Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Siðferðileg sjálfsupp- hafning og refsigleði — eru fjarri stefnu og sjónarmiðum 1 kvennalistanum Fræðimennska og pólitík Burt séð frá innihaldi tímarits- greinar.þeirra Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur og Ingu Dóru Björns- dóttur, „Hreinleiki og saurgun, eðl- ishyggja og refsing", sem var til umræðu í íslenskum fjölmiðlum um miðjan ágúst sl., tel ég það mistök af hálfu höfunda að gera ekki betur grein fyrir því um hvaða tíma í starfi Kvennalistans er verið að fjalla. Framsetning umræðunnar í nútíð, þegar annar höfunda, fyrfum þing- maður og ein af stofnendum Kvenna- listans, hefur sagt skilið við hann og tekið sér stöðu sem hugmynda- fræðingur og ráðgjafi kvennahreyf- ingar innan Sjálfstæðisflokksins, beinir athyglinni frá fræðilegum þætti málsins að hinum pólitíska. Viðbrögðin eru því að hluta til við pólitísku útspili. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fræðileg umfjöllun Sigríðar Dúnu veldur pólitískum viðbrögðum. Um mánaðamótin mars-apríl í vor hlustaði ég til dæmis á fyrirlestur hennar á ráðstefnu Siðfræðistofnun- ar, „Fjölskyldan og réttlætið". Sam- anburður hennar þar á Sjálfstæðis- flokki og Kvennalista reyndist vel til þess fallinn fyrir fréttamann Ríkis- sjónvarpsins að gera Kvennalista og Sjálfstæðisflokk nokkurn veginn sambærilega í afslöðu sinni varðandi kven- frelsi og Ijölskylduna. Forsendur tilveru Kvennalistans Ég kem til starfa í Kvennalistanum á miðju ári 1994. Ég get því hvorki né vil bianda mér í umræðu um hug- rrjyndafræði innan Kvennalistans á 9. ára- tugnum. Ég hef verið kjósandi Kvennalistans frá upphafi án þess að velta mikið fyrir mér eðlismun kynjanna. Ég hef raunar alltaf verið meira upptekin af að skoða persónu- leika einstaklinga án tillits til kyns. Mínar forsendur fyrir því að ganga til liðs við Kvennalistann eru hin þjóðfélagslega mismunún og valda- leysi kvenna sem blasir við auk per- sónulegrar reynslu sjálfrar mín og annarra. Einhveijir munu ef til vill spyija hvort það sé atriði að konur komist til valda. Yrðu aðrar áherslur í stjórnun? Ég vil aðeins benda á niðurstöður Mannréttindaráðstefn- unnar í Vínarborg 1993 og það að stofnun eins og OECD, Efnahags- og framfarastofnunin, hefur ályktað á þann veg að nauðsynlegt sé að konur komist til áhrifa við stjórnun efnahagsmála. Ég , tel að árangur réttindabar- áttu þar sem hver og ein kona ætlaði sér að kljást við arfleifð feðra- veldisins innan eigin íjölskyldu, á sínum vinnustað eða í félags- hópi, yrði mjög tak- markaður. Kvennalist- inn er eina stjómmála- aflið sem hefur það að aðalmarkmiði að jafna stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu og það lá því beint við að ganga til liðs við hann; þetta aðalmarkmið er forsenda fyrir tilvist Kvennalistans. Um greinina „Hreinleiki og saurgun, eðlishyggja og refsing" Lýsing höfunda á Kvennalistan- um í greininni minnir um margt á trúfélag eða samfélag þar sem óskráðar reglur ákvarða stöðu með- lima eftir líkamlegri og félagslegri reynslu. Umfjöllunin er væntanlega Hulda Björg Sigurðardóttir í samræmi við fagfræðilegar aðférð- ir til þess að undirbyggja niðurstöðu höfundanna, sem eru mannfræðing- 'ar. Lýsingin er hins vegar í engu samræmi við þau kynni sem ég hef haft af Kvennalistanum og kvenna- listakonum. Að öðru leyti get ég verið sammála höfundunum um gagnrýni á þá hugmyndafræði sem greinin fjallar um, það er að segja eðlishyggjuna. Að þetta sé hugmyndafræði Kvennalistans 1995, því mótmæli ég og vísa máli mínu til stuðnings í stefnuskrá hans frá því ári. Kvennalistinn er mikil- vægt afl í íslenskum stjórnmálum, segir Hulda Björg- Sigurð- ardóttir, eykur fjöl- breytileika og víkkar sjóndeildarhringinn. Að breyta áherslum og aðferðum Það er nauðsynlegt bæði fyrir ein- staklinga og samtök að endurskoða aðferðir til þess að ná fram mark- miðum sínum eftir því sem aðstæður og forsendur breytast. Greinarhöf- undar benda einmitt á hvernig ákveðnar áherslur, ákveðin ímynd nýtist í tilteknu umhverfi á tilteknum tíma, málefni til framdráttar. Það hefur verið getjun í félagsstarfi Kvennalistans undanfarin ár og á síðasta kjörtímabili var of lítið um að kvennalistakonur héldu uppi mál- flutningi utan þings. Það er augljóst að Kvennalistinn þarf að endurskoða starfsaðferðir til þess að ná til kvenna og karla sem vilja breytt viðhorf og koma í veg fyrir að það líffræðilega hlutverk konunnar að ala af sér afkvæmi verði henni til trafala félagslega og efnahagslega. Ég tel líklegt að það hlutverk hafi frá upphafi valdið miklu um misjafna stöðu kynjanna. Nú þegar er nokkuð um að kona og karl í sambúð axli sameiginlega ábyrgð innan heimilis sem utan og gangi hvort í annars hlutverk gagnvart börnum og heim- ilisrekstri. En það er langt í land með að útrýma rótgrónum viðhorf- um, teknum í arf frá feðraveldinu, viðhorfum sem bæði karlar og konur erfa. Það eru enda ekki nema 2-3 kynslóðir síðan tók að molna utan úr því. Kvennalistinn er afar mikilvægt afl í íslenskum stjórnmálum. Það eykur fjölbreytileika og víkkar sjón- deildarhringinn að bæði konur og karlar eigi gilda þátttöku í stjórn þjóðfélagsins sem og annars staðar. Þetta er og verður baráttumál Kvennalistans. Þótt aðrir stjórn- málaflokkar hafi tekið það upp í sína orðræðu, virðast ýmsir steinar í götu varðandi efndir. Það er mikilvægt að ungir sem aldnir átti sig á því, að innan Kvennalistans er raunverulegur áhugi á að bæta lífsgæði. Ekki síst þau lífsgæði sem fólgin eru í sam- starfi karla og kvenna á jafnréttis- grundvelli á öllum sviðum jákvæðs mannlífs. Höfundur er lyfjafræðingur og kvennalistakona Hún á afmæli í dag! FÉLAG framsóknar- kvenna í Reykjavík á 50 ára afmæli um þessar mundir. Mikið er um dýrðir svo sem vera ber. A merkum tímamótum er alltaf hollt að setjast nið- ur og skoða hvað bíður. Skyldu sömu rök gilda nú og fyrir 50 árum um mik- ilvægi sérstaks félags fyr- ir konur innan stjórn- málahreyfingar er byggir á báðum kynjum? Þessu má svara á marga vegu. Þannig er hlutur kvenna í samfélag- inu orðin mun jafnari nú en fyrir hálfri öld. Það hefur vissulega ekki gengið fjandalaust fyrir sig en mikið hefur áunnist. Hins vegar má svo halda því fram að fullt jafnræði hafi ekki náðst og spurning hvort nokk- urn tíma gerist. En „barátta" kynj- anna snýst hugsanlega um aðrar áherslur í dag. Þátttaka kvenna utan heimilis er orðin svo sjálfsögð og eðlileg að hún getur varla talist odda- mál lengur. Segja má að samfélagið gangi nú í gegnum breytingaskeið hugarfarsins þar sem fjölskyldur og þjóðfélagið eru enn að móta lífsvenj- ur sínar í ljósi þess að „báðir aðilar" starfa utan heimilis. Vandi með dag- vistunarrými skerpir á þessum átök- um, sem og skortur á einsetnum grunnskóla, ósveigjanlegur vinnutími tekur lítt mið af breyttri fjölskyldu- þörf og þannig má áfram telja. Ég trúi því að ekki líði á löngu þar til jafnvægi hafi náðst á þessu sviði og bind þar mestar vonir við það unga fólk sem alist hefur upp við nýja hlutverkaskipan ijölskyldunnar. Konur eru m.ö.o. að skipa sér sess á við karla í hefðbundnum gömlum „karlastörfum" og karlar láta sífellt meira til sín taka á gömlu „"kvenna- sviði“. En hvert er þá hlutverk kvenna í pólitískum flokki? Úr kaffi í pólitík. Lengi vel var hlutverk kvenna í pólitískum félögum að hella uppá kaffi meðan karlanir leystu hin stóru mál. Ekki er svo sem laust við að enn eimi af þessu meðal hinna eldri * félagsmanna. Smám saman fóru svo konur að skjóta inn orði uns þátttaka þeirra varð á sömu nótum og karl- anna. í stað þess að velja saman kökur og kaffí helja konur nú hnefann á loft og kreijast sömu hlut- deildar og karlar í fýlkingarbijósti. Ekki leikur nokkur vafi á því að samstaða kvenna um þessi mál hefur sk-ilað þeim í mörgum tilvikum góð- um árangri. Um þetta bera mörg dæmi vitni. Þó heyrast enn dæmi þess að konum finnst þær sniðgengnar. Nægir þar að benda á samblástur sjálf- stæðiskvenna og bylt- ingaráform þeirra í komandi slag um varaformann. Þykir þeim hlutur sinn heldur rýr í feitum bitum. Framsókn- arflokkurinn hefur ekki farið var- hluta af þessari baráttu. Þannig lenti sá er þetta skrifar „milli tveggja" kvenna í hörðum prófkjörsslag þar sem Landssamband framsóknar- kvenna beitti sér verulega. Það er líka hlutverk Landssambandsins og er athyglisvert að sjá hvert sú bar- átta hefur fleytt konum innan Fram- sóknarflokksins. Eina konan í ríkis- stjórn er úr þeirra röðum, formaður þingfloksins er kona, meirihluti stjórnar þingflokksins er skipaður konum og þannig má áfram telja. Konur eru gildandi afl innan Fram- sóknarflokksins. En er þá þörf á sérstöku kvenfélagi? Karlar og konur Með skírskotun til þess er hér að framan segir telur undirritaður eðli- legt að enn um hríð starfi sérstakt kvenfélag innan Framsóknar undir þeim merkjum að festa þátttöku þeirra í flokksstarfinu betur í sessi. Með þessu er ekki gefíð í skyn að forystusveit framsóknarkvenna í landsmálum og sveitarstjórn hafi staðið sig lakar en karlar. Þó að konur liafí náð hvað bestum árangri innan Framsóknarflokksins, þegar mið er tekið af öðrum flokkum, þá eimir vitaskuld enn eftir af gömlum gildum. Þau munu hverfa og þá (áður en langt um líður) má segja að for- sendur fyrir kvennaklúbbi verði brostnar. Við störfum saman að bár- áttumálum Framsóknarflokksins. í stað þess að velja sam- an kökur og kaffi hefja konur nú hnefann á loft og krefjast sömu hlut- deildar og karlar í fylk- ingarbrjósti, segir Hjálmar Arnason á 50 ára afmæli Félags fram- sóknarkvenna í Rvík. Liður í því er jafnrétti kynja. Þegar þær aðstæður hafa skapast verður aðskilnaður kynjanna innan flokksins úreltur. Þá munum við ekki spyija að kyni heldur almennum kostum karla og kvenna. Margir hafa haft á orði að konur, sem ná langt í pólitík, séu mun grimmari en karlar. Ekki skal lagt mat á það hér en sé rétt tel ég skýr- inguna geta m.a. verið þá að konum finnist að meira sé til ætlast af þeim en körlum og leggi sig því harðar fram, staðráðnar í að gera a.m.k. jafnvel og þeir - helst aðeins betur. Hér ætti því að vera um tímabundið ástand að ræða én þegar jafræðið kemst á að fullu munu þessi ein- kenni hverfa. Ég óska Félagi framsóknarkvenna og Landssambandinu til hamingju með hin merku tímamót og umfram allt þann góða árangur sem náðst hefur. Það er ekki síst fyrir þeirra tilverknað sem Framsóknarflokkur- inn er í sókn á landinu öllu sem öflugt stjórnmálaafl - reiðubúið að laga sig að breyttum þjóðfélagsháttum og með sýn til framtíðar. Höfundur er alþingismaöur. Hjartans þakklœti til allra, sem heiðruðu mig og glöddust með mér á 75 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Kœr kveðja. Guðmundur Runólfsson, Grundargötu 18, Grundarfirði. H' sýning um helgina frá kl. 14-18 að Ný munstur og litir m.a. jóladúkur. Hringið eftir heimsendum litmyndalista. ELHORARENSEN TEPPflDPPBOD á Hótel Sögu sunnudaginn 15. október kl. 20.30. Teppin sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll í dag og á morgun kl. 12-18. Á morgun, sunnudag, kl. 14-16, mun danski teppa- sérfræðingurinn Villy Sprensen frá Orient Art vera á staðnum og svara fyrirspumum. við Austurvöll • SÍMI 552 4211 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.