Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 29 kksins Norðurlöndin gætu komist í mikla tísku á ný. Eftir því sem umheimur- inn, Evrópa og Bandaríkin, færast nær okkur verðum við meðvitaðri um sérstöðu okkar. Við getum nýtt okkur hina nýju fjölmiðlatækni en við getum aldrei sigrað Bandaríkja- menn á þeim vettvangi. Norrænu bókmenntaverðlaunin hafa hins vegar skipt miklu máli. íslenskir verðlaunahafar hafa til dæmis orðið til að kynna Dönum nútímabók- menntalist Islendinga. A menning- arsviðinu getum við náð lengst með samvinnu á sviði bók- mennta og tónlistar." Verður að endurskipuleggja Norðurlandaráð Þegar Engell er spurð- ur hvort ekki sé hætta á því með Evrópusam- bandsaðild Svía og Finna og áður Dana að ung- menni einbeiti sér frekar að því að læra tungumál sem skipta miklu máli innan ESB á borð við þýsku og frönsku en nor- ræn tungumál segir hann það vissulega geta gerst. „Það er raunar mikil hætta á þessari þróun og því hef ég lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að nútímavæða Norður- landasamstarfið. Við verðum að endurskipu- leggja starf Norðurlanda- ráðs þannig að hið póli- tíska mikilvægi þess auk- ist. Annars er hætta á því að menn muni í sífellt auknum mæli beina aug- um sínum til Brussel ein- vörðungu. Við verðum líka að einbeita okkur að samstarfi á þeim sviðum sem almenningur lætur sig miklu varða. Eins og er einbeitum við okkur að of mörgum hlutum. Við dreifum fjármagninú í of mörg verkefni. Við verðum að láta verkefni sem skila sjáanlegum árangri hafa forgang. íbúar Norð- urlandannna verða að verða varir við árangur Norðurlandasam- starfsins." Hann segir að þeir sjö milljarðar íslenskra króna sem árlega sé varið til þessa starfs verði að skila sér betur til fólksins. „Við þurfum á minni skriffinnsku að halda, það er að mínu mati mikilvægt," segir Engell. Sameinumst í Evrópu Hann minnir einnig á að margir hafi borið þann draum í bijósti að Norðurlöndin myndu sameinast sem ein heild innan Evrópusambandsins. „Ég held að við ættum mikla mögu- leika sem svæði innan ESB. Norð- menn og íslendingar hafa hins veg- ar ákveðið að taka ekki þátt í þessu samstarfi og það virðum við. Við getum hins vegar gert Norðurlanda- samstarfið að tengingu við Evrópu- samstarfið." Engell segist vera mjög bjartsýnn hvað varðar framtíð Norðurland- anna. Norðurlöndin hafi lengi verið „púkaleg" en hann telji miklar Iíkur ---------- á nýrri norrænni gullöld. ;taða „Við höfum mikla sér- /arðar stöðu á alþjóðavettvangi Smat hvað gildismat varðar. Þó að Danir, Islendingar, Norðmenn, Svíar og Finnar séu mjög ólíkir innbyrðis þá eru viðhorf okkar áþekk, áhrif nátt- úrunnar og ljóssins á menninguna. Norðurlöndin eiga eftir að koma í tísku á ný meðal ungmenna eftir því sem við tengjumst öðrum ríkjum nánari böndum. Hin jákvæða þjóð- ernishyggja hefur mjög sterkar rætur á Norðurlöndunum og hún á eftir að verða öflugri með aukinni alþjóðavæðingu. Við verðum hins vegar einnig að taka frumkvæðið og gefa hinu norræna samstarfi aukna næringu." Breska læknafélagið vill banna hnefaleika í Bretlandi og vísa Bretar meðal annars til stöðu mála á íslandi í því sambandi Islendingar tóku af [ skarið fyrir nær 40 árum I BRESKA læknafélagið endurtók enn einu sinni áskorun sína um að banna ætti hnefa- leika í Bretlandi eftir að skoskur hnefaleika- maður lést sl. sunnudag í kjölfar áverka sem hann hlaut í keppni fyrir helgi. Bretar vísuðu m.a. til stöðu hnefaleika á íslandi og af því tilefni rifjar Steinþór Guðbjartsson upp af- skipti Alþingis af málinu og ástæður þess að hnefaleikar voru bannaðir hér á landi sam- kvæmt lögum nr. 92/1956. HNEFALEIKAR bárust til íslands frá Danmörku haustið 1916 og hófst þá kennsla í greininni en nemendur voru aðallega piltar í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík. Fyrsta hnefaleikasýningin var haldin á veg- um Glímufélagsins Ármanns í Iðnó 1926 og fyrsta mótið í Gamla bíói, . þar sem nú er íslenska óperan, 1928. Mót og sýningar hnefaleikamanna sættu strax mikilli gagnrýni en félög- in, einkum Ármann og KR, héldu sínu striki. Fyrsta hnefaleikameistaramót íslands var sumarið 1936 en næst var þráðurinn tekinn upp 1943 og keppt nánast árlega til 1953. Á fyrsta mót- inu kepptu 12 manns í fimm þyngdar- flokkum og aðeins fleiri á síðasta mótinu en síðast var keppt í hnefaleik- úm hér á landi 1954 og var þar um Ármanns- og KR-mót að ræða. Varanleg örkuml Þekktir, íslenskir hnefaleikamenn komu við sögu í ólátum á dansleik í Listmannaskálanum þáverandi við hliðina á Alþingishúsinu veturinn áður en lögin um bannið öðluðust gildi. Lögreglumenn reyndu að stilla til frið- ar en við það hlutu þeir varanleg ör- kuml. Að sögn Sigurðar Magnússon- ar, framkvæmdastjóra ÍSÍ, beitti Tho- rolf Smith fréttamaður sér fyrir því að læknarnir Kjartan J. Jóhannsson og Helgi Jónasson fluttu í kjölfarið frumvarp á Alþingi 1956 um að banna hnefaleika. Frumvarpinu var vel tekið og var komið til 2. umræðu í síðari deild en var ekki útrætt. Því flutti Kjartan samhljóða frumvarp á næsta þingi og þá var Gísli Guðmundsson meðflutningsmaður hans. í greinargerð með frum- varpinu sagði að hnefaleik- ur væri einhver ógeðfelld- asti leikur sem hér þekkt- ist. Síðan kom eftirfarandi: 12. nóvember og sagði að enginn hefði andmælt því á síðasta þingi en mótmælabréf borist frá íþróttasam- bandi íslands. „Sem betur fer, hafa hnefaleikar aldrei náð almennum vin- sældum hér á landi, en alltaf þótt, það sem þeir eru, leiðinlegt og ógeðs- legt at, miklu verra en hesta- eða nautaat." Kjartan vitnaði í rannsóknir er- lendra lækna og sagði að 60% þeirra sem iðkuðu hnefaleika biðu af því varanlegt, óbætanlegt tjón. Raddir sem krefðust þess að afmá þessa smán úr þjóðlífi þeirra í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem hnefaleikar væru vinsælastir, yrðu æ háværari. „Ég er viss um, að flestir íslendingar hafa skömm á hnefaleikum og öðrum barsmíðum og fagna því að hætt verði að styrkja þá af opinberu fé.“ Hann greindi frá útgáfu bókarinnar Svívirðilegur leikur eftir breska lækn- inn og stjómmálamanninn dr. Edith Summerskill, studdist við upplýsingar úr bókinni og nefndi dæmi um dauðs- föll af völdum hnefaleika, jafnt bama sem fullorðinna. „Það er kominn tími til að gera sér ljóst, að hnefaleikamót atvinnumanna eru opinberar aftökur án þeirrar afsökunar, að verið sé að fullnægja neinu réttlæti, og að horfa á keppnina er jafnóviðfelldið og að horfa á blóðvöll í sláturhúsi. En það er hvorki eins heiðarlegt né eins nauð- synlegt og síst af öllu eins mannúð- legt og slátrun í sláturhúsi." Eftir að hafa áréttað varanleg áhrif hnefaleika á iðkendur sagði Kjartan: „Við, sem höfum fengizt við lækningar síðasta aldarfjórðunginn, getum borið um það, að meðan svo að segja engir fengust hér á landi til þess að æfa hnefaleika, var miklu minna um barsmíðar og slys af þeim sökum heldur en núna á síðustu árum. Hnefaleika- mót eru opin- berar aftökur „Ef íþrótt er skýrgreind sem holl hreyfing, vel fallin til þess að gera menn hrausta á sál og líkama, þá er öfugmæli að kalla hnefaleika íþrótt. Sem betur fer, hafa hnefaleikar aldrei verið vinsælir hér. Ekki er kunnugt, að neinn hafi látið lífið hér við opinbera hnefaleikakeppni. Slíkt er þó algengt erlendis. Hitt er þó enn algengara þar, að hnefaleikarar verði það, sem kalla mætti „höggdrukknir", þ.e. fá meiri eða minni heilaskemmd- ir, sem valda því, að þeir haga sér eins og þeir væru lítils háttar ölvaðir. Stórslys og dauðsföll hafa hlotizt hér á landi af áverkum af hendi manna, er vanizt höfðu hnefaleikum. Full ástæða er því til að stemma á að ósi í þessu efni og banna alla keppni og kennslu í hnefaleik, Bann við hnefaleikum er í rauninni ekki nema skyld og sjálfsögð tilraun til slysavarna." Kjartan fylgdi frumvarpinu úr hlaði Og við vitum líka, að mikill meiri hluti þeirra slysa, sem nú verða af barsmíðum, er af völdum manna úr hópi þeirra tiltölulega fáu, sem eitt- hvað hafa numið hnefaleik. Við get- um því bent á sterkar líkur fyrir því, að þessum slysum mundi fækka, ef kennsla í hnefaleik færi ekki fram hér á Iandi.“ Verkefni Alþingis Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, tók í sama streng og flutningsmaður og sagði að keppa bæri að því að frumvarpið yrði að veruleika en gat þess að mót- jnæli ÍSÍ hefðu átt nokkurn þátt í því að frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á síðasta þingi. Hann sagðist hafa rætt við forseta ÍSI sem hefði sagt sér að sanibandið hefði ekki tilhneigingu til að halda verndarhendi yfir íþróttinni en talið orsök mótmælanna vera þá að varhugavert fordæmi væri að lög- Aðrar reglur í ólympískum hnefaleikum gjafarsamkoman tæki að sér að kveða á um hvaða íþróttagrein menn stund- uðu og hvaða ekki. Gylfi sagði að íþróttasamtökin hefðu ekki verið til- búin til að taka ákvörðun um að keppni í hnefaleikum eða sýning á leikjum færi ekki fram en vildi að þingnefndin sem fengi málið til með- ferðar ræddi við ÍSI um framhaldið. „Ef íþróttasamtökin eru hins vegar ekki reiðubúin til þess að taka sjálf ákvörðun um það, að hnefaleikar skuli ekki sýndir opinberlega og torveldað að stunda þá, þá er það verkefni Al- þingis að taka ákvörðun um, hvort svo langt skuli gengið að banna þá beinlínis." Frumvarpinu var vísað samhijóða til annarrar umræðu og þá sagðist Kjartan hafa rætt við menntamálaráðherra og þeir væru sammála um að þó ÍSÍ bannaði hnefaleika væri það ekki fullnægjandi. „Réttara sé að banna hnefaleika með lögum.“ Frumvarpið var samþykkt með 20 samhljóða atkvæðum, enginn tók til máls við þriðju umræðu og það var afgreitt til efri deildar þar sem Alfreð Gíslason var framsögumaður. Hann áréttaði skaðsemi hnefaleika, sagði leikinn engan jarðveg eiga hér á landi og vonaði að frumvarpið yrði að lög- um. „Ég tel að það sé sómi fyrir okk- ur íslendinga að verða fyrstir til þess. Margjr læknar og heilbrigðisfrömuðir erlendis munu taka eftir þessu og munu nota það i baráttu sinni í sínum löndum fyrir að ná sama árangri." Frumvarpinu var vísað til annarrar umræðu með 10 samhljóða atkvæðum og þegar að henni kom greindi Alfreð frá bréfi sem hafði borist frá fram- kvæmdastjórn ÍSÍ eftir að málið hlaut afgreiðslu í nefnd. Hann svaraði fram- komnum ásökunum í bréfinu og gat þess jafnframt að Alþingi hefði borist einróma áskorun frá fundi Læknafé- lags Reykjavíkur um að banna hnefa- leika og samskonar áskorun hefði f borist frá 63 kennurum á Akureyri. j I atkvæðagreiðslu var frumvarpið ? samþykkt samhljóða, enginn tók til máls við þriðju umferð og 27. desem- ber 1956 öðluðust lög um að banna hnefaleika gildi. Síðan hefur keppni, sýning og kennsla í hnefaleik verið bönnuð. Ennfremur sala og notkun í hnefaleikaglófa og annarra tækja sem 8 ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. 'í Ósk um ólympíska hnefaleika f| Undanfarin ár hafa áhugamenn um þ ólympíska hnefaleika æft íþróttina og [ að þeirra ósk fluttu Kristinn H. Gunn- ( arsson og Ingi Björn Al- ■ bertsson tillögu til þingsá- j lyktunar 1993 þess efnis j að skipuð yrði nefnd til að <i kanna hvort rétt væri aðd leyfa ólympíska hnefaleika í| sem íþróttagrein hér á landi en sam- kvæmt tiltækum upplýsingum eru ólympískir hnefaleikar ekki bannaðir i erlendis. Tillagan var ekki útrædd og éf var endurflutt á síðasta þingi en í í greinargerð með tillögunni kemur S fram að rétt sé að gera skýran | greinarmun á ólympískum hnefaleik- I um og hnefaleikum atvinnumanna. i M.a. séu reglur og öryggiskröfur afai ólíkar og á það bent að skylt sé ac, nota höfuðhlífar í ólympískum hnefa- leikum og hver leikur standi í þijár lotur í stað allt a_ð 12 lotum hjá at- j vinnumönnum. ÍSÍ, UMFÍ og íþrótta- J kennarafélag íslands mæltu með þvíf að þingsályktunartillagan yrði sam-| þykkt en Læknafélag Islands, lands-j samtökin Heimili og skóli og starfs-l menn íþrótta- og æskulýðsdeildai [ menntamálaráðuneytisins voru áj móti. 21. febrúar sl. lagði mennta-| málanefnd til að málinu yrði vísað til ( ríkisstjórnarinnar og þar liggur það. Reuter NÆR 500 hnefaleikarar hafa látist síðan 1984 í kjölfar meiðsla sem þeir hafa hlotið í keppni. Tveir hnefaleikarar létust um síðustu helgi og á myndinni er annar þeirra, Skotinn James Murrey, í keppn- inni sem varð honum að falli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.