Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 27 *' AÐSEIMDAR GREINAR Sjúkra þjálfarinn segir þau eldast og geta eykst. Eftir þriggja ára aldur, þegar kubbsleg- ur ungbamavöxturinn fer að breytast í rennilegan líkama með vaxandi hreyfi- stjórn, aukast möguleikarnir í hreyfileikj- um. í þessum leikjum, þar sem börnin virðast óþeytandi að æfa þá fæmi sem þau hafa náð í hreyfingum, læra þau að skipuleggja hve mikinn kraft og hraða þarf til að leysa ákveðnar hreyfiþrautir með mýkt og þokka. Flest börn fara af sjálfsdáðum gegnum þessa miklu hreyfiþjálfun, sem er þeim nauðstynleg til að ná þeirri hreyfigetu sem þau þurfa til að ráða við þær athafnir sem krafist er af þeim og til að geta tekið þátt í leikjum jafnaldra sinna. Hreyfingin verður eðlilegur hluti leikja og gefur gleði og fullnægju. Líkamleg virkni bams erþó háð jákvæðri afstöðu uppalenda og því að barnið hafi aðstæður til að reyna á færni sína. Hópleikir Þegar barnið er um fimm ára fer það að geta tekið þátt í ýmsum hlaupaleikjum og öðrum leikjum þar sem þarf að fara eftir reglum. Þetta gefur tækifæri til að auka úthald og kraft auk þess að gera kröfu til andlegs og félagslegs þroska. Hætt er við að börn sem af einhveijum ásætðum eru illa stödd í hreyfifærni verði útundan þegar hóp- og hlaupaleikir verða vinsælastir hjá jafiiöldmnum. Þessi börn þurfa sérstaka örvun og hvatningu og stundum aðstoð fagfólks til að komast yfir erfíðleika sína. í nútímaþjóðfélagi, þar sem það er al- gengt að böm innan skólaldurs ganga vart lengra en út í bíl, þyrftu foreldrar að vera vakandi fyrir því, hve gagnlegt það er bömum að venjast því að ganga úti í náttúmnni, helst utan vega og sléttra stíga, til að gefa þeim færi á að þjálfa jafnvægi og úthald. Slík samvera foreldra og bama hefur auk þess mikil uppeldisleg áhrif og eykur getu þeirra til að takast á við ýmsar hindr- anir í náttúrunni. Bam sem er kraftmikið og öruggt fínnur fljótt sjálft hvaða leiki það ræður við, en em samt nægilega erfíðir til að vera skemmtilegir. Guðlaug Sveínbjarnardóttir úr áhugahópi um bamasjúkraþjálfun skrifar um hreyfíþjálfun bama. Komdu út að leika LEIKSKÓLAALDURINN er skeið mikilla framfara í hreyfifærni. Þessi mikla breyting er afleiðing þroska taugakerfisins, en einnig þarf að koma til hæfileg örvun frá um- hverfinu. Við sjáum hvernig bam notar umhverfi sitt, hvort sem það em mishæðir í lands- laginu, tröppur, húsgögn, eða annað sem gerir því fært að þjálfa líkamsfærni sína, styrk og jafnvægi. Það er líkast því sem ung böm séu rekin áfram af innri hvöt til að þjálfa þá fæmi sem kemur þeim þrepi ofar í getu. Flestir kannast við þá ánægju sem fylgir því að sjá getu litla bamsins auk- ast frá degi til dags. Gleðin þegar barnið getur klifrað upp í sófa eða stól í fyrsta sinn og svo óðagotið þegar barnið endur- tekur þessa skemmtilegu athöfn í tíma og ótíma og prílar upp á stól og borð og dansar þar og skríkir. Þá fer ánægja foreldranna ört minnkandi, en barnið er í raun að uppfylla þörf sína fyrir að sigr- Obbossí... ast á hindrunum og endurtaka það sem þarf að þjálfa þar til fullkomnun er náð. Það er því mjög mikilvægt, að barnið fái leikrými við hæfi, þar sem þessi stöðuga virkni, sem vissulega hefur mjög ákveð- Guðlaug Sveinbjarnardóttir inn tilgang, fær að njóta sin. Útileikir Það er best að vera utanhúss í þeim leikj- um, sem fela í sér hreyfingar eins og klifra, hlaupa, hoppa og alls konar jafnvæg- iskúnstir. Það er því mikilvægt að leiksvæði fyrir'börn bjóði uppá fjölbreytni og öryggi. Bam sem er kraftmikið ög ömggt finnur fljótt sjálft hvaða leiki það ræður við, en era samt nægilega erfíðir til að vera skemmtilegir. Það er gaman að fylgjast með því hvernig börnin beita hugmyndafluginu til að nota sömu leik- tækin á mismunandi hátt, eftir því sem i Hugleiðingar á geðheilbrigðisdegi UNDANFARIN ár hefur World Federati- on for Mental Health gengist fyrir því með stuðningi Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar að 10. október væri haldinn alþjóðadagur geðheilbrigðis. Að skipan Ingibjarg- ar Pálmadóttur, heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra, er 10. október nú einnig al- þjóðadagur geðheil- brigðis á Islandi og ber að fagna því. Á ofanverðri 20. öld er sú skoðun rík meðal íslendinga, að geðsjúkdómar séu lítt skilgreind fyrirbæri og þar af leið- andi erfitt um ábyggilega greiningu á þeim, hvað þá meðhöndlun. Við- horf af þessu tagi eru beinlínis til þess fallin að leiða af sér vonleysi jafnvel fordóma sem kunna svo að skila sér í óheppilegum aðgerðum eða aðgerðarleysi þegar almenningur annars vegar og stjómvöld hins veg- ar standa frammi fyrir þessum sjúk- dómi. Dæmi mætti nefna af einstaklingi, sem leitar ekki hjálpar vegna þung- lyndis eða fælni þar eð hann telur það gagnslaust, eða hann freistar þess að fá hjálp hjá skottulækni. Annað dæmi eru stjórnvaldsað- gerðir, sem áhrif hafa á meðferð og verðlagningu lyfja, svo sem svefn- lyfja, kvíðalyfja og þunglyndislyfja, þannig að lyfin eru sjúklingum dýr- ari og óaðgengilegri en þyrfti að vera. Hér er átt við þá ákvörðun að greiða ekki niður kvíða- og svefnlyf og takmarka ávísanir á sum þung- lyndislyf við einn mánuð. Má hér merkja áhrif fordóma og vonleysis í stjórnvaldsákvörðunum? í reynd er það svo, að geðsjúkdómar era hreint ekki verr skil- greinanlegir eða skil- greindir en aðrir sjúk- dómar, stundum raun- ar betur og er þar fyrir að þakka geðvísinda- mönnum síðustu ára- tuga, sem hafa ósleiti- lega unnið að því að búa til gild og áreiðan- leg mælitæki til geð- greiningar. Mörg mælitæki til þess að meta almennt geðástand og einstaka sjúkdóma liggja fyrir og eru tiltæk heilbrigð- isstarfsmönnum jafnt í heilsugæslu sem og á sjúkrahúsum. Mikið af fyrstu greiningarvinn- Má hér merkja áhríf fordóma, spyr Ingvar Kristjánsson, sem íjall- ar um stjórnvalds- ákvörðun varðandi verð kvíða- og svefnlyfja. unni og meðferð geðsjúkra fer fram á vegum heilsugæslunnar, þar sem um eða yfir 20% allra þeirra sem þangað leita eru með geðsjúkdóma. Því verður að spytja hvernig heilsu- gæslan sé í stakk búin að sinna þeim sjúklingum. Skyldi grunnþjálfun starfsfólks heilsugæslunnar almennt vera í sam- ræmi við þessar aðstæður? í þessu sambandi má líka spyrja, að hve miklu leyti kennsla lækna- stúdenta og annarra heilbrigðis- Ingvar Kristjánsson starfsmanna fari fram á göngudeild- um og í almennum praxis eða er hún eingöngu bundin við geðdeildir? I nokkram nágrannalandanna okkar og raunar hérlendis einnig, hafa farið fram „herferðir" til þess að bæta greiningu og meðferð þung- lyndis í heilsugæslunni. Þessar her- ferðir hafa þótt skila góðum ár- angri, enda hljóta þær að teljast þjóðþrifafyrirtæki, þar eð 3/4 hlutar kostnaðar við þunglyndi er óbeinn kostnaður, svo sem vegna tapaðra vinnustunda og mannslífa. Metið út frá þessum vel læknan- lega sjúkdómi einum sér hlýtur það Sið teljast brýnt og hagkvæmt, að heilsugæslan sé á hvetjum tíma sem best undir það búin að sinna geðsjúk- um og verður því að reikna þessum þætti gott pláss í símenntun heilsu- gæslustarfsfólks. Vel menntaðir og þjálfaðir heil- brigðisstarfsmenn í öllum geirum heilbrigðiskerfisins hljóta að vera homsteinn að góðri þjónustu við geðsjúka, en vel upplýstur almenn- ingur, sem veit hvert skal leita ef að kreppir, er það ekkert síður. Á síðustu 15-20 árum hefur orð- ið mikil fjölgun sjálfsætt starfandi fagaðila er veita geðsjúkum þjónustu auk þess sem göngudeildir hafa ver- ið opnaðar. Ætla má að öll þessi starfsemi skili beinni og óbeinni fræðslu um geðsjúkdóma til almenn- ings og stuðli þannig að bættri þjón- ustu. Félögin Geðhjálp, Geðverndar- félag íslands og mörg fagfélög leggja sitt af mörkum til fræðslu með fundum og útgáfustarfsemi, auk þess sem einstaklingar og deild- ir, sem þjónustu veita, hafa staðið að útgáfu fræðsluefnis. Öll er þessi fræðsla góðra gjalda verð, en betur má ef duga skal. Enn gætir áhrif fordóma og skilnings- leysis. Vonandi verður umræðan 10. október á næstu árum okkur öllum til áminningar, jafnvel skilnings- auka. Höfundur er geðlæknir við dag- deild geðdeildar Borgarspítalans og formaður Geðlæknafélags ís- lands. Höldum neista kvenna- frídagsins vakandi fram á næstu öld „KONUR í fram- sókn“ er yfirskrift 7. landsþings Landssam- bands framsóknar- kvenna sem haldið verður dagana 20.-22. október nk. En 24. október verða tíu ár liðin frá lokum kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna 1975- 1985. Kvennaáratugurinn hófst með kvennaárinu 1975 sem var viðburða- ríkt á íslandi, margar ráðstefnur voru haldn- ar um málefni kvenna og fundir, kvennasögu- Kristjana Bergsdóttir . safn stofnað, fyrstu jafnréttisnefndir sveitarfélaga urðu til í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og í Neskaup- stað. Sjöunda landsþing framsóknarkvenna verður, að sögn Kríst- jönu Bergsdóttir, helg- að jafnréttisbaráttu kvenna. Margt fleira mætti telja af atburð- um kvennaársins 1975, en hæst ber í huga fólks kvennafrídagurinn 24. október. Islenskar konur völdu dag Sameinuðu þjóðanna til að minna á mikilvægi vinnuframlags síns og sameinuðust allar sem ein í þessari aðgerð, því talið er að um 90% ís- lenskra kvenna hafi lagt niður störf þennan dag. Merkasti viðburður kvennaáratug- ar var án efa framboð og síðan kjör frú Vigdísar Finnboga- dóttur til forseta árið 1980, sem gjörbreytti ímynd kvenna á þann veg að konur jafnt sem karlar geti gegnt áhrifastöðum og æðstu embættum þjóðarinn- ar. Mikil umræða var í þjóðfélaginu um valda- og áhrifaleysi kvenna í stjómmálum sem leiddi til stofnunar kvenna- framboða á Akureyri og í Reykjavík 1982 og síðan Kvennalistans árið eftir. Innan hefðbundnu mynduðu konur einnig flokkanna samtök til að bæta stöðu kvenna á vettvangi stjórnmálanna. Landssam- band framsóknarkvenna (LFK) var ' stofnað árið 1981 í þeim tilgangi og hefur haft afgerandi áhrif á þróun mála í jafnréttisátt innan Framsókn- arflokksins á þeim 14 árum sem lið- in eru. í tilefni af því að nú eru tuttugu ár liðin frá kvennafrídeginum og upphafi hins viðburðaríka kvenna- áratugar ætlar LFK að helga umræð- una á 7. landsþingi sambandsins nú í október, jafnréttis- og mannrétt- indamálum kvenna. Það verður m.a. unnið að gerð jafnréttisáætlunar í flokksstarfi ásamt því að ræða stöðu kvenna og helstu baráttumál í dag. Ég hvet framsóknarkonur til að fjölmenna á þingið og leggja þannig sitt af mörkum til að halda vakandi neista kvennafrídagsins og kvenna- frídagsins þriðja áratuginn enn, þann sem mun tengja nýja öld við gamla. Höfundur er formaður Landssam- bands framsóknarkvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.