Morgunblaðið - 15.10.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 23
Skipulags-
stefnu hefur
alfarið skort
hér á landi
Framkvæmdaraðili eða ráðgjafar
á hans vegum meta umhverfisáhrif
framkvæmdar að höfðu samráði við
Náttúruverndarráð, Hollustuvernd
ríkisins, Þjóðminjasafn, viðkomandi
sveitarstjórnir og aðra sem til
þekkja, t.d. almenning í námunda
við framkvæmdasvæðið. Skrifuð er
matsskýrsla um fyrirhugaða fram-
kvæmd. í henni eiga að koma fram
allar helstu upplýsingar um fram-
kvæmdina og áhrif hennar á um-
hverfið. Upplýsingarnar eiga að
vera vel fram settar og aðgengileg-
ar, með myndum og útdrætti. Mats-
skýrslan er síðan send' Skipulagi
ríkisins til athugunar og hefst þá
formleg kynning á framkvæmdinni
sem felur í sér tíu vikna ferli. ÖJlum
er heimilt að kynna sér efni skýrsl-
unnar og koma á framfæri athuga-
semdum við embættið á meðan á
umfjöllun stendur.
A meðan á athugun stendur hjá
Skipulagi ríkisins, er framkvæmdin
kynnt almenningi, sem hefur fimm
vikur til að koma með athugasemd-
ir. Kynning fer fram með birtingu
auglýsinga í Morgunblaðinu, Lög-
birtingablaðinu, héraðsblaði eða
öðrum ritum, sem dreift er til sem
flestra á framkvæmdasvæði hveiju
sinni. Þar kemur fram hvar mats-
skýrsla liggur frammi til kynning-
ar. Reynt er að láta hana liggja
frammi sem næst framkvæmdastað
eða þar sem flestir geta nálgast
hana, hjá viðkomandi sveitarfélög-
um og hjá Skipulagi ríkisins.
í formlegri meðhöndlun Skipu-
lags ríkisins óskar emb-
ættið umsagnar annarra
aðila, sem um málið
þurfa að ijalla, t.d. Þjóð-
minjasafns, Náttúru-
verndarráðs, viðkomandi
sveitarstjórna, Hollustu-
vemdar og fleiri. Ef þurfa þykir er
leitað sérfræðiálits er upp koma
ágreiningsefni. Á grundvelli mats-
skýrslunnar, athugasemda og um-
sagna, úrskurðar síðan skipulags-
stjóri ríkisins, sem ýmist getur fall-
ist á framkvæmd, hugsanlega með
skilyrðum, eða farið fram á frekara
mat á tilteknum umhverfisáhrifum.
Sé farið fram á frekara mat, þarf
framkvæmdaraðili að vinna nýja
matsskýrslu og tilkynna hana til
Skipulags ríkisins til annarrar at-
hugunar, sem gengur alveg eins
fyrir sig og sú fyrri.
Jákvæð reynsla
„Framkvæmdaraðilar, sem þurft
hafa að láta meta umhverfisáhrif
framkvæmda skv. lögunum sl. ár,
eru almennt sammála um kosti þess
að fara í gegnum þetta formlega
ferli. Hérlendis hefur líka á liðnu
ári myndast ný stétt sérfræðinga,
sem kann að meta umhverfisáhrif
framkvæmda og gerir það vel,“
segir Stefán. „Það hefur sýnt sig á
þeim tíma síðan lögin komu til
framkvæmda að matið gefur nýja
og betri yfirsýn yfir framkvæmd.
Velt er upp nýjum kostum, t.d.
hvað varðar staðarval. -----------
Yfirlit fæst yfír náttúruf-
ar og hvað tapast með
framkvæmd. Könnun
fomleifa er markvissari
og spáð er fyrir um áhrif
framkvæmdar t.d. hvað
snertir umferð, hávaða,
loft- og vatnsmengun.
Framkvæmdir eru betur skipulagð-
ar og hefur matið haft spamað {
för með sér fyrir framkvæmdarað-
ila. Kynning framkvæmdar gagn-
vart almenningi er mun betri en
áður var og hefur reynslan leitt í
ljós að almenningur tekur meiri
þátt í umræðum um framkvæmdir
en áður auk þess sem samvinna
ríkisstofnana er markvissari. Síðast
en ekki síst er afgreiðsluferli mats ■
byggt upp þannig að máli lýkur
með úrskurði skipulagsstjóra ríkis-
ins og þar með er lokaákvörðun
tekin, nema úrskurður skipulags-
stjóra sé kærður til umhverfisráð-
herra, sem þá hefur síðasta orðið í
málinu."
- Má ekki segja að það beri vott
um vanhæfni ef ráðherra kýs að
úrskurða gegn embætti skipulags-
stjóra?
„Embættið leggúr metnað sinn í
Undirskriftal-
istar duga
ekki ef rökin
eru engin
gegn fram-
kvæmdinni
að vinna hvert mál eins vel og
mögulegt er út frá þeirri þekkingu,
sem það býr yfir, og út frá því áliti,
sem við höfum leitað eftir. Að því
samanlögðu stendur embættið við
sinn úrskurð nema til komi nýjar
forsendur. Þess ber að geta að þess-
ir úrskurðir eru matskenndar
ákvarðanir stjómvalds sem ráð-
herra getur að sjálfsögðu fellt úr
gildi. Ef hann gerir það er hann
ekki að dæma Skipulag ríkisins
vanhæft eða ófaglegt. Það em þá
aðrar áherslur, sem ráðherra vill
leggja til grundvallar, eins og t.d.
pólitískar ástæður."
Af 24 úrskurðum skipulags-
stjóra, hefur helmingurinn verið
kærður til umhverfisráðherra, sem
hingað til hefur ekki úrskurðað
gegn áliti skipulagsstjóra nema í
einu tilviki er hann úrskurðaði vega-
framkvæmd, sem skipulagsstjóri
hafði samþykkt, í frekara mat.
- Hvað þarf margar undirskriftir
til að hnekkja úrskurði Skipulags
ríkisins um tiltekna framkvæmd?
„Það er alveg ljóst að mikill fjöldi
undirskrifa gegn tiltekinni fram-
kvæmd er mjög ákveðin vísbending
um að mikil andstaða ríki gegn við-
komandi framkvæmd. Hinsvegar
er og verður okkar hlutverk það
annars vegar að meta það nýtingar-
sjónarmið, sem framkvæmdaraðil-
inn setur fram, og hinsvegar
ýtrustu náttúruverndarsjónarmið
og fyrir slíku mati liggur engin
fyrirfram ákveðin formúla. Hvert
mál er einstakt og tekið sem slíkt
og það byggist á faglegu
mati hvetju sinni. Ekki
eru því til neinar þumal-
puttareglur um hversu
margar undirskriftir þurfi
________ til að hafa áhrif á úr-
skurði embættisins, held-
ur eru það fyrst og fremst rökin
sem duga. Með öðrum orðum er
ekki nægjanlegt að hundruð manna
skrifi undir mótmælaplagg - gegn
einhverri framkvæmd ef rökin eru
engin.“
Framkvæmdaraðili metur
- Samkvæmt lögunum á fram-
kvæmdaraðilinn sjálfur að vinna
skýrslu um ágæti eigin fram-
kvæmda. Embættið hlýtur að þurfa
að vera mjög gagnrýnið því ekki
fer sjálfur framkvæmdaaðilinn að
rífa niður sína eigin áætlun í
skýrslu, sem hann sjálfur vinnur
eða lætur vinna fyrir sig?
„Rétt er það og bæði Náttúru-
verndaráð og Landvernd hafa bent
á að það sé óeðlilegt í lögunum að
framkvæmdaraðili meti umhverfis-
áhrifin. í flestum þjóðlöndum er það
hlutverk framkvæmdaraðila að
meta umhverfísáhrifin. Yfirleitt fær
hann til þess fyrirtæki, sem leggja
metnað sínn í góða vinnu. Þetta
erum við einnig að sjá hérlendis.
Hlutverk Skipulags ríkisins er síðan
að kanna sannleiksgildi upplýsinga
og hversu vel hefur verið staðið að
verki. Ef Skipulagi ríkisins væri
gert að vinna þessar
matsskýrslur tel ég að
embættið væri komið í
sömu stöðu og það var
hér fyrir nokkrum árum
þegar það var sjálft að
vinna skipulagsáætlanir
fyrir sveitarfélögin og
samþykkja þær síðan. Við
hættum að vinna skipulagsáætlanir
fyrir sveitarfélögin vegna þess að
mér fannst ekki rétt að við sætum
beggja vegna borðsins. Sama staða
gæti auðveldlega komið upp ef við
ynnum þessar matsskýrslur og ætt-
um síðan að fara að horfa á með
gagnrýnum hætti okkar eigin verk.
Eg tel að núverandi fyrirkomulag
geti gengið snurðulaust þó það
krefyist óneitanlega mikillar gagn-
rýni frá hendi embættisins. Ef
framkvæmdaraðili kýs að gylla
ákveðna framkvæmd eða reynir að
láta hana líta jákvæðar út en
ástæða er til, þá kemur það fram
í gegnum athugasemdir þeirra að:
ila, sem við kynnum málið fyrir. í
öllu þessu ferli eru margar síur, sem
gera það að verkum að fram-
kvæmdaraðili kæmist aldrei upp
með það að fela einhvetja þætti eða
vera ekki samkvæmur sjálfum sér.“
FORRÉTTIR
sjávarréttapaté • villibráðarseyði
hreindýrapaté • villigœsakœfa
reyksoðinn lundi • grafinn lax eða silungur
reykt og sesamgrafin gœsabringa • ogfleira
AÐALRETTIR
hreindýrasteikur steiktar ísalnum • rjúpur
pönnusteiktar gœsabringur • villikryddaðfiallalamb
villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur
súla • hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur
gœsapottréttur • ogfleira
EFTIRRÉTTIR
bláberjaostaterta • ostabakki
heit eplabaka með rjóma • ogfleira
Verð kr. 3-990
Borðhald hefst kl. 20:00
Landsfrœgir tónlistarmenn munu skemmta matargestum
Dagskrá:
Föstudag20. okt. Föstudag 27. okt.
Helga Möller & Magnús tjartansson Grétar Örvarsson&BjamiAra
* Laugardag21. okt. Laugardag 28. okt.
Helga Möller & Magnús Kjartansson Anna Pálína &Aðalsteinn Ásberg
Föstudagð■ nóv.
HelgaMölIer&Magnús Kjartansson
Laugardag 4. nóv.
HelgaMöller&MagnúsKjartansson
Sunnudag 5. nóv.
Kristín Ema Blöndal &
:v:
f Sfl
• --
* ?■*