Morgunblaðið - 14.10.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 17
UR VERIIMU
Arthur Bogason endurkjörinn formaður á átakafundi
Fylgjandi aflatoppi og á móti
framsali aflaheimilda
ARTHUR Bogason var endurkjörinn
formaður og harðar umræður urðu
um fiskveiðistefnu á aðalfundi
Landssambands smábátaeigenda
sem lauk í gær. Tillaga um nýtt afla-
toppskerfi þar sem bátar fengju út-
hlutað tíu tonnum af þorski á hvert
brúttótonn var samþykkt, en tillaga
um að aflaheimildir yrðu millifæran-
iegar innan þorskaflahámarksins var
fetld. Það varð til þess að margir
aflahámarksmenn höfðu það á orði
að kljúfa sig úr sambandinu.
í fyrsta skipti í tíu ára sögu Lands-
sambands smábátaeigenda fékk
Arthur Bogason mótframboð, en
Bergur Garðarsson frá Grundarfírði
bauð sig fram gegn honum. Arthur
hafði sigur með 34 atkvæðum, en
Bergur fékk 14 atkvæði. Kosningar
til formanns fóru fram í kjölfar fjör-
ugrar kosningar um fiskveiðistefnu
sambandsins.
10 tonn á tonnið samþykkt
Annars vegar var samþykkt með
naumum meirihluta að sambandið
beitti sér fyrir að róðrardagakerfi
smábáta upp að 6 tonnum yrði með
82 fasta banndaga eins og fyrir iaga-
setningu. Sú breyting yrði gerð að
hámark yrði sett á aflamagn hvers
báts í þorski sem tæki mið af stærð
bátsins, 10 tonn á hvert brúttótonn,
að hámarki 60 tonn af óslægðu og
aflaheimildin yrði óframseljanieg
með öllu.
Bátum, sem veitt hefðu minna en
10 tonn á nýliðnu fiskveiðiári, yrði
ekki úthlutað slíku aflahámarki,
heldur yrði það hið sama og þeir
veiddu á því. Kæmi i ljós að nýsmíð-
aðir bátar lentu í þeim flokki yrði
tekið sérstakt tiilit til þeirra. Auk
þess yrði útgerðaraðilum aflamarks-
báta undir 6 tonnum, með óskerta
aflahlutdeild, gefínn kostur á vali í
þessa leið, svo fremi sem þeir kæmu
með sína aflahlutdeild í sameiginleg-
an pott þessa hóps.
Á móti tilfærslu aflaheimilda
Hins vegar var fellt á fundinum
að heimilað yrði að flytja þorskafia-
hámark á milli báta innan þess báta-
flota sem stunduðu veiðar með þorsk-
aflahámarki. Það varð til þess að
háværar raddir heyrðust hjá þeim
sem gera út með þorskaflahámarki
um að kljúfa sambandið.
„Ég get ekki sætt mig við að sá
sem er búinn að verða fyrir 40%
skerðingu geti engu hagrætt," segir
Gunnar Hannesson, formaður Smá-
bátafélags Reykjaness. Hann sagði
að ef báðar tillögumar hefðu náð
fram að ganga hefðu allir getað orð-
ið sáttir. „Þetta getur ekki þýtt nema
eitt í mínum huga. Það er bara stríð.“
Gæti komið til klofnings
„Þeir sem engra hagsmuna eiga
að gæta innan aflamarksins eru að
greiða atkvæði gegn okkar hags-
munum,“ sagði Astþór Bjarni Sig-
urðsson, frá Keflavík. „Það sem við
viljum er að fá að framselja aflaheim-
ildir innan krókakerfisins til hagræð-
ingar, þannig að menn geti bætt við
sig kvóta sem vilja og þeir sem vilji
geti hætt.“
Happdrætti
Hjartaverndar
n
DRÖGUM 14. OKT.
Þú geturgreitt miðann
þinn með greiðslukorti
E SÍMI581 3947 ~
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ARTHUR Bogason sést hér þakka fundarmönnum auðsýnt traust eftir að úrslit í formannskjörinu lágu fyrir.
grein fyrir því hvort félagið muni
klofna af þessum sökum, eii menn
séu að hugsa sinn gang. Um sam-
þykkt tillögunnar um tíu tonn á tonn-
ið segir hann: „Hún er eins óraunhæf
og hún getur verið. Hún er óraun-
hæfari heldur en óraunhæfileikinn
sjálfur. Þetta þýðir að menn fara
fram á helmingi meiri afla inn í
krókakerfið en verið hefur. Það
stenst ekki.“
Sáttatillögum
Þorsteins ekki hafnað
Arthur Bogason segist vera ánægður
með það traust sem honum hafi ver-
ið sýnt á erfiðum tímum fyrir smá-
bátaeigendur. Hann segir að krafan
um tíu tonn á tonnið verði forgang-
skrafa í viðræðum við stjómvöld. Þá
segir hann að sáttatillögum Þorsteins
Pálssonar frá því á fímmtudag hafi
síður en svo verið hafnað.
„Hér var samþykktur fjöldi til-
lagna sem snúa að breytingum á því
kerfi sem er við lýði og ef við náum
ekki fram kerfisbreytingu eða meiri-
háttar lagfæringu á borð við þá sem
fundurinn samþykkti, þá hljóta menn
að reyna að komast eins langt með
allar breytingar og mögulegt er.“
Aðspurður um þær deilur sem risu
á fundinum um tilfærslu aflaheimilda
innan þorskaflahámarksins og um-
ræður um klofning_ í framhaldi af
því segir Arthur: „Ég minnist þess
að 1991 þegar 6-10 tonna bátarnir
fóru inn í aflamarkið, þeir sem voru
undir 6 tonnum urðu eftir, var talað
um klofning og að menn ættu enga
samleið. Það hefur afsannast."
Á hinn bóginn segir Arthur að
staðan sé viðkvæm, en biður menn
að anda með nefinu og sjá hveiju
fram vindur. Hann segist sjálfur
hkfa verið á því að heimila framsal
aflaheimilda innan þorskaflahá-
marksins til að gera mönnum kleift
að hagræða hjá sér.
„Aðalfundur felldi tillöguna, þann-
ig að hún verður ekki forgangskrafa
hjá þeim sem sendir verða á fund
stjómvalda,“ segir Arthur. „Þor-
steinn Pálsson hefur hins vegar lýst
því yfir að hann telji þetta meirihátt-
ar hagræðingaratriði. Við erum nátt-
úrlega ekki ráðamennirnir og vitum
því ekki til hvaða ráða þeir grípa.
Mér sýnist vera almennur vilji fyrir
því að reyna að gera mönnum lífið
léttara i þessum kerfum og þá er
spurning hvort hlustað verði á okk-
ur. Ég skal ekki um það segja.“
Banndagar verði afnumdir
Arthur segist vera ánægður að
þingi loknu og þá sérstaklega með
tillögu um að stofna félag strand-
veiðimanna og byggðarlaga í Norð-
ur-Atlantshafi til að knýja fram rétt
á þessum hefðbundnu strandveiðum
á grunnmiðum og byggðanna til að
nýta nærliggjandi svæði sér til lífs-
viðurværis. Samþykkt var á fundin-
um að Landssambandið hefði for-
göngu um stofnun slíks félags og
sagðist Arthur hafa orðið var við
mikinn áhuga erlendis.
Auk þess nefndi hann að margar
góðar tillögur hefðu náð fram að
ganga á fundinum, m.a. að banndag-
ar yrðu afnumdir, lagfæringar yrðu
gerðar á róðrardagakerfinu, tíma-
bilaskipting yrði afnumin, viðsnún-
ingur yrði leyfður vegna vélarbilunar
án þess að sóknardagur tapaðist og
róðrardagur yrði skilgreindur 24
klukkustundir frá því lagt hefði verið
úr höfn.