Morgunblaðið - 15.10.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.10.1995, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ættfræðifélagið og Erfðafræði- nefnd unnið mikið saman. Ættfræði er að sjálfsögðu líka tómstundagaman. Ættfræðin verður oft að fíkn, hún er geysi- lega spennandi, þú leitar á vit hins ókunna, veist aldrei hvað þú upp- skerð, og með því að tengja saman nöfn, sögur og sagnir og tengsl manna fæst oft ótrúlega spenn- andi og heilleg mynd sem áður var okkur hulin. Þú leitar stöðugt á vit nýrra spurningamerkja. í raun má segja að við séum alltaf í lífmu að fást við ættfræði án þess að gera okkur grein fyrir því. Þegar barn fæðist spáum við í hverjum það sé líkt, við þykjumst þekkja eiginleika og gáfur úr þessari og hinni ættinni. Við skírum bömin nöfnum úr ættunum og þegar vel er að gáð má oft sjá að sömu nöfnin koma fyrir mann fram af manni öldum saman. íslendingar hafa fyrir sið að spyija hvem ann- an hvaða manna þeir séu. En er ættfræðin ábyggileg? Auðvitað er margt óvisst og mörg spurningarmerki. Sumir segja að allt að tíu prósent þjóðar- innar séu rangt feðmð, hvernig svo sem hægt er að komast að slíkri niðurstöðu. En þótt spurn- ingarmerkin séu mörg réttlætir það ekki að við köstum ættfræð- inni fyrir róða. Hingað til hefur kvenleggurinn reynst öruggt hal- dreipi, en nú er svo komið að ekk- ert er öraggt undir sólinrii í þeim efnum. Nú ganga mæður með börn dætra sinna eða jafnvel ann- arra kvenna. Þá eram við komin að kapítula sem hlýtur að valda öllum hugsandi mönnum áhyggj- um í dag. Það er erlenda gjafasæð- ið, sem enginn veit haus né sporð á. Á sama tíma og við flytjum bæði hunda og hesta inn og út úr landinu með skrautskrifuðum ættartölum, alast hér upp börn sem enga möguleika hafa á að leita upprana síns. Ættfræðin gegndi að mörgu leyti mun veigameira hlutverki fyrr á öldum. Menn höfðu hefndar- skyldum að gegna, allt aftur í fimmta lið og erfðir byggðust, eins og í dag, á ættartengslum. Landn- ámsmenn röktu eins og við vitum ættir sínar til þess að halda og Guðfinna Ragnarsdóttir Bjarni smiðtirf. 1661 Villijálmssonar sýslumanns (Caldra-Vílka) og Elln EirJksdóttir Svenlngsscöðutn, Hún. Agnes Bjamadóttir f. 1689, húsmöðir Efra Núpi, Hún. Elhi liiilldórsdóttii f. 1721 AgnesJónsdótcir "Oolobónda" Fremrl-Fitjum, Hún., f. 1748 GuÓmundur Árnason »>óndi KróUsstöðuni, llún., f. 1774 Agnes Guðmundsdóttirf. 1802, ICróksstöðum.Uún. Jólwnna Ilótmfríður SteinsdóUir f. 1829, d. 1899, húsm. Neðrl-Fitjum, Hún. Agncs Guðfmnsdóttir f. 1850, d. 1932, húsm. Ytra-Fcili, FcllsstÖnd, Dal. . Guðfinnur BjÖmsson f. 1870, tl. 1942 bóndi Litla-Galtanlal, ItdlsströiuJ, Dal. Agnes Guðfinnsdóttir f. 1897, d. 1989, húsm. Ytra-Skörðugili, Skag. \ Bjöm Jórtsson 11932, skólastjóri. Schjarn»mesi Heiður Agnes Björnsdóttir f. 196Z viðskiptafrfcðingur, Reykjavik ÆTTRAKNING frá nafninu Agnes sem haldist hefur í ættinni frá 1689. Ættfræði er viðurkennd þjóðaríþrótt íslendinga. Æ fleiri hafa grafíð sig ofan í fortíðina á þennan hátt og leitað róta sinna, í seinni tíð hafa tölvufor- rit gert leitina til muna auðveldari. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi fyrir skömmu við Guð- fínnu Ragnarsdóttur kennara, sem gert hefur ættfræði að tómstunda- iðju sinni. Hún svarar spumingunni: „Hver er ávmningurinn af því að rekja ættir sínar? Eg ólst upp við mikinn ættfræði- áhuga,“ sagði Guðfinna í upphafi samtalsins við blaða- mann Morgunblaðsins. „Móðir mín, Guðbjörg Guðfinnss- dóttir, er mjög ættfróð kona. Það sama var að segja um ömmu mína, Sigurbjörgu Guðbrandsdóttur. Sem ættfræðiáhugamanneskja get ég ekki stillt mig um að láta fljóta hér með hvaðan amma var, hún var frá Litla-Galtardal á Fells- strönd. í mínum huga er ættfræði svo miklu meira en upptalning nafna. Ættfræði er ekki síður sögur og sagnir, munir og minjar, sem bera okkur fróðleik frá liðinni tíð. Þeg- ar ég var tíu ára gömul sendi hún amma mín eftir mér á sumardag- inn fyrsta og afhenti mér í sumar- gjöf lítið skrifpúlt og sagði mér um leið að setjast niður og skrifa sögu þess. Ég á enn spjaldið sem ég skrifaði textann á. Hann hljóð- ar svona: „Púlt þetta er smíðað í Bjameyjum á Breiðafirði um 1880 og fékk Soffía Gestsdóttir, síðar húsfrú á Staðarfelli, það í ferming- argjöf. Hún gaf síðar Magnúsi Zophaniassyni, fóstursyni sínum og móðurþróður mínum púltið. Eftir að hann drukknaði árið 1920 fengu foreldrar hans, Sigurbjörg Guðfínnsdóttir og Guðfinnur Jón Bjömsson þáð. Sonur þeirra, Gest- ur Guðfinnsson, síðar skáld og blaðamaður, hafði púltið til um- ráða á sínum unglingsámm. En 1953 fékk núverandi eigandi þess, Guðfinna Ragnarsdóttir, það.“ Þessi gjöf ömmu minnar varð til þess að vekja forvitni mína á þess- um forfeðrum mínum og sögu þeirra. Hvert er hlutverk ættfræðinnar í íslensku þjóðlífi? „Ættfræði er nauðsynleg fræð- anna vegna. Hún er nauðsynleg til þess að varðveita fróðleik um ættina, fróðleik sem tengist sögu landsins og menningu og þessi fræði era nauðsynleg til þess að tengja okkur við fortíðina. Auk þess þurfum við á ættfræðinni að halda til þess að skilja eðli og út- breiðslu sjúkdóma. Enda hafa varðveita tengslin við sitt gamla land, en það er merkilegt að ættir eru sjaldan raktar til misyndis- manna og auðnulausra manna, eins og t.d. Grettis Ásmundarson- ar og Gjsla Súrssonar. Við sjáum líka á íslendingasögum að ætt- rakningar era forsenda þess að við skiljum söguþráðinn. Allar deilur og flækjur byggja á inn- byrðis tengslum sögupersónanna. Ættfræði hefur mikla félags- lega þýðingu. Ættir era og voru félagslegar heildir í þjóðfélaginu. Eða eins og máltækið segir: „Hver otar sínum ættartota.“ Oft var mikilvægt fyrir ættimar að varð- veita auð og völd. Af því stöfuðu skyldleikagiftingar fyrr á öldum. Þær ollu því meðal annars oft að ættum hnignaði eða þær hreinlega dóu út, þegar gallar af ýmsu tagi margfölduðust. í dag era ættar- tengslin ekki síður mikilvæg þegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.