Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 35 FRÉTTIR Fjölskyldulíf okkar tíma Endurmenntunarstofnun Há- skólans heldur námskeið um fjöl- skyldulíf okkar tíma; um sam- skipti foreldra og barna og sam- skipti hjóna mánudagskvöldið 16. október. Námskeiðið er einkum ætlað feðrum og mæðrum í barnafjöl- skyldum, sambúðarfólki og hjón- um. Námskeiðið verður sex mánu- dagskvöld og lýkur mánudaginn 20. nóvember. Fjallað verður um þær breyt- ingar sem orðið hafa á fjölskyld- unni á síðustu áratugum og þau áhrif sem þau hafa haft á hjóna- band, uppeldi og kynslóða- samksipti. Komið verður inn á lífs- skeið íjölskyldunnar, tjáskipti, náin tengsl og uppbyggilegar leið- ir í gleði og sorg. I fyrirlestrinum er byggt á fræðilegum kenningum um fjölskyldu, foreldrahlutverk og hjónaband og miðlað rann- sóknarniðurstöðum um það efni. Einnig er unnið út frá dæmum og ráð gert fyrir rými til fyrir- spurnar og umræðna. Fyrirlesarar verða fjölskyldu- fræðingarnir og félagsráðgjafarn- ir Nanna K. Sigurðardóttir, MSW, og dr. Sigrún Júlíusdóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskólans. Skráning og allar frekari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar HÍ. Friðarkapp- hlaup fyrir Sameinuðu þjóðirnar TVEGGJA-mílna kapphlaup (3,2 km) hefst á morgun, sunnudag, kl. 14, við Ráðhús Reykjavíkur. Þessi keppni, sem er á vegum Sri Chinmoy- maraþonliðsins, hefur verið haldin á hveiju ári síðan 1988 víða um heim. Hlaupið er til heiðurs Samein- uðu þjóðunum og hlutverki þeirra í vaxandi friðarfjölskyldu mann- kyns. í ár er sérstaklega verið að halda upp á 50 ára afmæli sam- takanna en stofndagur þeirra var 24. október 1945. Mörg hlaupin fara fram við Sri Chinmoy friðar- blómganir, á stöðum sem hafa verið tileinkaðir málstað heims- friðar s.s. í Ottawa, Reykjavík, við Nigara-fossana og Matter- horn. Hlaup þetta er haldið í borg- um víðsvegar um heim og er öllum niðurstöðum safnað saman til að finna alþjóðlega sigurvegara í öll- um flokkum. Á morgun er í fyrsta sinn keppt hér á landi og verður keppt í eftir- töldum flokkum karla og kvenna: 49 ára og yngri (7 verðlaun), 50-59 ára (3 verðlaun) 60-69 ára (2 verðlaun) og 70 ára og eldri (1 verðlaun). Skráning hefst við Ráðhúsið kl. 12 og er þátttaka ókeypis en bolir verða til sölu á staðnum. Teppauppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur uppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 15. októ- ber kl. 20.30. Boðin verða ekta handunnin persnesk teppi, brons- styttur og handmálað kínverskt postulín. Það er algengt að persnesk teppi séu boðin upp hjá stóru uppboðshúsunum erlendis og hef- ur Gallerí Borg notið aðstoðar danska teppasérfræðingsins Willy Sorensen frá Orient Art, sem hef- ur áratuga reynslu af teppaupp- boðum. Gallerí Borg hefur boðið honum til landsins og mun hann svara fyrirspurnum um teppin í Gallerí Borg við Austurvöll laugardaginn Fuglaskoðun við Grafarvog FUGLASKOÐANIR að vetrar- lagi hefjast á ný með gönguferð í kringum Grafarvog og hugað verður að fuglum og öðru því sem áhugavert kynni að verða á vegi fuglaskoðara. Sunnudaginn 15. október . verða reyndir fuglaskoðarar með fjarsjár til taks frá kl. 14-16.30 við pósthúsið við Höfðabakka. Gengið verður andsælis í kringum Grafarvog og farið yfir Gullinbrú í lokin. í fréttatilkynningur segir m.a. að á leirum vogarins hafi sést allt að 300 jaðrakanar. Sennilegt er að þetta sé stærsti hópur þessarar tegundar sem sést hefur á íslenskum leirum. Þar sem nokkuð er liðið á haust- ið er líklegt að mikið af jaðrak- önum séu farnir til vetrarstöðv- anna. Aðra vaðfugla eins og heiðlóur, sendlingar, tildrur o.fl. má búast við að sjá í nokkr- um mæli. Þá má búast við stokk- öndum, rauðhöfðaöndum, urt- öndum, toppöndum, gulöndum, æðarfugli, hettumáfi, storm- máfi, svartbaki, hvítmáfi o.fl. Þá spillir aldrei hið óvænta eins og t.d. fálki eða smyrill. 14. og sunnudaginn 15. október kl. 12-18. Um hundrað teppi verða boðin upp, af öllum stærðum og gerðum og er verðmæti þeirra allt frá 10.000 kr. upp í 300.000 kr. sem er „fínn persneskur Tabriz“, 205x152 sm. Sigurbjörn biskup í Eyjum SIGURBJÖRN Einarsson, biskup og frú Magnea Þorkelsdóttir heimsækja Landakirkju í Vest- mannaeyjum um helgina. Sigur- björn flytur erindi í safnaðarheim- ilinu laugardaginn 14. október kl. 17 undir heitinu: Kristin hug- leiðsla. í erindinu leiðir Sigurbjörn áheyrendur inn í helga dóma bænar og íhugunar sem fylgt hafa kristninni allar aldir og allt til okkar daga. Heitt kaffi verður á könnunni og gefinn kostur á fyrirspurnum úr sal á eftir. Á sunnudaginn 15. október predikar Sigurbjöm og flytur blessun við almenna guðsþjónustu í kirkjunni. Sérstök samvera verð- ur í boði fyrir börnin meðan á predikun og altarisgöngu stendur en að messu lokinni býður Kvenfé- lag Landakirkju til messukaffis í safnaðarheimilinu. Útivist Ferðaröðin Forn frægða- setur BESSASTAÐIR verða heimsóttir sunnudaginn 15. október í ferða- röðinni Forn frægðasetur sem Útivist stendur fyrir. Farið verður með langferðabif- reið frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 suður á Bessastaði. Þar mun Einar Laxness sagnfræðing- ur stikla á stóru um sögu Bessa- staða og Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur greina frá fornleifarannsóknum á staðnum. Að því loknu geta þátttakendur valið um að fara með langferðar- bifreiðinni til baka eða ganga gömlu alfaraleiðina frá Bessastöð- um yfir Garðahraun með Arnar- nesvík og yfir Arnarneshæð að þingstaðnum í Kópavogi og fara með langferðabifreiðinni þaðan eða í þriðja lagi ef gott sjóveður og aðrar aðstæður leyfa, ganga niður á Skansinn og láta ferja sig yfir Skeijafjörð að Austurvör í gamla Skildinganeslandinu og ganga þaðan. Göngufólk fær sérstimpluð göngukort sem viðurkenningu fyrir þátttöku. Lj ósmyndasýn- ing í Tónabæ LJÓSMYNDASÝNING, sem hald- in er í framhaldi af Ljósmynda- maraþoni Tónabæjar 1995, verður opnuð í dag, laugardaginn 14. október, kl. 13. Verðlaunaafhending verður kl. 14, en þá mun dómari keppninn- ar, Ragnar Axelsson, afhenta verðlaun. Maraþonið var styrkt af Morgunblaðinu, Ilford og Beco. Sýningin stendur til kl. 17 og er einnig á mánudag og þriðju- dag. Sýningin er öllum opin og eru allir hvattir til að mæta og sjá hvað unglingar eru að viðhaf- ast í dag. Dagur harm- onikunnar HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur stendur fyrir fjölskyldu- skemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima sunnudag- inn 15. október kl. 15. Fram koma m.a. Karl Jóna- tansson, Garðar Olgeirsson frá Hellisholtum, tríó þeirra Ulrics Falkner, Sigríðar Norquist og Lýðs Benediktssonar auk Létt- sveitar Harmonikufélags Reykja- víkur. Eftir kaffihlé gefst gestum kostur á að stíga dans undir harm- onikutónlist Léttsveitar HR. Kaffisala Kvenfélags Karlakórs Reykjavíkur KVENFÉLAG Karlakórs Reykja- víkur verður með kaffisölu í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, sunnu- daginn 15. október. Húsið verður opnað kl. 14. Við kaffihlaðborðið mun Karla- kór Reykjavíkur syngja nokkur lög. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Ríkið aflétti sköttum af al- menningsvögnum Á AÐALFUNDI Sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, var ítrekuð áskorun til ríkisvalds- ins um að aflétta sköttum og öðr- um álögum á almenningssam- göngur í landinu. Tekjur ríkisins af starfsemi Strætisvagna Reykja- víkur og Almenningsvagna séu rúmar 110 milljónir á ári, eða um 10% af heildargjöldum fyrirtækj- anna. Fundurinn samþykkt enn frem- ur að beina þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaga að þau sam- ræmdu reglur um ferðaþjónustu fatlaðra, svo sem þjónustutíma, þjónustusvæði, aðgengi, forgangs- röðun og gjaldtöku. Lagt er til að sérstakur samráðshópur sveitarfé- laganna verði skipaður og honum falið að vinna tillögur að samræm- ingu. Aukin fjárveiting til löggæslu Samþykkt var að halda áfram vinnu tillagna um samstarf sveit- arfélaganna í málefnum grunn- skólans og að skipuð verði nefnd um þá vinnu. Fundurinn skoraði á þingmenn Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæma að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til lög- gæslu á höfuðborgarsvæðinu. íbú- um hafi fjölgað um 8% frá árinu 1989 en á sama tímabili hafi fjár- veitingar til löggæslu lækkað um 15% að raungildi. Á sama tíma eru kröfur til lögreglumanna auknar, verksvið þeirra víkkað og tíðni afbrota hefur vaxið. Afleið- ingin sé lakara eftirlit með afbrot- um og glæpum og minna öryggi fyrir almenna borgara. Tekjuskerðing verði bætt Fundurinn beinir því til ríkis- stjórnar og Alþingis að sveitarfé- lögunum verði bætt tekjuskerðing- in, sem ríkisstjórnin tók ákvörðun um í tengslum við gerð kjarasamn- inga fyrr á árinu með því að heim- ila frádrátt frá tekjum við álagn- ingu skatta framlög launþega í lífeyrissjóð. Er þess krafist að sveitarfélögum verði bætt tekju- skerðingin með því að auka hlut- deild útsvars á kostnað tekju- skatts. Loks var samþykkt að beina þeim eindregnu tilmælum til Sam- bands ísl. sveitarfélaga að við end- urskoðun tekjustofna sveitarfé- laga vegna flutnings grunnskól- anna til þeirra og nýrra úthlutun- arreglna Jöfnunarsjóðs verði fullt tillit tekið til mismunandi stöðu ■sveitarfélaga vegna einsetningar í grunnskólum. Nýr formaður Þroskahjálpar LANDSÞING Landssamtakanna Þroskahjálpar var haldið að Hótel Sögu 6.-8. október sl. Á lands- þinginu lét Ásta B. Þorsteinsdóttir af formennsku eftir 8 ár. Nýr for- maður samtakanna er Guðmundur Ragnarsson, Reykjavík. Samhliða landsþinginu var haldin ráðstefna með yfirskriftina „Unglingar með fötlun og fjöl- skyldan". Auk þess héldu um- ræðuhópar Þroskahjálpar, sem skipaðir eru þroskaheftu fólki, ráð- stefnu um liðveislu og upplýsingar á auðskildu máli. Sérstakur gestur þingsins var Henning Furulund frá Noregi. Henning er þroskaheftur og flutti mjög fróðlegan fyrirlestur um nauðsyn þess við miðlun upp- lýsinga til almennings að sérþarfir þroskaheftra væru hafðar í huga. Hann skoðaði einnig nokkrar stofnanir og þjónustufyrirtæki með tilliti til þess hversu auðvelt væri fyrir þroskaheftan mann að skilja upplýsingar þeirra. Niður- staða hans var t.d. sú að leiða- kerfi Strætisvagna Reykjavíkur væri íílskiljanlegt. Á þinginu var samþykkt ályktun þar sem því er harðlega mótmælt að 133 milljónir af eyrnarmerktum tekjustofni framkvæmdasjóðs fatl- aðra renni í ríkissjóð. Einnig voru ■ HEIMSKRINGLAN, Háskóla- bíó og Sambíóin stóðu fyrir „Wat- erworld"- og AIWA-leik í Heims- kringlunni vikuna 29. september til 6. október. Fleiri hundruð manns tóku þátt í leiknum þar sem þátttak- endur gátu unnið „Waterworld“-boli og AIWA-ferðageislaspilara. Ingólf- ur Þorsteinsson nemi á þriðja ári í Verslunarskólanum datt í lukku- pottinn og hlaut geislaspilarann. samþykkt harðorð mótmæli gegn því að fjárhæð bóta almanna- trygginga skuli nú alfarið vera háð geðþóttaákvörðunum Alþingis en ekki tengd við verðlag eða kaup- gjald í landinu. Því var fagnað að nokkur sveit- arfélög hafa lýst áhuga á því að yfírtaka þjónustu fatlaðra. Jafn- framt var þeirri skoðun lýst að grundvöllur þess að vel takist til við tilfærsluna sé að nægjanlegt fjármagn verði tryggt. Einnig var fagnað lokun vistheimilisins Sól- borgar á Akureyri og einnig því að útskriftir væru hafnar af Kópa- vogshæli. I menntamálum var lýst yfír stuðningi við tillögur um úrbætur á námstilboðum fyrir fatlaða í framhaldsskólum og skorað á Al- þingi að tryggja nægjanlegt ^ár- magn til að framkvæma tillöguna. Landsþingið samþykkti að beina þeim eindregnu tilmælum til rekstraraðila stofnana fyrir fatl- aða að sjá til þess að þeir sem þar dvelja séu slysátryggðir. Að lokum var harmað að ekki var tekið tillit til óska samtaka fatlaðra um að tryggt væri með afgerandi hætti í mannréttindakafla stjórnarskrár íslands að ekki mætti mismuna fólki með fötlun á neinn hátt. -leikur að læra! 5 ------------------------.... 03 Vinningstölur 13. okt. 1995 10*12»16*19*20823*28 lildri úrslit á sipsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.