Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MCRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slagorð nasista máluð á kirkjuna Ibúðarhús á hættu- svæðum í Súðavík og Hnífsdal verða keypt RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að íbúðarhús á Súðavík sem eru á hættusvæði vegna snjóflóða verði keypt. Öll gamla íbúðabyggðin á Súðavík er talin á hættusvæði sam- kvæmt hættumati. Því verður sleg- ið á frest að reisa vamarmannvirki fyrir opinberar byggingar og fisk- verkunarhús Frosta á Súðavík. Nýtt hættumat er komið fyrir Hnífsdal og þau hús sem eru á rauðu hættusvæði verða einnig keypt. Yfir 60 hús á Súðavík Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki búið að ákveða hvemig húseignirnar verða metnar til kaupverðs. Það bíður seinni tíma. Um er að ræða liðlega 60 hús- Gerð varnar- mannvirkja við vinnustaði í Súðavík frestað eignir í Súðavík. Af þeim kemur til greina að hægt verði að flytja 15-20 hús á nýtt byggingarsvæði. Búið er að úthluta 57 lóðum og íbúðum, en nú er gert ráð fyrir 64 íbúðum á nýju byggingarsvæði í Súðavík. Gert er ráð fyrir því að sveitar- stjómirnar hafi forgöngu um kaup húsanna. Þegar fyrir liggur að byggð sé á snjóflóðahættusvæði lætur sveitarstjórn vinna áætlun um varnir eða uppkaup á húsum. Velja skal þann kost sem hag- kvæmari er. Ofanflóðasjóður greiðir 90% Ofanflóðasjóði er heimilt að greiða allt að 90% kostnaðar við vamir eða uppkaup húseigna en sveitarstjómimar greiða 10% kostnaðar. Þegar niðurstaða liggur fyrir gerir sveitarstjórn tillögu til ofan- flóðanefndar sem vinnur úr tillög- unni í umboði Almannavama. Nýlega var tekin ákvörðun um framlag úr Ofanflóðasjóði til bygg- ingar frekari varnarmannvirkja á Flateyri. HAKAKROSSAR og slagorð nasista voru máluð með rauðri málningu eftir allri norðurhlið Háteigskirkju, að líkindum að- faranótt föstudagsins. Stór hakakross hafði líka verið sprautaður á aðaldyr kirkjunn- ar. Séra Helga Soffía Konráðs- dóttir aðstoðarprestur telur ekki óhugsandi að verknaður- inn sé viðkomandi þeirri starf- semi í kirkjunni sem tengist nýbúum. „Þetta er hreinn og klár nas- ismi,“ sagði Helga Soffía um veggjakrotið. „Hérna eru nas- istatákn og orðatiltæki og setn- ingar nasista sem eru fræg að endemum. Það sorglegasta við þetta er að Háteigskirkja er eina kirkjan í borginni sem er með nýbúastarf og nýbúaprest. Mér finnst ekki líklegt að hérna hafi verið unglingar á ferðinni og ég lít þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði Helga Soffía. Starfsemi var bæði inni í kirkjunni og sóknarheimilinu langt fram eftir fimmtudags- kvöldi og því líklegt að verkn- aðurinn hafi verið framinn að- faranótt föstudagsins. Helga Soffía telur líklegt að mála þurfi kirkjuna á ný. Toshiki Toma, eiginmaður Helgu Soffíu, sem stýrir starf- inu með nýbúunum, segir að þeir sem verknaðinn frömdu séu fjarri því að túlka viðhorf venjulegra íslendinga. „Það eru afar fáir með slíkan þanka- gang. Ef þetta er gert af gamansemi verður að benda á það að gamanið er grátt, eink- um þegar hörmungar nasista- tímans eru hafðar í huga,“ sagði Toma. Lögreglan segir að af skó- förum við vegg kirkjunnar að dæma hafi fullvaxinn maður eða menn verið hér að verki. Ellilífeyrir Helmingur hagnaðar reiknast sem tekjur SAMKVÆMT nýjum reglum um greiðslu ellilífeyris, sem gildi tóku 1. september síðastliðinn, reiknast helmingur hagnaðar af atvinnu- rekstri maka sem laun viðkomandi ellilífeyrisþega og getur því leitt af sér lækkun lífeyris. Að sögn Fanneyjar Úlfarsdóttur, deildarstjóra lífeyrisdeildar Trygg- ingastofnunar, segir í nýju reglunum að með tekjum ellilífeyrisþega sé átt við skattskyldar aflatekjur hans og helming af tekjum sem myndast við atvinnurekstur hjóna, þ.e. þegar hjón búa við venjulegt fjárfélag og atvinnustarfsemi er ekki skattlögð sérstaklega. Til dæmis að ekki hafi verið stofnað sérstakt firma um at- vinnureksturinn sem hafi sjálfstæð- an fjárhag og sé lögaðili gagnvart skattarétti. Samkvæmt þessum nýju reglum fær einstaklingur sem t.d. hafði 12.139 kr. í ellilífeyri fyrir 1. sept- ember nú 8.234 kr. ef hagnaður af atvinnurekstri hjóna er 136 þúsund krónur á árinu 1994. Morgunblaðið/RAX TOSHIKI Toraa, sem stýrir nýbúastarfi í Háteigskirkju, gengur þungt hugsi frá útkrotuðum vegg kirkjunnar. Nýr samningafundur um Smuguna boðaður í lok nóvember Þokaðist I samkomu- lagsátt í Moskvu VIÐRÆÐUM embættismanna frá íslandi, Noregi og Rússlandi um veiðar íslenzkra skipa í Barents- hafi lauk í Moskvu í gær án samkomulags. Stjórn- völd í ríkjunum þremur telja þó að árangur hafi náðst á fundinum og þokazt í samkomulagsátt. Nýr samningafundur hefur verið boðaður í lok nóvember og er áfram stefnt að því af allra hálfu að ná samningum fyrir áramót. Rætt var um kvótatölur, en ekki er samkomu- lag um hversu mikinn kvóta ísland fái í Smug- unni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ber þó ekki mikið á milii. Skipti íslendinga og Norðmanna á veiðiheimildum voru einnig rædd. Jafnframt er deilt um hvort íslendingar fái að veiða kvóta sinn á Svalbarðasvæðinu og í lögsögu Noregs og Rússlands. Þá gera Noregur og Rúss- land þá kröfu að komið verði í veg fyrir að skip i eigu íslendinga sigli undir hentifána og komist þannig framhjá kvótaákvörðunum. Styttra á milli en áður Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ekki endilega hafa átt von á samkomulagi í Moskvu. „Eg tel að þessi fundur hafi verið gagn- legur og að margt hafi skýrzt á honum. Það var árangur út af fyrir sig að samningaviðræður voru hafnar á nýjan leik, því að það hefur tekið aillang- an tíma að koma þeim á,“ segir Halldór. „Það er líka árangur að menn skilja sáttir eftír þennan fund og hafa ákveðið að halda nýjan.“ Aðspurður hvort styttra sé á milli ríkjanna hvað varðar til dæmis kvóta og veiðisvæði eftir fundinn, segir Halldór: „Það er styttra á milli eftir þennan fund en áður var og það er árang- ur.“ Halldór telur að með góðum samningsvilja verði hægt að ljúka málinu fyrir áramót. „Það voru þau tímamörk, sem ég taldi eðlilegt að setja." Jákvæðar viðræður „Við lítum svo á að viðræðurnar hafi verið jákvæðar og gagnlegar," segir Ingvard Havnen, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins. „Við erum nær lausn en áður.“ Havnen segir að norsk stjórnvöld hafí áfram von um markmið ríkjanna þriggja, um að ná sam- komulagi fyrir áramót, geti náðst. Hins vegar séu samningaviðræðurnar flóknar og brugðið geti til beggja vona. Lík fannst í Vest- manna- eyjahöfn SJÓFARENDUR í Vest- mannaeyjahöfn fundu í gær lík á floti í höfninni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að um sé að ræða lík Steinunnar Þóru Magnúsdóttur, 14 ára gam- allar stúlku, sem mikil leit hefur verið gerð að, en síð- ast sást til Steinunnar Þóru í Vestmannaeyjum aðfara- nótt sunnudagsins 1. októ- ber. Samkvæmt upplýsing- um rannsóknarlögreglu er eftir að bera formleg kennsl á líkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.