Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 31

Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 31 En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Elsku Bíbí. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð. Guð veri með ykkur. Saumaklúbburinn og makar. Kveðja frá samstarfsmönn- um hjá Olfushreppi. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hiynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. í aldastormsins straumi og stundarbamsins draumi oss veita himnar vemd og hlé. (Einar Ben.) í dag fer fram frá Þorlákskirkju útför vinar okkar og samstarfs- manns, Jóhanns Alfreðssonar, hafnarstjóra í Þorlákshöfn. Jóhann kom til starfa hjá Ölfus- hreppi 1989 en hafði áður um ára- raðir verið farsæll skipstjóri frá Þorlákshöfn. Ástæða þess að Jóhann gerðist starfsmaður Ölfushrepps var að samningur var gerður við ríkissjóð um að Ölfushreppur yfirtæki Landshöfnina í Þorlákshöfn. Hér var því um nýja stöðu að ræða og mikils um vert að vel tækist til. Það var því ómetanlegt að til starfans veldist svo heilsteyptur og vandaður maður sem Jóhann var. Verulega þurfti að taka til hendi, en höfnin hafði verið í fjársvelti um áraraðir hvað viðhald varðaði og engar nýframkvæmdir átt sér stað, þrátt fyrir að þörfin væri óneitanlega mikil. Enda höfðu fyrri eigendur ekki verið áhugasamir um framgang mála. Á þeim fimm árum sem Þorláks- höfn hefur verið í eigu Ölfushrepps og undir farsælli stjórn Jóhanns, hefur verulega verið tekið til hend- inni á öllum sviðum, sem væri of langt mál upp að telja. Stöðugt vaxandi umferð um höfnina er besti mælikvarðinn á, að vel hefur tekist, en þar er hlut- ur Jóhanns ekki minnstur. Með framkomu sinni og viðmóti vann hann traust allra þeirra fjölmörgu sem viðskipti þurftu að eiga við hann. Áhugi Jóhanns fyrir starfí sínu var takmarkalaus. Hann trúði því að Þorlákshöfn ætti framtíðina fyrir sér og gladdist innilega þegar vel gekk. Jóhann hafði um nokkurra miss- era skeið átt við illvígan sjúkdóm að stríða en þrátt fyrir það gekk hann til starfa hvern dag, eins og ekkert hefði verið sjálfsagðara. I þeirri baráttu naut hann dyggs stuðnings og ástríkis eiginkonu sinnar og fjölskyldu. Við starfsmenn Ölfushrepps sjáum nú á bak góðum félaga, sem gott var að eiga samskipti við, gott að leita til og gaman að ræða mál líðandi stundar, því verður hans sárt saknað. Fjölskyldu hans sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi dugnaður hans og æðruleysi verða okkur öllum til eftirbreytni og aðstandendum hans huggun í sorg sinni. Guðmundur Hermannsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveidust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. bað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stultnefni undir greinunum. + Júlía Guð- mundsdóttir, Dvalarheimilinu Hlévangi, áður til heimilis að Kirkju- vegi 11 í Keflavík, fæddist á Háeyr- arvöllum á Eyrar- bakka 2. júlí 1915. Hún Iést í Landspít- alanum 3. október siðastliðinn. Hún var sjöunda í röð þrettán systkina og fluttist með fjölsyldu sinni til Keflavíkur árið 1931. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 30.8. 1866, d. 30.3. 1938, og Guðríður Vigfúsdóttir, f. 20.4. 1879, d. 27.8. 1944. Hinn 9. desember 1939 giftist Júlía Sigurvin Breiðfjörð Páls- syni, ættuðum úr Höskuldsey á Breiðafirði, f. 20. mars 1910, d. 7. júlí 1987. Foreldrar hans voru M. Páll Guðmundsson og Ástríður Helga Jónasdóttir frá Helgafelli í Helgafellssveit. Sig- urvin var næstyngstur 14 systk- ina. Börn Júlíu og Sigurvins eru: 1) Guðfinnur, f.' 6.7. 1936, kvæntur Gislínu Jóhannesdótt- ur. Þau búa í Keflavík og eiga fimm börn. 2) Agnar Breið- fjörð, f. 1.11. 1940, kvæntur Helgu Walsh, þau búa í Lúxem- borg og eiga þrjú börn. 3) Berg- ljót Hulda, f. 13.8. 1942, gift í DAG fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Júlíu Guðmundsdóttur. Það eru tæplega tuttugu og níu ár síðan ég kom fýrst á heimili hennar og Sigurvins Breiðfjörðs Pálssonar. Þau bjuggu þá á Faxa- braut 14 í Keflavík. Þar var mér vel tekið og ætíð síðan. Um svipað leyti var Sigurvin að ljúka sínum langa og farsæla sjómannsferli og hefja störf í landi. Ég átti þess kost að fara með þeim á æsku- stöðvar Sigurvins við Breiðafjörð- inn og út í Breiðafjarðareyjar. Það var vart hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðafélaga. Júlía átti sínar æskustöðvar á Háeyrar- völlum á Eyrarbakka. Þar var hún Sigurþór Hjartar- syni. Þau búa i Mos- fellsbæ og eiga tvö börn. 4) Ævar Þór, f. 4.8. 1945. Hann var kvæntur Jenný Steindórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ævar býr nú með Báru Hauksdóttur í Keflavík. 5) Ólafur, f. 21.12.1947, d. 7.8. 1977. Hann var kvæntur Gróu Há- varðardóttur. Þau voru búsett í Kefla- vík og eignuðust tvær dætur. 6) Ástríður Helga, f. 12.9. 1953, gift Júlíusi Gunn- arssyni. Þau búa í Keflavík og eiga þrjú börn. 7) Páll Breið- fjörð, f. 22.12. 1955. Hann var kvæntur Valdísi Skarphéðins- dóttur og eiga þau tvö börn. Páll er nú búsettur í Danmörku. Eftir að börnin uxu úr grasi hóf Júlía störf á veitingastaðn- um Aðalveri í Keflavík, en starfaði síðan hjá Loftleiðum og Flugleiðum hf. til 67 ára aldurs. Hún starfaði auk þess hjá nokkrum veitingamönnum. Júlía og Sigurvin bjuggu öll sín hjúskaparár í Keflavík, þar sem Sigurvin stundaði sjó sem vél- stjóri á fiskibátum, en síðustu starfsárin var hann meðhjálp- ari við Keflavíkurkirkju. Júlía verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. fædd ásamt dreng er Dagur var skírður. Drengurinn lést nokkurra daga gámall, en stúlkan lifði. Við fórum gjaman einu sinni á sumri með þeim hjónum á æskustöðvar hennar. Þá settumst við gjaman niður þar sem bæjarhlaðið var í hennar æsku. Þetta er alveg á sjávarkambinum, og í skjóli við sjóvarnargarðinn fengum við okk- ur kaffísopa og hlustuðum á Júlíu rifja upp gamlar minningar. Það var síðan fastur liður að fara nokk- ur hundmð metra austur með sjón- um að lágum klettum. Þar var uppspretta, sem kom í ljós, þegar hálf er fallið út. Þar streymdi und- an steini svalt og tært vatn. Þetta vatn drakk hún í æsku og enn var þarna sama góða vatnið. Hápunkt- ur ferðarinnar var svo að drekka enn á ný vatnið á æskuslóðunum. Á áttatíu ára afmælisdaginn í sumar var Júlía enn sest niður í hlaðvarpann á Háeyrarvöllum í glampandi sól. í för með henni voru börn hennar, makar þeirra, barnabörn og barnabarnabörn. Hún ljómaði öll af ánægju og skemmti sér konunglega. I lokin var farið að vitja uppsprettunnar góðu. Þá brá svo við, að hún fannst hvergi, er sennilega komin undir sand. Margt sagði Júlía okkur frá yngri árum sínum. Hún sagði okk- ur frá því, þegar hún giftist Sigur- vin 9. deseihber 1939. Það var í Útskálakirkju og presturinn var séra Eiríkur Brynjólfsson. Að at- höfninni lokinni, er þau gengu út úr kirkjunni, var stafalogn. Séra Eiríkur tók þá fram tvö kerti og kveikti á þeim. Ljósin skinu skært í logninu. Þessu gleymdi hún aldr- ei. Á hveiju ári í fjöldamörg ár heimsóttu þau hjónin Agnar son sinn og fjölskyldu hans í Lúxem- borg. Þessar ferðir voru þeim báð- um til mikillar ánægju. Hún hélt þeim áfram að Sigurvini látnum, á meðan heilsan leyfði. Júlía var félagslynd og mannblendin. Hún starfaði mikið í systrafélaginu og Árnesingafélaginu. Einnig tók hún virkan þátt í starfi eldri borgara á efri árum. Ég minnist hennar með þakk- læti virðingu. Sigurþór Hjartarson. Hinn 3. október síðastliðinn hringdi móðir mín til mín á heima- vist Menntaskólans á Akureyri, þar sem ég bý nú, og tilkynnti mér að langamma mín, Júlía Guð- mundsdóttir væri Iátin. Mér brá ákaflega því það er svo stutt síðan ég kvaddi hana í her- bergi hennar á Hlévangi. Þá var hún svo hress og kát. Og nú, örfá- um dögum síðar, er hún komin til Guðs þar sem ég veit að henni líð- ur vel. Tvær minningar leita á hugann þegar ég hugsa um ömmu Júllu. Sú fyrri er frá því að ég kom í heimsókn á Vatnsnesveg 24 til hennar og Sigurvins afa. Mikið var gaman að koma til þeirra hjóna. AUtaf líf og fjör. Amma gaf manni mjólk, kökur og kandís á meðan afí gamli sagði mér sögurn- ar af sér á sjónum, þegar hann var ungur, og tottaði pípuna sína um leið. Sigurvin afi dó 1987 og sá ég þá eftir mætum manni og nú er amma komin til afa og mun minning þeirra hjóna lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Hin minningin sem ég á um ömmu mína er frá 80 ára afmæli hennar í sumar. Þá fór öll fjöl- skyldan á Eyrarbakka þar sem amma Júlla ólst upp. Það var ákaf- lega skemmtileg ferð og sé ég ömmu í anda þar sem hún sat í sólstólrium niðri við sjóinn á bernskuslóðum sínum, svo bros- andi og glæsileg að vanda. Elsku amma mín, þakka þér kærlega fyrir allt og allt. Megi góður guð gæta þín og afa á himn- um. Guðfinnur Sigurvins- son, yngri. Fyrir mörgum árum kynntist ég Júlíu dálítið yfír kaffibolla hjá Ástu dóttur hennar. Alltaf var hún róleg, yfírveguð og brosandi þegar hún leit inn, er hún átti leið hjá á göngu. En fyrir tveimur árum tengdist ég svo þessari yndislegu konu henni Júllu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var tilvonandi tengda- móðir mín. Fyrir um það bil hálfum mánuði áttum við yndislega stund saman á Hlévangi þar sem hún bjó. Hún talaði um hvað henni liði yndislega vel að vera komin á gamlar slóðir aftur eða á Faxa- brautina. Við töluðum um allt milli himins og jarðar. Þar sem ég er fædd og uppalin í Hólminum var margt rifj- að upp þar sem ég þekkti fólkið hans Sigurvins. Hvað henni leið vel þegar hún talaði um gamla daga. Laugardag- inn 30. september hittumst við svo aftur í afmæli hjá barnabarna- börnum hennar. Hún var félags- lynd kona og fannst indælt að vera þarna með öllum barnahópn- um sínum. En ekki gat hvarflað að manni að þetta yrðu síðustu stundirnar okkar saman. Ég vil þakka Júllu þessar dýr- mætu stundir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Bára Hauksdóttir. JÚLÍA G UÐMUNDSDÓTTIR SÓLEY ÁRNADÓTTIR ■4- Sóley Árnadótt- * ir Strandberg fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1932. Hún lést í Hátúni 12, 6. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Árni Jóns- son Strandberg og Kristín Bjarnadótt- ir. Sóley var þriðja í röðinni af fimm alsystkinum. Á lífi eru Jón Hörður og Örn, látnir eru, auk Sóleyjar, Hlöðver og Reynir. Hún átti einnig þrjú hálf- systkini sem öll eru á lífi: Ásta Arnadóttir, Sævar Hermanníus- KÆRA vinkona. Þegar ég hugsa til þín núna, þá man ég best eftir brosinu þínu, sem þú gafst í svo ríkum mæli. Ótal kærar minningar koma upp í hugann frá árunum okkar norður í Reykjahverfi og síðar, en þessar línur eiga aðeins að vera nokkur fátækleg kveðjuorð í bili. Þakka þér okkar góðu kynni og samveruna alla. son og Hafsteinn Hermanníusson. Eftirlifandi eigin- maður Sóleyjar er Björn Karlsson. Þau eignuðust átta börn sem öll eru á lífi. Þau eru í aldursröð: Sveinn Smári, Karl Björgúlfur, Baldur Árni, Kristín, Lilja Guðný, ^ Sigrún Bryndís, Ólöf Birna og Helga Agnes. Barnabörnin eru orðin 23 og barna- barnabörnin tvö. Útför Sóleyjar fór fram frá Fossvogskirkju 13. október. Guð blessi þig og varðveiti. Kveikt er Ijós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. (Stefán frá Hvítadal) Eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Helga Björnsdóttir, Húsavík. t Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR EIÐSSON bóndi, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 17. október kl. 13.30. Jarðsett verður að Urðum. Synir, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, stjúpsonur og bróðir, séra ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON, lést 7. október sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á sóknarkirkjur hans, Akureyrarkirkju og Miðgarðakirkju í Grímsey. Þóra Steinunn Gisladóttir, Björg Þórhallsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Anna Kristín ÞórhaUsdóttir, Gísli Sigurjón Jónsson, Björg Steindórsdóttir, Kristján Sævaldsson, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson og synir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.