Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 9

Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 9 Morgunblaðið/Jón Stefánsson Landssöfnunin Konur og börn í neyð Fé og fatnaður til Bosníu-Herzegóvínu RAUÐI kross Islands hefur varið 21,5 milljónum króna af fénu sem safnaðist 1 landssöfnuninni Konur og börn í neyð 3. september sl. til hjálparstarfa í Bosníu-Herzegóvínu. Alls nemur söfnunarféð nær 30 milljónum króna. 12 milljónir fóru utan daginn eftir söfnunina og mánuði síðar fóru aðrar 9,5 milljón- ir. í lok október sendir Rauði kross íslands vetrarföt fyrir börn til Bosn- íu-Herzegóvínu. Fénu sem sent er til Bosníu-Herzegóvínu nú er varið til kaupa á matvælum, lyflum og hreinlætisvörum. Stærstur hluti þeirra sem njóta aðstoðarinnar eru konur og börn. Þess má geta að yfir ein milljón barna hefur hrakist frá heimkynnum sínum í Bosníu- Herzegóvínu og 16.000 hafa látist. Rauði kross íslands hefur þijá sendifulltrúa að störfum í lýðveld- um gömlu Júgóslavíu. Maríanna Csillag, hjúkrunarfræðingur, hefur aðsetur í Split í Króatíu, Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er að störfum í Bijeljina í Bosníu- Herzegóvínu og Þorkell Diego starf- ar að matvæladreifingu í Trebinje í suðurhluta Bosníu-Herzegóvínu. Hluti söfnunarijárins, um það bil 5 milljónir króna, rennur til sam- starfsverkefnis Rauða kross íslands og danska Rauða krossins í fjalla- héruðunum í norðurhluta Víetnams. Byggt fyrir Karlakór Reykjavíkur SMIÐIRNIR unnu sér ekki hvíld- ar og létu höggin dynja á þaki nýs hús Karlakórs Reykjavíkur í Skógarhlíð 20 í vikunni. Eftir áratuga baráttu sér loks fyrir endann á byggingarframkvæmd- unum. Fyrir tæpum 20 árum, á 50 ára afmæli kórsins, hét þáver- andi borgarstjóri honum lóð und- ir starfsemi sína. Tíu ár liðu þar til lóðinni var úthlutað í Skógar- hlíð ofan við Þóroddsstaði og hafa framkvæmdirnar gengið fremur hægt síðan. Enn hefur kórnum heldur ekki tekist að finna samstarfsaðila vegna bygg- ingarinnar. Bjarni Reynisson, formaður kórsins, segir að unnið sé að því. Stefnt er að því að hægt verði að gera bygginguna fokhelda og loka henni fyrir ára- mót. í húsinu er m.a. 400 manna tónleikasalur. Heildargólfflötur er 1.000 fm á tveimur hæðum. Heildarkostnaður við verkið verður væntanlega uppundir 100 milljónir. ----♦ ♦ ♦-- Mildaður dómur fyrir að skjóta á náðhús HÆSTIRÉTTUR mildaði á fimmtu- dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir 24 ára gömlum manni sem í ágúst í fyrra skaut úr haglabyssu í hurð á kamri við gangamannakofa á Skeiðaafrétti. Á náðhúsinu sat þá jafnaldri mannsins og fékk hann nokkur högl í andlitið. Sagðist skotmaðurinn hafa viljað hrekkja þennan félaga sinn. Augnlæknir fjarlægði högl úr andliti og auga mannsins og er ekki talið að hann verði fyrir varanlegu heijsutjóni. í héraði hafði maðurinn verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi þar af 6 mánuði skilorðsbundna. Með dómi Hæstaréttar var refsingin milduð og maðurinn dæmdur til 6 mánaða skil- orðsbundinnar fangelsisvistar. ----------♦ ♦ «----- Bretar gefa til skógræktar BRESKA ríkisstjórnin hefur gefið íslensku ríkisstjórninni íjárupphæð til kaupa á tijám til að gróðursetja tijálund við aðalgöngustíginn í Foss- vogi sem yrði „áningarstaður sunnan Öskjuhlíðar". Gjöf þessi er frá bresku þjóðinni til íslensku þjóðarinnar til að minnst friðar í 50 ár (1945-1995). Afhending gjafarinnar fer fram með því að tré verða gróðursett þriðjudaginn 17. október, kl. 14, að viðstöddum breska sendiherranum, Michael Kone. ^Ö^BÍLASÝNING Suzuki 1996 Sýnum um helgina 1996 árgerðirnar af Suzuki Baleno og Suzuki Vitara Vitara JLXi og Vitara V6 Einstaklega vel búnir 5 dyra jeppar á verði frá aðeins kr. 2.148.000 og reynsluakið Gerið verðsamanburð Baleno 3ja og 4ra dyra vandaðir bílar millistærðarflokki á sérstaklega hagstæðu verði frá aðeins kr. 1.095.000 í Við leggjum áherslu á öryggið. Nú koma allir Vitara jeppar með öryggisloftpúða (air bag) fyrir ökumann og farþega í framsæti. Opið laugardag og sunnudag frá 12-17 Suzuki - Afl og öryggi $ SUZUKI --J**'/---------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.