Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sr. Þórhallur Höskuldsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal 16. nóv- ember 1942. Hann lést á Akureyri 7. október síðastlið- inn. Faðir hans var Höskuldur Magnús- son, bóndi og kenn- ari í Skriðu í Hörg- árdal, f. 8. október 1906, d. 27. janúar 1944. Eftirlifandi móðir hans og stjúpfaðir eru Björg r-j- Steindórsdóttir f. 21. október 1912 og Kristján Sævaldsson, f. 24. apríl 1913. Systir sr. Þórhalls er Hulda Kristjánsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, f. 11. ágúst 1950, gift Gesti Jónssyni bankastarfs- manni og eiga þau þijá syni, Kristján, Jón Ásgeir og Árna Björn. 26. september 1962 kvæntist sr. Þórhallur Þóru Steinunni Gísladóttur sérkennara, f. 1. desember 1941, en þau voru samstúdentar frá MA 1962. Börn þeirra eru Björg, hjúkr- unarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, f. 27. "f nóvember 1964, Höskuldur Þór, nemi, f. 8. maí 1973 og Anna Kristín, f. 26. júní 1983. Stjúpsonur sr. Þórhalls er Gísli Siguijón Jónsson vélstjóri, f. 9. júli 1958. Unnusta Höskuldar Þórs er Þórey Árnadóttir f. 29. maí 1975. Sonur Gísla Sigur- jóns er Bjarni Þór f. 18. apríl 1980. Sr. Þórhallur nam guðfræði við Háskóla íslands 1962-1968 og uppeldisfræði við sama - skóla 1966-1967. Hann fór í kynnisferð til Comm. de Taizé í Frakklandi 1967. Hann sótti endurmenntunarnámskeið við Óslóarháskóla 1988. Árið 1990 dvaldi hann í Noregi þar sem hann vann að rannsóknarverk- efni um tengsl ríkis og kirkju á Norðurlöndum. Þar kynnti hann sér jafnframt safnaðar- starf og safnaðaruppbyggingu norsku kirkjunnar. 17. nóvember 1968 vígðist sr. Þórhallur til Möðruvallaklaust- ursprestakalls í Hörgárdal og í VERÖLD okkar eru mörg mikil- menni. Sum verða mikil af verkum ^sínum. Önnur verða mikil af því hvemig þau sigrast á erfiðleikum lífsins. Svo eru þau sem eru mikil - ekki bara af verkum sínum eða sigrum - heldur hinu sem öllu skipt- ir: Af því að elska lífið - skilyrðis- laust, á hveiju sem gengur. Til- gangur lífsins er þeim einfaldur og augljós: Sá að gefa af sjálfum sér. Endalaust. Uns yfir lýkur. Án þess að hlífa sér. Vera heill til hinstu stundar. Sú hinsta stund reið yfir alltof skjótt þegar Þórhallur Höskuldsson kvaddi þennan heim þann 7. októ- ber sl. Alltof skjótt fyrir ijölskyldu hans, vini og vandamenn - og kirkj- ,-^una, söfnuðinn allan sem hann þjón- aði og helgaði líf sitt. Alltof skjótt. Hvaðan kom Þórhalli krafturinn til að gefa? Frá sorginni. Árs gamall missir hann föður sinn. Höskuldur Magn- ússon varð aðeins þrjátíu og sjö ára að aldri. Hvers manns hugljúfi. Kvæntur Björgu Steindórsdóttur. Þau hófu lífið saman í Skriðu í Hörgárdal. Þórhallur var frumburð- ur þeirra. Hann elst upp í bjartri og fag- urri minningu föður síns. í skjóli ástríkrar móður, með góðum og einlægum stjúpa, Kristjáni Sæ- valdssyni, með sterkum og traust- um afa, Magnúsi Friðfinnssyni, með hugulsömum föðurbræðrum, Finni og Skúla - og fjölda náinna skyld- menna og vina sem hugsa um hann af hlýju og alúð, vilja allt fyrir hann gera. Ekki má gleyma umhyggju- samri ömmu hans, Friðbjörgu Jóns- var sóknarprestur þar til 1. júlí 1982. 15. júní 1982 var sr. Þórhallur kjörinn sóknarprestur í Ak- ureyrarprestakalli þar sem hann þjónaði til dauðadags en sóknarkirkjur hans þar voru Akureyrar- kirkja og Miðgarða- kirkja í Grimsey. Samhliða prests- starfi á Möðruvöllum stundaði sr. Þórhall- ur búskap og æ síðan á Akureyri í félagi við sljúpföður sinn. Sr. Þórhallur kenndi samhliða prestsstarfi sínu um lengri og skemmri tíma við Grunnskóla Arnarneshrepps, þar sem hann var skólastjóri um tíma, Þelamerkurskóla, Barna- skóla Akureyrar, Oddeyrarskóla, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Iðn- skólann á Akureyri og Háskól- ann á Akureyri. Sr. Þórhallur gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkj- una. Hann sat í Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar 1969-1975; í sljórn Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti 1971-1985; í starfsháttanefnd Þjóðkirkjunnar 1974-1978; í stjórn Prestafélags íslands 1980-1986; í starfskjara- nefnd presta, skipaðri af kirkju- málaráðherra, frá 1981-1986; í kirkjueignanefnd, skipaðri af kirkjumálaráðherra, frá 1981 og formaður viðræðunefndar kirkj- unnar við ríkið frá 1992 um sömu málefni. Hann sat í héraðsnefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis frá 1986. Einnig sat hann í stjórn Kirkjumiðstöðvarinnar við Vest- mannsvatn frá upphafi. Hann var kirkjuþingsmaður frá 1986 og sat ávallt í löggjafarnefnd Kirkjuþings og oft sem formaður hennar. Þá var hann í milliþinga- nefnd Kirkjuþings er fjallaði um tillögur um Þjóðmálaráð þjóð- kirkjunnar. Sr. Þórhallur beitti sér fyrir stofnun Þjóðmálanefnd- ar kirkjunnar 1989 og var for- maður hennar æ síðan og stjórn- aði mörgum ráðstefnum og fund- um á vegum nefndarinnar. Hann var nýlega skipaður kirkjuráðs- maður eftir að hafa verið vara- maður í Kirkjuráði frá 1986. dóttur í Skriðu, sem fellur frá þeg- ar Þórhallur er fjögurra ára. Frá sorginni streymir kraftur kærleikans. Þann kraft hlaut Þór- hallur ómældan í uppvexti. Og hann varð - án þess að vita það sjálfur - verkfæri hans og miðill. Strax í æsku. Við vorum fimm sem lékum okk- ur árum saman í Skriðu. Sverrir Haraldsson, sem nú er bóndi þar, systkini mín, Magnús og Margrét, og svo Þórhallur og ég. Þessi hópur bjó í ævintýraheimi þar sem borgir voru byggðar og heimsmót haldin í íþróttum. Og þar var Þórhallur hrókur alls fagnaðar, gamansamur, hjálpsamur og hlýr þegar á móti blés. Ævinlega tilbúinn að gera gott úr öll. Þessir eiginleikar áttu eftir að setja svip sinn á lífsstefnu Þórhalls. Eg hef engum kynnst sem vann jafn markvisst að því að líkna þreyttum og þjáðum sálum með- bræðra og systra. Sjálfur skeytti hann engu um eigin þreytu og þján- ingu, heldur gekk fram úr sjálfum sér til móts við hverja kröfu og hvert kall sem til hans var gert. Um ævistarf Þórhalls - verk hans í þágu safnaðar og kirkju - munu aðrir dæma. Eg veit að sam- viskusemi hans og dugnaði var við brugðið. En hvorugur þessara eigin- leika nægir til að skapa meistara á leikvelli lífsins. Á þeim velli er það framkoman á hveiju andartaki sem úrslitum ræðum. Þórhallur hafði einstaka fram- komu. Hann birtist heill og óskiptur í hverju orði, hveijum áhyggjusvip og hveiju brosi. Svipmikið, hlýlegt og kímið bros hans gat heillað Hann átti sæti í starfshópi, sem skipaður var af félagsmálaráð- herra nýverið, til að fjalla um greiðsluvanda heimilanna, til- nefndur af Biskupi íslands sem fulltrúi þjóðkirlgunnar. Sr. Þórhallur var hvatamaður að stofnun Miðstöðvar fólks í at- vinnuleit á Akureyri og Lög- mannavaktar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er veitti ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning. Sr. Þórhallur gegndi jafn- framt fjölmörgum félagsstörf- um. Hann sat í stúdentaráði Háskóla íslands 1963-1964; í fræðsluráði Norðurlands eystra 1974-1982; í þjóðhátíðar- nefnd Eyjafjarðarsýslu 1974; í skólanefnd Arnarneshrepps 1974-1982; í barnaverndar- nefnd Arnarneshrepps 1974- 1982, formaður 1978-1982. Hann átti sæti í stjórn SÁÁN 1989-1995 og sat í sljóm Sorg- arsamtakanna á Akureyri frá stofnun þeirra 1989. Eftir sr. Þórhall liggur fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Hann flutti erindi og fyrirlestra jafnt í fjölmiðlum og á ráðstefn- um bæði hér á landi og erlend- is, iðulega sem fulltrúi islensku þjóðkirkjunnar, m.a. á merkri ráðstefnu um skipulag kirkj- unnar á Norðurlöndum, haldin í Turku 1992. Hann sat í rit- stjórn Æskulýðsblaðsins í nokk- ur ár, Tíðinda Prestafélags hins forna Hólastiftis 1971, 1975 og 1979 og Safnaðarblaðs Akur- eyrarkirkju frá 1984. Jafn- framt var hann hvatamaður að útgáfu á ræðum og ritum Þór- arins Bjömssonar skólameist- ara og sat í ritnefnd er annað- ist útgáfu bókarinnar „Rætur og vængir" 1992. Sr. Þórhallur stóð fyrir útgáfu rita um efni málþinga sem haldin vora á vegum Þjóðmálanefndar kirkj- unnar en þau komu út undir heitinu „Staða fjölskyldu og heimilis í íslensku þjóðlífi“ 1993 og „Berið hvert annars byrðar: Um málefni atvinnulausra" 1994. Útför Sr. Þórhalls fer fram frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 16. október og hefst athöfn- in klukkan 13.30. meir en orð fá lýst. í rauninni var hann töframaður andartaksins sem gat galdrað fram gleði og fögnuð í hjörtum manna - yfir því einu að fá að taka þátt í kraftaverki lífs- ins. Slíkir menn veita líkn út yfir gröf og dauða. Þeir hugga og styrkja, þótt þeir séu horfnir á braut, af því að töfrar þeirra halda áfram að leika um okkar, ylja og gleðja - og gefa hlutdeild í eilífu lífi. Ég sendi fjölskyldu Þórhalls og ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur. Páll Skúlason. Haustgustur þýtur um fjalla- skörð og tinda við Eyjafjörð. Harmafregnin nístir og dynur sem gjöróvæntur brotsjór, bylmings- högg, og blýþungt er ósættið við þessa stöðu á skákborði örlaganna sem hrífur á braut einn þeirra er síst skyldi, langt um aldur fram. Við fylgdumst að frá frum- bernskuskeiði að leikjum og störf- um í samfylgd traustra vina í sum- arsól Hörgárdalsins. Æ síðan voru fagnaðarfundir og gefandi samræð- ur um margslungin lífsvandamál. Þórhallur var óvenju vel meðvit- aður um, og tók nærri sér, neyðina í samfélaginu og misréttið, sem margir afneita raunar, gagnvart okkar minnstu bræðrum og systr- um, og hann lá ekkert á vitneskju sinni um þann vanda sem blasti við honum í starfinu. í því skaraði hann fram úr vel flestum embættismönn- um, bæði kirkjunnar, heilbrigðis- og félagskerfisins. Hófstilltur en ómyrkur í máli og beitti sér af snerpu á félagslegum vettvangi, kom fram í fjölmiðlum, stóð fyrir fundum og ráðstefnum um þessi baráttumál af vandvirkni, alúð og reisn sem honum var í blóð borin. Hann hreif aðra með sér og dreif svo efnið snarlega á prent svo það yrði handbært til umræðna, vinnslu og úrbóta. Hann vildi efla veg kirkj- unnar og var henni til sæmdar. Hann var hamhleypa til verka, ósér- hlífni var gríðarleg og greiðviknin sem ótaldir nutu. Um leið var hann skarpur guð- fræðingur, einarður, fágaður og fordómalaus, en réttsýnn og fastur fyrir, gæddur faglegum virðuleik svo sem mest má prýða kirkjunnar þjöna. Gjörsneyddur hégómlegri, veraldlegri metorðagirnd og losara- legu fijálslyndisblaðri út og suður eftir vindáttinni. Naut þó óskoraðs trausts starfssystkina sinna. Að honum gengnum er íslensk kirkja fátækari, Akureyrarbær líka og þjóðfélagið allt. Til Þórhalls var gott að leita um ráð og ábendingar, t.d. varðandi texta. Og nú birtist fýrir hugskots- sjónum mínum harmastund um sumamótt er ég stóð óvænt and- spænis í starfi mínu. Þá var gott er frændi minn birtist, lagði sig fram og hlúði á fallegan, kristilegan hátt að ástvinum örends einka- barns. Á ný stöndum við í hljóðri spurn á hinum órannsakanlegu krossgöt- um drottins ofar mannlegum skiln- ingi, þar sem æðri gildi vara. Síðasta ábending Þórhalls í síð- asta samtali okkar var að gefnu tilefni: „Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni“ (Mark. 9:24). Þessum van- máttugu orðum mínum lýk ég með dýpstu samúðarkveðjum til fjöl- skyldu hans - og með niðurlagi eins hinna fögru ljóða í bókinni Svartálfadans eftir Stefán Hörð Grímsson: Verður að einu og rennur saman kvöldið og mynd þín hljóð og fögur sem minning hrein og hvít eins og bæn. Magnús Skúlason. Al'drei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Svo mælti einn af forverum séra Þórhalls Höskuldssonar, skáld- presturinn á Sigurhæðum, séra Matthías Jochumsson, í eftirmælum er hann kvaddi hinstu kveðju lands- kunnan öðlingsmann, er sviplega var kallaður burt af þessum heimi. Þessi gullvæga og guðlega hugg- un, talar af heitri tilfinningu og trú, þegar líkt er á komið og fyrir rúmri öld, er þau orð voru fýrst mælt af munni fram, að við erum nú sárt og sviplega að kveðja þjóð- kunnan kenninmann, séra Þórhall Höskuldsson. Árið 1982 var hann kosinn annar sóknarprestur Akur- eyrarprestakalls, og kom þar í minn stað. Séra Þórhallur var mikill starfsmaður, áhugasamur og á besta aldri. Þau tengsl, er þá mynd- uðust milli okkar svo og hið vina- lega bróðurþel hans bæði fyrr og síðar í löngu og farsælu samstarfi að málefnum kirkjunnar, varð þess valdandi, að það kom eins og reiðar- slag, að frétta, að hann væri skyndi- lega dáinn. Mig setti hljóðan: „Dá- inn, horfinn, harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir.“ Séra Þórhallur Höskuldsson var svo lifandi og vak- andi persóna að það er rétt eins og hann sé enn lífs á meðal okkar, og við eigum í vændum að mæta hon- um, eins og þegar hann lagði síðast frá sér verkefnin að kvöldi dags til þess að mæta þeim aftur að morgni 7. okt., áhugasamur og gerhugull, - eins og alltaf. Hér „stóðst á end- um dáðríks manns dagur og verk.“ Séra Þórhallur var hæfíleikamað- ur, öðlingsmaður, eljumaður, fræði- maður, gáfumaður og síðast en ekki síst trúmaður. Hann var hug- sjónaríkur. Hugurinn brann af eld- móði hjartans. Þess fékk kirkjan í ÞÓRHALL UR HÖSKULDSSON heild að njóta í mikilvægum úr- lausnarefnum varðandi skipulags- mál og starfshætti, er hann ásamt öðrum þar til kvöddum kirkjunnar mönnum var kjörinn til þess að veita brautargengi. Séra Þórhallur var glöggsýnn á, að kirkjan léti sig ekki eingöngu varða hið kenni- mannlega hlutverk guðfræðinnar, þó að það væri honum mikilvægt, heldur sneri hann sér líka að því að finna lausn á vandamálum þeirra, sem minnst mega sín í þjóð- félaginu og ekki geta séð sjálfum sér- farborða. Þjóðfélagsmálin lét hann mjög til sín taka, ekki póli- tískt, heldur af kærleikshvöt og miskunnsemi við náungann. Já, „Aldrei er svo bjart,“ - segir trúarskáldið það, sem býr að baki bjartsýnisboðskap trúarinnar, er, að ljósið er hið sigrandi afl í myrkr- inu. Hve svart, sem myrkrið getur orðið, þá lýsir ljósið aðeins þeim mun skærar. Állt sorgarmyrkur veraldar getur ekki slökkt á einu litlu trúarljósi, heldur verður birta þess þeim mun bjartari sem það myrkur er meira. „Lýs milda ljós,“ er því hvort tveggja, bæn og bæn- heyrsla. Séra Þórhallur Höskuldsson var góður heimilisfaðir, fjölskylda hans hefur mikið misst. Við Sólveig vott- um eiginkonu hans, Þóru Steinunni Gísladóttur, innilegustu samúð, börnum þeirra, móður og stjúpföður og öðrum nánustu ástvinum. Guð gefi þeim huggun sína. Það er þung- bær reynsla fyrir söfnuðinn og sam- verkamann séra Þórhalls, að hann skuli vera svo snöggt og óviðbúið kallaður burt af þessum heimi, en „Aldrei er svo bjart yfír öðlings- manni,“ og þegar hann nú er laug- aður í ljósi Guðs á himni. Guð huggi ykkur og styrki. Ó, Guð vor, þú sem gefur tekur, gefur líf og dáinn vekur. Lækna Drottin sorgar sárin, söknuðinn, og þerra tárin. Pétur Sigurgeirsson. Til eru menn með svo opinn hug og hlýtt hjarta að þeir ná þegar í stað góðu sambandi við aðra. Á þann veg voru fyrstu kynni mín af séra Þórhalli Höskuldssyni en hon- um kynntist ég þegar hann var í námsleyfi í Noregi 1988 ásamt Þóru, konu sinni. Og á þann veg hafa kynni mín verið af honum síð- an. Rannsóknarverkefnið sem átti hug hans allan varðaði samband kirkju og ríkis á Norðurlöndunum. Hann beindi sjónum sínum að því sem átti sér stað fyrir og eftir hina miklu norsku rannsókn „Ríki og kirkja" (NOU 1975:30). Hin mikla reynsla hans og þekking gerðu hon- um kleift að spyija spurninga og skilja þau álitaefni sem við var að glíma í Noregi. Sú þróun sem síðar hefur orðið í Svíþjóð, og að hluta til einnig í Noregi, hefur sýnt fram á að verkefni hans var mikilvægt og í því var horft fram á veg. í mínum huga voru hann og Þóra þó fyrst og fremst brúarsmið- ir, þau komu á tengslum við ís- lenska kirkju. Hann bjó ásamt eig- inkonu og dóttur um langt skeið í prófastsdæmi mínu skammt frá Ósló. Þá gafst okkur gott tækifæri til að skiptast á skoðunum og miðla hvor öðrum af reynslu okkar. Þá kviknaði löngun til að kynnast ís- landi og íslensku kirkjunni nánar. Eftir norrænt biskupaþing var tveimur okkar biskupanna boðið ásamt mökum til Akureyrar. Árið eftir héldu prófastar biskupsdæmis míns aðalfund sinn á íslandi. Ég er Þórhalli Höskuldssyni ákaflega þakklátur fyrir að hafa opnað hjörtu okkar fyrir Islandi. Hann var einn af þeim sem byggði brú yfir til norsku kirkjunnar og við þökkum Guði fyrir. Við munum sakna hans. Sigurd Osberg, biskup í Túns- bergi í Noregi. Kveðja frá Prestafjelagi íslands Enginn missir svo, að honum hafi eigp áður verið gefið. Því verð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.