Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 29 * *
MINNIIMGAR
ALDARMINNING
ÞORDIS
BJARNADÓTTIR
+ Þórdís Bjarna-
dóttir fæddist í
Reykjavík 25. apríl
1948. Hún lést á
heimili sínu 5. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Bústaða-
kirkju 13. október.
MIG langar að kyeðja
Dísu, skólasystur
mína, með örfáum orð-
um. Við andlát hennar
rifjast upp svo margar
minningar um
skemmtilega, hressa og glaðlynda
15 ára stúlku vestur á Núpsskóla
í Dýrafirði veturinn 1964-5.
Hún hafði gullfallegt andlit, var
há og grönn. Þegar hún hló skein
í fallegar tennurnar. Ef hún væri
15 ára í dag hefði hún farið beint
í fyrirsætustörf. Þrátt fyrir þetta
óskaútlit hafði hún mikla minni-
máttarkennd og leið fyrir hvað hún
var grönnf
Hún var óvenju næm, góð og
viðkvæm stúlka, sem mátti ekkert
aumt sjá, þá var hún komin til hjálp-
ar. Hún fór ekki í manngreinarálit
enda var hún hvers manns hug-
ljúfi. Við vorum herbergisfélagar
og sessunautar í heilan vetur. Lífið
var svo skemmtilegt og áhyggju-
laust. Við gátum hlegið saman af
minnsta tilefni eins 'og þegar kenn-
arinn okkar hann „Striki“ sagði
okkur að undirstrika þetta og hitt,
aftur og aftur og „Skeggi" strauk
yfirvararskeggið um leið og hann
talaði ofan í „skúffuna".
Þegar foreldrar Dísu komu í
heimsókn færandi hendi var veisla
á stúlknavistinni. Móðir hennar,
hún Gunnþórunn, kom með dýrind-
is útpijónaðar peysur og gómsætar
kökur. Við skólasystumar nutum
góðs af myndarskap hennar því að
Dísa var ósínk að bjóða fallegu
peysurnar sínar til láns. En sjálf
notaði hún alltaf sömu þykku, bláu
peysuna svo að ekki sæist hvað hún
var grönn.
í hvert sinn sem ég opna skart-
gripaskrínið mitt blasir við lítil
mynd af tveimur hlæjandi 15 ára
stúlkum. Þannig mun ég geyma
minninguna um Dísu um aldur og
ævi, en hún lést á besta aldri. Erf-
itt er að sætta sig við
örlög hennar. Ég bið
guð almáttugan að
blessa minningu henn-
ar og vaka yfir velferð
dætra hennar um leið
og ég votta fjölskyld-
unni samúð mína.
Unnur
Helgadóttir.
Snemma árs 1972
hóf ung kona starfsfer-
il sinn hjá Fiskveiða-
sjóði íslands.
Það var Þórdís
Bjarnadóttir. Þannig hagaði til, að
við urðum nánar samstarfskonur og
góðar vinkonur þrátt fyrir talsverð-
an aldursmun. 23 ára samstarf gef-
ur manni gott tækifæri til að kynn-
ast fólki og eðlilega er manni itór-
lega brugðið þegar aðeins 47 ára
kona fellur frá jafn skyndilega og
raun varð á með Dísu.
Dísa var mörgum góðum kostum
búin. Hún var hjálpsöm, trygglynd
og óeigingjörn í vináttu og í betra
lagi ráðagóð þegar því vár að skipta,
enda af góðu fólki komin í bestu
merkingu þess orðs. Einn af ótal
mörgum þáttum í persónuleika Dísu
var, að börn hændust sérstaklega
að henni. Hún hafði gaman af að
spjalla við börn og gaf sér tíma til
að hlusta á þau. Þarf ég ekki annað
en að minnast þess, er mín börn
voru ung og hvað þau, þá þegar,
voru hrifín af henni. Ekki má gleym-
ast, að hress og skemmtileg var hún
í góðra vina hópi og afar vinsæl af
öllum er þekktu hana.
Ekki fór á milli mála, að í upp-
vextinum hafði Dísa verið umvafín
alúð og umhyggju enda átti hún
mjög auðvelt með að miðla öðrum
af hjartahlýju sinni.
Disa eignaðist tvær dætur. Sú
eldri er Gunnþórunn Arnarsdóttir,
fædd 29. júní 1969, háskólanemi, í
sambúð með Ragnari Hilmarssyni.
Hún giftist Henrik G. Thorarensen
16. ágúst 1975. Saman eignuðust
þau dótturina Huldu sem aðeins er
tæpiega 8 ára gömul, fædd 17- des-
ember 1987. Þarf varla að fara
mörgum orðum um sorg þeirra allra.
Blessuð sé minning Þórdísar Bjama-
dóttur.
Halla Steingrímsdóttir.
Látin er í Reykjavík Þórdís
Bjarnadóttir aðeins 47 ára að aldri.
Hún hóf störf hjá Fiskveiðasjóði ís-
lands árið 1972 og hefur verið sam-
starfsmaður minn þar síðustu 23
árin.
Fráfall hennar var óvænt og við
hin höfum varla náð áttum enn.
Margs er að'minnast frá löngu
samstarfí, en eftir situr minningin
um góðan vinnufélaga, hjartahlýja
og jgóða konu.
Eg, kona mín og fjölskylda, Fisk-
veiðasjóður íslands og starfsfólk
sendum eiginmanni, dætrum, for-
eldrum og venslafólki öllu innilegar
samúðarkveðjur.
Svavar Ármannsson.
Okkur hjónunum bárust þau sorg-
artíðindi fimmtudaginn 5. október
að hún Þórdís Bjarnadóttir hefði lát-
ist í svefni á heimili sínu aðfaranótt
þess dags.
Þórdísi, eða Dísu eins og hún var
■kölluð af þeim er þekktu hana,
kynntist ég fyrst árið 1973 er hún
bast tryggðaböndum eftirlifandi eig-
inmanni sínum Henriki Thorarensen.
Fyrir átti Dísa dótturina Gunnþór-
unni Arnardóttur.
Fljótlega var stofnað heimili og
Dísa og Henni giftu sig 15. ágúst
1975. Fyrst bjuggu þau á Grenimel,
síðan tóku þau þátt í nýbyggingu í
Flúðaseli og þaðan lá leiðin í Skeija-
fjörðinn og nú síðustu árin í Goð-
heimum. A öllum þessum stöðum
voru gerð falleg og vistleg heimili.
Árið 1987 fæddist Dísu og Henna
dóttirin Hulda sem jafn framt er
fyrsta barn Henna. Hulda fæddist
langt fyrir tímann eins og sagt er
og var lengi tvísýnt um líf hennar.
Reyndi nú mjög á ást og umhyggju
foreldranna og allt fór vel og er
Hulda myndarbarn í dag.
í gegn um árin höfum við átt
margar ánægjulegar samverustund-
ir með Dísu og Henna. Þær voru
ófáar veiðiferðirnar í Norðurá og
Stóru-Laxá, en þar þótti þeim ávallt
gott að vera. Dísa var virkur félagi
í fluguhnýtingaklúbbnum Pjaðrafoki
og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.
Er ég lít til baka og hugsa til
Dísu stendur upp úr stórmyndarleg
kona, móðir, eiginkona og sú per-
sóna sem ekkert mátti aumt sjá án
þess að vilja rétta hjálparhönd.
Minningin um Dísu stendur ávallt
upp úr sterk og fölskvalaus.
Elsku Henni, Gunnþórunn, Hulda
og aðrir nákomnir. Við vottum ykk-
ur dýpstu samúð okkar. Dísu biðjum
við blessunar í æðri heimum.
Ragnheiður og Stefán.
SIGVARÐUR
HARALDSSON
+ Sigvarður Har-
aldsson var
fæddur í Reykjavík
10. mars 1955. Hann
lést af slysförum 9.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Ingveldur
Jónsdóttir frá Hasta
í N-Noregi, f. 31.12.
1918, og Guðmundur
Haraldur Eyjólfs-
son, f. 18.3. 1901, d.
15.9. 1983, sem
bjuggu á Heiðar-
brún í Holtum og þar
ólst Sigvarður upp.
Alsystir Sigvarðs er
Helga, búsett í Svíþjóð, og hálf-
bræður hans eru Eyjólfur Guð-
mundsson, búsettur í Reykjavík,
og Gunnar Guðmundsson, bú-
settur á Hellu.
Sigvarður hóf sam-
búð árið 1977 með
Dýrfinnu Kristjáns-
dóttur, f. 14.5. 1960,
læknritara við heil-
sugæslustöðina á
Hellu. Börn þeirra
eru Ingi Freyr, f.
17.12. 1978, Atli
Snær, f. 24.8._ 1981
og Dýrfinna Ósk, f.
30.3. 1983. Fyrir átti
Sigvarður eina dótt-
úr, Sigríði Sigyn, f.
16.6. 1975.
Sigvarður rak
bílasprautun og
réttingaverkstæði á
Hellu til dauðadags.
Útför Sigvarðar fer fram frá
Oddakirkju á Rangárvöllum í
dag, laugardaginn 14. október,
og hefst athöfnin klukkan 14.00.
í DAG kveðjum við pabba okkar.
Okkur er mikili söknuður og eftir-
sjá að honum og minnumst hans
með virðingu og þakklæti. Við
gleymum aldrei öllum stundunum
sem við áttum saman.
Það koma upp í huga okkar
skemmtileg atvik sem lýsa því
hvernig hann var okkur sem pabbi
og vinur. Fyrir stuttu síðan bað
hann mig (Inga) að gera verk fyrir
sig sem fór alls ekki eins og til var
ætlast, og var ég miður mín vegna
þess. Þegar pabbi vissi af því sagði
hann ekki neitt við mig en sagði
svo við kunningja sína hálfhlæj-
andi: „Hvað var drengurinn að
hugsa?“
Minningarnar um þig eru ótelj-
andi og gleymast aldrei.
Ingi Freyr; Atli Snær,
Dýrfinna Osk.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Sérfræðingar
í blóniaskrcyling'iim
við öll la‘kir»‘ri
]PÉ> blómaverkstæði
WNNA*.
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
KARL SIGURÐUR
GUÐJÓNSSON
+ Karl Sigurður
Guðjónsson
fæddist í Reykjavík
14. október 1895.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Keflavíkur 5.
september 1986.
Foreldrar hans
voru María Bjarna-
dóttir og Guðjón
Pétursson frá
Nýjabæ í Vogum.
Karl var einkabarn
móður sinnar en
tvö hálfsystkini af
föður komust til
fullorðins ára, Guð-
laug, lengst af búsett á Akra-
nesi og séra Jón M. Guðjónsson,
sem einnig var lengst af á Akra-
nesi. Karl var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sveinlaug Þor-
steinsdóttir og
eignuðust þau fjög-
ur börn: Þorstein,
Guðlaugu, Braga
og Huldu og af
þeim er Guðlaug
ein á lífi, búsett í
Hafnarfirði. Eftir-
lifandi kona Karls
er Dagrún Friðf-
innsdóttir frá Kjar-
ansstöðum í Dýra-
firði. Með Dagrúnu
eignaðist hann þrjú
börn: Hörð, búsett-
an í Njarðvík, Þór-
dísi, búsetta í Kefla-
vík, og Hönnu Maríu, búsetta í
Reykjavík. Karl var rafvirkja-
meistari og einn af stofnendum
Iðnaðarmannafélags Keflavík-
ur 4. nóvember 1934.
KARL var fluttur nokkurra mánaða
gamall að Nýjabæ í Vogum í fóstur
til afa síns og ömmu, Péturs Jónsson-
ar frá Tumakoti í Vogum og konu
hans Guðlaugar Andrésdóttur frá
Hóimfastskoti í Innri-Njarðvík og
urðu þau hans fósturforeldrar upp
frá því. Tveggja ára flutti Karl með
afa sínum og ömmu að Stapabúð
undir Vogastapa og eftir önnur tvö
ár fluttu þau á næsta bæ sem var
Brekka. Þar ólst Karl upp og átti
sitt heimili fram að tvítugu. Með afa
sínum hóf hann sjómennsku á sumar-
vertíð 13 ára gamall og fyrstu starfs-
árin var hann sjómaður. Karl var svo
lánsamur að fæðast inn í eitt merki-
legasta tímaskeið íslensku þjóðarinn-
ar, þar sem hugsjónir, frelsi og fram-
farir fengu að blómstra. Nýi tíminn,
atvinnubyltingin með aukinni tækni
og afköstum, heillaði huga Karls.
Vélar voru að ganga til liðs við
mannshöndina á ýmsum sviðum at-
vinnulífsins. Svo mjög heillaðist Karl
af vélum að hann var aðeins á ferm-
ingaraldri þegar fyrst voru rómuð
hæfni hans og skilningur í meðferð
þeirra. Þó að Karl væri að mestu
sjálfmenntaður á tæknisviðinu þá
köm hann víða við í þeim efnum eins
og tæknimálið væri skráð í hendur
hans og heila. Karl var á langri ævi
tengdur ýmsum starfsheitum. Hann
var ekki bara Kalli á Brekku, eins og
í uppvexti er fyrst fór orð af honum
sem snjöllum vélamanni. Hann var
Kalli mótoristi, Kalli á rafstöðinni,
Kalli sýningarmaður, Kalli rafvirki,
Kalli útvarpsvirki og Kalli á radíó-
inu, en þar var síðasti starfsvett-
vangur hans, þjónusta við útgerð og
sjómenn á Suðvesturlandi. Hann var
fyrsti starfsmaður á Keflavíkurradíói
árið 1960 og starfaði þar í ein tutt-
ugu ár. Hann hafði lengi haft mikinn
áhuga á að slíkri stöð yrði komið upp
og hann gerði við bátastöðvar í
marga áratugi, en 1933 fékk hann
leyfí hjá Landsímanum til slíkra
starfa. Hann hafði lítið verkstæði þar
sem hann gerði við útvarpstæki og
talstöðvar en oft mátti hann fara um
borð í bátana seint á kvöldin eftir
að þeir komu að landi og eftir að
hann hafði lokið við sýningar í Nýja
Bíói í Keflavík en þar var hann sýn-
ingarmaður í ein 35 ár.
Karl hafði yndi af tónlist, var
harmonikuleikari og lék fyrir dansi
víða um Suðumes og einnig víðar
þegar hann var á vertíð. Hann var
lengi í röð fremstu leikara í Kefla-
vík. Um áttrætt lék hann síðast eftir
margra ára hlé í tveim leikritum með
Leikfélagi Keflavíkur og fór meðal
annars í leikför tii Færeyja.
Karl lést tæplega nítíu og eins árs
eftir stutta sjúkralegu og var hann
teinréttur og léttur á sér allt til enda
lífs_ síns.
Ég og við öll fjölskyldan minn-
umst hans nú á eitt hundrað ára
„afmæli" hans með gleði og söknuði.
Þórdís Karlsdóttir.
Blómakrossar,
Utfarakransar&
Kistuskreytingar
Blómaskreytingar
og afskorin blóm
við öll tækifæri
I i s t i n a ð s k r e y t a
Hlíðasmára 8 • Miðjan • KópaVogi
Sími: 564 4406
Opið frá H.I0 til 21.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærra sona okkar og bræðra,
FINNS BJÖRNSSONAR,
KRISTJÁNS RAFNS ERLENDSSONAR
og SVANS ÞÓRS JÓNASSONAR.
Björn Gislason, Sigríður Sigfúsdóttir,
Þorsteinn Björnsson, Sóley Karlsdóttir,
Anna Lilja Björnsdóttir,
Erlendur Kristjánsson, Sigríður Karlsdóttir,
Sigríður Filippía og Karl Óttar Erlendsbörn,
Jónas Sigurðsson, Elsa Nína Siguröardóttir,
Sunna Maria Jónasdóttir.