Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR URVAL-UTSYN SAMVINNUFERÐIR-LANDSYN HEIMSFERÐIR FERÐASKRIFSTOFAN FERÐASKRIFSTOFA ALÍS REYKJAVÍKUR FLUGLEIÐIR Tegund Selur forfallatryggingar fyrir Tryggingu hf. Selur forfallatryggingu frá VÍS fyrir ferðir í áætlunarfiugi og þeir sem kaupa alferð geta greitt forfallagjald. Gert ráð fyrir forfalla- gjaldi, en það má draga frá verði ferðar ef fólk vill. Selur forfalla- tryggingu fyrir Sjóvá-Almennar. Þeir sem vilja geta greitt forfailagjald fyrir ferð I leigufiugi. Selja forfallatryggingar fyrir Tryggingu hf. Verð Hámarks- bætur Sjálfs- ábyrgð 3% af verði alferðar (pakkaferðar) eða 3,5% af verði farseðils. Forfallatrygging: 4,5% af ferðakostnaði. Forfallagjald: 1.200 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir börn. 1.200 kr.fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir börn. 3,5% af verði ferðar. 1.200 kr. fyrir fullorðna | og 600 kr. fyrir böm. j 3% af verði alferðar (pakkaferðar) eða 3,5% af verði farseðils. Allur útlagður ferðakostnaður. Allur útlagður ferðakostnaður. Allur útlagður ferðakostnaður. Allur útlagöur Allur útlagður Allur útlagður ferðakostnaður. ferðakostnaður. ferðakostnaður. Engin Erigin hjá þeim sem hafa forfallatryggingu. 1.800 kr. hjá þeim sem greiða forfallagjald. Engin Engin Engín Engin Forfallatrygging inni- falin í pakkaferðum? MÉR finnst að allir sem kaupa dýra ferð ættu að tryggja sig gegn for- föllum með einhveijum hætti,“ segir Hörður Gunnarsson, formaður Félags ísienskra ferða- skrifstofa. Hann segir að ný lög um alferðir, eða pakkaferðir, sem verið er að samræma víðast í Evrópu, fjalli m.a. um forfallatryggingar. „Þá eru þeir sem fara í alferð skyldaðir til þess með lögum að tryggja sig gegn forföllum. Þessi nýju lög viðurkenna því þörf á almennri ódýrri tryggingu á ferðalögum, sem er staðfesting á því sem við höfum lengi haldið fram.“ Skiptar skoðanir Skoðanir á forfallagjaldi og for- fallatryggingu hafa verið skiptar gegnum tíðina. Vátryggingaeftirlitið gerði t.d. athugasemd, árið 1991, við að ferðaskrifstofur seldu forfalla- tryggingar, enda væru þær með því að fara inn á svið vátrygginga. Ferða- skrifstofur kölluðu tryggingar sínar forfallagjöld upp frá því. 1993 gerði Verðlagsstofnun athugasemd um ólöglegt samráð ferðaskrifstofa um upphæð forfallagjalda og í Morgun- blaðinu vorið 1994 var vakin athygli á að forfallagjald væri hið sama hjá öllum ferðaskrifstofum sem á annað borð innheimtu það, en haft eftir starfsfólki ferðaskrifstofa að það væri algjör tilviljun. í skyndikönnun sem gerð var í liðinni viku kom í ljós að'forfallagjald er enn hið sama hjá þeim sem innheimta það og ekki könnuðust ferðaskrifstofumenn við samráð nú frekar en fyrri daginn. Líkur eru á að forfallatryggingar verði á næsta ári innifaldar í verði pakkaferða. Brynja Tomer kannaði framboðið og komst m.a. að því að mestar takmarkanir eru á tryggingum gegnum greiðslukortafyrirtæki. FORFALLATRYGGING MEÐ GREIÐSLUKORTUM Skilyrði Sjálfs- ábyrgð Hámarks- bætur FARKORT og ATLASKORT mmm GULLKORT V,SA VISA og EUROLlSy Greiða þarf einhvem hluta ferðakostnaðar með korti til að forfallatrygging gildi. 6.500 kr. 49.000 kr. eru þrír; forfallatrygging vátrygg- ingafélaga, sem ýmist er hægt að kaupa hjá söluskrifstofu félagsins eða ferðaskrifstofu, forfallagjald sem ferðaskrifstofa innheimtir þegar hún selur alferð, og forfallatrygging sem greiðslukortafyrirtæki veita korthöfum sem greiða hluta ferða- kostnaðar með korti. í meginatriðum er hið sama á ferðinni í öllum tilvikum; fólk er að tryggja sér endurgreiðslu á útlögð- um ferðakostnaði eða hluta hans ef það kemst ekki í fyrirhugaða ferð, t.d. vegna andláts, líkamsmeiðsla eða alvarlegra veikinda sem vottuð eru af Iækni. Skilmálar eru svipaðir, þótt trygg- ingar sem kortafyrirtæki hafa milli- göngu um séu augljóslega takmark- aðri en aðrar. Þá er vert að árétta að ferðaskrifstofur sem innheimta forfallagjald taka sjálfar á sig Sumarið 1994 heyrðust gagnrýn- israddir um að ferðaskrifstofur skyld- uðu farþega til að greiða forfalla- gjald. í kjölfarið sendi Samkeppnis- stofnun ferðaskrifstofum bréf þar sem það álit stofnunarinnar kom fram að farþega væri ekki skylt að greiða forfallagjald. Einnig að ef for- fallagjald ætti að vera hluti af ferð, þyrfti það að vera innifalið í verði hennar. í samtölum við starfsfólk á ferðaskrifstofum í síðustu viku kom fram að alls staðar væri farþegum í sjálfs vald sett hvort þeir keyptu for- fallatryggingu eða ekki, engin væri skyldaður til að kaupa hana. Valkostir á forfallatryggingum © ábyrgð og setja hver um sig eigin skilmála. Sjálfsábyrgð er yfirleitt engin, en Samvinnuferðir-Landsýn gera þó ráð fyrir 1.800 kr. sjálfs- ábyrgð við endurgreiðslu á ferða- kostnaði í pakkaferð og í trygging- um gegnum kortafyrirtæki er sjálfs- ábyrgð 6.500 krónur. Hjá Heimsferðum fengust þær upplýsingar að gert væri ráð fyrir forfallagjaldi í verðinu og því þyrftu viðskiptavinir að taka sérstaklega fram að þeir hefðu ekki áhuga á slíkri tryggingu. Af ummælum starfsfólks á íslenskum ferðaskrif- stofum að dæma kaupa flestir, sem kaupa dýrar ferðir, forfallatrygg- ingu, en fólk virðist síður gera það fyrir stuttar og ódýrar ferðir, t.d. 20 þúsund kr. helgarferðir. Reglum bráðum breytt? Hörður Gunnarsson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa kveðst vænta þess að í ársbyijun 1996 verði reglum um forfallatrygg- ingar hér breytt í samræmi við þær sem gilda í nágrannalöndum okkar. „Um áramót gefa ferðaskrifstofur út nýja bæklinga og ég reikna með að þær kynni þar nýjar reglur um þessar tryggingar. Mér finnst eðli- legt að verð á forfallatryggingu sé í samræmi við verð ferðar og á því frekar von á að ferðaskrifstofur hætti að innheimta sama forfalla- gjald af öllum.“ Hjá Neytendasamtökunum feng- ust þær upplýsingar að öðru hvoru bærust fyrirspurnir um forfallagjöld og forfallatryggingar og samtökin hefðu haft afskipti af einu máli í sumar. Sigríður A. Arnardóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna sagði að tvær konur hefðu ætlað saman í alferð til útlanda og ætlað að deila hótelherbergi. „Önnur kon- an komst ekki í ferðina vegna veik- inda og hafði því rétt á endur- greiðslu. Hin konan var aftur á móti krafin um 30 þúsund króna viðbótargjald vegna forfalla vinkon- unnar og var krafan síðan lækkuð í 15 þúsund krónur. Við höfðum milligöngu í málinu og kröfðumst þess að konunni yrðu endurgreiddir þessir peningar. Málinu lyktaði með því að það var gert, enda var engin heimild fyrir slíkri gjaldtöku.“ l'flYGGIN'ö' Verð 3% af ferðakostnaði 4,5% af ferðakostnaði 3,5% af ferðakostnaði 3,5% af ferðakostnaði Hámarks- Allur útlagður Allur útlagður Allur útlagður Allur útlagður bætur ferðakostnaður. ferðakostnaður. ferðakostnaður. ferðakostnaður. Sjálfs- ábyrgð Alhugas. Engin Engin Engin Engin Tryggingu þarf að kaupa innan viku frá því farseðill var Tryggingu þarf að kaupa Tryggingu þarf að kaupa Tryggingu þarf að kaupa sama dag og farseðil, og 14 dögum fyrir brottför. keyptur. Hægt er að kaupa tryggingu fram að bnottför. sama dag og farseðil, og 14 dögum fyrir brottför. sama dag og farseðil, og 14 dögum fyrir brottför. Sölusýning á húsgögnum um helgina Eftirlíkingar af indverskum antikhúsgögnum „EFTIRLIKINGAR af gömlum húsgögnum úr gegnheilum viði eiga mikium vinsældum að fagna, sérstaklega meðal ungs fólks. Slík húsgögn eru yfirleitt fremur dýr og því leitaði ég leiða til að bjóða þau á lægra verði en tíðkast í verslunum," segir Margrét Kjartansdóttir, sem ný- verið stofnaði innflutningsfyrir- tækið Míra. Til þess að sleppa við kostnað af verslunarrekstri og ýmiss kon- ar milliliðum flytur Margrét hús- gögnin inn í gámum frá Indlandi og hyggst selja þau á sölusýning- um. Fyrsti gámurinn er kominn, sölusýning var á Grand Hotel í gær og heldur áfram í dag, laug- ardag frá kl. 10-19 og á morgun, sunnudag kl. 12-18. Þar verða einnig seldir tágastólar á sér- stöku tilboðsverði; ef stóll er keyptur á 3.900 kr. fæst annar með í kaupbæti. Hagstætt verð „Ég ætla að gera stórinnkaup nokkrum sinnum á ári og selja hverja sendingu á sérstökum sölusýningum. Með þessu fyrir- komulagi get ég boðið húsgögnin í LITLU fjallaþorpi á Indlandi vinna 1500 menn á vöktum allan sólarhringinn við að handsmíða húsgögn svipuð þeim sem smíðuð voru fyrir 2000 árum. á hagstæðu verði. Ég býst við að margir noti tækifærið því antikhúsgögn eru mjög eftirsótt umþessar mundir.“ A sölusýningunni verða borð, kommóður, bekkir, stólar og fleira úr seasam-viði, sem rækt- aður eru á Suður-Indlandi. Hús- gögnin eru handunnin og því engin tvö eins. Margrét segir að húsgögnin séu listasmiðar, sem eigi sér 2000 ára sögu. Sex fjölskyldur í litlu fjallaþorpi á Indlandi auðguðust mjög á að rækta ópíum, sem þær síðan seldu til Kína í skiptum fyrir gull. Vegna auðæfanna hóp- uðust handverksmenn til þorps- ins því þeir fengu nóg að gera við að smíða og skera út listmuni til að prýða hallir fjölskyldn- anna. Eftir að ópíum var bannað í Kína varð ríkidæmið að engu, fjölskyldurnar fluttu burt og handverksmennirnir leituðu sér lífsviðurværis annars staðar. Um aldamótin var Johri-fjölskyldan ein eftir ásamt nokkrum verka- mönnum sem bjuggu við bág kjör. Arið 1971 vænkaðist hagur- inn þegar bandarískur ferðamað- ur heillaðist af útskornu listmun- unum og flutti með sér heim. Gömul og snjáð í kjölfarið ákvað Johri að framleiða eftirlíkingar af gömlu húsgögnunum frá gullaldarárun- um og hefja útflutning. Arið 1988 unnu 11 handverksmenn hjá hon- um, en núna er eftirspurnin slík að 1500 menn vinna á vöktum allan sólarhringinn við að smiða húsgögn, sem aðallega eru seld til Bandaríkjanna og Bretlands. Margrét segir að húsgögnin hafi lítillega breyst í aldanna rás. „Utskurðurinn er minni en áður. Vesturlandabúar kjósa yf- irleitt einfaldari húsgögn, þó þeir vilji að þau líti út fyrir að vera gömul og snjáð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.