Morgunblaðið - 18.10.1995, Page 25

Morgunblaðið - 18.10.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Ofvirk böm og þjónusta við þau ATHYGLISBRESTUR með of- virkni er tiltölulega algeng truflun og er talið að 3-5% barna fæðist með hana. Truflunin lýsir sér í ofvirkni, þ.e. hreyfióróleika, hvat- vísi og athyglisbresti. Að sjálfsögðu eru ein- kenni misalvarleg, og mismunandi hve þungt þau leggjast á barnið og fjölskyldu þess. í sumum tilfell- um veldur ofvirknin miklum erfiðleikum og hefur í för með sér alvarleg vandamál fyrir barnið og fjöl- skyldu þess. Rann- sóknir sýna að ofvirk börn eiga á hættu að hjá þeim þróist alvar- leg hegðunarvanda- mál, en einnig má oft sjá hjá þeim kvíða og Sólveig Asgrímsdóttir depurð. Ekki er hægt að „lækna“ ofvirkni, en oft er hægt að koma í veg fýrir alvarlegri einkenni. Miklu skiptir að hægt sé að greina vandann snemma, og hefja viðeig- Barna- og unglingageð- deildina vantar húsnæði til að hýsa foreldra of- virkra barna utan af landi, segir Sólveig Asgrímsdóttir, meðan á greiningu og meðferð barnanna stendur andi meðferð til að fyrirbyggja að alvarlegra vandamál þróist með barninu. Greining og meðferð Þjónusta við ofvirk böm á bama- og unglingageðdeild felst í greiningu á vanda barnsins og meðferð, sem aðallega byggist á stuðningi við foreldra, fræðslu og þjálfun, oft ásamt lyfjagjöf og í einstaka tilfellum innlögn á deild. Sú greining sem nú er gerð á barna- og unglingageðdeild er byggð á upplýsingum frá foreldr- um og kennurum barnsins, ásamt ítarlegu viðtali við foreldra og sál- fræðilegri prófun á barninu sjálfu. Þessi greining er gerð á einum degi. Þennan dag koma foreldrar og bam á deildina að morgni, og eru í viðtölum og prófunum til hádegis. Eftir hádegi fer fagfólk yfir gögnin og metur stöðu barns- ins. Síðar um daginn er aftur við- tal við foreldra og þeim kynntar niðurstöður, og mælt með þeirri meðferð eða úrræðum sem henta viðkomandi barni. Starfsfólk deildarinnar hefur byggt upp og þróað fræðsluefni fyrir foreldra og aðra uppalendur. Um er að ræða fræðslu um „at- hyglisbrest með ofvirkni“, þar sem farið er yfir ýmsa þætti er varðar bamið, framtíð þess, viðbrögð for- eldra, kennslu, íjölskylduna og fleira. Einnig hefur verið sett á laggimar námskeið fyrir foreldra þar sem þeim em kenndar aðferð- ir við að stjórna börn- unum á markvissan hátt. Best er að ofvirka barnið geti verið á heimili sínum og gengið í skólann sinn og jafnframt fengið meðferð á göngudeild. Þannig verður minnst röskun fyrir barnið auk þess sem göngu- deildarmeðferð er hagkvæmari kostur en innlögn. Meðferðin byggist á því að kenna foreldrum að haga uppeldi bamsins á þann veg að ofvirkni- einkennin trafli barnið sem minnst í leik og starfi og einnig þá sem era samvistum við það. Einnig að hjálpa barninu til að eiga góð sam- skipti við aðra og nýta betur getu sína og hæfileika. Lyfjagjöf er veitt ef læknir metur þörf á henni. Lyf gagnst vel, en reynslan sýnir að lyfjameðferð gagnast best þeg- ar hægt er að beita öðrum aðferð- um jafnframt og þá aðallega stuðningi við foreldra og kennara, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf. Oft er þörf á því að vinna með tengsl barna og foreldra, og kenna foreldrum ný ráð til að gefa fyrir- mæli og fylgja þeim eftir. Hjálpa foreldrum til að setja börnum sín- um mörk, og hjálpa barni og for- eldram út úr þeim vítahring sem samskiptin eru oft komin í. Þetta verður ekki gert nema unnið sé með barni og foreldram við sem eðlilegastar aðstæður. Ráð sem gefin eru í viðtali foreldra. og starfsfólks nýtast oft ekki nægjan- lega. Foreldrar þurfa oft að fá stuðning á þeim vettvangi þar sem samskiptin era, til að hjálpin komi að gagni. Það má segja að þátttaka for- eldra sé forsenda meðferðarinnar. Foreldrar eru í raun mikilvægustu meðferðaraðilar ofvirka barnsins. Reynslan hefur sýnt að ofvirk börn nýta sér illa hefðbundna meðferð s.s. viðtalsmeðferð. Ofvirk börn þurfa meðferð sem veitt er í dag- legpj lífi við daglega leiki og störf, á heimili og í skóla. Þjónusta við ofvirk börn utan höfuðborgarsvæðis Ofvirkni fer ekki eftir búsetu, en börn úti á landi og fjölskyldur þeirra hafa mun lakari aðstæður til að nýta sér þá þjónustu sem verið er að þróa á bama- og ungl- ingageðdeild Landsspítalans. Til að reyna að koma til móts við þarfír þessara barna hafa þau oft verið lögð inn á innlagnardeildir, jafnframt því að lyfjameðferð hef- ur verið reynd. Reynslan hefur sýnt að oft dregur úr ofvirknihegð- un barnsins meðan það er á deild- inni og lyfin gefið góða raun. En Útsala — Útsala Stanslaust í vesturkjallaranum. • Það bætast við ný efni í hverjum mánuði. • (ólaefni frá kr. 296 pr. m og fataefni frá kr. 150 pr. m. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlcindsbraut. ‘■y ;-r Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10- 18. og laugard. kl. 10-14. oft fer fljótt í sama farið þegar heim er komið, ekki síst vegna þess að foreldrar hafa ekki átt þess kost að nýta sér þá fræðslu sem í boði er eða annan stuðning sem starfsfólk deildarinnar hefur veitt foreldrum. Deildin hefur enga möguleika á að hafa foreldra með bami sínu á deildinni nema dagpart og oft alls ekki. Margir foreldrar eiga þess engan kost að dvelja hjá ættingj- um meðan á meðferð barnsins stendur. Ef deildin hefði yfir að ráða húsnæði þar sem fólk utan af landi gæti búið meðan á greiningu og meðferð stæði, væri hægt að bæta veralega þá þjónustu sem deildin veitir. Slíkt húsnæði gæti auk þess gagnast öðram en íjölskyldum of- virkra bama. Foreldrar einhverfra bama hafa oft þurft á slíkri að- stöðu að halda svo og foreldrar annarra bama sem sótt hafa þjón- ustu bama- og unglingageðdeildar. Höfundur er sálfræðingur barrm- og unglingHgeðdeildar Landspítala. KRINGLUNNI KÍAÍkriM É LAUGAVEGI 67 Dökkbláar gallabuxur kr. 3.490 Beinar, þröngar glansbuxur kr. 3.990 Alullar rúilukragapeysur kr. 4.490 Herrakuldaskór Litir: Brúnt og svart Verð áður 4.990. Verð nú 3.790 TILBOÐS-PAKKAR Á HEIMILISTÆKJUM Æí* CE 60 E60^tP HT 490 TILBOÐ 1 TILBOÐ 2 Efri ofn HT490. Undir og yfirhiti, grill og mótordrifinn grillteinn. Stærð 54 Itr. Helluborð með stjórnborði til hliðar. 4 hellur, þar af ein hraðhella. Vifta CE60. Þriggja hraða með Ijósi. Sog 310 m3/klst. Kr. 35.900,- Sama og í tilboði nr. 1, nema undirborðsofn með stjórnborði fyrir helluborð. Kr. 37.900,- C 601 VTCM Þrívíddarblástur TILBOÐ 3 TILBOÐ 4 Efri ofn HT610. Fjölvirkur, 7 möguleikar, sjálfhreinsibúnaður, grillteinn, þrívíddarblástur, forritanleg klukka. Keramik helluborð. 4 hraðhellur, gaum- Ijós, stjórnborð til hliðar. Vifta C601.3ja hraða, Ijós, málmsía, sog 450 m3/klst. Kr. 72.640,- Sama og tilboð 3, nema neðri ofn með stjórnborði fyrir helluborð. Kr. 71.970,- HEIMILISTÆKI (GROUP TEKA AG) HEIMILISTÆKI (GROUP TEKA AG) SIÐUMULA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.