Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 11 vakin sérstök athygli á að ekki sé heimilt að sérmerkja bílastæðin nema með samþykki bæjaryfirvalda. Bæj- arráðssamþykktin hafi fullt gildi, þó samningur um efni hennar hafi ekki verið gerður, þar sem forráðamenn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. hafi. samþykkt efni hennar. Bærinn hafi því greitt fyrir og keypt óheftan, ótímabundinn aðgang að bifreiða- geymslunni, sem væri óbeinn eignar- réttur og meiri réttur en leiguréttur. Það væri því misskilningur að halda því fram að bærinn hafí bílageymsl- una á leigu. Fram kemur að bæjar- lögmaður telji mjög ólíklegt að gjald- þrot myndi leiða til riftunar þinglýst- um afnotarétti, þar sem bæjarsjóður hafi keypt þann rétt fullu verði. Rétt- arstaða bæjarins yrði ekki betri með beinum eignarrétti yfir bílageymsl- unni. Vegna svara bæjarlögmanns ósk- aði Jóhann G. Bergþórsson eftir að sex spurningum yrði svarað fyrir næsta fund bæjarráðs. Eignarréttur en ekki leiga í svari bæjarritara á fundi bæjar- ráðs 5. október segir að umferðar- réttur bæjarins hafi verið þinglýstur 21. september vegna beiðni bæjar- ráðs. Síðan rekur hann hvernig greiðsiur vegna bílastæðanna hafi farið fram og segir að sú réttar- óvissa sem hafi skapast sé vegna tals bæjarráðsmanna um leigu bæj- arins á bifreiðageymslunni. Hann sé þeirrar skoðunar að ef til gjaldþrots komi muni skiptastjóri ekki reyna að rifta samningnum, en ef hann reyndi það myndi það örugglega ekki takast, þar sem bærinn hafi greitt fullt verð fyrir þennan rétt. Miðað við forsendur gæti hann ekki séð að opinn umferðarréttur væri síðri en beinn eignarréttur. Enn nýjar hugmyndir Jóhanns G. Bergþórssonar / Það næsta sem fréttist af málefn- um Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. er að Eyjólfi A. Kristjánssyni lögfræð- ingi er enn á ný falið af Jóhanni G. Bergþórssyni að fara yfir málefni Miðbæjar Hafnarfjarðar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var hann beðinn um að semja kaup- samning, byggðan á nýjum hug- myndum Jóhanns, að lausn á vanda Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Samn- ingurinn hefur verið kynntur í Mið- bæjarnefnd en ekki í bæjarráði. Ing- var Viktorsson bæjarsjtóri og for- ráðamenn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. tóku þátt í samningsgerðinni ásamt þeim Jóhanni og Eyjólfi, en enginn fulltrúi minnihlutans kom þar að. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins felur samningurinn í sér kaup á hótelturni og er kaupverðið rúmlega 169,1 milij., sem felst í yfirtöku veðskuldabréfa með ábyrgð bæjarins sem hvíla á eigninni. Enn- fremur með yfirtöku 10 millj. króna víxils frá 15.9. 1994, með ábyrgð bæjarins og tryggingu með veði í eignarhluta, en víxiilinn með áfölln- um vöxtum er í dag rúmar 11,9 milljónir. í ljós hefur komið að bæjar- stjóri hefur þegar gengið frá greiðslu víxilsins. Auk þess yfirtöku gjaldfall- inna afborgana á íjórum eingarhlut- um vegna gatnagerðargjalda með bæjarábyrgð að hámarki 5 millj. og loks greiðir bærinn 24 millj. vegna endanlegs frágangs á hótelturni. Þá er gert ráð fyrir að bærinn kaupi bílakjallarann og greiði fyrir hann tæpar 83,8 millj. með yfírtöku 10 veðskuldabréfa með bæjarábyrgð að verðmæti 49,6 millj. með áföllnum verðbótum og vöxtum. Að auki með yfirtöku veðskulda með bæjarábyrgð að verðmæti 24,5 millj. með áföllnum vöxtum og verðbótum og loks með yfirtöku veðskulda samkvæmt skuldabréfi með veði í húsnæði sem er í eigu bæjarsjóðs að upphæð 9,5 milij. með áföilnum vöxtum og verð- bótum. Fyrirvari er í samningnum um að seljandi fái aflétt 51 millj. króna veðbréfum ríkissjóðs á eigninni eða setji fullnægjandi tryggingar. Einnig að kaupandi nái samningi um lækkun vaxta við eigendur veðkrafna. Loks er tekið fram að í tengslum við samn- inginn sé gert samkomulag sem tryggi að ágreiningsmálum vegna byggingarinnar sé lokið. FRÉTTIR Félagsmálaráðherra um þingsályktunartillögu Rannveigar Guðmundsdóttur Ráðuneytisgögn tillaga þingmanns PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði í umræðum á Alþingi á fimmtudag um þingsályktunar- tillögu um opinbera fjölskyldu- stefnu að það væri einsdæmi að fyrrverandi ráðherra tæki með sér gögn sem hann hefði látið vinna í ráðuneytinu og legði þau fram á Alþingi undir eigin nafni, vitandi það að núverandi félagsmálaráð- herra hygðist leggja fram skylt mál á þingi. Félagsmálaráðherra sagði þingsályktunartillöguna, sem Rannveig Guðmundsdóttur er fyrsti flutningsmaður að, uppfulla af klisjum og að hún væri „væmið kjaftæði á prenti“. Félagsmálaráð- herra hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að undirbúningi að opinberri stefnu í fjölskyldu- málum og fyrir þeirri nefnd fer Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður ráðherrans. Ósmekkleg ummæli Rannveig hugðist leggja fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um þetta mál fyrir kosningar síðastliðið vor en af því varð ekki. Siv Friðleifs- dóttir, þingkona Framsóknar- flokksins, líkti athæfi Rannveigar við það að starfsmaður í áhalda- húsi tæki hjólbörur og skóflur með sér heim þegar hann hætti störf- um. Rannveig sagði að málið hefði verið undirbúið og unnið af sér og aðstoðarmanni sínum, Braga Guðbrandssyni, og aðrir í ráðu- neytinu hefðu ekki komið nærri því. Hún kallaði ummæli félags- málaráðherra ósmekkleg. Félags- málaráðherra spurði Rannveigu hvort hún hefði tekið fleiri gögn með sér úr ráðuneytinu sem hún hygðist leggja fram sem þingskjöl og svaraði Rannveig því neitandi. dFullmark^) • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gaeðaframleiðsla. • Urvals verð. J. áSTVfllDSSON HF. Skipholfi 33, 105 Reykjavík, sími 552 3580. BÍLASÝN1NG Suzuki 1996 Sýnum um helgina 1996 árgerðirnar af Suzuki Baleno og Suzuki Vitara Vitara JLXi og Vitara V6 Einstaklega vel búnir 5 dyra jeppar á verði frá aðeins kr. 2.148.000 Baleno 3ja og 4ra dyra vandaðir bílar í millistærðarflokki á sérstaklega hagstæðu verði frá aðeins kr. 1.095.000 Komið og reynsluakið Gerið verðsamanburð Við leggjum áherslu á öryggið. Nú koma allir Vitara jeppar með öryggisloftpúða (air bag) fyrir ökumann og farþega í framsæti. Opið laugardag og sunnudag frá 12-17 Suzuki - Afl og öryggi $ SUZUKI --✓///---------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.