Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ í ÞVÍ frumvarpi til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er boðaður niðurskurður á Bygg- ingarsjóði verkamanna úr 608 m.kr. í 400 m.kr. eða úr 420 íbúð- um í um 230. Umsókn- ir liggjaþó fyrir um 600 íbúðir. í heild er niður- skurður til húsnæðis- mála 1.300 milljónir. Það hefur verið verk- efni hvers félagsmála- ráðherrans á fætur öðr- um að meija út fé til þessa málaflokks, með dyggum bakstuðningi verkalýðshreyfíngar, en nú er hún Snorrabúð stekkur. Auðar íbúðir innan við 1% Það, hversu lítil viðbrögð hafa orðið við þessum áformum núver- andi félagsmálráðherra, sýnir betur en margt annað í hveijar ógöngur kerfið er komið; hve umfjöllunin um ' félagslega kerfið hefur nú þegar grafið undan því. Hinn mikli niður- skurður er m.a. réttlættur með því að benda á allar auðu íbúðirnar. Sannleikurinn er sá að nú eru einungis 60 íbúðir af um 10.000 auðar, eða innan við 1%. Flestar eru þær á Vestfjörðum. Það segir okkur e.t.v. þá sögu að víða sé ástandið ekki eins hábölvað og sögusagnir herma. Upphrópanir, ekki gagnrýnin skoðun Umfjöllun um félagslega hús- næðiskerfið hefur borið meiri svip af upphrópunum um erfiðleika en því að gagnrýnin skoðun hafi farið fram á orsökum þeirra. Dagar kerf- isins hafa verið taldir án þess að spurt væri þeirrar spurningar hvort kostir þess, s.s. löng lán á lágum vöxtum, nýttust ekki lengur þeim sem kerfið var eitt siiin hugsað fyr- ir. Og ef svo er ekki, hver væri þá orsökin. Ég óttast að menn fari allt of langt í því að slá kerfið af án þess að þeim spurningum verði svarað. Og ef þeim ekki verður svar- að er líka ástæða til að hafa áhyggjur af því hvert stefnir með þann hluta húsnæðiskerfis- ins sem ætlaður er þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Notað til „byggðaþróunar“ Þegar litið er til þess hvemig félagslega húsnæðiskerfinu hefur verið beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun, bæði hvar hefur verið byggt og ástæður þess, kemur í Ijós að kerfið hefur verið nýtt til að ná ýmsum öðrum markmiðum en þeim að sjá láglaunafólki fyrir húsnæði. Þannig hafa sumar sveitarstjórnir notað kerfið til að halda uppi at: vinnu fyrir verktaka á staðnum. í mörgum tilfellum hafa íbúðabygg- ingar innan kerfisins verið einu hús- næðisframkvæmdir á stöðunum árum saman. Hlutfall félagslegs húsnæðis á Vestfjörðum var t.d. rúmlega 95% á síðastliðnum 6 árum. Þannig hafa sveitarstjórnir reynt að bjóða upp á félagslegt húsnæði m.a. til að mæta því að fólk hefur ekki viljað festa fé í íbúð á almenna markaðnum af ótta við að e.t.v. yrði ekki unnt að losna við hana síðar. Þar birtist að hluta það óör- yggi með atvinnu sem fylgir gjaman sjávarútvegi. Húsnæðiskerfið blóraböggull Einnig hefur verið viðleitni til að styðja við tiltekna þjónustu í byggð- arlagi s.s byggingastarfsemi og fleira. Því hefur verið tilhneiging til að byggja nýtt húsnæði fremur en að kaupa eldra inn í kerfið. Það hefur m.a. leitt til þess að íbúðirnar eru dýrari fyrir fólkið en ef sú leið hefði verið farin að kaupa inn í kerfið eldri íbúðir. Það má því til sanns vegar færa að ýmislegt af því sem menn telja í dag ágaila kerfisins og rök fyrir samdrætti séu fyrst og fremst birtingarmyndir ýmissa annarra erfiðleika sem tengjast byggða- og atvinnuþróun. Ábyrgðin er stjórnmálamanna Ábyrgðin á þessu ástandi er stjórnmálamanna. Ýmsar sveitar- stjórnir hafa nýtt kerfíð með fyrr- greindum hætti og standa nú frammi fyrir því að innleysa rándýr- ar íbúðir. Einnig hafa alþingismenn haft af því afskipti hvert því fé er Félagslegar íbúða- byggingar hafa leyst vanda margra, segir Svanfríður Jónas- dóttir, og bendir á að rök fyrir samdrætti séu fyrst og fremst birting- armyndir ýmissa ann- arra erfíðleika sem tengjast byggða- og atvinnuþróun. beint sem ætlað er til bygginga eða kaupa á félagslegu íbúðarhúsnæði og þá gjarnan til að beijast gegn þeirri byggðaþróun, sem felst í fólksfækkun viða úti um land. Félagslegar íbúðabyggingar hafa á undanförnum árum náð að full- •nægja íbúðaþörf ýmissa hópa sem ekki hefðu getað orðið slíks aðnjót- andi í óbreyttu markaðskei-fí. Það er því ábyrgðarhluti að rifa kerfíð niður án þess að huga að því hvern- ig á í framtiðinni að leysa mál þeirra, sem þetta kerfi hefur þrátt fyrir misnotkun af ýmsu tagi, leyst. Höfundur er alþingismaður Þjóð- vaka. Niðurrif án fyrirhyggju Svanfríður Jónasdóttir Sængurlega og* jafnréttisbárátta í NÝJASTA tölvu- blaði Veru (sept. 1995) rakst ég á dálka þar sem talin voru upp atr- iði, sem höfðu, að mati penna blaðsins, orðið jafnréttisbaráttunni til mesta gagns og ógagns. í „ógagnsdálknum" var fjallað um lokun Fæð- ingarheimilis Reykja- víkur. Ég var hjart- anlega sammála þeim sem skrifaði. Hins veg- ar fylgdi þessi klausa um konur á fæðinga- og sængurkvennadeild Landspítalans: „Og látnar hafa börnin inni hjá sér um nætur svo margar snúa aftur heim til sín úr- vinda af svefnleysi og þreytu. Ef þær eru þá ekki sendar heim daginn eftir fæðingu.“ (Vera, sept. 1995, bls. 43). Tel ég víst að hér sé m.a. verið að vísa til snemmútskrifta sængurkvenna sem valið hafa heimaþjónustu ljósmæðra. Þetta viðhorf einkennist síður en svo af jafnrétti því eins og flestum er ljóst, ekki síst feministum, er fæðing ekki sjúkdómur og eðlileg sængurlega krefst alls ekki sjúkrahúsvistar. Fyrir utan MFS-einingu Land- spítalans sem nokkuð hefur verið flallað um í fjölmiðlum, bjóða ljós- mæður uppá svokallaða heimaþjón- ustu. í henni felst að eftir eðlilega ■ fæðingu eiga móðir og bam rétt á því að liggja á sængurkvennadeild í einn og hálfan sólar- hring og fara svo heim og njóta umönnunar ljósmóður. Hún heim- sækir fjölskylduna tvisvar á dag, klukku- tíma í senn, fyrstu fjóra dagana, svo einu sinni á dag næstu þijá daga þar á eftir, alls ellefu skipti. Móðirin þarf ekki að vera búin að ákveða fyrir fæð- inguna hvort hún velji þennan kost í sængur- legunni, heidur metur hún það sjálf innan 36 klukkustunda frá eðli- legri fæðingu hvort hún treysti sér heim. Því miður eru feður afskiptir í Þetta viðhorf byggir ekki á jafnrétti, segir Guðlaug Einarsdóttir, um skrif í blaðinu Veru um snemmút- skrift kvenna eftir eðlilega fæðingu sængurlegu á Landspítalanum. Það kemur til vegna þess að á hverri stofu liggja tvær til fjórar konur og því miður stundum sex og því erfitt Guðlaug Einarsdóttir að koma fyrir fijálsum heimsóknum feðra, a.m.k. ekki til viðbótar við allan þann fjölda vina og ættingja sem heimsækir sængurkonurnar. Þannig fer öll fræðsla sem móður- inni er veitt í sængurlegunni fram hjá föðurnum, fyrir utan þann tak- markaða aðgang sem hann hefur að bami sínu fyrstu daga lífs þess. Af framantöldu hiýtur öllum að vera það ljóst að sængurlega á stofnun skerðir tengslamyndun föð- ur og bams og ýtir undir það að móðirin beri hita og þunga af umönnun barnsins. Margir feður skipuleggja sumarfrí sitt þannig að þeir geti verið heima í kringum fæðinguna og tekið þannig fullan þátt í sængurlegunni heimafyrir. Eins væri það rós í hnappagat vinnuveitanda sem gæfí nýbökuðum föður eina fríviku eða svo í einskon- ar sængurgjöf. Sumar konur kunna að óttast óheyrilegan gestagang ef þær fara heim fljótlega eftir fæðinguna. Ættingjar og vinir foreldranna ættu að íhuga mikilvægi hvíldar og róleg- heita fyrir nýju fjölskylduna. Barnið er komið til að vera og því ekki brýn nauðsyn fyrir alla að sjá það á fyrstu dögunum, einmitt þegar það er viðkvæmast fyrir sýkingum. Ég hef leitt rök að því að sjálf- sagt er að fullhress kona sem treyst- ir sér að „liggja“ sængurlegu heima með heilbrigt barn, nýti sér heima- þjónustu ljósmæðra og stuðla þann- ig að betri tengslamyndun fjölskyld- unnar og nýja bamsins. Snemmútskriftir kvenna eftir eðlilega fæðingu geta því ekki talist jafnréttisbaráttunni til ógagns, heldur era þær „fjölskylduvænar“ og leiða til aukins jafnréttis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Tekið undir gagnrýni Osmo Vánská Athugasemd stjórnar Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar íslands VEGNA greinaskrifa í Morgun- blaðinu 12. og 13. október síðast- liðinn er varða Sinfóníuhljómsveit íslands, aðalstjórnanda hennar, Osmo Vánská og Guðmund Emils- son tónlistarráðunaut RÚV, vill stjórn Starfsmannafélags Sinfón- íuhljómsveitar íslands koma eftir- farandi á framfæri. Við viljum taka undir gagnrýni O.V. sem fram kemur í bréfi hans til útvarpsstjóra og beinist aðal- lega að G.E. Við teljum hana mjög réttmæta, ekki síst í ljósi fenginn- ar reynslu af samskiptum við G.E. á undanförnum áram. Okkur þyk- ir mjög miður að nafn SÍ. skuli hafa verið bendlað við skipulag og kynningu af því tagi sem átti sér stað í síðustu viku þegar Nord- Sol-keppnin fór fram. Ef við tökum fyrst sem dæmi gerð efnisskrár á úrslitatónleikum, laugardaginn 7.10. þá lá það fyrir með nokkurra mánaða fyrirvara að þar yrðu spilaðir tveir einleiks- konsertar og eitt stutt hljómsveit- arverk („En Sagá“), sem yrði ann- aðhvort fyrst á efnisskránni sem einskonar inngangur, eða þá leikið á meðan dómnefndin kæmi sér saman um niðurstöðu keppninnar. Það stóð aldrei til að flytja „En Saga“ að lokinni verðlaunaafhend- ingu, þ.e. eftir að hápunkti og til- gangi keppninnar var náð. Engum alvöru tónleikaskipuleggjanda myndi detta í hug að bjóða áheyr- endum upp á slíkt spennufall. Guðmundur talar í því efni vísvit- andi gegn betri vitund, er hann segir O.V. upphaflega hafa „sett fram þá kröfu að verkið yrði flutt síðast á dagskrá lokatónleikanna“. Endanleg niðurstaða, þ.e. að hljómsveitarverkið var flutt síðast, eftir að sjónvarpsmenn höfðu rofið útsendingu og tekið sínar vélar á brott, var algerlega óviðunandi. Þetta kom undarlega út fyrir áheyrendur og áhorfendur sjón- varps og var auðvitað lítilsvirðing við okkur hljóðfæraleikarana. Við vorum búin að undirbúa þetta stór- kostlega verk og vildum leggja okkar af mörkum til að gera heil- steypta og ánægjulega tónleika, í stað þess að vera eingöngu í undir- leikshlutverkinu. En hver var ástæðan fyrir þessu klúðri? Sjónvarpsmenn höfðu ekki verið látnir vita að „En Saga“ væri á efnisskránni fyrr en alltof seint og voru þá búnir að ráðstafa útsendingartíma í annað og vannst heldur ekki tími til að gera upp- tökuáætlun fyrir fyrrnefnt verk. Þetta skrifast því á reikning aðal- skipuleggjanda tónlistarkeppninn- ar, sem hlýtur að bera ábyrgð á öllum slíkum framkvæmdaratrið- um. Þá má einnig nefna að bæði í útsendingu útvarps á fimmtudags- tónleikunum sem og í sjónvarpsút- sendingunni á laugardag voru mjög langar og vandræðalegar þagnir á meðan dómnefndin var að komast að niðurstöðu (sem ekki náðist reyndar að útvarpa á fimmtudag). Þessi tími var auðvit- að alveg fyrirsjáanlegur og hefði mátt fylla út í hann með ýmsu móti, t.d. hefði mátt hafa þul eða kynni í hljóðstofu sem talaði við sjónvarps- og útvarpshlustendur, glefsur úr viðtölum við einleikar- ana o.fl. Þessi útkoma öll er til mikilla vansa fyrir alla aðstand- endur, þ.á m. útvarp, sjónvarp og Sí. Við vonum G.E. vegna að hann eigi ekki einn sök á öllu því sem úrskeiðis fór við skipulagningu og framkvæmd þessarar keppni, en við hljótum að bregðast harkalega við þegar bein ósannindi eru borin upp á aðalstjómanda okkar. Öllu tali G.E. um ráðríki og „egó-isma“ O.V. vísum við til föðurhúsanna. Það er auðvitað eðlilegt að þegar SÍ. kemur fram á slíkum alþjóðleg- um vettvangi, þá sé það undir stjórn aðalstjórnanda, enda óskaði framkvæmdastjóri SÍ. eftir því við O.V. að hann tæki þetta verkefni að sér. Sú ákvörðun G.E. að draga for- seta íslands inn í þetta fjölmiðla- mál og tala t.d. um gíslatöku finnst Við viljum taka undir gagnrýni O.V. sem fram kemur í bréfi hans til útvarpsstjóra og beinist aðallega að G.E. Við teljum hana mjög rétt- mæta, ekki síst í ljósi fenginnar reynslu af samskiptum við G.E. á undanförnum árum. okkur mjög ósmekklegt. Hans eig- in framkoma við forsetann upp á sviði Háskólabíós fyrir framan al- þjóð, þar sem hann var með hnipp- ingar, hvísl og vandræðagang, sýnir best skort á skipulagningu. Undir lok blaðagreinarinnar frá 12.10. er farið nokkrum orðum um samskipti G.E. og SÍ. Við get- um staðfest að þar hafa samskipt- in gengið brösuglega. Upplýsingar um stjómendur og verkefni hafa borist mjög seint, þannig að verk- efnavalsnefnd hljómsveitarinnar og framkvæmdastjórn fær ekkert tækifæri til að fjalla um viðkom- andi listamenn og verkefni. Að lokum nokkur orð um stjórn- andaferil G.E. með SÍ. Það stó_ð aldrei til að Starfsmannafélag SÍ. myndi gera opinbera ákvörðun frá því fyrir nokkrum árum varðandi hæfni G.E. sem stjórnanda, en vegna ummæla hans í fyrrnefndri blaðagrein sjáum við okkur til- neydd til að birta sannleikann í málinu. Staðreyndin er sú, að dæmi eru um að G.E. réði sjálfan sig stjórnanda á vegum RÚV eftir 1989 þegar hann varð tónlistar- stjóri. Eftir að hljóðfæraleikarar höfðu fengið sig fullsadda af hans vinnubrögðum fóru þeir fram á að G.E. yrði ekki leyft aftur að stjórna hljómsveitinni. Þetta var gert með almennri, leynilegri at- kvæðagreiðslu og er það einsdæmi að svo afdráttarlaus afstaða sé tekin til ákveðins stjórnanda. Við viljum þakka Osmo Vánská fyrir að styðja okkur í baráttunni fyrir bættum samskiptum við Ríkisútvarpið. F.h. stjórnar Starfsmannafélags Sí. Sigurður S. Þorbergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.