Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afskipti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar af framkvæmdum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Bærínn kaupi ef SIF kaupir hótelturninn í ljós hefur komið að meiríhluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þegar greitt tæpar 12 milljónir króna, samkvæmt kaup- samningi við Miðbæ Hafnarfjarðar hf. Kaupsamningurinn hefur enn ekki verið lagður fram í bæjarráði og greiðslan því án heimild- ar. Kristín Gunnarsdóttir rekur afskipti bæjaryfirvalda af fram- kvæmdum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Morgunblaðið/Sverrir í KAUPSAMNINGI meirihluta bæjarstjórnar er gert ráð fyrir að bærinn kaupi bílageymsluna af Miðbæ Hafnarfjarðar hf. fyrir 80 milljónir, en bæjarsjóður hefur þegar greitt 55 milljónir fyrir óheftan aðgang að geymslunni. RIÐJA skýrsla Sinnu hf., vegna Miðbæjar Hafnar- flarðar hf., var send bæj- arstjóra 28. ágúst. Skýrsl- an er unnin að beiðni Jóhanns G. Bergþórssonar um að farið yrði yfir hugmyndir hans að lausn á erfíðleik- um fyrirtækisins. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, kemur fram að gert sé ráð fyrir að bæjarsjóður yfirtaki bílakjallarann og greiði fyrir hann 80 milljónir. Bent er á að á 1. veðrétti sé 40 milljóna króna kvöð vegna endurgreiðslu virðisauka- skatts af framkvæmdum við húsið. Yrði af kaupunum þyrfti að tryggja að kvöðinni yrði aflétt. Þá ætti bæjar- sjóður nú þegar veð í bílakjallaranum að fjárhæð um 23’ millj. vegna ábyrgða, en samkvæmt hugmyndinni væri gert ráð fyrir að ábyrgðin yrði að fullu greidd með yfirtöku á hótel- inu. Talið væri að ef fyrirtækið yrði gjaldþrota félli þegar í stað 146 millj. ábyrgð bæjarins á bæjarsjóð. Að mati skýrsluhöfunda væri ekki annað séð en að fyrst yrði að fullreyna hvort greiðandi stæði í skilum og að krafan fengist ekki greidd við sölu á eigninni áður en gengið yrði að bæjarsjóði. Það yrði ekki gert fyrr en greiðandi hafí verið tekinn til gjaldþrotaskipta og skiptum lokið. Þá virtist sem ekki yrði gengið að bæjarsjóði vegna ábyrgðanna nema gjaldfeila skuldabréfin, sem hefði í för með sér að bæjarsjóður gæti greitt þau upp. Lagalega hliðin könnuð Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins óskaði Jóhann G. Bergþórs- son einnig eftir að Eyjólfur Á. Krist- jánsson lögfræðingur kannaði laga- legar hliðar hugmyndanna og þá hvaða áhrif gjaldþrot Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. kynni að hafa á greiðsluskyldu bæjarsjóðs og hvaða líkur værú á riftun ef eignir Miðbæj- arins yrðu keyptar, kæmi til gjald- þrots. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins kemst Eyjólfur að sömu niðurstöðu og ráðgjafar Sinnu hf., að ekki yrði gengið að bæjarsjóði fyrr en í fyrsta lagi eftir að eignir fyrirtækisins hefðu verið seldar og ljóst að greiðsla skuldarinnar næðist ekki af eigum búsins. En þá kynni verulegur kostnaður að hafa fallið á skuldirnar, sem bæjarsjóður kæmi til með að bera. Yrði búið tekið til gjaldþrotaskipta kæmu kröfur gagnvart Miðbæ Hafn- aríj'arðar hf. til með að gjaldfalla og bæjarsjóður gæti, til að tryggja hags- muni sína, leyst til sín kröfurnar á grundvelli ábyrgðarinnar. í báðum tilvikum liði talsverður tími, með þeim kostnaði og óþægindum sem töfín kynni að valda, áður en eignirn- ar kæmust í hendur nýs eigenda. Varðandi spurninguna um riftun ef til gjaldþrots kæmi yrði fyrst og fremst horft til kaupa á bílakjallaran- um. Ekki lægi fýrir verðmætamat en hugmyndin væri að hann yrði keyptur á 80 millj., en á kjallaranum væri 40 millj. kvöð vegna endur- greiðslu virðisaukaskatts. Ekki væri hægt að sjá hversu mikið af þeirri fjárhæð kæmi til greiðslu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins telur Eyjólfur að greiðsla á hluta kaupverðs með skuldajöfnuði við fyr- irframgreidda leigu, eða um 46 millj., kæmi til með að orka tvímælis ef til gjaldþrotaskipta kæmi, þar sem . 50 millj. króna leigusamningi hafi ekki verið þinglýst. Þess vegna sé óvarlegt að 23 millj. króna skuld með veði í bílakjallara verði hluti af greiðslu fyrir hótelið. Ráðlegra væri að kaupa kjallarann með yfirtöku á þeirri skuld og skuld vegna gatnagerðargjalda. Hluti samningsins gæti orðið að bærinn gerði ekki kröfu vegna fyrir- framgreiddrar leigu, sem við gjald- þrot væri glatað fé. Hvað varðaði kaup á hótelturni með yfirtöku veð- skulda og gatnagerðargjalda er talið ólíklegt að komi til riftunar- á samn- ingum. Tillaga um yfirtöku eigna Á fundi Miðbæjarnefndar í lok ágúst leggur meirihluti nefndarinn- ar, þeir Jóhann G. Bergþórsson og Ingvar Viktorsson, fram tiliögu að lausn vanda Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Tillagan er lögð fram í framhaldi viðræðna við forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. og skýrslum Sinnu hf. ásamt lögfræðiáliti Eyjólfs Krist- jánssonar. Lagt er til að bæjarráð samþykki að fela bæjarstjóra og Miðbæjarnefnd ásamt lögmanni að ganga til viðræðna við Miðbæ Hafn- arfjarðar hf. um yfirtöku bæjarsjóðs á eignum þeim sem hann á veð í eða hefur greitt leigu fyrir til lengri tíma og tryggja að frá húsinu verði geng- ið þannig að starfsemi verði eðlileg og eignir seljanlegri eða gefi tekjur. Þá segir: „Skilyrði til þess að gengið verði frá þessum málum er að tryggt verði að SÍF kaupi húsnæði í hótelt- urninum og flytji í bæinn. Jafnframt að öll ágreiningsmál milli Miðbæjar hf. og bæjarsjóðs Hafnarfjarðar séu frágengin. Þá sé tryggt eins og frekast er unnt að gengið verði frá uppgjör- um við undirverktaka og aðra lánardrottna sem ekki hafa fullnægjandi tryggingar fyrir málum sinum. Einn liður í því er að núverandi hluthafar leggi fram meira hlutafé í félagið og komi með frekari tryggingar eða geri aðrar sambærilegar ráðstaf- anir.“ Of hátt mat í bókun Lúðvíks Geirssonar, fuil- trúa Alþýðubandalagsins í Miðbæjar- nefnd, segir að ef lágmarka eigi fyr- irsjáanlegt tap bæjarsjóðs vegna yfir- vofandi gjaldþrots Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf., eigi bærinn um fátt ann- að að velja en að leysa til sín þá eign- arhluta, þar sem meginábýrgðir bæj- arsjóðs hvíli á hóteltuminum. Tillaga Jóhanns G. Bergþórssonar feli í sér of hátt mat á turninum á móti áhví- landi veðum, eða allt að 40% umfram það verðmat sem fyrir liggi frá fast- eignasala ef 20 millj. tryggingavíxill yrði felldur inn í yfirtökuna. Auk þess sjái hann enga skynsemi í að bæjarsjóður kaupi bílakjallara, sem þegar hafi verið greidd leiga fyrir í 14 ár. Ljóst sé að kjallarinn sé sú eign sem minnsta verðmætið sé í og eignarhald bæjarins muni kalla á ýmsar kröfur og skyldur varðandi rekstur hússins. Litlir möguleikar séu hins vegar á tekjum upp í væntanleg- an rekstrarkostnað. Hann geti því ekki stutt tillöguna. Þá sé ekki tíma- bært að taka endanlega afstöðu, þar sem ekki hafí ennþá verið lagðar fram í nefndinni allar þær upplýs- ingar sem óskað hafi verið eftir. Enginn leigusamningur í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 2. september segir að meirihluti bæjarstjómar Hafnarfjarðar vilji taka yfír eignir bæjarins í Miðbæ Hafnaríjarðar hf. en að minnihlutinn telji verðið of hátt. Þá segir að á fundi Miðbæjarnefndar hafi komið fram áð ekki hafí verið gerður leigu- samningur um bílakjallarann og hon- um þar af leiðandi ekki verið þing- lýst. Hins vegar hafí verið gefin út tíu samhljóða veðskuldabréf að nafn- virði samtals 50 millj. til að tryggja afnot af bílageymslu fyrir alla bæj- arbúa. Verulegt tap bæjarsjóðs Á fundi bæjarráðs 7. september bókuðu þeir Magnús Jón Árnason, Alþýðubandalagi og Magnús Gunn- arsson, Sjálfstæðisflokki, að eftir ít- arlega athugun á málefni Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. sé ljóst að bæjar- sjóður muni tapa verulegum fjárhæð- um vegna ábyrgða og annarrar fyrir- greiðslu til fyrirtækisins. Jafnframt séu margir þættir óljósir og benda þeir á að ef Miðbær Hafnaríjarðar hf. geti ekki staðið við greiðslur vegna bæjarábyrgðar falli þær á bæjarsjóð, komi til gjaldþrots. Þá muni lán gjaldfalla og bæjarsjóður fá tækifæri til að greiða upp óhag- stæð lán eða semja um breytta vexti. Taki bæjarsjóður hins vegar yfir ábyrgðir muni það kosta hann að minnsta kosti 35 millj. króna hærri greiðslur vegna vaxta. Fjölmörg önn- ur atriði séu óljós auk þess sem tillag- an feli ekki í sér heildarlausn er tryggi hag bæjarins. Verðmatalltaf afstætt Bæjarráð samþykkti síðan með þremur atkvæðum gegn tveimur að teknar yrðu upp viðræður við Miðbæ Hafnarfjaraðr hf. um lausn á vanda fyrirtækis- ins. í bókun meirihlutans er lýst furðu yfir bókun minnihlutans og þeim viðhorfum sem birst hafi í umfjöllun á opinberum vettvangi. Verðmat sé alltaf afstætt og þar sem greiðslubyrði sé aðeins áhvílandi ábyrgðir og aðrar skuldir við bæjar- félagið sem myndu að öllum líkindum tapast við gjaldþrot, sé umræða um það án áhrifa á hagsmuni bæjar- sjóðs. Ljóst sé að verði fyrirtækið gjaldþrota séu leigugreiðslur vegna bílakjallara tapaðar og bærinn hefði engin afnot af honum eða ráðstöfun- arrétt, þrátt fyrir þinglýsingu. Bent er á að fyrrum bæjarstjóri hafi átt viðræður um kaup á hótelturni fyrir rúmar 183 millj., og hafi látið teikna þar bæjarskrifstofur. Ekkert liggi fyrir um að bæjarsjóður muni borga hærri vexti við yfirtöku skuldbind- inganna með samningum en við gjaldþrot. Bent er á að tillagan feli í sér að gengið verði til samninga þannig að unnt verða að finna heild- arlausn, þar sem öll atriði verði ljós. Hótelturinn bæjarins Í svari Magnúsar Jóns Árnasonar segir, að eins og kunnugt sé hafi málefni Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. verið á borðum bæjarráðs og bæjar- stjórnar frá því framkvæmdir hóf- ust. Það væri rétt að fulltrúar fyrir- tækisins hafi aftur og aftur boðið bænum húsnæði til kaups og að fyr- ir löngu hafi verið ljóst að í óefni stefndi hjá félaginu. Þess vegna hafí Miðbæjamefndin verið sett á laggirn- ar. Eftir fyrsta sölutilboð hafi verið ljóst að félagið stefndi í þrot og að hótelturninn yrði bæjarins fyrr eða síðar. Þess vegna hafi hann látið kanna hvort bærinn gæti nýtt sér húsnæðið, því hvað- sem gert yrði myndi bærinn að lokum sitja uppi með húsnæðið. Að hann hafí ætlað að kaupa eignina fyrir 183 millj., eins og gefið hafi verið í skyn, sé ekki rétt. Það hafi eingöngu verið hugmynd Miðbæjarmanna. Bílakjallarinn tvígreiddur? Á þessum sama fundi óskaði Guð- mundur Benediktsson, bæjarlögmað- ur, eftir að segja álit sitt á máiefnum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Benti hann á að bærinn hefði þegar keypt bílakjallarann með 55 millj. leigu. Það sé því ill meðferð á opin- beru fé að kaup kjallarann á ný. Minnihlutinn telur að bæjarsjóður muni tapa verulegum fjárhæðum vegna Miðbæjarins, segir í frétt í Morgunblaðinu 9. september. Haft er eftir fulltrúum minnihlutans, að yfírtaka ábyrgða muni kosta 35 millj., en síðan eru raktar bókanir á fundi bæjarráðs í grófum dráttum. Óskað skýringa á eigin ákvörðunum Athygli vekur að á síðustu fundum bæjarráðs hafa bæjarráðsmenn bæði meiri- og minnihluta lagt fram bók- anir og óskað eftir svörum og/eða skýringum á ýmsum málum sem þeir hafa sjálfír tekið þátt í að ákveða á undanförnum árum. Eða eins og segir í bókun Lúðvíks Geirssonar á fundi bæjarráðs 14. september: „Það er í hæsta máta óeðlilegt að bæjar- ráðsmenn séu að breyta fundum bæjarráðs í fyrirspurnartíma hver til annars. Venjan er sú að bæjarráðs- menn beini fyrirspurnum til bæjar- stjóra eða annarra embættismanna. Bæjarráðsmenn sem aðrir bæjarfull- trúar hafa næg tækifæri og mögu- leika til að spyija hver annan út um hin ýmsu mál á reglulegum fundum bæjarstjórnar. Ég legg því eindregið til að bæjarráðsmenn láti af þessum vinnubrögðum." í lok fundarins lagði Magnús Gunnarsson fram fyrirspurn til bæj- arstjóra og bað um að forráðamenn Sinnu hf. staðfestu að gjaldþrot Mið- bæjar Hafnarfjarðar hf. væri versti kosturinn fyrir bæjarsjóð, en Jóhann G. Bergþórsson hafí fullyrt að það væri þeirra álit. Magnús óskaði jafnframt eftir áliti bæjarlögmanns á hvort hugsanlegt gjaldþrot Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf. myndi leiða til riftunar á þinglýstum afnotarétti bæjarins af bílakjallara. Énnfremur hvort bæjarlögmaður telji að lán sem bæjarsjóður sé í ábyrgð fyrir yrðu gjaldfelld, komi til gjaldþrots. Greitt fyrir óheftan og ótímabundinn aðgang að bílageymslu í svari bæjarlögmanns, sem lagt var fram í bæjarráði 26. september, er rakinn aðdragandi að byggingu bílakjallarans og samþykktir bæjar- ráðs þar um. Svo og endurgreiðslu gatnagerðargjalda og tryggingu fyr- ir óheftum aðgangi að honum. Bent er á að í samræmi við samþykktirnar hafí afnotaréttur þeirra sem leið eiga um miðbæinn verið þinglýstur og er Verðmæta- mat er afstætt Réttaróvissa vegna tals um leigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.