Morgunblaðið - 14.10.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 21
AÐSENDAR GREIIMAR
AÐ undanförnu hafa birst grein-
ar í Morgunblaðinu um börn sem
stama og vanda þeirra. Greinarhöf-
undar hafa réttilega bent á hve
vandamál þessara barna eru mikil
og þörfina á að aðstoða þau með
öllu hugsanlegu móti. Öll eigum við
minningar um einhverja jafnaldra
sem áttu við alvarleg vandamál að
etja í þessum efnum. Munum eftir
eineltinu og gerum okkur grein fyr-
ir því hve mikið þau hafa liðið, sem
ekki gátu talað eðlilega. Þau sár
sem þessi börn urðu fyrir gróa trú-
lega aldrei.
Þegar ég var barn voru lítil eða
engin úrræði til að aðstoða stam-
andi börn. Löngu síðar komu fram
á sjónarsviðið vel menntaðir tal-
meinafræðingar og talkennarar,
sem hafa í áranna rás náð miklum
árangri í meðferð þeirra og komið
í veg fyrir ævarandi sár. Mennta-
málaráðuneytið greiddi fyrir þessa
þjónustu og var sátt um það fyrir-
komulag að því er ég best veit.
Í byijun júní barst Trygginga-
stofnun bréf frá menntamálaráðu-
neytinu. Þar segir m.a. „Mennta-
málaráðuneytið hefur að höfðu
samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga gefið út nýjar reglur
um greiðslur ríkissjóðs vegna fatl-
aðra barna á leikskólum. Sam-
kvæmt þeim reglum fara allar
greiðslur vegna barna á leikskólum
til rekstraraðila leikskóla sem bera
ábyrgð á þjónustunni við fötluðu
börnin. Menntamálaráðuneytið hef-
ur því ákveðið að hætta frá og með
1. júlí 1995 að greiða talmeinafræð-
ingum og talkennur-
um, sem starfa á leik-
skólum samkvæmt
þeirri tilhögun sem gilt
hefur' frá 1987, sbr.
bréf ráðuneytisins dag-
sett 8. desember 1986
og tillögu að samkomu-
lagi um greiðslufyrir-
komulag vegna tal-
meinaþjónustu, dag-
sett 17. nóvember
1986. Ráðuneytið mun
eftir 1. júlí endurgreiða
rekstraraðilum leik-
skóla kostnað við þjón-
ustu talkennara og tal-
meinafræðinga í sam-
ræmi við lög nr.
59/1992 um málefni fatlaðra“ og
síðan er vitnað til bréfs ráðuneyt-
isins dags. 19. maí 1995 til
rekstraraðila leikskóla.
Það eitt er ljóst af bréfínu að
menntamálaráðuneytið hefur
ákveðið að hætta greiðslu vegna
þjónustu við stamandi börn, sem
falla ekki undir framangreind lög.
Auðvitað spyija menn hvers vegna?
Svarið er einfalt að mínu mati.
Ráðuneytinu er gert að spara út-
gjöld eins og kostur er á. Niður-
skurður sem á sér stað vegna gífur-
legs halla ríkissjóðs. Það er mark-
mið sem undirritaður hefur mjög
talað fyrir á öðrum vettvangi. Þeg-
ar niðurskurður er ákveðinn verða
forstöðumenn ráðuneyta að ákveða
hvað hafi þar forgang. Það er vissu-
lega erfitt verkefni en ljóst er að
kennsla stamandi barna hefur lent
á forgangslistanum.
Ekki dettur mér í hug
að menntamálaráð-
herra hafi komist að
þessari niðurröðun því
ég veit um hlýjar til-
finningar hans til
þeirra sem höllum fæti
standa. Þessi ákvörðun
hefur hinsvegar verið
tekin og ber ráðuneyt-
ið ábyrgð á því.
Auðvitað er
óskemmtilegt að fram-
kvæma niðurskurð
hversu nauðsynlegur
sem hann er. Það veit
ég af eigin reynslu. Ég
get hinsvegar ekki
stillt mig um að benda á að niður-
skurður á greiðslum vegna stam-
andi barna hlýtur að auka kostnað
þegar frá líður. Það er þekkt að
því fyrr sem brugðist er við vanda
stamandi barns því meiri eru líkurn-
ar á að viðkomandi einstaklingur
nái fullum bata. Verði of seint
brugðist við eru yfirgnæfandi líkur
á að viðkomandi kosti kerfið marg-
falt meira síðar, svo ekki sé talað
um þá sálarangist sem það kostar.
Mannvonska í
Tryggingastofnun?
Það er afar ósanngjarnt að benda
á Tryggingastofnun og halda því
fram að vandi sem skapast hefur
vegna ákvörðunar menntamála-
ráðuneytisins hafi eitthvað með
Tryggingastofnun að gera. Tekin
hefur verið ákvörðun af viðkomandi
ráðuneyti að hætta téðum greiðsl-
um. Það er eins og áður kemur fram
gert til að spara ríkisútgjöld. Marg-
ir líta á Tryggingastofnun sem
botnlausa hít. Oft hef ég heyrt frá
málsmetandi mönnum eitthvað á
þessa leið, „þetta kostar ekki neitt,
Tryggingastofnun borgar!“ Ætli
menn að ná árangri í ríkisfjármálum
verður það ekki gert með því að
spara í ráðuneyti og ætla Trygg-
ingastofnun að borga. Líklega vita
flestir að fjármunir Trygginga-
stofnunar koma úr ríkissjóði en
ekki af himnum ofan. Ef það er
vilji fyrir því að breyta ákvörðun
menntamálaráðuneytisins þá verð-
ur það að taka ákvörðun sína til
baka, eða ákveða að það fjármagn
sem aðstoð við stamandi börn kost-
ar verði flutt til Tryggingastofnun-
ar svo henni verði unnt að greiða
fyrir þessa þjónustu. Okkur í
Tryggingastofnun er vandamál
stamandi barna mjög ljóst. Við vilj-
Eigi breyting að eiga sér
stað, segir Karl Steinar
Guðnason, þarf að
beina spjótum að
menntamálaráðuneyt-
inu sem hefur fóstrað
þetta mál í áraraðir.
um gjarnan gera okkar besta. Hér
ríkir ekki sú mannvonska sem
margir halda. Við höfum hinsvegar
ekki talið okkur hafa leyfí til að
taka fram fyrir hendur ráðuneyta
í sparnaðarviðleitni þeirra.
Vandamál niðurskurðar verða því
miður oft til þess að augun beinast
að Tryggingastofnun. Fjöldi stofn-
ana, einkum sjúkrastofnanir, reyna
sitt ýtrasta til að bæta sér upp nið-
urskurð í fjárlögum með því að seil-
ast í vasa Tryggingastofnunar.
Greiði Tryggingastofnun hinsvegar
alla þá reikninga sem stofnanir eða
ráðuneyti senda þangað vegna
óþæginda niðurskurðar verður gerð
fjárlaga að einskonar hringleika-
húsi. Ólíklegt er að til þess sé ætl-
ast.
Góð samskipti við
talmeinafræðinga
Allt frá árinu 1992 hefur Trygg-
ingastofnun haft samning við Félag
talkennara og talmeinafræðinga
um talmeinaþjónustu. Af viðræðum
við mjög frambærilega fulltrúa fé-
lags þeirra eru okkur afar ljós
vandamái þeirra sem erfitt eiga um
mál. Téður samningur nær ekki til
talkennslu í leikskólum, hefur aldrei
náð til talkennslu í leikskólum. Slíkt
var aldrei á dagskrá því það var
verkefni menntamálaráðuneytisins.
Tryggingastofnun hefur því á allan
hátt staðið við sinn hlut þessa samn-
ings sem hún telur mikilsverðan.
Framhaldið
Af tilgreindu bréfi menntamála-
ráðuneytisins er ljóst að samráð var
haft við Samband íslenskra sveitar-
félaga um nýjar reglur um greiðslur
ríkissjóðs vegna fatlaðra barna í
leikskólum. Undirritaður beinir
þeim tilmælum til áðurnefndra að
auka og efla samráð sitt svo ljóst
verði hvort þessi breyting er tengd
verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga
eða einhveiju öðru. Þar mætti líka
ræða hvor þessara aðila ætlar að
borga eða hvort þetta er hrein
sparnaðaraðgerð sem ég hefi reynd-
ar haldið fram. Stamandi börn eiga
ekki að vera fómardýr stjórnsýslu-
vandræða embættismanna. Við for-
eldra stamandi barna vil ég segja:
Eigi breyting að eiga sér stað þarf
að beina spjótum að menntamála-
ráðuneytinu sem hefur fóstrað þetta
mál í áraraðir.
Höfundur er forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins.
Koma peningamir
af himnum ofan?
Karl Steinar
Guðnason
Enn um Gilsfjarðarbrú
MIÐVIKUDAGINN
4. október síðastliðinn
birtist í Morgunblað-
inu góð grein eftir
Gísla S. Einarsson,
þingmann Alþýðu-
flokksins á Vest-
urlandi. Þar segir
hann, að það komi
ekki til greina að
fresta Gilsfjarðarbrú.
Hann rekur í grein
sinni aðdragandann að
fyrirhugaðri brú-
argerð yfir Gilsfjörð
og skýrir frá því, að
allt frá árinu 1984,
hafi Vegagerðin haft
til athugunar brú-
Sviksemi og óheiðarleiki þingmanna og ráðherra
Gilsfjarðarbrú átti að
Bragi
Benediktsson
argerð yfir Gilsfjörð frá Kaldrana
yfir í Króksfjarðarnes, í kjölfar til-
íögu Matthíasar Bjarnasonar þar
að lútandi, sem hann flutti á Al-
þingi með stuðningi allra þing-
manna Vestfjarða og Vesturlands.
Það skal strax tekið fram, að
Vestfirðingar hafa misst út af þingi
fyrirmyndar þingmann, þegar
Matthías, blessaður, Bjarnason
hvarf af vettvangi. Hann vissi
ávallt hvað hann vildi og lét ekki
dusulmenni villa um fyrir sig eða
raska þeim skoðunum sínum, sem
hann þá hafði tekið. Mér virðist
hins vegar að arftakar hans mættu
betur tileinka sér þá stefnufestu
og heiðarleika, sem einkenndi
Matthías Bjarnason. Ég er þó ekki
með þessum orðum að segja það,
að ég efist um vilja þingmanna
Vestfjarða og Vesturlands þess
efnis að brúa Gilsfjörð, en hræddur
er ég um, að í flesta þeirra vanti
áræði og djörfung forvera þeirra í
starfí, sem áður var nefndur.
Gilsfjarðarbrú átti að bjóða út
um mánaðamótin maí-júní og í síð-
asta lagi, júní-júlí,
samkvæmt áætlunum
og viljayfirlýsingum
allra, sem að þessu
máli hafa komið. Það
er kunnara en frá
þurfi að segja, að Gils-
fjarðarbrú átti að vera
komin í dag. En tvær
brýr voru teknar fram
yfir hana. Önnur
þeirra er brúin yfir
Dýrafjörð skammt frá
Þingeyri og hin er brú-
in yfir Kúðafljót. Ég
hef fullan skilning á
nauðsyn þess, að gera
hringveginn sem allra
fyrst þannig úr garði,
að hann geti talist boðlegur lands-
mönnum, svo að ekki leynist á
honum hættur, sem grandað geti
þeim sem um hringveginn þurfa
að fara. En það verður líka að líta
til hinna smærri og fámennari
byggðarlaga úr því að örlögin hög-
uðu svo málum, að þau urðu til.
Fyrri ríkisstjórnir töluðu mikið um
jafnvægi í byggð landsins. Nú heyri
ég það orð varla nefnt, en þess í
stað heyri ég háværar yfirlýsingar
um það að Islendingar séu að yfir-
gefa landið sitt og hverfa í stórum
stfl, bæði til Danmerkur og Noregs.
Sjálfsagt er þetta það, sem koma
skal, þegar horft er til þess, að
höfuðborgin Reykjavík á í vök að
veijast og menn fá þar ekki lengur
atvinnu, sem koma utan af landi,
en áttu þann kost nánast vísan
fyrrmeir. Enda gefa hagtölur upp-
lýsingar um það, að leið margra
þeirra sem fara utan, sé fyrst til
höfuðborgarinnar og þaðan til Nor-
egs eða Danmerkur. Miðað við sí-
fellda fækkun landsmanna, sem
virðist stefna í, þá er eðlilegt að
vera komin í dag, segir
Bragi Benediktsson,
sem hér tíundar rökin
fyrir þessu samgöngu-
mannvirki
fara að skoða stórkostlega fækkun
þingmanna. Og minnug skulum við
þess, sem gamla máltækið segir
og ég hef oft hugsað um, og eink-
um þá ég hef þurft að deila hugsun
með misvitrum mönnum, sem raun
hefur verið af að starfa með: „Því
verri eru heimskra manna ráð, sem
fleiri koma saman."
Hver eru rökin fyrir því að brúa
Gilsfjörð? Síðastliðinn vetur komust
menn ekki leiðar sinnar um hann
svo vikum skipti. Þegar snjóflóðið
féll á Grund í Reykhólahreppi 18.
janúar var fyrirhugað að fá björg-
unarsveitir til aðstoðar að grafa
upp menn og búsmala úr fönn, en
engin leið var að nýta sér þjónustu
þeirra sakir lokunar Gilsfjarðar.
Kostnaður við snjómokstur í
Gilsfírði síðastliðinn vetur var að
sögn í kringum fjörutíu milljónir,
þrátt fyrir að hann væri stóra kafla
vetrarins lokaður.
Sameining sveitarfélaga hefur
verið áhugamál fyrri ríkisstjóma.
Svo að þau mál megi vel fara, þá
er nauðsynlegt að stytta vega-
lengdir milli staða og ryðja úr vegi
hindrunum, sem hamla á móti eðli-
legum samskiptum mann og fé-
lagsheilla.
Á Reykhólum situr ekki læknir,
en þjónusta iæknis er frá Búðardal
og þarf hann að fara um Gilsfjörð
til Reykhóla. Dvalarheimili fyrir
aldraða er á Reykhólum með hjúkr-
unarsjúklinga, sem læknarnir í
Búðardal annast. Getur hver maður
séð, hver þjónusta læknis verður
við aldraða og aðra borgara, sem
hann nær ekki til. Snjóflóðahætta
er mikil í Gilsfirði, og aurskriður
eru tíðar í vætutíð. Þijú dauðaslys
hafa orðið í Gilsfirði og má gera
sér það í hugarlund, að ekki laði
það unga lækna að, vitneskjan um
tálmanir Giisfjarðar og þá hættu
að vera því viðbúnir að láta lífið í
ferðum sínum.
Samgönguráðherra, Halldór
Blöndal, hefur að sögn annarra og
raunar hefur hann sjálfur sagt það
í mín eyru, að hann telji þverun
Gilsfjarðar ekki vera skynsamlega
sakir fámennis byggðanna í kring
um hann. Ég vil þá spyija. Er
Vesturland og Vestfirði svo fámenn
byggð, að ekki beri að sinna þeim
á þessum vettvangi?
Ég geri mér grein fyrir því, að
Vesturland og Vestfirði skipta
engu máli í atkvæðakassanum hans
Halldórs Blöndal, en ég bendi á
það, að þar á Sjálfstæðisflokkurinn
nokkra þingmenn, sem ríkisstjórn-
ina munar ef til vill eitthvað um.
Hræddur er ég um, að þeir fari
ekki jafn greiða bónleið til búðar
og áður, hafandi ekki druslast til
að koma því verki í framkvæmd,
sem buið er að svíkja menn um í
heil ellefu ár.
Ég hef ekki geð í mér til að orð-
lengja þetta og ætla ekki að ata
grein mína út með skítkasti, en
minni á það, að á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins verða þessi mál
skoðuð betur.
Höfundur er prófastur
á Reykhólum.
Má bjóða þér
í tónleilca- og
óperuhallir erlendis?
Beinar útsendingar á Rás 1 í vetur
Annað hvert mánudagskvöld.
Síðasta föstudagskvöld í mánuði
IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
uaonil
'ii1 V W W
MILJlTJHRlfl
OOUUlt
OOQOll
ISVAL-3DRGA fl/F
HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751