Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 24

Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 24
24 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 25 +- STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STORHUGUR OG SÓKNARFÆRI SAMSTARFSSAMNINGUR íslenskra sjávarafurða hf. og rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF á Kamtsjatka- skaga um aðstoð ÍS við veiðar, vinnslu og sölu afurða úr 120.000 tonnum af fiski, er ánægjuleg staðfesting þess, að íslensk sérþekking á sviði sjávarútvegs, fiskvinnslu og mark- aðssetningar er auðlind sem er hvergi nærri fullnýtt. Þessi samningur er skemmtilegur vitnisburður um ÍS og starfsemi fyrirtækisins. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey lagði til við einkavæðingarnefndina í Moskvu, að ÍS yrði fyrst boðið til samninga um að taka þetta stóra verk- efni að sér fyrir UTRF vegna fenginnar reynslu af fyrirtæk- inu og samstarfi þess við hið rússneska útgerðarfyrirtæki. Samningur sem þessi felur í sér stórfellda möguleika fyr- ir íslendinga á fjölmörgum sviðum, eins og Benedikt Sveins- son, framkvæmdastjóri ÍS, lýsti í samtali við Morgunblaðið í gær. Miklir vaxtarmöguleikar geta verið í því fólgnir fyrir ÍS að komast inn á markaði í Austur-Asíu. Markaðurinn í Kína er auðvitað risavaxinn og það mun ekki hafa litla þýð- ingu fyrir ÍS að verða gildandi í sölu alaskaufsa, sem er um helmingur alls bolfisks í heiminum. Staða ÍS á hinum alþjóð- lega fiskmarkaði styrkist vafalaust mikið við þennan samn- ing, enda felur hann í sér verulega tekjuaukningu fyrir ÍS og velta fyrirtækisins mun aukast um 30%. Þótt ekki sé gert ráð fyrir því í upphafi, að rússneska fyrirtækið kaupi héðan búnað til veiða og vinnslu, hlýtur slíkt að koma til skoðunar, þegar ÍS hefur hafið starfsemi sína þar austurfrá. Þannig geta jákvæð áhrif þessa stóra samnings átt eftir að hafa margfeldisáhrif á íslenskt at- vinnu- og viðskiptalíf. Það er augljóslega mikið og krefjandi starf sem bíður þeirra 30 starfsmanna sem ÍS hyggst senda austur til Kamt- sjatka, til eftirlits og umsjónar um borð í skipum fyrirtækis- ins og til starfa í landi. Það verða störf brautryðjenda í mikilvægu landvinningastarfi, sem geta jafnvel skilað sér í enn stærri samningi. Það er gleðilegur stórhugur sem felst í því að undirbúa og nýta sóknarfærin með þeim hætti sem ÍS hefur gert í þessu tilviki. NÝRFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGS ÞEGAR Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn formað- ur Alþýðubandalagsins þýddi kjör hans, að gamli valda- hópurinn í Alþýðubandalaginu, sem átti rætur í forystu Sós- íalistaflokksins og Kommúnistaflokks íslands, hafði misst frumkvæðið og völdin í þessari stjórnmálahreyfingu ís- lenzkra sósíalista. Kjör Margrétar Frímannsdóttur nú er staðfesting á því, að kosning Ólafs Ragnars var ekki tímabundin uppákoma heldur er ljóst, að Alþýðubandalagið hefur skilið við fortíð sína. Formennska Ólafs Ragnars hefur því leitt til þess, að grundvallarbreyting hefur orðið á stöðu Alþýðubandalagsins í íslenzkum stjórnmálum. Hefði Steingrímur J. Sigfússon náð kjöri hefði það þýtt visst afturhvarf til fortíðar Alþýðu- bandalagsins. Formannskosningin í Alþýðubandalaginu hefur ekki ein- kennzt af miklum málefnalegum átökum á milli frambjóðend- anna tveggja. Hins vegar vekur hún athýgli vegna þess, að aldrei áður hafa svo margir flokksmenn tekið þátt í að kjósa formann í íslenzkum stjórnmálaflokki. Þá er Margrét Frí- mannsdóttir fyrsta konan, sem kjörin er formaður eins hinna fjögurra hefðbundnu stjórnmálaflokka. Þjóðvaki var myndað- ur í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur, svo að formennska hennar þar varð til með nokkuð öðrum hætti. Búast má við, að kjör Margrétar Frímannsdóttur verði til að ýta undir sameiningarviðleitni á vinstri vængnum. Hún er líklegri til þess en mótframbjóðandi hennar að leiða Al- þýðubandalagið til nánara samstarfs við aðra vinstri flokka. Ef marka má setningarræðu Ólafs Ragnars Grímssonar á landsfundinum í fyrradag getur hinn nýkjörni formaður Al- þýðubandalagsins vænzt öflugs stuðnings frá forvera sínum í þeirri viðleitni. En það á eftir að koma í ljós hver afstaða landsfundarins verður til þeirra mála. Umræður á fundinum í gær benda til þess, að skoðanir séu þar mjög skiptar um þetta efni. í forystugrein Morgunblaðsins í gær var spurt hvort Al- þýðubandalagið ætti sér einhvern tilgang í íslenzkri pólitík eftir að sérstaða þess í nokkrum meginmálum heyrir sög- unni til. Með því að kjósa Margréti Frímannsdóttur formann flokksins hefur meirihluti félagsmanna í Alþýðubandalaginu svarað þeirri spurningu að nokkru leyti. Þeir hafa með þess- ari kosningu gefið til kynna, að þeir vilji aukið samstarf en ekki gamla sérstöðu. Spenna á landsfundi AlþýðubandalagS er beðíð var eftír Úrslitum formannskjörs Norræni alþjóðamenntaskólinn á Fjölum í Noregi tekinn til starfa Rúm 100 atkvæði skildu Margréti og Steingrím að AÐEINS 109 atkvæði skildu frambjóðendurna í formannskjöri Alþýðu- bandalagsins er talið var upp úr kjörkössunum í gær. Mar- grét Frímannsdóttir hlaut 1.483 atkvæði (53,5%), en Steingrímur J. Sigfússon 1.274 (46,5%). Báðir frambjóðendurnir lýstu því yfir eft- ir að úrslitin lágu fyrir, að í raun hefði eriginn tapað í kjörinu og að sigurvegarinn væri Alþýðubanda- lagið. Mikil spenna ríkti í Súlnasal Hótels Sögu og í hliðarsölunum er klukkan nálgaðist sjö í gærkvöldi, en þá hafði verið gert ráð fyrir að úrslitin í formannskjörinu yrðu kynnt. Margir hörðustu stuðnings- menn hvors frambjóðandans um sig voru nánast stjarfir af spenningi og virtust lítið taka eftir því, sem gerðist í kringum þá. Einhver hélt því fram að umræðurnar um daginn hefðu farið fyrir ofan garð og neð- an vegna eftirvæntingarinnar. Talningin gekk hins vegar hægar en gert hafði verið ráð fyrir og gripu landsfundarfulltrúar á það ráð-að syngja til að drepa tímann; Hvað er svo glatt, Öxar við ána og loks kvæðið um rauða fánann — þegar þeir fáu, sem kunnu textann, höfðu klykkt út með lokahending- unum „Lifi kommúnisminn og hinn rauði her,“ klappaði margur al- þýðubandalagsmaðurinn í salnum. 2.770 kusu í formannskjörinu Það var svo ekki fyrr en klukkan var tuttugu og fimm mínútur geng- in í átta, að Elsa S. Þorkelsdóttir, formaður kjörstjórnar, sté í ræðu- stólinn og kunngjörði úrslitin. Þeg- ar hún hafði lesið upp atkvæðatölu Margrétar, ætlaði allt um koll að keyra í Súlnasalnum er stuðnings- menn hennar fögnuðu ákaft og stóð klappið í dijúga mínútu. Alls voru 3.586 manns á kjör- skrá í formannskjörinu, en 2.770 greiddu atkvæði, eða 77%. Aðeins þrettán atkvæði voru auð eða ógild. Þegar Margrét Frímannsdóttir Hart var deilt um sameiningu vinstri manna á landsfundi Al- þýðubandalagsins í gær, en að tvísýnu formannskjöri loknu lögðu flokksmenn áherzlu á samstöðu * innan flokksins. Olafur Þ. Steph- ensen og Omar Friðriksson fýlgdust með landsfundinum í gær. Morgunblaðið/RAX STEINGRÍMUR J. Sigfússon kyssir Sigfús son sinn á kollinn er úrslitin eru tilkynnt. flutti sigurræðu sína byijaði hún á að lýsa því yfir að hún væri ákaf- lega stolt af því að Alþýðubandalag- ið hefði orðið fyrst hinna fjögurra gömlu flokka að kjósa konu sem formann. „Ég er ekki síður stolt af þessu formannskjöri, og hvernig við höfum staðið að málum undanfarn- ar vikur,“ sagði Margrét. „Þessi barátta hefur verið málefnaleg og heiðarleg. Ég vil ekki sízt þakka Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans þátt í því. Reyndar tel ég þetta vera þannig að við séum bæði sigur- vegarar í þessum kosningum, ásamt Alþýðubandalaginu. Alþýðubanda- lagið er hinn eiginlegi sigurvegari.“ Margrét sagði að flokkurinn hefði „Það er kjaftæði þetta sameiningartal“ MIKIL umræða og deilur urðu um framtíð vinstri hreyfingarinnar, stöðu Alþýðubandalagsins og hugs- anlegt samstarf félagshyggjuflokk- anna á landsfundi Alþýðubanda- lagsins í gær. Landsfundarfulltrúar Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík lögðu fram minnisatriði á lands- fundinum sem samþykkt höfðu ver- ið kvöldið fyrir setningu hans. Þar segir um vinstra samstarfið: „Það er kjaftæði þetta sameiningartal. Það er svo langt á milli manna. Við eigum að byija á því að vinna saman í okkar eigin flokki. Hvern- ig hefur það gengið í Reykjavík þar sem hafa verið stofnuð tvö fé- lög af því að fólk vildi ekki vinna saman. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk komist upp með að segjast ætla að sameina þegar það ætlar í raun að sundra.“ í sljórnmálaályktun Iqördæmis- ráðs flokksins á Austurlandi, segir að eðlilegt sé að reynt verði að ná góðu samstarfi milli stjórnarand- stöðuflokkanna um andóf gegn ríkisstjórninni. Varast beri hins vegar fljótræðislegar hugmyndir um sameiningu flokka sem greini á um ýmis grundvallaratriði. Einarða baráttu fyrir sósíalísku þjóðskipulagi Ólafur Þ. Jónsson, Birna Þórðar- dóttir og Þorvaldur Þorvaldsson beindu hörðum skeytum að einstök- um forystumönnum flokksins og gagnrýndu mjög ályktunardrög miðstjórnar. Ölafur sakaði höfund þess um tækifærismennsku og sagði flokkinn þurfa að setja sér klár markmið en vera ekki sem rekald í dægurbaráttu. Birna sagði plaggið innihaldslaust og taldi ríkj- andi ágreining um mikilvægustu grundvallarmál. Þorvaldur lagði fram tillögfu til samþykktar lands- fundar um knýjandi nauðsyn þess að vinstri hreyfingin sameinaðist um einarða baráttu fyrir sósíalísku þjóðskipulagi sem leysti hið kapít- alíska af hólmi. Kvennalistinn búinn að vera sem sljórnmálaafl Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður sagði að í vor hefði komið í ljós að Alþýðubandalagið og óháð- ir væru eini valkosturinn til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Alþýðu- flokkurinn væri ftjálshyggjuílokk- ur, Þjóðvaki einnota samtök Jó- hönnu Sigurðardóttur og Kvenna- listinn væri búinn að vera sem landsmálaafl. Hann sagði samstarf við þessa flokka ekkert nærtækara en samstarf við önnur stjórnmála- öfl. Robert Marshall, formaður Verð- andi, félags ungs alþýðubandalags- fólks, sagðist vel treysta sér til að starfa í sama flokki og Evrópusinn- ar þótt hann væri á móti inngöngu íslands í sambandið. „Við getum ekki ætlast til þess af félögum okk- ar í öðrum flokkum að öll samein- ingarumræða vinstri manna sé rædd eingöngu út frá forsendum Alþýðubandalagsins. Þeir sem þannigtala eru sáttir við sín 13-14% og vilja miklu frekar vera stórir menn í litlum flokki en aðeins minni í stórri fjöldahreyfingu baráttu- manna réttlætis,“ sagði hann. „Mér gest ekki vel að þeim tóni sem mér finnst vera hér í ræðum manna um sameiningarmál. Það er þessi neikvæði-, háðski-, nöldrara-, Alþýðubandalagstónn," sagði Flosi Eiríksson og sagði þetta fæla ungt fólk frá flokknum. Arthur Morthens, fulltrúi Birt- ingar, minnti á að samstarf R-lista- flokkanna hefði tekist mjög vel og sá hópur ynni saman sem ein heild. Gísli Gunnarsson sagnfræðingur varaði við einangrunarstefnu og þjóðrembu sem hann sagðist verða var við í auknum mæli. Ogmundur Jónasson ávarpaði fundinn sem fulltrúi óháðra. Sagðist hann vilja stuðla að víðtækri samvinnu félags- hyggjufólks og ekki ætla að láta flokkslínur stöðva sig í þeirri fyrir- ætlan. Svavar Gestsson alþingismaður sagði að Alþýðubandalagið hefði alltaf verið tilbúið til að stuðla að sem viðtækastri samstöðu vinstri manna og boðið til opinna viðræðna en svör annarra flokka hefðu ávallt verið neikvæð. Alþýðubandalags- fólk þyrfti sjálft að vita hvað það vildi. „Sameiningartal án þess að nefna það sem við viljum eins ná- kvæmlega og mögulegt er getur orðið innihaldslaust glamur og snú- ist gegn því fólki sem við viljum vinna fyrir,“ sagði hann. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður vís- aði þeirri skoðun Svavars á bug að sameiningartalið væri ábyrgðar- laust glamur. „Við eigum um það að velja að vera lítiU andófsflokkur eða ganga til samstarfs við önnur sljórnmálaöfl," sagði hún. sjaldan haft meira eða stærra hlut- verki að gegna en nú. „Ég tel það vera víst, að eins og við Steingrím- ur höfum unnið í þessari kosninga- baráttu, munum við vinna saman að því að veita svör við þeim spurn- ingum, sem við verðum spurð í þessum flokki eftir þennan lands- fund,“ sagði hún. „Við þurfum að hafa sterka stefnu; andstöðu við þau íhaldsöfl, sem nú ráða ferðinni. Við verðum að hafa svör handa því fólki, sem býr við það misrétti, sem er í þessu þjóðfélagi í dag. Það er meginverk- efni þessa landsfundar að ræða þessi mál og móta stefnuna. Við hin, verkamenn flokksins, förum síðan út með svörin. Hvatt til stuðnings við nýja forystu Steingrímur J. Sigfússon hvatti í ræðu sinni þá, sem hefðu stutt sig í formannskjörinu, til að skerast ekki úr leik og styðja Margréti Frímannsdóttur og nýkjöma for- ystu Alþýðubandalagsins í heild af heilum hug. „Þeir, sem vilja styðja mig, standa við bakið á hinni nýju forystu,“ sagði Steingrímur. Hann sagði Margréti vel að emb- ættinu komna og að hann væri fullsæmdur af því að tapa fyrir henni í heiðarlegri kosningu. Stein- grímur sagðist taka niðurstöðunni með nokkrum létti; hann fengi nú meiri tíma með fjölskyldu sinni eft- ir að hafa í mörg ár gegnt ábyrgð- armiklum störfum fyrir flokkinn. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði stutt Steingrím Sig- fússon í formannskjörinu, en hann teldi að flokkurinn kæmi sterkur og sameinaður út úr þessum slag. Andrúmsloftið innan flokksins væri allt annað en það hefði verið í for- mannskjörinu 1987. „Ég tel að Al- þýðubandalagið geti starfað sterkt og sameinað eftir þessi úrslit,“ sagði Svavar. Ólafur Ragnar ánægður með úrslitin Ólafur Ragnar Grímsson, fráfar- andi formaður Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög ánægður með úrslit formannskjörsins. „Ég get upplýst það hér, 'þótt ég hafí aldrei gert það í kosningabaráttunni, að ég kaus Margréti sjálfur og er mjög glaður að hún skuli taka við því verki, sem ég hef verið að vinna að á undanförnum árum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist þeirrar skoðunar að Margrét myndi halda áfram þeirri framtíðarþróun, sem hefðl einkennt Alþýðubandalagið á und- anförnum árum og gert það að verkum að flokkurinn hefði lagt fram ýtarlegri tillögur en aðrir um breytingar á íslenzku þjóðfélagi. „Ég held líka að það hafi sýnt styrk okkar og vilja til breytinga að við erum fyrst flokka til að láta alla félagsmenn velja formann í opinni kosningu. Það er lýðræðis- legasta aðferð, sem hægt er að velja, og ég skora á aðra stjórn' málaflokka að taka upp sömu að- ferð,“ sagði Ólafur. „I öðru lagi höfum við valið konu með mikla stjórnmálareynslu til að leiða flokk okkar, sem eru líka tímamót í jafn- réttisbaráttunni á íslandi og mér finnst ánægjulegt að þegar ég læt af formennsku skuli flokkurinn hafa gefið sögunni þessi tímamót.“ SÉÐ yfir byggingar Norræna alþjóðamenntaskólans á Fjölum í Firðafylki. íslendingar í hópi kennara og nemenda NORRÆNI alþjóðamennta- skólinn á Fjölum í Firða- fylki í Noregi, níundi skólinn sinnar tegundar, var opnaður við hátíðlega athöfn 30. september síðastliðinn og hófst skólastarfið 2. október. Skólinn var byggður með stuðningi Norðurland- anna, Islands þar á meðal, og íslend- ingar eru í hópi nemenda og kenn- ara. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrver- andi ráðherra og prófessor, var í undirbúningsnefnd um stofnun skól- aníog segir gildi hans ótvírætt. Að sögn Gylfa var fyrsti alþjóða- menntaskólinn settur á stofn í Wales á árunum eftir stríð og gerðist prins- inn af Wales verndari skólans. Mark- mið skólans var að mennta stúdenta til starfa í þróunarlöndunum. Síðan hafa verið reistir alþjóðamenntaskól- ar í Kanada, Hong Kong, Singapore, Swazilandi, _ Bandaríkjunum, Venezúela og á Ítalíu. Skólinn í Noregi er því sá níundi í röðinni. Hugsjónir um frið, réttlæti, skilning og samstarf í markmiðslýsingu alþjóða- menntaskólanna segir að þeir eigi að veita ungu fólki hvatningu til að verða ábyrgir borgarar, sem séu meðvitaðir um stjómmál og um- hverfismál og hlynntir hugsjónum um frið, réttlæti, skilning og sam- starf, og hvatningu til að hrinda þessum hugsjónum í framkvæmd. Stofnun Norræna alþjóðamennta- skólans var sett á fót árið 1986 í Ósló, með það að markmiði að byggja slíkan skóla á einhverju Norðurland- anna. Norski Rauði krossinn sýndi verkefninu áhuga og bauð fram lóð í Vestur-Noregi, þar sem Rauði krossinn rekur endurhæfingarstöð. Ákveðið var að efna til samstarfs við hin Norðurlöndin um skipulagn- ingu og fjármögnun. Leitað var til eins fulltrúa í hveiju landi og af ís- lands hálfu varð Gylfi fyrir valinu. Á slóðum Ingólfs Arnarsonar Hann segir að hér á landi hafi strax komið fram mikill áhugi á verk- Norræni alþjóðamenntaskólinn á Fjölum í Firðafylki í Noregi tók til starfa fyrr í mánuðinum. ísland hefur stutt byggingu skólans og íslendingar eru á meðal kennara og fyrstu nemenda hans. efninu, ekki sízt vegna þess að áformað hafi verið að velja skólanum stað á Fjölum í Firða- fylki, rétt hjá Hrífudal, þaðan sem Ingólfur Arnarson, fyrsti land- námsmaðurinn, hélt til íslands. Afsteypa af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi, sem var þjóð- argjöf íslendinga til Norðmanna, stendur á Bjarnarhaugi skammt frá Fjölum. Gylfi segir að ríkis- stjórnir allra norrænu ríkjanna hafi sýnt áhuga Gyifi Þ. Gíslason á að styðja byggingu skólans og hafi hún verið samþykkt hér á landi í menntamálaráðherratíð Svavars Gestssonar. Sett hafi verið á stofn eins konar sambandsnefnd. í henni sátu af hálfu íslands þau Gylfi, Kari Kristjánsson frá menntamálaráðu- neytinu og Jakobína Þórðardóttir frá Rauða krossinum. Starfi þeirra er nú lokið, með því að skólinn er kom- inn upp, en menntamálaráðuneytið mun skipa fulltrúa íslands í stjórn skólans. „Norska stjómin veitti ríkulega fé til byggingarinnar en framlag Norska rauða krossins, að upphæð ein og hálf milljón norskra króna, gerði loks kleift að ljúka bygging- unni,“ segir Gylfi. Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, var forseti heimsráðs al- þjóðamenntaskólanna. Hann gat hins vegar ekki verið við opnunarat- höfn skólans á Fjölum og var Noor, drottning af Jórdan, kosin forseti samtakanna í hans stað. Auk Noor drottningar flutti Sonja Noregsdrottning erindi víð opnunina, en hún er verndari skólans. Þá hélt norski þjóðháttafræð- ingurinn og ævintýra- maðurinn Thor Hey- erdahl ræðu við athöfn- ina. Islenzkur kennari og nemandi Gylfi segir að svo vel hafi tekizt til að í hópi kennara skólans sé einn íslendingur, Anna Gam- er, kennari í umhverfis- fræðum. Þá er íslenzk stúlka, Guðbjörg Andrésdóttir, í fyrsta nemendahópnum. Nemendurnir eru 108 og koma’ 30% þeirra frá Norðurlöndunum, 20% frá öðrum iðnríkjum, 30% frá þróunarríkjunum og 20% frá Austur- og Mið-Evrópu. Nemendurnir esu á aldrinum frá 16 til 25 ára, flestir um tvítugt. Mun færri komust að en vildu; umsækjendur um skólavist vora hátt á fjórða hundrað. Göfug hugsjón að styðja menntun þróunarlandanna Gylfí segir skólann ótvírætt hafa mikið gildi. „Ég er þakklátur undir- tektum stjórnvalda hér á íslandi við stofnun skólans. Það er göfug hug- sjón að styðja menntun þróunarland- anna og enginn er líklegri til að skilja menntunarþörfina en einmitt íbúar þróunarlandanna sjálfra," segir Gylfi. „Það er ánægja og sómi að því fyrir ísland og Norðurlöndin að taka þátt í þessu starfi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.