessa stóra samnings átt eftir að hafa margfeldisáhrif á íslenskt at- vinnu- og viðskiptalíf. Það er augljóslega mikið og krefjandi starf sem bíður þeirra 30 starfsmanna sem ÍS hyggst senda austur til Kamt- sjatka, til eftirlits og umsjónar um borð í skipum fyrirtækis- ins og til starfa í landi. Það verða störf brautryðjenda í mikilvægu landvinningastarfi, sem geta jafnvel skilað sér í enn stærri samningi. Það er gleðilegur stórhugur sem felst í því að undirbúa og nýta sóknarfærin með þeim hætti sem ÍS hefur gert í þessu tilviki. NÝRFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGS ÞEGAR Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn formað- ur Alþýðubandalagsins þýddi kjör hans, að gamli valda- hópurinn í Alþýðubandalaginu, sem áttirætur í forystu Sós- íalistaflokksins og Kommúnistaflokks íslands, hafði misst frumkvæðið og völdin í þessari stjórnmálahreyfingu ís- lenzkra sósíalista. Kjör Margrétar Frímannsdóttur nú er staðfesting á því, að kosning Ólafs Ragnars var ekki tímabundin uppákoma heldur er ljóst, að Alþýðubandalagið hefur skilið við fortíð sína. Formennska Ólafs Ragnars hefur því leitt til þess, að grundvallarbreyting hefur orðið á stöðu Alþýðubandalagsins í íslenzkum stjómmálum. Hefði Steingrímur J. Sigfússon náð kjöri hefði það þýtt visst afturhvarf til fortíðar Alþýðu- bandalagsins. Formannskosningin í Alþýðubandalaginu hefur ekki ein- kennzt af miklum málefnalegum átökum á milli frambjóðend- anna tveggja. Hins vegar vekur hún athygli vegna þess, að aldrei áður hafa svo margir flokksmenn tekið þátt í að kjósa formann í íslenzkum stjórnmálaflokki. Þá er Margrét Frí- mannsdóttir fyrsta konan, sem kjörin er formaður eins hinna fjögurra hefðbundnu stjórnmálaflokka. Þjóðvaki var myndað- ur í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur, svo að formennska hennar þar varð til með nokkuð öðrum hætti. Búast má við, að kjör Margrétar Frímannsdóttur verði til að ýta undir sameiningarviðleitni á vinstri vængnum. Hún er líklegri til þess en mótframbjóðandi hennar að leiða Al- þýðubandalagið til nánara samstarfs við aðra vinstri flokka. Ef marka má setningarræðu Ólafs Ragnars Grímssonar á landsfundinum í fyrradag getur hinn nýkjörni formaður Al- þýðubandalagsins vænzt öflugs stuðnings frá forvera sínum í þeirri viðleitni. En það á eftir að koma í ljós hver afstaða landsfundarins verður til þeirra mála. Umræður á fundinum í gær benda til þess, að skoðanir séu þar mjög skiptar um þetta efni. í forystugrein Morgunblaðsins í gær var spurt hvort Al- þýðubandalagið ætti sér einhvern tilgang í íslenzkri pólitík eftir að sérstaða þess í nokkrum meginmálum heyrir sög- unni til. Með því að kjósa Margréti Frímannsdóttur formann flokksins hefur meirihluti félagsmanna í Alþýðubandalaginu svarað þeirri spurningu að nokkru leyti. Þeir hafa með þess- ari kosningu gefið til kynna, að þeir vilji aukið samstarf en ekki gamla sérstöðu. Spenna á landsfundi Alþýðubandalags er beðið var Rúm 100 atkvæ Margréti og Stei AÐEINS 109 atkvæði skildu frambjóðendurna í formannskjöri Alþýðu- bandalagsins er talið var upp úr kjörkössunum í gær. Mar- grét Frímannsdóttir hlaut 1.483 atkvæði (53,5%), en Steingrímur J. Sigfússon 1.274 (46,5%). Báðir frambjóðendurnir lýstu því yfir eft- ir að úrslitin lágu fyrir, að í raun hefði enginn tapað í kjörinu og að sigurvegarinn væri Alþýðubanda- lagið. Mikil spenna ríkti í Súlnasal Hótels Sögu og í hliðarsölunum er klukkan nálgaðist sjö í gærkvöldi, en þá hafði verið gert ráð fyrir að úrslitin í formannskjörinu yrðu kynnt. Margir hörðustu stuðnings- menn hvors frambjóðandans um sig voru nánast stjarfir af spenningi og virtust lítið taka eftir því, sem gerðist í kringum þá. Einhver hélt því fram að umræðurnar um daginn hefðu farið fyrir ofan garð og neð- an vegna eftirvæntingarinnar. Talningin gekk hins vegar hægar en gert hafði verið ráð fyrir og gripu landsfundarfulltrúar á það ráð-að syngja til að drepa tímann; Hvað er svo glatt, Öxar við ána og loks kvæðið um rauða fánann — þegar þeir fáu, sem kunnu textann, höfðu klykkt út með lokahending- unum „Lifí kommúnisminn og hinn rauði her," klappaði margur al- þýðubandalagsmaðurinn í salnum. 2.770 kusu í f ormannskj örinu Það var svo ekki fyrr en klukkan var tuttugu og fímm mínútur geng- in í átta, að Elsa S. Þorkelsdóttir, formaður kjörstjórnar, sté í ræðu- stólinn og kunngjörði úrslitin. Þeg- ar hún hafði lesið upp atkvæðatölu Margrétar, ætlaði allt um koll að keyra í Súlnasalnum er stuðnings- menn hennar fögnuðu ákaft og stóð klappið í drjúga mínútu. Alls voru 3.586 manns á kjör- skrá í formannskjörinu, en 2.770 greiddu atkvæði, eða 77%. Aðeins þrettán atkvæði voru auð eða ógild. Þegar Margrét Frímannsdóttir Hart var deilt um sameiningu vinstri manna á landsfundi Al- þýðubandalagsins í gær, en að tvísýnu formannskjöri loknu lögðu flokksmenn áherzlu á samstöðu innan flokksins. Olafur Þ. Steph- ensen og Omar Friðriksson fylgdust með landsfundinum í gær. STEINGRIMUR J. Si sinn á kollinn ei flutti sigurræðu sína byrjaði hún á að lýsa því yfir að hún væri ákaf- lega stolt af því að Alþýðubandalag- ið hefði orðið fyrst hinna fjögurra gömlu flokka að kjósa konu sem formann. „Ég er ekki síður stolt af þessu formannskjöri, og hvernig við höfum staðið að málum undanfarn- ar vikur," sagði Margrét. „Þessi barátta hefur verið málefnaleg og heiðarleg. Ég vil ekki sízt þakka Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans þát ver ve| All lag „Það er kjaftæði þetta sameinii MIKIL umræða og deilur urðu um framtíð vinstri hreyfingarinnar, stöðu Alþýðubandalagsins og hugs- anlegt samstarf félagshyggjuflokk- anna á landsfundi Alþýðubanda- lagsins í gær. Landsfundarfulltrúar Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík lögðu fram minnisatriði á lands- fundinum sem samþykkt höf ðu ver- ið kvöldið fyrir setningu hans. Þar segir um vinstra samstarfið: „Það er kjaftæði þetta saraeiningartal. Það er svo langt á milli manna. Við eigum að byrja á því að vinna saman í okkar eigin flokki. Hvern- ig hefur það gengið í Reylgavík þar sem hafa verið stofnuð tvö fé- lög af því að fólk vildi ekki vinna saman. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk komist upp með að segjast ætla að sameina þegar það ætlar í raun að sundra." I stjórnmálaályktun kjördæmis- ráðs flokksins á Austurlandi, segir að eðlilegt sé að reynt verði að ná góðu samstarfi milli stjórnarand- stöðuflokkanna um andóf gegn ríkisstjórninni. Varast beri hins vegar fljótræðislegar hugmyndir um sameiningu flokka sem greini á um ýmis grundvallaratriði. Einarða baráttu fyrir sósíalísku þjóðskipulagi Ólafur Þ. Jónsson, Birna Þórðar- dóttir og Þorvaldur Þorvaldsson beindu hörðum skeytum að einstök- um f orystumönnum flokksins og gagnrýndu mjög ályktunardrög miðstjórnar. Olafur sakaði höfund þess um tækifærismennsku og sagði flokkinn þurfa að setja sér klár markmið en vera ekki sem rekald í dægurbaráttu. Birna sagði plaggið innihaldslaust og taldi ríkj- andi ágreining um mikilvægustu grundvallarmál. Þorvaldur lagði fram tillögu til samþykktar lands- fundar um knýjandi nauðsyn þess að vinstri hreyfingin sameinaðist um einarða baráttu fyrir sósíalísku þjóðskipulagi sem leysti hið kapít- alíska af hólmi. Kveanalistinn búinn að vera sem sljórnmálaafl Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður sagði að í vor hefði komið í ljós að Alþýðubandalagið og óháð- ir væru eini valkosturinn til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Alþýðu- flokkurinn væri frjálshyggjuflokk- ur, Þjóðvaki einnota samtök Jó- hönnu Sigurðardóttur og Kvenna- listinn væri búinn að vera sem landsmálaafl. Hann sagði samstarf við þessa flokka ekkert nærtækara en samstarf við önnur stjórumála- öfl. Robert Marshall, formaður Verð- andi, félags ungs alþýðubandalags- fólks, sagðist vel treysta sér til að starfa í sama flokki og Evrópusinn- ar þótt hann væri á ínóti inngöngu íslands í sambandið. „Við getum ekki ætlast til þess af félögum okk- ar í öðrum flokkum að öll samein- ingarumræða vinstri manna sé rædd eingöngu út frá forsendum Alþýðubandalagsins. Þeir sem þannig tala eru sáttir við sín 13-14% og vttja miklu frekar vera stórir menn í litlum flokki en aðeins minni í stórri fjöldahreyfingu baráttu- manna réttlætis," sagði hann. „Mér gest ekki vel að þeim tóni sem mér finnst vera hér í ræðum manna um sameiningarmál. Það er þessi neikvæði-, háðski-, nöldrara-, Alþýðubandalagstónn," sagði Flosi Eiríksson og sagði þetta fæla ungt fólk frá flokknum. Arthur Morthens, fulltrúi Birt- ingar, minnti á að samstarf R-lista- . flokkanna hefði tekist mjög vel og sá Gíí vai bj< va Jó: ful sti hy flc æt sa all Be mi en ve fó vil nt' k\ or is1 vi H a< a< la aí e< st

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.