Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 22
22 LAHGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Opið bréf til sjálfstæðiskvenna
TÖLFRÆÐILEG-
AR upplýsingar um
alþingiskosningarnar
frá árunum 1971-
1995 sýna okkur
hversu lítill hlutur
kvenna er í raun og
veru. Ef við skoðum
línuritið sem fylgir
þessari grein kemur í
ljós að fjöldi þing-
kvenna Sjálfstæðis-
flokksins hefur nánast
staðið í stað. Þróunin
frá árinu 1971 hefur
ekki verið konum í vil,
ein til tvær þingkonur
hafa setið á þingi fýrir
flokkinn í einu þangað til árið
1991 að þær urðu fjórar. Og í stað
þess að þeim fjölgaði 1995 varð
fjöldinn aftur sá sami. Ef við telj-
um upp ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins sem hafa verið konur eru
þær aðeins tvær:
* í ráðuneyti Jóhanns Hafsteins,
Ásgerður
Halldórsdóttir
Helga
Ólafsdóttir
10.10.1970-14.7.1971, Auður
Auðuns, dómsmálaráðherra.
* í ráðuneyti Steingríms Her-
mannssonar, 26.10.1983-
8.7.1987, Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra.
* í ráðuneyti Steingríms Her-
mannssonar, 16.10.1985-
á Alþingi og í sveitar-
stjórnum miðað við
heildarfjölda fulltrúa
flokksins. Hvað segir
þetta okkur? Þetta
segir okkur að við
sjálfstæðiskonur verð-
um að hvetja flokks-
systur okkar um allt
land að taka þátt í
prófkjörum fyrir
sveitarstjórnar- og al-
þingiskosningar. Við
konur verðum að átta
okkur á því, að ef
ekki er gengið til leiks
Katrín Margrét af fullr| alvöru verður
Gunnarsdóttir Sigurðardóttir engin breyting. Fjöldi
8.7.1987, Ragnhildur Helgadóttir, kvenna í sveitarstjórnum og á al-
heilbrigðis- og tryggingamálaráð- þingi mun ekki breytast nema með
herra. sameiginlegu átaki okkar allra.
Alltof fáar sjálfstæðiskonur eru Virk þátttaka kvenna í stjórnmála-
1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995
Þingmenn alls: 22 25 20 21 23 18 26 25
Konur þar af: 2 2 1 1 2 1 4 4
Alltof fáar sjálfstæðis-
konur eru í sveitar-
stjórnum og á þingi,
segja greinarhöfundar,
miðað við heildartölu
fulltrúa flokksins.
starfinu er frumskilyrði þess að
unnt sé að styrkja stöðu Sjálfstæð-
isflokksins.
Framundan er landsfundur
Sjálfstæðisflokksins 2.-5. nóvem-
ber nk. og beinum við þeim ein-
dregnu tilmælum til ykkar kvenna
að þið gefið kost á ykkur til setu
á næsta landsfundi.
Kjörorð okkar er: „Sjálfstæðis-
konur, látið að ykkur kveða og
málefni flokksins ykkur varða.“
Ásgerður HaUdórsdóttir er við-
skiptafræðingur. Helga Ólafsdótt-
ir er framkvæmdastjóri. Katrín
Gunnarsdóttir er fuiltrúi og Mar-
grét Sigurðardóttir er viðskipta-
fræðingur.
ISLENSKT MAL
Margvísleg tæpitunga, sem
einnig kallast skrauthvörf eða
veigrun, er nú víða í tísku.
Hvergi hef ég frétt af henni jafn-
harðsnúinni sem í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Það sem ég
kalla hér tæpitungu, nefnist með
alþjóðlegu, grískættuðu orði
euphemism. I Bandaríkjum má
ekki kalla svertinga svertingja,
ekki negroes, colored people,
hvað þá niggers, heldur skulu
þeir heita Afro-Americans. Það
var auk heldur fundið að því við
enska tímaritið Economist, að
þar var notað í grein orðið nigg-
ardly, sem merkir óríflegur eða
lúsarlega útilátinn.
Í .Bandaríkjunum má nú ekki
segja eða skrifa Indian um indí-
ána, heldur skulu þeir heita
Native Americans. Menn frá
Suður-Ameríku mega með engu
móti heita Hispanics, hvað þá
Spics, heldur nefnast þeir á sið-
aðra manna máli Latin-Americ-
ans.
Fráleitt þykir sumum að segja
um mann að hann sé stuttur
(short), heldur er hann „vertic-
ally disabled" eða „handicapped“.
Maður er ekki gamall (old), held-
ur „senior citizen“, og vissara er
að nefna konu ekki woman held-
ur segja „female citizen".
Víkur nú sögunni til Húna. í
máli okkar er til orðið fetill=
band, borði, burðaról (um öxl).
Þetta orð beygðist að fornu eins
og ketill, það er fetill, um fet-
il, frá fatli, til fetils. Fleirtala
var lítið notuð. Út frá þessu orði
æxlaðist sögnin að fetla og síð-
ar fatla, um það að hafa fetil
um handlegg til dæmis. Seinna
breyttist fetill (út frá þágufall-
inu) í veika orðið fatli. Það beyg-
ist þá eins og mannsnafnið Atli.
Guði sé lof að ketill heitir ekki
*katli.
Maður sem hefur einhvern lík-
amshluta í fatla (áður fatli) er
náttúrlega fatlaður. En í þetta
orð hafa nú komist flóð og leys-
ingar, þannig að menn eru jafn-
vel orðnir „geðfatlaðir“. Þetta
þykir mér svo ósmekklegt að það
jaðri við að nota orðið bandóður
um þá sem eru svo óheppnir að
okkar dómi, eða dómgreindar-
leysi, að vera geðveilir, veilir
á geði, geðsjukir, sjúkir á
geði, geðveikir, sturlaðir, af-
sinna eða ekki með sjálfum
sér. (Sjá margt, margt fleira í
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
818. þáttur
íslenskri samheitaorðabók
Svavars Sigmundssonar.) Sam-
úð okkar með þeim, sem við
höldum að séu minni máttar, á
ekki að þurfa að leiða af sér
smekkleysur í máli.
★
í 815. þætti slysaðist umsjón-
armaður til að.strika ekki nógu
kirfilega út aukaorðið og sem
hafði laumast inn í 3. braglínu
í vísu eftir Stephan G. Stephans-
son. Ekki var nú ætlunin að fara
að yrkja höfuðskáldið upp. En
samkvæmt Andvökum er vísan
svona:
List er það líka og vinna
lítið að tæta upp í minna,
alltaf í þynnra þynna
þynnkuna allra hinna.
Er nú meira en mál að leið-
rétta þetta og biðja skáldið og
aðra afsökunar.
★
Þjóstólfur þaðan kvað:
Páll drundhjassi, digur sem þjór,
sat drekkandi sadistabjór.
„Var hann austur í Kína?“
„Ekki veit ég það, Stína,
það er afstætt hvert maðurinn fór“.
★
Þorvaldur Guðmundsson á
Akranesi sendir mér greinargott
og vel stílað bréf sem ég þakka
honum:
„Ágæti umsjónannaður.
Fyrir skömmu mátti lesa_ í
Mogga að eldsneytisverð á ís-
landi væri um þessar mundir
allt að fjórum sinnum lægra en
þegar hæst varð í olíukreppunni
forðum. Þetta þykir mér vond
stærðfræði, því illt er að sjá
hvernig eitthvað getur orðið
meira en einu sinni minna en
það var áður án þess að verða
minna en ekki neitt. Þessi mál-
venja hefur verið að ryðja sér
til rúms undanfarið og sést nú
oft á prenti. Víst geta stærðir
orðið fjórðungi, þriðjungi eða
helmingi minni en fyrr, en betur
þykir mér fara á að segja að
verðið sé nú aðeins rúmur fjórð-
ungur af því sem það áður var.
Svo er það uppvakningurinn.
Enginn vaknar lengur af værum
blundi, hrekkur upp, rumskar eða
neitt í þá áttina: Nú vakna menn
upp. Þá er orðið lítið um að nokk-
ur maður geri nokkum skapaðan
hlut, allt er hú gert af einhveij-
um. Mér finnst einlægt hálf
kjánalegt að sjá í blaði mynd af
stórum þorski eða fallegum hrút
og lesa undir að hún sé tekin af
Jóni Jónssyni. Gott væri ef Moggi
minnti blaðamenn sína á, þó ekki
væri nema vikulega, að taka ís-
lenskt orðalag fram yfir enskt.
Fyrirgefðu nöldrið."
Nú er ég svo vondur að
reikna, að ég þori ekki að segja
aukatekið orð um fyrri hluta
bréfsins og vísa á aðra. En um
efnið í síðari hlutanum fjallaði
ég nokkuð í 814. þætti og vitna
til þess, um leið og ég tek í
streng með bréfritara.
★
Til Jóns Þórs og Birnu Óskar.
Þeir sem heita tveimur nöfnum
mega oft sitja undir því að aðeins
annað er beygt, jafnvel hvorugt.
Dæmi: „til Jón Þórs, Bimu Ósk,
Alexander Bjöms, Einar Gunn-
ars, Rakelar Dröfn (eða Rakel
Dröfn) og Guðrúnar Huld (eða
Guðrún Huld)“ — í stað til Jóns
Þórs, Birnu Oskar, Alexanders
Björns, Einars Gunnars, Rak-
elar Drafnar og Guðrúnar
Huldar. Oft virðist vera tilhneig-
ing til að beygja aðeins síðara
nafn karla en fyrra nafn kvenna.
Þá er eins og karlanöfnin renni
saman í eitt samsett nafn en síð-
ari kvenmannsnöfnin hagi sér
líkt og óbeygð kenninöfn.
Rétt er að brýna fyrir fólki
að beygja öll mannanöfn: til
Jóns Þórs, Alexanders Björns,
Einars Gunnars, Birnu Osk-
ars, Guðrúnar Huldar og Rak-
elar Drafnar.
(Tungutak júlí 1995)
★
Anægjan er eins og §öl
úti á reginhafi.
llfið sjálft er eintóm kvöl,
og ég er allur í kafi.
Aldrei næ ég I fjölina,
þó ég krafsi með klónum.
Alltaf sýp ég kvölina,
en aldrei minnkar í sjónum.
(Jónas Friðmundsson)
En þá, sem eru að hugsa um
alíslenskt orð fyrir „internet“
(sjá grein hér í blaðinu fyrir
viku) minni ég á bréf Hólmkels
Hreinssonar í þætti nr. 811.
P.S. Fyrsti hluti þessa pistils var
saminn fyrir nokkrum vikum.
Umsjónarmanni finnst að sú
gagmýni, sem þar gætir, eigi að
sumu leyti fremur við þá en nú.
Konur
og stjórnmál
FLESTIR em sam-
mála um að fullt jafn-
rétti ríki ekki fyrr en
konur hafi haslað sér
völl innan stjórnmála-
heimsins til jafns við
karla. Konur á íslandi
hafa haft kjörgengi og
kosningarétt í 80 ár og
og var kona fyrst kjör-
in á þing árið 1922.
Síðustu árin hefur kon-
um á þingi fárið hægt
fjölgandi. Í dag sitja,
eins og á síðasta kjör-
tímabili, einungis sext-
án konur á Alþingi af
63 þingmönnum. Hlut-
ur kvenna er því 25%, sem er lægsta
hlutfall á Norðurlöndunum. Konur
era þó um helmingur þeirra sem
skipa framboðslista. Þær skila sér
hinsvegar ekki inn á þing til jafns
við karla þar sem þær era yfirleitt
ekki í efstu sætum framboðslista.
Konur hafa áhuga á stjómmálum
sem lýsir sér í ágætri nýtingu þeirra
á kosningarétti sínum.
Fleiri konur í sveitarstjórn
Konur í sveitarstjórnum eru
einnig einungis 25% kjörinna full-
trúa. Þeim hefur fjölgað jafnt og
þétt þannig að það miðar í rétta
átt. Hinsvegar er áhyggjuefni að
færri konur en karlar voru endur-
kjörnar til setu í sveitastjórnum í
síðustu sem og í þarsíðustu sveitar-
stjórnarkosningum. Ekki hefur
fundist fullnægjandi skýring á
þessu brotthvarfi kvenna úr sveit-
arstjómum, en brýnt er að greina
orsök þess ef raunverulegur áhugi
er fyrir því að jafna þátttöku
kvenna og karla í stjómmálum.
Samtakamáttur kvenna
Ýmsar aðferðir er hægt að nota
til að auka hlut kvenna í stjórnmál-
um. Til að mynda hafa kvennasam-
tök stjómmálaflokkanna á Norður-
löndum með samtakamætti sínum
lyft grettistaki á þeim vettvangi.
Það hefur verið gert með því að
leita skipulega að konum til þátt-
töku tímanlega fyrir kosningar.
Konurnar hafa verið fræddar og
þjálfaðar til stjórnunarstarfa, þær
hafa fengið stuðning við sjónarmið
sín innan flokka og áróðri hefur
verið beitt fyrir að styðja konur.
Ef virkilegur vilji er til þess að
auka hlut kverma í stjórnmálum
þarf að fara slíkar leiðir einnig
hér. Afsökun þeirra sem ekki vilja
auka hlut kvenna er
yfirleitt þessi: Að sjálf-
sögðu viljum við fleiri
konur, en við fundum
enga. Eða, þær sem
við fundum vildu ekki.
Slikar afsakanir yrðu
úr sögunni ef t.d.
Jafnréttisráð tæki
höndum saman við
kvennahreyfingar
stjórmálaflokkanna
og aðra er vilja auka
stjórnmálaþátttöku
kvenna og hrintu af
stað sameiginlegri
herferð svipað og gert
hefur verið á Norður-
löndunum. Það er ekki seinna
vænna en að byrja strax því ein-
ungis eru tæp þrjú ár í næstu sveit-
arstjórnarkosningar. Konur í
Konur í Framsóknar-
flokknum munu beita
sér finir auknum hlut
kvenna, segir Siv Frið-
leifsdóttir, bæði í næst-
komandi sveitarstjómar-
og alþingiskosningum.
Framsóknarflokknum munu beita
sér fyrir stórauknum hlut kvenna
í næstkomandi sveitarstjórnar- og
alþingiskosningum og ræða að-
ferðir til þess á landsþingi sínu sem
haldið verður í Kópavogi seinna í
þessum mánuði.
Höfundur er alþingismaður.
MEG frá ABET
UTANÁHÚS
co Þ.Þ0RGRÍIV1SS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640
Siv Friðleifsdóttir