Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 5\/ONA,5\/ONA;íWe> IClAPP L EK EMGIU 'ASXæ&A KL4pPv\ A&VAXA -SN'ÖWA Tommi og Jenni Menn hafa siðferðiskennd sem dýr hafa Og veistu hver sagði Hvaða Carl? ekki, og við getum séð fyrir afleiðingar það? Carl Sagan! gerða okkar. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Starfsemi í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði Frá Einari Eyjólfssyni: í FRÍKIRKJUSÖFNUÐINUM í Hafnarfirði eru nú nærri 2.700 manns og hefur safnaðarfólki fjölg- að verulega síðustu árin. Lætur nærri að fjölgað hafi um 1000 manns á 12 árum en það er meiri fjölgun en í flestum öðrum kirkjufé- lögum á landinu. Fríkirkjusöfnuður- inn er lútherskur söfnuður og starf- ar því við hlið Þjóðkirkjunnar og á sama grundvelli. Söfnuðurinn er hins vegar sjálfstæður í öllu því sem lýtur að stjórn og starfs- háttum en fer þá um leið á mis við þann stuðning sem ríkisvaldið lætur Þjóðkirkjunni í té. Þeir sem eru í söfnuðin- um greiða hins vegar sömu sóknargjöld og fólk í Þjóðkirkjunni og eru þetta einu tekjurnar sem kirkjan hefur, fyrir utan gjafir. Engu að síð- ur hefur kirkjan alla tíð leitast við að halda uppi öflugu safnaðarstarfi og verður hér sagt frá því helsta sem í boði er nú í vetur. Barnaguðsþj ónustur Barnaguðsþjónustur eru í kirkjunni alla sunnudaga kl. 11. Þær eru ætíð vel sóttar enda er mikið sungið og sagð- ar sögur, auk þess sem bömin læra bænir og biblíusögur. Það er eink- ar gleðilegt hve vel for- eldrar hafa mætt í þess- ar stundir. Opið hús fyrir 8-10 ára börn Á þriðjudögum kl. 17 er opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar að Austurgötu 24, fyrir 8-10 ára börn. í þessum samverustundum er mikið föndrað, sagðar sögur, sungið og farið í leiki. Hverri samverustund lýkur svo með helgistund. Opið hús fyrir 10-12 ára Á fímmtudögum kl. 17 er opið hús í safnaðarheimilinu fyrir böm á aldrinum 10-12 ára. I þessum samvemstundum er einnig fjöl- breytt dagskrá við hæfi þessa ald- urshóps. Barnakór kirkjunnar Bamakór kirkjunnar æfir tvisvar í viku, á mánudögum og miðviku- dögum kl. 16.10. Þetta starf er sér- staklega fyrir 10 ára börn og eldri. í vetur verður svo starfandi yngri deild (7-9 ára) og verða þeirra æf- ingar á mánudögum kl. 17.15-18.00. Kirkjulcór Kór kirkjunnar æfir öll miðviku- dagskvöld kl. 19.30. Kórinn er nú að hefja úndirbúning fyrir helgihald aðventu og jóla og verður vandað vel til þeirrar dagskrár. Kórinn er skipaður áhugasömu fólki en hins vegar vantar fleiri karlaraddir og eru þeir sem áhuga kunna að hafa beðnir að hafa samband við organ- ista kirkjunnar. Fermingarstarf í vetur taka um 80 unglingar þátt í fermingarundirbúningi kirkj- unnar og er það langstærsti hópur sem hefur skráð sig til þátttöku og býsna stór hluti allra ungmenna á fermingaraldri í Hafnarfírði. Hóp- urinn tók þátt í fermingarnámskeiði í Vatnaskógi nú í september og er áætlað að fara aðra slíka ferð í vor. Unglingastarf Það er opið hús fyrir unglinga öll sunnudagskvöld kl. 20. Þetta starf er í safnaðarheimilinu og er leitast við að bjóða upp á fjöl- breytta dagskrá. Heimsóknarþjónusta Safnaðarprestur og djákni kirkj- unnar vitja sjúkra og aldraðra. Þeir sem óska eftir heimsókn eða vilja láta vita af einhverjum em vinsam- legast beðnir að hafa samband við safnaðarprest. Kirkjudagur nk. sunnudag Á sunnudaginn kemur, 22. októ- ber, er kirkjudagur safnaðarins. Við guðsþjónustu kl. 14 mun Sigríður Valdimarsdóttir, djákni kirkjunnar, prédika og barnakórinn syngur ásamt kór kirkjunnar en stjórnandi beggja kóra er Kristjana Ásgeirs- dóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður svo hin veglega kaffisala Kvenfélagsins. EINAR EYJÓLFSSON, prestur, Arnarhrauni 34, Hafnarfirði. Fríkirlgan í Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.