Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 13 LANDIÐ Hugmyndir vegna sameíningar sveitarfélaga á Vestfjörðum Allir eigi jafnan aðgang að félagslegri þjónustu ísafirði - í hugmyndum sam- starfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum er gert ráð fyrir því að allir íbúar á svæðinu eigi rétt á sömu félags- legri þjónustu. í þeim gögnum sem dreift hefur verið til sveitarstjóm- armanna er að fínna yfirlit um þá þjónustu sem veitt verður á hveij- um stað. Þar er ijallað um þætti eins og heilsugæslu, félagslega ráðgjöf, heimilishjálp, ferlimál fatlaðra, hjúkrunarheimili, lei- kvelli og fleira. Hér er ekki um endanlegt skipu- lag að ræða því lokaákvörðun verður í höndum nýrrar sveitar- stjórnar sem kosin verður í vor ef af sameiningu verður. í yfirlitinu er meðal annars gert ráð fyrir að heilsugæsla verði á ísafirði, Flateyri og Þingeyri. Heilsugæslan á Flateyri þjónar Mosvallahreppi og heilsugæslan á Þingeyri þjónar Mýrahreppi. A Suðureyri er gert ráð fyrir útibúi frá heilsugæslunni á Isafirði. Leik- vellir, heimilishjálp og þjónusta við aldraða verði á öllum stöðunum með sömu formerkjum varðandi sveitarhreppina. Faglærðir aðilar með fasta viðverutíma á hveijum stað veita félagslega ráðgjöf. Sam- ræmt niðurgreiðslukerfi fyrir barnavistun verður fyrir alla stað- ina. Sérstakir þjónustufulltrúar verða á Suðureyri, Flateyri (Mos- vallahreppi) og Þingeyri (Mýra- hreppi). Þeir munu meðal annars annast ferlimál fatlaðra, atvinnu- leysisskráningu og vinnumiðlun. Loks má nefna að þjónusta vegna íbúða aldraðra verður á ísafirði og Þingeyri. Hjúkrunarheimili fyr- ir aldraða verður á ísafirði, Flat- eyri og Þingeyri en dagdeildar- þjónusta á Suðureyri. Styrkir þá þjónustu sem fyrir er „Mér líst vel á þessar hugmynd- ir,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, þegar leitað var álits hans á þessum hugmynd- um. „Þessi þjónusta er nú þegar fyrir hendi á ísafirði og aðal- kosturinn frá sjónarhóli ísfirðinga er sá að þjónustan styrkist við sameiningu um leið og henni er ætlað að þjóna fleiri íbúum. Sam- einingin gefur okkur einnig tæki- færi til þess að taka sameiginlega á ýmsum málum svo sem ferlimál- um fatlaðra og vinnumiðlun. Fé- lagsleg þjónusta verður líka hag- kvæmari í rekstri þegar fleiri standa á bak við hana. Þetta skipulag ætti einnig að tryggja það að allir íbúarnir verði jafnt settir gagnvart félagslegri þjón- ustu,“ sagði Kristján Þór. Heildarskuldir á hvern íbúa í sameinuðu sveitarfélagi verða að öllum líkindum um 276 þúsund krónur á mann miðað við stöðuna í árslok 1994. Sem dæmi til viðmiðunar má taka að heildar- skuldir á mann á Isafirði voru 261 þúsund krónur á sama tíma. Hér er ekki um verulegar breytingar á skuldastöðu að ræða fyrir ísafjörð. Þessar upplýsingar koma fram í kynningargögnum samstarfs- nefndar um sameiningu sveitarfé- laganna sem verið er að vinna þessa dagana. Skuldir á íbúa á ísafirði vaxa lítið Heildarskuldir sveitarfélaganna sex voru í árslok 1994 um 1.479 milljónir króna. íbúar voru þá um 4.850 sem þýðir að skuldir á mann voru 305 þúsund. Reikna má með um 140 til 170 milljóna króna framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga við sameininguna sem kæmi til lækkunar skulda. Sé mið- að við lægri töluna kemur í ljós að heildarskuldir á mann verða um 276 þúsund krónur. Jafnframt er miðað við í áætlunum nefndar- innar að afgangur frá rekstri hins nýja sveitarfélags verði um 24% af tekjum. Yfirleitt telst það viðun- andi ef sveitarfélög hafa 25 til 30% af tekjum afgangs eftir rekstur. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir PARKER W. Borg sendiherra á spjalli við Kristin V. Jóhanns- son, framkvæmdastjóra í Neskaupstað. Bandaríski sendiherrann heimsækir Austurland Egilsstöðum - Parker W. Borg sendiherra Bandaríkjanna á íslandi hefur verið í heimsókn á Austur- landi, ásamt föruneyti, í tilefni af Amerískum dögum 3.-15. október. Heimsókn hans á Austurlandi hófst á miðvikudag og lauk á föstudag. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna Ameríska daga og amerískar vörur ásamt því að skoða fjölmörg fyrirtæki og kynnast því sem verið er að vinna að í landshlutanum. Á þessum þremur dögúm voru fyrir- tæki heimsótt á Egilsstöðum, Reyð- arfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Landbúnaðarvika í Borgarhólsskóla Laxamýri - Nemendur 4. bekkjar í Borgarhólsskóla á Húsavík sóttu bændur í Reykjahverfi heim fyrir skömmu í tilefni af þemaviku í landbúnaði sem nú stendur yfir. Farið var í heim- sókn á fjóra bæi og voru kennar- ar og foreldrar með í för. Bústofn af ýmsu tagi var skoð- aður og farið var í félagsheimilið Heiðarbæ þar sem í boði voru pylsur og drykkir. Börnin Iýstu ánægju sinni með þessa tilbreyt- ingu frá hefðbundnu skólastarfi en í framhaldi af ferðalaginu fer fram vinna með húsdýrin sem aðalviðfangsefni. Má þar nefna ljóða- og sögugerð, myndlist, tón- list og ullarvinnu auk þess sem skrifleg verkefni um húsdýrin eru á stundaskrá alla dagana. Megintilgangur með viku þess- ari er að gera ungt fólk í þétt- býli betur meðvitað um ná- grannasveit sína en reynslan hef- ur sýnt að mikil þörf er á að þróa skólastefnu sem sýnir at- vinnulífinu áhuga. Morgunblaðið/Atli Vigfússon SIGTRYGGUR Garðarsson, bóndi á Reykjavöllum, sýndi kýr og kálfar fengu mjólk að viðstöddum mörgum áhorfendum. Einbýlishús í Fossvogi Til sölu er vel staðsett, nýlegt einbýlishús. 5 svefn- herb., stofa, borðstofa, garðstofa. Bílskúr. Þeir, sem óska eftir frekari uppl., sendi nafn og síma til afgreiðslu Mbl., merkt: „Hús - 15893“, fyrir 19. okt. 532 1130-592 137 0 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori U KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteignasali Ofanleiti - úrvalsíbúð - mikið útsýni Endaíb. á 2. hæð, 4ra herb. 100 fm. Parket. Þvottahús við eldhús. Suðursvalir. Ágæt sameign. Góður bílskúr. Gott verð. Mosfellsbær - úrvalsstaður - eignask. Vandað og vel byggt timburhús, ein hæð, rúmir 160 fm auk bílskúrs um 40 fm. Ræktuð eignarlóð 1312 fm. Húsið er eins og nýtt. Útsýni. Rétt við Sæviðarsund Sólrík vel með farin 3ja herb. íb. á 1. hæð. Parket. Tvennar svalir. Góð geymsla í kj. Laus fljótl. Gott verð. Skammt frá Hótel Sögu Stór og góð 3ja herb. íb. á 4. hæð. Sérþvottaaðst. Ágæt sameign. Góð langtímalán kr. 4,5 millj. 3ja herb. - langtímalán Nokkrar 3ja herb. íbúðir á ótrúlegu góðu verði með 40 ára húsnæðis- lánum. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opiðídag kl. 10-14. 5 herb. hæð með bilskúr óskast helst í Hlíðunum, engin makaskipti. ALMEMMA FflSTEIGNASALAN LMI6&VE6118 S. 552 1158-5521370 FASTEIGN ER FRAMTID <r FASTEIGNA ff' SVERRIR KRISTJANSSON LOGGILTUR FASTEIGNA5ALI SUÐURLANDSBRAUT12,108REYKJAVÍK, FAX5687072 MIÐLUN SÍMI568 7768 Opið í dag frá kl. 11-15 SAFAMÝRI - SÉRHÆÐ Til sölu 135 fm neðri sérh. ásamt 26 fm bílsk. í mjög góðu og vel byggðu steinh. Hæðin skiptist þannig: Anddyri, gestasnyrting, forstofuherb., rúmg. hol, stofa og borðstofa, eldh. Á sérgangi eru 3 svefnherb. og bað. Öll gólfefni eru fyrsta flokks, flísar og parket. Baðið fallegt og flísal. Góð geymsla í kj. Sameiginlegt þvottaherb. Öll eignin þar með talinn-garður, í mjög góðu ástandi. REYNIHLÍÐ - RAÐHÚS Sérstakt, mjög vel gert og glæsil. ca 320 fm raðh. á þremur hæðum, sem skiptist í dag í tvær íb. og innb. bílsk. Aðalíb. er þannig: Forstofa, gestasnyrting, eldh. með góðri innr., búr, borðstofa, arinstofa með sérb. innr., sólstofa og stofa. Á efri hæð: Sjónvarpskáli og 2 stór svefnherb., þvottaherb. og stórt flísal. bað. í kj. er innang. og einnig sérinng. Kj. skiptist þannig, flísal. forstofa og gangur, 2 stór svefnherb., stofa, þvottaherb. (var áður lítið eldh.), bað með sturtu og stórt sauna- bað. Lítill, fallegur, lokaður garður. ÞRASTARLUNDUR - GBÆ - RAÐHÚS Bjart og gott ca 170 fm raðh. á einni hæð með 4 svefnherb. Innb. bílsk. og mjög vönduð og glæsil. 30 fm sólstofa. Rúmg. stofur. Parket og flísar. Fallegur suður- garður. Ekki er byggt fyrir framan húsið. Mikið útsýni. Skipti á minni eign koma til greina. Húsið getur verið laust fljótl. í SUÐURHLÍÐUM KÓPAVOGS Vel staðett ca 200 fm einb. á tveimur hæðum ásamt 40 fm bílsk. í húsinu eru m.a. 3-4 svefnherb., stofur o.fl. Glæsil. eldh. Mjög stórar suðursv. Mikiö útsýni. Garður með sólpalli. Áhv. ca 6 millj. Skipti æskil. á minni eign. VESTURBÆR - RAÐHÚS Ca 250 fm raðh. með innb. bílsk. Húsið er kj., og 2 hæðir. Stórar stofur og blóma- stofa. 4 svefnherb., sjónvarpshol o.fl. Áhv. ca 5,7 millj. Skipti æskil. á minni eign. SUÐURHLÍÐAR RVÍKUR - RAÐHÚS Hæð og ris og rými í kj. í fallegri raðhúsalengju ásamt bílsk. íb. er ca 178 fm og skiptist m.a. í stóra stofu, rúmg. eldh. og 4 svefnherb. Parket og flísar. Áhv. ca 1 millj. Er þetta ekki eignin sem þú hefur verið að bíða eftir? ENGJATEIGUR - SÉREIGN Til sölu einstakl. glæsil. 110 fm íb. á tveimur hæðum með sérinng. af stórum svölum í Listhúsinu. Aðkoma líkist helst raðh. Mjög vandaðar og fallegar innr. og gólfefni (Merbau-parket). Yfirb. svalir. Þetta er eign fyrir vandláta. Skipti á minni eign æskileg. ÁSBRAUT - BÍLSKÚR Til sölu mjög góð 4ra herb. endaíb. á 1. hæð m. sérinng. af svölum. Suðursvalir. íb. skiptist í 3 góð svefnherb. og stofur. 32 fm bílskúr. íb. og öll eignin mjög snyrtileg og húsið nýmál. að utan. íb. er laus. Njarðarholt - Mos. Ca 124 fm einb. á einni hæð ásamt 30 fm sól- skála og 44 fm bílsk. Húsið er m.a. stofa, borðst., 3-4 svefnherb., rúmg. eldh. og bað. Áhv. 5,2 millj. Skoðaðu þetta, það er gott mál. Hlíðarhjalli — bílsk. — lán. Mjög falleg ca 100 fm íb. á 1. hæð í góðu fjölb. ásamt 24 fm bilsk. íb. er mjög fallega innr. Parket og flísar. Laus fljótl. Áhv. ca 4,9 millj. veðd. Skaftahlíð. Rúmg. og björt 83 fm kjíb. með séring. Góðar innr. og gólf- efni. Fráb. staðsetn. Norðurbær — Hf. Mjög góð 122 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð. Stór stofa, 3 svefnherb. Suðursv. Gott eldh. og búr. Parket. Skipti. Áhv. góð lán 4,7 millj. Verðið 7,5 milij. er ótrúiega gott. Laugarneshverfi — laus. Mjög góð ca 80 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð. íb. er frá 1983. Björt og falleg íb. Flisal. bað. Nýl. eldh. Parket. Laus. Áhv. 1,3 millj. Alftamýri. Mjög góð 3ja herb. 70 fm endaíb. á 4. hæð. Stofa, suðursv., nýtt eldh., flísal. bað. Hús í góðu ástandi. Áhv. 2,4 millj. Verð 6 millj. SKUTUVOGUR 13 ®r j.-.— r . o ó ^íilP Þoö böó [ í einkasölu ca 1800 fm vel hannað verslunar-, skrifstofu- eða iðnaðarhúsn. í bygg- ingu. Staðsett rétt við Húsasmiðjuna og Bónus. Gert er ráð fyrir stórum innkdyr- um. Til greina kemur að selja húsið skipt. Húsið afh. að mestu fullg. eða eftir nánara samkomul. Skoðaðu þetta vel. Ef þú ert fljótur að ákveða þig, getur þú haft áhrif á endanlegan frágang hússins. Traustur byggingaraðili. ATVINNUHÚSNÆÐI VANTAR Traustur kaupandi að ca 2000 fm iðnaðarhúsnæði sem mest á einni hæð. Góð lofthæð þarf að vera i húsinu og gott útipláss. Æskilegt er að húsið sé ekki fast við íbúðabyggð. Höfum einnig kaupendur að góðu atvinnuhúsnæði. Nánari upplýsingar gefur Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.