Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fiskveibistjórnunin efst á baugi á þingi Landssam- bands smábátaeigenda: j; ij|| i| Vibræburvib I l ij l , 7-/ /o Mikið lifandi ósköp er ég feginn að þú skulir ætla að fara að segja til þín Steini minn. Verzlunarskólinn 90 ára Morgunblaðið/Baldur Sveinsson VERZLUNARSKOLINN er afar vel tækjum búinn. Hér eru einbeittir nemendur í kennslustund. NÍUT|U ára afmæli Verzlunar- skóla íslands verður fagnað í húsakynnum skólans milli kl. 15.45 og 18 á morgun, sunnudag- inn 15. október. Þorvarður Elías- son, skólastjóri, segir að boðið hafi verið 6.630 brautskráðum nemendum og mökum og verði boðið því að öllum Iíkindum eitt hið stærsta sem haldið hefur verið. Afmælisfagnaðurinn hefst á því að Sveinn Rúnar Sigurðsson, nemandi i 6. V, leikur á píanó. Þorvarður býður gesti velkomna og Verzlunarskólakórinn syngur undir stjórn Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar. Að því loknu ávarpar Arni Arnason, formaður skólanefndar, gesti og braut- skráðir nemendur flytja skemmtiatriði. Af þeim má nefna Jón Ólafsson ásamt hljómsveit, Gunnar Eyjólfsson, Jóhönnu Jón- as og Helgu Möller. Verzlunarskólinn hefur tekið 6.630 boðskort sendút miklum breytingum frá stofnun- inni árið 1905. Skólanefnd Verzl- unarskólans var upphaflega skipuð af Kaupmannafélagi Reykjavíkur, nú Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Versl- unarráð íslands tók við rekstri skólans árið 1922 og árið 1962 var samþykkt að gera hann að sjálfseignarstofnun undir vernd Verslunarráðs. Með núgildandi skipulagsskrá frá árinu 1993 er starfsemi skólans færð upp á háskólastig. Nemendum hefur smám saman fjölgað og í vetur stunda 905 nám í dagskóla, 200 í öldungadeild og 145 nám í Tölvuháskóla VI. Brautskráðir nemendur á lífi og búsettir hér á landi eru 6.630,2.990 karlar og 3.640 konur, og búa 60% i Reykjavík og 40% í nágrenni borgarinnar og úti á landsbyggð- inni. Að námi loknu geta stúdent- ar valið sér fjölbreyttar náms- brautir. Nú í vetur stunda 600 stúdent- ar frá Verzlunarskólanum nám í HÍ. í viðskiptadeild eru flestir eða 28%. 16% stunda nám í heim- spekideild og jafnhátt hlutfall er í félagsvísindadeild, 15% stunda nám í lagadeild, 11% stunda nám í læknadeild og önnur 11% í verk- fræði og raunvísindadeild. Dreif- ingin er lýsandi fyrir þá stefnu skólans að færa viðskipta- og sljórnunarlega þekkingu inn í allar stéttir þjóðfélagsins. Markahæsti leikmaður 1. deildar Vissi ekki hvar Island var á landakortinu Julian Duranona JULIAN Duranona er landflótta Kúbumaður en hann tók þá ör- lagaríku ákvörðun árið 1994 að segja skilið við föðurland sitt í keppnisferð í handbolta í Argentínu. Hann segir ástæðuna fyrir fióttanum einungis snúast um hand- bolta og hafi ekkert með stjórnmál að gera. Hann býr nú á Akureyri ásamt konu sinni en það var ekki fyrr en eftir mikla þrautargöngu að honum tókst að ná henni frá Kúbu og eru aðeins um þijár vikur síðan þau hittust eftir flótta hans í fyrra- haust. „Það hafðist að lok- um, með hjálp Guðs og góðra manna og fyrir það er ég þakklátur," segir Duranona og vill ekki tjá sig um það mál að öðru leyti. „Það er engin deilda- keppni spiluð á Kúbu og því hafði ég aðeins spilað með landsliðinu þegar ég ákvað að verða eftir í Argentínu. Þar lék ég með fé- lagsliði í Buenos Aires, sem heit- ir Sedalo, í átta mánuði og þjálf- aði auk þess unga handbolta- menn. Hins vegar hafði ég enn stærri markmið en að spila hand- bolta í Argentínu en ég get ekki sagt að |sland hafi verið drauma- landið. Ég vissi af áhuga liða frá Spáni og Frakklandi en þegar á reyndi, var mesta alvaran á bak við tilboð KA. Eftir að ég hafði skoðað aðstæður á Akureyri og rætt við forsvarsmenn liðsins, ákvað ég að slá til og gerði samn- ing til eins árs. Hvað tekur við hjá mér eftir þann tíma er ómögu- legt að segja til um á þessari stundu.“ Duranona vakti fyrst heimsat- hygli er hann lék með landsliði Kúbu á heimsmeistaramótinu í Sviss árið 1986 en þar varð hann næstmarkahæstur leikmanna mótsins. Fjórum árum síðar, á HM í Tékkóslóvakíu, gerði hann enn betur og stóð uppi sem markakóngur í mótslok. í Tékkóslóvakíu kynntist Dur- anona íslendingnum Andrési Pét- urssyni, sem _nú starfar hjá Út- flutningsráði íslands og það var fyrir Andrésar tilstilli að hann leikur nú handbolta á Akureyri. Duranona átti við meiðsli að stríða þegar hann kom til Akur- eyrar sl. vor og var í sjúkraþjálf- um í sumar en er nú óðum að komast í sitt fyrra form. Vissirþú eittbvað um íslenskan handbolta áður en þú komst hing- að til lands? „Ég spilaði með landsliði Kúbu gegn því íslenska í B-keppninni í Frakklandi árið 1989 og einnig á HM í Tékkóslóvakíu ári síð- ar. Fyrir þann tíma vissi ég ekkert um ís- lenskan handbolta og ég vissi þá reyndar ekki hvar ísland var á landakortinu. En ég fór fljótlega að kynna mér það eftir þetta.“ Duranona segist kunna mjög vel við sig á Akureyri, enda hafi sér verið vel tekið. „Ég kvíði samt vetrinum svolítið, enda veðráttan hér töluvert öðruvísi en ég á að venjast. En maður verður bara að klæða sig vel og bíta á jaxlinn og þá held ég að þetta verði í lagi.“ ► Julian Duranona er rétt tæp- lega þrítugur Kúbumaður, sem árið 1994 ákvað að segja skilið við föðurland sitt er hann var í keppnisferð í Argentínu með landsliði sínu i handbolta. Hann spilar nú handbolta með 1. deildarliði KA á Akureyri. Dur- anona er mikill vexti, rétt um tveir metrar að hæð, og þykir einn allra besti ieikmaður deild- arinnar. Hann er markahæsti leikmaður 1. deildar, með 33 mörk eftir aðeins þrjár umferð- ir og hann verður án efa með í baráttunni um markakóngstit- ilinn í vor. Kona hans er einnig frá Kúbu og heitir Tamara Mola. Hún býr nú með manni sínum á Akureyri. KA hefur byrjað með miklum látum í 1. deildinni og unnið alla þijá leiki sína. Hveija telur þú möguleika KA vera í vetur? „Ég tel að KA hafi alla burði til þess að vinna bæði deildar- keppnina og bikarkeppnina. Sjálfur er ég að komast í mjög gott form og ég mun leggja mitt af mörkum til þess að sá árangur náist.“ Hefur þú einnig sett stefnuna á markakóngstitilinn? „Mitt markmið númer eitt er að KA nái sem bestum árangri en markakóngstitillinn má alveg fylgja með.“ Hvað með möguleika liðsins í Evrópukeppni bikarhafa? „Ég er mjög bjartsýnn á að liðið komist áfram í keppninni, þrátt fyrir tap í fyrri leiknum við Vík- ing. Við spiluðum hins vegar ekki nógu vel í Noregi á laugardaginn og þar átti ég sjálfur sérlega erf- itt uppdráttar. Ég er samt þess fullviss að við gerum betur í KA-heimilinu um helgina og náum að leggja Norðmennina að velii. Þar kemur hlutur stuðningsmanna til með að vega þungt, enda stemmningin í KA-heimilinu hreint með ólíkindum." Duranona segist hafa æft mun meira er hann lék á Kúbu en þar sem þar er engin deildakeppni, var mun minna um leiki og þá aðeins með landsliðinu. Hann lék í ein 10 ár með landsliði Kúbu og á að baki á milli'300 og 400 landsleiki. „Á Islandi er þetta miklu skemmtilegra, enda minna um æfingar en meira um leiki.“ „Eg kvíði samt vetrin- um svolítið"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.