Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Knstjan Stefnt er að því að sauðfjárslátrun ljúki um næstu helgi. Sauðfjárslátrun að ljúka í Sláturhúsi KEA Meðalfallþungi minni en í fyrra SAUÐFJÁRSLÁTRUN í Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga lýkur um næstu helgi. Alls verður slátrað á milli 32 og 33 þúsund fjár að þessu sinni, sem er svipað magn og á síð- asta ári. Nú í vikulokin var búið að slátra um 26 þúsund fjár. . Að .sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússstjóra, er meðalfallþungi dilka nú heldur minni í fyrra. Hann var þá 16,2 kg en verður í kringum 15,4 kg. í ár. „Það er töluvert um að bændur séu.að fækka fullorðnu fé og því getur verið að sláturfé eigi eftir að fjölga eitthvað enn. Þá hafa nýjar reglur um heimtöku dilka aukið slátrun hér, sem aftur þýðir minni heimaslátrun." Nýjar reglur til bóta Óli segir að þessar nýju reglur um heimtöku dilka séu til mikilla bóta én nú má taka 80 kg heim á hvern heimilismann á hverju býli. „Þetta var mjög sterkur leikur í þeirri viðleitni að minnka heimaslátrun. Það kostar 1.100 krónur að slátra hveiju lambi og þar sem bændur taka yfirleitt þyngstu lömbin heim, er sláturkostnaður ekki nema rétt rúmar 50 krónur á kg,“ segir Óli. Sláturhús KEA hefur ekki útflutningsleyfi og segist Óli ekki hafa mikinn áhuga á að fá slíkt leyfi fyrir sitt hús. Hann hafi ekki mikla trú á útflutningi. „Það er vafalaust hægt að selja þetta kjöt erlendis en ekki fyrir ásættanlegt verð,“ segir Óli. Gærur lagðar inn án nafns eiganda Til fjölda ára hefur verið nokkuð um að gærur séu lagðar inn í slátur- hús án þess að þeim fylgi nafn eig- anda og þá aðeins beðið um að andvirði þeirra séu send kirkjum, líknarfélögum eða einhveijum stofnunum. „Það koma hingað gærur í stór- um stíl og í sumum tilfellum ómerktar. Bændur kunna ekki við að henda gærum af heimaslátruðu, enda er hér um verðmæti að ræða,“ segir Óli. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hvort eitthvað af þessum ómerktu gærum væri af dilkum sem seldir eru á svokölluðum svarta- markaði. F asteignasalan KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 - 200 KÓPAVOGUR ______ _ _____ FAX 554 3307 *S?564 1400 Nýlegar eignir á söluskrá: Opið laugard. kl. 12-14 3ja herb. Hamraborg - Kóp. - 3ja. Séri. falleg 80 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölb. (4 íb. í stigagangi) ásamt stæði í bíl- skýli. Parket. Vestursv. Útsýni. Áhv. 3,6 m. V. 6,5 m. 4ra herb. og stærra Álftamýri - 4ra. Séri. falleg 87 fm endaíb. á 3. hæð (Álftamýrarmeg- in). Nýtt ■eldh. o.fl. V. 7,9 m. Hæðargarður - 4ra. Séri. góð efri sérh. ásamt rislofti á þessum frá- baera stað. V. 7,7 m. Frostafold - 4ra. Stórglæsil. 190 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb. ásamt 25 fm bilsk. Parket og sérsmiðaðar innr. Skipti á minni eign möguleg. V. 10,8 m. Hjarðarhagi 30 - Rvík - 4ra. Mjög góð 83 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölbýli. Áhv. 2,3 m. V. 7,1 m. Sérhæðir Sólheimar - sérh. Séri. faiieg ca 130 fm íb. á 1. hæð í þríbýli ásamt 33 fm bílskúr. Frábær staösetning. V.. 10,8 m. Álfhólsvegur - Kóp. - sérh. Sérl. góð neöri sérh. í tvíbýli ásamt bílsk. og nýl. sólskála alls ca 190 fm. Arinn í stofu. Glæsil. útsýni. Suður- garður. V. 10,8 m. Heiðarhjalli - sérh. í smíð- um. Vel hönnuð 123 fm neðri hæð ásamt 26 fm bílsk. Afh. fokh. að inn- an og fullb. að utan. V. aðeins 7,5 m. Einbýli Hrauntunga - einb. Sóri. fallegt 138 fm einb. á einni hæð f botnlanga. 4-5 herb. + stofa. 38 fm bilsk. V. 13,7 m. Básendi - Rvík - einb./tvíb. Fallegt og vel umgengið 156 fm tvíl. einb. á þessum fráb. stað. Mögul. á séríb. í kj. V. 11,3 m. Kársnesbraut - Kóp. - einb. Gott nýl. hús á frábæru verði 13,9 m. Goðatún - Gbæ. Fallegt 104fm einb. ásamt 81 fm bílsk./verkstæði. Arinn. V. 10,2 m. Guðlaug Þorsteinsdóttir, ritari. Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fast.saii. Viðræður um sölu hlutabréfa í Krossanesi VIÐRÆÐUR standa nú yfír um sölu á loðnuverksmiðju Krossanes sem er í eigu Akureyrarbæjar, en aðilar á Akureyri hafa átt í viðræð- um við bæjarstjóra, Jakob Björns- son, vegna hugsanlegra kaupa á hlutabréfum bæjarins í verksmiðj- unni. Á fundi fulltrúaráðs framsóknar- félaganna á Akureyri í vikunni var rætt um sölu eigna bæjarins, en bærinn á, auk Krossaness, m.a. stóran hlut í Utgerðarfélagi Akur- eyringa, Skinnaiðnaði, Foldu og Laxá. Sala á hlutabréfum í Skinna- iðnaði hf. er þegar hafinn og hafa þegar verið seld hlutabréf fyrir um 1,5 til 2 milljónir króna að nafn- virði í fyrirtækinu. Akureyrarbær á þegar allt er talið hlutabréf í fyrirtækjum að verðmæti um 1,5 milljarða króna. Þau hafa að stórum hluta verið fjár- mögnuð með lántökum þannig að þegar tekið er tillit til afborgana og vaxtakotnaðar vegna þessara lána er talið að bæjarfélagið ríði ekki feitum hesti frá þátttöku sinni í hlutabréfakaupum. „Það hefur af og til verið rætt um sölu eigna, því menn vilja gjarn- an hafa meira fé til ýmissa verk- efna,“ sagði Gísli Kristinn Lórenz- son formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Viðræður í gangi Aðilar á Akureyri hafa lýst yfír áhuga á að kaupa loðnuverksmiðj- una Krossanes sem Akureyrarbær á 99,9% hlut í og hafa viðræður stað- ið yfir síðustu daga, samkvæmt heimildur', Morgunblaðsins. Loðnu- verksmiðjan var endurbyggð fyrir nokkrum árum og er afkastageta hennar liðlega 500 t á sólarhring. Velta verksmiðjunnar er á bilinu 400 til 500 milljónir króna á ári. Irsk menningarhátíð sett BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra setti írska menningarhátíð í Listasafninu í gær. Kom fram í ávarpi hans að Irar og íslendingar eigi margt sameiginlegt í sögu sinni. Við setningu hátíðarinnar var opnuð sýning á verkum þriggja írskra myndlistarmanna, Jacqueline Stanley, Guggi og James Hanley. Leikfélag Akureyrar frumsýndi svo nýja leikgerð á Drakúla í gær- kvöld,-en meðal gesta voru frú Vig- dís Finnbogadóttir forseti íslands, menntamálaráðherra, þjóðleikhús- stjóri og fleiri. í dag, laugardag verður opinn fundur með írskum listamönnum í Deiglunni og kynnt þar ný bók um írland á morgun, sunnudag sem Sig- urður A. Magnússon hefur skrifað. Morgunblaðið/Kristján HARALDUR Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, tekur á móti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og eiginkonu hans Rut Ingólfsdóttur, við upphaf írskrar menningar- hátíðar sem hófst á Akureyri í gær. Spáð 1% fjölgun íbúa Akureyringar rétt að verða 15 þúsund GERT er ráð fyrir í áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir á vegum Ákureyrarbæjar til næstu þriggja ára að íbúum fjölgi um 1% á ári á tímabilinu 1996-1998. Þannig er gert ráð fyrir að íbú- arnir verði tæplega 15.100 á næsta ári, 15.365 árið 1997 og 15.519 árið 1998. Hjá manntali Akureyrarbæjar fengust þær upplýsingar að vel væri fylgst með öllum hræringum þar sem búist væri við 15 þúsund- SÝNINGIN „Karlar gegn ofbe!di“ verður opnuð í Deiglunni í dag, kl. 14. Á sýningunni eru myndir úr sam- keppni Félags íslenskra teiknara sem haldin var í samvinnu við Karlanefnd jafnréttisráðs. asta íbúanum innan tíðar. Það yrði þó varla fyrr en 1. desember sem nákvæmlega yrði hægt að sjá hvort múrinn hefði verið rofin eða hversu langt væri í það. í áætluninni kemur fram að útsvarstekjur bæjarins lækka um 100 milljónir króna á tímabilinu en lækkunin er til komin vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um afnám tvísköttunar á lífeyrissjóðs- iðgjöld launþega. Myndirnar voru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur í september, en þá var janframt átaksvika karla gegn of- beldi. Jafnréttisnefnd Akureyrar styrkir sýninguna, en hún er opin daglega frá kl. 14 til 18. Messur AKURERYARPRESTAKALL: Sunnudagaskólinn verður í kirkjunni kl. 11. Munið kirkjubíl- ana. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Barna- og unglingakór- inn syngur. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag. Barnasamkoma kl. 11 á morg- un. Guðsþjónusta kl. 14. Fund- ur æskulýðsfélagsins verður á mánudag kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun og almenn samkoma kl. 20.30. Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson stjórna. Heimilasamband kl. 16. Tón- listarsamkomur verða í Glerár- kirkju á þriðjudag og miðviku- dag kl. 20.30. 36 manna kórfrá Danmörku sem einnig myndar unglingasönghóp, litla lúðra- sveit og leikhóp tekur þátt. HÚSAVlKURKIRKJA: Sunnu- dagskóli kl. 11 á morgun, fjöl- breytt dagskrá við hæfi fjögurra til níu ára barna. Kyrrðarstund kl. 21 á sunnudag, beðið fyrir sjúkum, fyrirbænaefni berist sóknarpresti fyrir stundina. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsam- koma kl. 11 á morgun, vakning- arsamkoma kl. 15.30 sama dag. Biblíulestur kl. 20,30 á miðvikudag. Útför útvarpað ÚTFÖR séra Þórhalls Höskulds- sonar, sóknarprests í Akureyrar- prestakalli, verður útvarpað á FM 104,8. Útsendingin nær um Akur- eyri og næsta nágrenni. Útför séra Þórhalls fer fram frá Akureyrar- kirkju næstkomandi mánudag, 16. nóvember kl. 13.30. Akureyrarbær Frá grunnskóSum á Akureyri Vegna jarðarfarar séra Þórhalls Höskuldssonar, mánu- daginn 16. október nk., fellur öll kennsla niður eftir hádegi þann dag í eftirtöldum skólum: Barnaskóia Akureyrar, Gagnfræðáskóla Akureyrar, Lundarskóla og Oddeyrarskóla. Einnig fellur niður kennsla í Tónlistarskólanum á Akureyri milli kl. 13 og 15 Skólastjórar. Karlar gegn ofbeldi i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.