Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 17 Reynslusögur Ókunnur maður flutti lögheimilið heim til mín Ef annarra manna póst- ur fer að berast inn um bréfalúgu er rétt að kanna strax hvort ein- hver hafí ranglega flutt lögheimili sitt. Brynja Tomer ræddi við mann sem hafði „huldumann“ skráðan heima hjá sér í meira en ár. um úr húsi, þótt það hafí bara verið á pappírum.“ Ætti hvorki að vera flókið né tímafrekt Skúli Guðmundsson skrifstofu- stjóri þjóðskrár segir að mistök hafí valdið því að svo langan tíma tók að leiðrétta þennan flutning. „Um leið og starfsfólk Hagstofu áttaði sig á mistökunum voru þau leiðrétt. Það er sem betur fer afar sjaldgæft að menn skrái sig hjá húseigendum án þess að þeir viti af því. Ef annarra manna póstur fer að berast, ráðlegg ég fólki að gera Hagstofu strax viðvart, svo hægt sé að bregðast við því.“ Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins segir að reglur laga um skráning- ar og tilkynningar séu skýrar. „Það getur verið til ama og óþæg- inda ef huldufólk skráir sig heima hjá manni. Við því er fátt annað að gera en fá leiðréttingu hjá Hagstofunni. Á það hvorki að vera flókið né tímafrekt að reka slíkt huldufólk af höndum sér. Fyrirmæli laganna miða við að menn séu rétt skráðir svo hægt sé að ná í þá, bæði hvað varðar réttindi þeirra og skyldur. Það eru fyrst og fremst opinberir hags- munir að menn séu skráðir á ákveðinn stað. Séu menn í feluleik að þessu leyti er það yfírleitt þátt- ur í einhvetju öðru ólöglegu at- hæfi. Rangar eða falsaðar tilkynn- ingar eru refsiverðar og varða sektum eða þyngri refsingu ef önnur brot koma við sögu.“ TTÚSEIGENDUM ber að til- I I kynna til Hagstofu þegar einhver flytur á heimili þeirra, hvort sem það er leigjandi eða annar. Sama skylda hvílir reyndar á öllum þeim sem flytja og er kveðið á um þetta í lögheim- ilislögum og lögum um tilkynn- ingu aðsetursskipta. Sumir hunsa þessi lög og láta hjá líða að tilkynna búsetuskipti og mun algengasta ástæðan vera að einhveijir hagsmunir eru í húfí, t.d. barnabætur eða pláss fyrir barn á leikskóla. Færri gerast svo djarfír að skrá lögheimili sitt hjá fólki án vitundar þess eða sam- þykkis, en það kemur þó fyrir endrum og eins. Heimilisfaðir í Reykjavík, sem varð fyrir því að ókunnur maður flutti lögheimili sitt heim til hans, án þess að flytja þangað, líkir þessu við að hafa draug á heimilinu. Skriffinnskan byrjar „Þegar skattskýrslur voru bomar í hús í upphafí ársins fylgdi aukaskýrsla á nafni manns sem enginn úr fjölskyldunni kannaðist við,“ segir maðurinn og kveðst hafa haft samband manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar nokkru síðar. „Þar var mér var sagt að þessi maður hefði átt lögheimili hjá mér í næstum því ár og ég þyrfti að fylla út eyðublað til að fá mann- inn fluttan. Það gerði ég og fór einnig á Hag- stofuna þar sem starfs- fólkið fann tilkynningu frá huldu- manninum sem með eigin hendi fýllti út og undirritaði flutning lögheimilis heim til mín. í tölvum Hagstofunnar kom í ljós að þessi maður hafði víða verið skráður með lögheimili á síðustu árum, oftar en ekki „óstaðsettur í hús“ eins og það er kallað þegar menn hafa ekki fastan dvalarstað." Gluggapóstur frá banka Segist heimilisfaðirinn hafa dregið þá ályktun að um einhvem vandræðapésa væri að ræða, sem falsaði upplýsingar um búsetu til að fá bætur úr félagslega kerfínu. „Á Hagstofunni var mér sagt að reynt yrði að ná í manninn og svo yrði lögheimili hans flutt án þess að við yrðum fyrir frekara ónæði. Nú í haust, mörgum mánuðum síðar, kom gluggaumslag frá banka inn um lúguna hjá okkur, stílað á vininn. Að mér læddist slæmur grunur og stóðst því ekki freistinguna að opna umslagið, þótt samviskan segði mér að gera það ekki. „Debetkortið þitt er til- búið til afhendingar," stóð í bréf- inu og þá hætti mér að lítast á blikuna. Ég fór í útibúið til að vara starfsfólkið við og kanna hvort maðurinn væri kominn með skilríki á þessu falsaða heimilis- fangi. Þar kom í ljós að vinurinn var að sjálf- sögðu búinn að ná í kortið og var enn skráður hjá mér enda hafði tilkynningin verið send út samkvæmt þjóðskrá.“ Ekki hægt að ná í huldumanninn Enn var skundað á Hagstofu Islands, þar sem heimilisfaðirinn segir að fátt hafí verið um svör hjá afgreiðslufólkinu. „Mér var sagt að líklega hefði ekíci náðst í manninn og það væri ástæðan fyrir því að hann væri enn skráð- ur með lögheimili á þessum stað. Aftur var undirrituð brottflutn- ingstilkynning og þegar ég kann- aði málið mánuði seinna hafði lög- heimili huldumannsins loks verið flutt heiman frá mér. Þessi maður olli mér engu öðru en óþægindum, en ég ímynda mér að hægt sé að gera fólki grikk með því að falsa upplýsingar af þessu tagi og mér fínnst óþægilegt að vita af því að alls konar lýður geti skráð sig heima hjá manni, án þess að mað- ur hafí hugmynd um það. Einnig finnst mér með ólíkindum hversu langan tíma tók að koma mannin- Svona felu- leikur tengist oftast öðru ólöglegu athæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.