Morgunblaðið - 18.10.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 39
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Ný tískufataverslun
í Bankastræti
Útgáfutónleik-
ar Haraldar
Reynissonar á
Fógetanum
TRÚBADORINN Haraldur Reyn-
isson gaf út fyrir skemmstu sína
aðra sólóplötu sem ber heitið
Hring eftir hring og heldur af því
tilefni útgáfutónleika á Fógetan-
um í kvöld, miðvikudaginn 18.
október, og hefjast þeir kl. 22.
Á geisladiskinum eru tíu lög,
öll eftir Harald nema eitt sem er
erlent lag við texta Ómars Ragn-
arssonar. Auk þess er eitt ljóð
eftir Davíð Stefánsson og einn
texti er í samvinnu Haraldar og
Þorvaldar Jensen en allur annar
texti er eftir Harald.
Við gerð þessarar vinnu fékk
Haraldur til liðs við sig Björgvin
Gíslason til að sjá um að stjóma
upptökum og útsetningar. Þeir
sem koma fram á diskinum auk
Haraldar eru Björgvin Gíslason,
Jón Ingólfsson, Ríkharður F.
Jensen, Trausti Ingólfsson, Magn-
ús Einarsson, Árni Scheving og
Hallberg Svavarsson. Um upp-
töku og hljóðstjórn sá Birgir J.
Birgisson. Ötgefandi er Haraldur
Reynisson og Japis sér um dreif-
ingu.
Innkaup og útboð
á sviði bygginera
innan EES
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
HÍ stendur á fimmtudag fyrir nám-
skeiði um þá möguleika sem bjóð-
ast íslenskum fyrirtækjum á sviði
byggingariðnaðar með útboðum
innan EES.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim
sem vilja kynna sér þá möguleika
sem aðild íslands að EES, samhliða
nýrri tækni í tölvusamskiptum,
hefur opnað íslendingum á sviði
bygginga og mannvirkjagerðar.
Fyrirlesarar verða Ásgeir Jó-
ÍRIS Mjöll Gylfadóttir opnaði
Tískuverslunina íris G. í
Bankastræti 14 í september
síðastliðinn.
I versluninni er seldur ensk-
hannesson, Stjóm opinberra inn-
kaupa, Hafsteinn Pálsson, RBb,
Júlíus Ó. Ólafsson, Ríkiskaup,
Sveinbjörn Högnason, Skýrr, Vil-
hjálmur Guðmundsson, Útflutn-
ingsráð íslands og Guðmundur
Guðmundsson, Samtök iðnaðarins.
Námskeiðið hefst kl. 9 og stend-
ur til kl. 16.30.
Flytur fagnað-
arerindi um
Jesúm Krist
Á VEGUM nokkurra trúfélagar er
Cristopher Alam í heimsókn. Hann
er fæddur og uppalinn í Pakistan.
Cristopher var múhameðstrúar en
snerist til kristinnar trúar sem
ungur maður. Við það skref þrufti
hann að þola miklar ofsóknir og
innilokun.
Cristopher ferðast um allan
heim og flytur fagnaðarerindið um
ur tískufatnaður frá framleið-
endum eins og Whistles og
Dispensary, einnig er seldur
skófatnaður og Amber og silf-
urskartgripir frá Póllandi.
Jesúm Krist. Hann hefur skrifað
bókina Gegnum blóðið og eldinn,
sem fjallar um lífsferil hans.
Hér í Reykjavík verða almennar
samkomur með Cristopher Alam
19., 20., 21. og 22. október kl. 20
í húsakynnum Vegarins, Smiðju-
vegi 5, Kópavogi. Að heimsókn
Cristophers standa Fíladelfía,
Hjálpræðisherinn, Kletturinn,
Krossinn, Orð Lífsins og Vegurinn.
Fundur um
misþroska
HALDINN verður opinn félags-
fundur í Foreldrafélagi misþroska
barna miðvikudaginn 18. október
kl. 20.30 í Æfingaskóla Kennara-
háskóla íslands.
Umræðuefnið verður: Mis-
þroski, greiningin, þjálfunin og
framtíðin. Gestur fundarins verður
Pétur Ludvigsson, barnalæknir.
Fundurinn verður í rabbfundarstíl.
Rannsóknarstofa í kvennafræðum
Ráðstefna um íslenskar
kvennarannsóknir
RÁÐSTEFNA um íslenskar kvenna-
rannsóknir verður haldin dagana 20.
til 22. október næstkomandi á veg-
um Rannsóknarstofu í kvennafræð-
um við Háskóla íslands. Tíu ár eru
liðin síðan síðasta stór ráðstefna var
haldin um íslenskar kvennarann-
sóknir.
Ráðstefnan verður haldin í Odda
og hefst kl. 20.30 föstudaginn 20.
október. Helga Kress setur ráðstefn-
una en síðan ræðir Rannveig Trau-
stadóttir um stöðu kvennafræða við
Háskóla íslands og Fride Eeg-Hen-
rikseon, forstöðumaður Nordisk
institutt for kvinne- og kjönns-
forskning, ræðir um nýja norræna
stofnun um kvennarannsóknir.
Laugardaginn 21. október verður
ráðstefnunni skipt upp í átta mál-
stofur, þar sem rædd verða ýmis
málefni svo sem kvennakirkjan,
vangaveltur um aðferðir á vettvangi
hefðbundinnar sagnfræði, hlut
Kvenréttindafélags Islands í kjara-
baráttu kvenna, Rauðsokkahreyf-
inguna, mat á bókmenntum, tilfinn-
ingaleg vandamál kvenna í áfengis-
meðferð, störf og aðstæður ungra
kvenna í atvinnulífinu, valkyrjur eða
ambáttir?, kvennaathvarfið, kven-
frelsi og kynferðislegt ofbeldi.
Enn fremur um kynferði og
stjórnun menntamála í kvennafræði-
legu ljósi, stelpur og strákar, hvenær
fá þau sérkennslu, samkennsla kynja
í hannyrðum og smíði: Skref í átt
til jafnréttis?, ríkisfeminismi, hvatir
og viðhorf til kvenna í íslenskum
tröllasögum, umræður um syni í
sögu Guðrúnar frá Lundi og ólétta
í íslenskum bókmenntum.
Kvennaráðstefnan
í Peking
Sunnudaginn 22. október verður
pallborðsumræða um Kvennaráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna í Peking
og spurt hvað hafi unnist í Kína.
Eftir hádegi verða opnaðar málstof-
ur um kvenleika og fötlun, marg-
breytileika í íslenskri sjávarbyggð,
foreldrahlutverk og rétt barna,
framburður, viðhorf og kynferði,
ekkjur á íslandi um síðustu alda-
mót, sjálfsmynd kvenna í sveitarfé-
lagi 19. aldar, líf og ljóð, um ævi
konu og sannleikann í fræðunum og
orðræðugreining á minningargrein-
um og viðtölum.
Opinn fundur Umhverfismálaráðs
Rætt um Elliðaáraar
AÐ UNDANFÖRNU hafa nefndir
borgarinnar boðið almenningi að
fylgjast með störfum sínum og mið-
vikudaginn 18. október kl. 16.30
verður haldinn • opinn fundur Um-
hverfismálaráðs Reykjavíkur í Ráð-
húsi Reykjavíkur.
Nývecið hefur kýlaveiki í laxi
Elliðaánum orðið til þess að vekja
umræður um að enn frekar þurfi
að herða eftirlit með ánum og um-
hverfi þeirra. Mörgum þykir frek-
lega hafa verið þrengt að ánum og
óttast að vatnið í þeim sé að minnka
og að gæði þess séu ekki viðun-
andi. Á fundinum 18. október mun
umhverfismálaráð leitast við að fá
svör við þessum og mörgum fleiri
spurningum varðandi Elliðaárnar
og umhverfi þeirra, segir í fréttatil-
kynningu.
Á fundinum mun Halldór Torfa-
son, jarðfræðingur, ijalla um vatna-
fræði Elliðaánna ogjarðfræði dals-
ins, Haukur Pálmason, aðstoðarraf-
magnsstjóri, gefur yfirlit um fram-
kvæmdir í dalnum, segir frá rekstri
ánna og laxinum, Jóhann Pálsson,
garðyrkjustjóri, segir frá gróðurfari
í Elliðaárdal og að lokum fjallar
Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðing-
ur, um frárennslismál, áform um
byggð í nágrenni dalsins og kynnir
fyrirhugaðar rannsóknir á Elliðaán-
um.
Athugasemd frá Hagstofunni vegna
verðkönnunar Framleiðsluráðs og
Neytendasamtakanna
Verð á fersku græn-
meti hefur aldrei
verið hærra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Hagstofu íslands
þar sem athugasemdir eru gerðar
við verðkönnun Framleiðsluráðs
landbúnaðarins og Neytendasam-
takanna. Athugasemdirnar fara
hér á eftir í heild.
„1. Fimmtudaginn 5. október
kynntu Framleiðsluráð landbúnað-
arins og Neytendasamtök niður-
stöður úr verðkönnunum sem þau
hafa staðið fyrir um allt land frá
því í júní. Safnað hefur verið á
þeirra vegum upplýsingum viku-
lega um verð á nokkrum tegund-
um af grænmeti og mánaðarlegum
upplýsingum um verð á kjöti.
Neytendasamtökin sáu um verð-
söfnunina en úrvinslan var í hönd-
um Framleiðsluráðsins. Um leið
var kynntur útreikningur á „vísi-
tölu“ sem nefnd var „vísitala
grænmetis (19.7. 1995 á 100)“
en samkvæmt henni hefur græn-
metisverð lækkað um tæplega 6%
á tímabilinu til loka september.
Samkvæmt frásögn RÚV og
Tímans frá blaðamannafundinum
var þessi vísitala borin saman við
niðurstöður Hagstofunnar fyrir
vísitölu neysluverðs. Þessi saman-
burður er afar villandi. Hagstofan
hefur nú fengið aðgang að öllu
efni og útreikningunum og telur
rétt að gera þær athugasemdir
sem hér fara á eftir.
2. Á þriggja mánaða tímabili
frá júlí til október hækkaði verð á
fersku grænmeti í neysluverðsvísi-
tölu um 38%. Vísitala neysluverðs
hækkaði í heild um 1,2% og olli
grænmeti 0,24% af þeirri hækkun.
Ef litið er yfir tímabilið frá miðju
ári 1988 til október 1995 er ljóst
að grænmetisverð er í sölulegu
hámarki og. hefur verð á fersku
grænmeti aldrei verið hærra.
3. Nokkrar ástæður eru til þess
að mælingar Hagstofunnar á
neysluverðsvísitölunni eru ekki
sambærilegar við útreikningsað-
ferðir Framleiðsluráðs og Neyt-
endasamtakanna.
* Verðhugtak neysluverðsvísi-
tölunnar mælir það sem neytand-
inn greiðir fyrir vöruna óháð því
hvort um innlenda eða innflutta
vöru er að ræða. í útreikningum
Framleiðsluráðs og Neytendasam-
takanna er eingöngu miðað við
verð á innlendu grænmeti. í
neysluverðsvísitölunni er miðað við
lægsta verð á hveijum tíma þegar
um vel skilgreindar vörur er að
ræða eins og grænmeti. Vísitalan
mælir ekki eingöngu verð á inn-
lendu grænmeti heldur einnig inn-
fluttu og endurspeglar verð sem
neytandinn greiðir fyrir vöruna.
* Meðalverðbreytingin sem
Hagstofan reiknar byggist á
vegnu meðalverði á vörum eftir
verslunum og eru vogirnar reistar
á upplýsingum um matvöruveltu
þeirra. í útreikningi Framleiðslu-
ráðs og Neytendasamtakanna er
miðað við einfalt óvegið meðaltal.
Aðferðin skiptir miklu máli við
útreikningana þar sem verð í litl-
um og stórum verslunum er afar
mismunandi og verðbreytingar oft
ólíkar.
* Vísitala neysluverðs miðast
við verð vöru og þjónustu tvo
fyrstu dagana í hveijum mánuði
og eru tímasetningarnar því ekki
sambærilegar við vikulegar athug-
anir Framleiðsluráðs og Neytend-
samtakanna. Upphafgildi „vísi-
tölu“ er í miðju júlí þegar ein-
göngu er innlent grænmeti á
markaðinum og þá á mjög háu
verði enda er verð á innlendu fram-
leiðslunni jafnan hæst þegar hún
kemur fyrst á markað. Til að sýna
hve miklu máli tímasetningarnar
skipta við-samanburð sem þennan
má benda á að hefði „vísitala“
Framleiðsluráðs og Neytendasam-
takanna verið miðuð við 6. október
í stað 27. september hefði hún
hækkað um tæplega 6% í stað
þess að lækka um tæplega 6%.
Útreikningstími neysluverðsvísi-
tölunnar í upphafí hvers mánaðar
hefur verið með hliðstæðum hætti
lengi og sögulegar talnaraðir um
grænmetisverð ættu að vera sam-
bærilegar hvað þennan þátt varð-
ar. Til lengri tíma litið ættu tíma-
setningar verðmælinganna að
skipta minna máli þar sem sveifl-
urnar jafnast út en mestu máli
skiptir að verðsöfnun sé með sam-
bærilegum hætti í hvert sinn.
4. í frásögnum af blaðamanna-
fundinum kom fram að Hagstofan
birti ekki upplýsingar um sundur-
liðað verð á grænmeti. Þessi full-
yrðing er alröng. Við útreikning
vísitölunnar reiknar Hagstofan sjö
undirvísitölur fyrir grænmetisliðinn
og hefur auk þess um langt árabil
birt upplýsingar um einingarverð á
helstu tegundum grænmetis sem
hún safnar og ætti sá samanburður
hvað tegundir varðar að vera sam-
bærilegur á milli ára.
5. Verðsöfnun Hagstofunnar
vegna neysluverðsvísitölunnar
hefur til þessa eingöngu verið á
höfuðborgarsvæðinu. Verulegur
hluti þeirrar vöru og þjónustu, sem
neytendur kaupa og neysluverðs-
vísitalan tekur til, er á sama verði
um landið allt. I lögum sem sett
voru um neysluverðsvísitöluna og
tóku gildi í mars 1995 var Hag-
stofunni gert að safna verði um
allt land og hefur Hagstofan gert
það frá því í maí. Verðsöfnun
Hagstofunnar er nú mjög um-
fangsmikil og er safnað ríflega
16.000 verðupplýsingum um allt
landið í hveijum mánuði. Enn sem
komið er tekur Hagstofan ekki
verð á vöru og þjónustu utan höf-
uðborgarsvæðisins með í útreikn--
ing vísitölunnar og mun ekki gera
fyrr en verðsöfnunin þar er komin
í fastar skorður. Lausleg athugun
á þessum gögnum bendir þó til
þess að grænmetisliður neyslu-
verðsvísitölunnar hefði ekki breyst
með öðrum hætti þótt verð utan
af landi hefði verið reiknuð með.“
— leikur að lœra!
Vinningstölur 13. okt. 1995
4*7*11 •14*25*26* 29
Eldrí úrslit á símsvara 568 1511