Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell Skautað í Laugar- dalnum UM 60 þúsund manns komu á skautasvellið í Laugardalnum þá sex mánuði, sem það var opið síðasta vetur. Aðsóknin í vikunni sem er að líða hefur verið góð og margir greinilega beðið eftir því að komast á skauta. Þeirra á meðal þessi ungmenni sem renndu sér og léku á svellinu. Iðnaðarráðherra kynnti samningsdrög um stækkun álversins í ríkisstjórn í gær Samkomulag hefur náðst um meginatriði Forstjóri ISAL segir ummælin ótímabær og völd að verðfalli á álmarkaði SAMKOMULAG hefur tekist milli íslensku álviðræðunefndarinnar og samninganefndar Alusuisse-Lonza (A-L) um öll meginatriði væntan- legs samnings um stækkun álvers- ins í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári, þ.á m. um orkuverð og skatta, að sögn Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra. Stjórn Alusuisse-Lonza fjallar um málið 6. nóvember Stjórn A-L á eftir að taka af- stöðu til samningsdraganna. Hans Peter Held, blaðafulltrúi fyrirtækis- ins, staðfesti í gær að stækkun ál- versins á íslandi yrði tekin fyrir á næsta stjórnarfundi þess 6. nóvem- ber. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirlýsing ráðherra um sam- komulagið í gær hefði verið ótíma- bær, þvi ekkert hefði í raun breyst. Þótt samkomulag hefði náðst um mikilvæg atriði væru smærri atriði enn ófrágengin og engin ákvörðun verið tekin af hálfu svissneska ál- fyrirtækisins. Réttara hefði verið að bíða fram í nóvember þegar ákvörðunar væri að vænta. Þá sagði Roth engan vafa leika á að yfirlýs- ingin hefði haft þau áhrif að verð hefði fallið á álmarkaði í gær. Roth sagði að álmarkaðurinn væri mjög viðkvæmur og þess vegna gæti yfir- lýsing af þessu tagi haft tafarlaus áhrif á markaðnum. Álverð lækkaði skyndilega um 60 dollara tonnið í London í gær, fór niður í 1.640 dollara, og hefur ekki verið eins lágt í eitt ár. Skv. fréttaskeyti Reuter-fréttastofunnar vakti álverðslækkunin síðdegis í gær mikla athygli. Ekki er minnst á hugsanlega fjárfestingu í stækk- un álvers á íslandi í fréttaskeytinu en fram kemur að skv. upplýsingum Alþjóðaálstofnunarinnar hafi heimsframleiðsla áls aukist minna í september en áður. Margir hafi haft áhuga á að kaupa, en staðan breyst óvænt síðdegis þegar mikil sala leiddi til þess að verðið hrap- aði á skömmum tíma. Raforkuframkvæmdir fyrir tvo milljarða Iðnaðarráðherra kynnti samn- ingsniðurstöðuna á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun og fékk heimild til að undirbúa staðfestingarlaga- frumvarp um efni málsins sem leggja á fram á Alþingi eftir að stjóm Alusuisse-Lonza hefur flallað um málið, að hans sögn. Verði af stækkun álversins í Straumsvík er reiknað með að hún verði komin í rekstur á síðari hluta árs 1997. Kostnaður við fram- kvæmdimar er talinn nema 13-14 milljörðum kr. Samningsdrögin voru einnig kynnt stjórn Lands- virkjunar í gærmorgun. Verði af stækkun þarf Landsvirkjun að ráð- ast í framkvæmdir sem taldar eru kosta um tvo milljarða króna til að geta séð fyrir viðbótarraforkuþörf álversins, skv. upplýsingum Þor- steins Hilmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar. Er nauð- synlegt að auka árlega afkastagetu kerfisins um allt að 550 gígavatt- stundir á ári. Þar er um að ræða stækkun Blöndulóns í 400 gígalítra, lok byggingar fimmta áfanga Kvíslaveitu, og skipta þarf um vatnshjól í Búrfellsstöð þannig að afl hennar aukist um 35 megavött. Sendinefnd Columbia Skv. upplýsingum Þorsteins kem- ur nefnd á vegum bandaríska álfyr- Kjaradómur hefur sent frá sér greinargerð um forsendur fyrir úrskurði sínum Slær ekki á ólgxina að mati formanns VMSI KJARADÓMUR hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem skýrðar eru helstu for- sendur fyrir úrskurði Kjaradóms um laun æðstu starfsmanna ríkis- ins. Forsætisráðherra segir ljóst af þessum upplýsingum að Kjara- dómur hafi farið að lögum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, "*segir upplýsingarnar engu breyta um þá ólgu sem sé á vinnumarkað- inum. 1 í yfirliti sem ritari Kjaradóms hefur tekið saman eru birtar upp- lýsingar um launahækkanir í ein- stökum samningum sem gerðir voru fyrr á þessu ári. Hækkanirnar eru á bilinu 7-20%. Jafnframt seg- ir að launavísitala, sem sé traust- asta heimildin um almenna launa- þróun á hverjum tíma, hafi hækkað um 37,9% frá 1. mars 1989, en laun, sem úrskurðuð séu af Kjara- A dómi, hafi á sama tímabili hækkað um 35,2%. Ef miðað sé við tímabil- ið frá því ný lög um Kjaradóm tóku gildi, í ársbyrjun 1993, til dagsins í dag hafi þingfararkaup hækkað um 2,5% umfram launavísitölu. Af bréfi formanns Kjaradóms má skilja að úrskurðurinn gildi út árið 1996 þannig að nýr úrskurður falli ekki þegar laun á almennum markaði hækka um næstu áramót. „Þessi niðurstaða breytir engu varðandi þá ólgu sem risið hefur í þjóðfélaginu,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins. Hann sagðist ekki vera sáttur við allt sem stæði í greinargerð Kjaradóms, en sagðist ekki gera ráð fyrir að fá meiri upplýsingar frá dómnum. Ekki stílbrot að mati VSÍ Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði greinilegt á upplýsingum Kjaradóms að þeir efnameiri hefðu fengið ríkulegan hlut í efnahags- batanum. Krafa verkalýðshreyf- ingarinnar stæði óhögguð um að þeir lægstlaunuðu fengju aukinn hlut í efnahagsbatanum. Víglundur Þorsteinsson, varafor- maður VSÍ, sagðist ekki sjá að í upplýsingum Kjaradóms kæmi fram neitt sem benti til að stílbrot hefði orðið á þeirri launajöfnunarstefnu sem mörkuð var í febrúar. Hann sagði að atvinnulífið hefði tekið á sig 11 milljarða í aukinn launakostn- að með síðustu samningum og gæti ekki tekið á sig meiri kostnað. Vonándi jákvætt innlegg/10 í... £p*S|§jlj vlílS ■m irtækisins Columbia Aluminium Corp. til íslands um þessa helgi í vettvangskönnun en fyrirtækið hef- ur sýnt áhuga á staðsetningu álvers hér á landi. Hefur það keypt álverk- smiðju í Þýskalandi sem það leitar nú að staðsetningu fyrir. Koma fjögur lönd til greina og er ísland þeirra á meðal. Morgunblaðið/Kristinn BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, og Víglundur Þorsteinsson, varaformaður VSÍ, lesa bréf Kjaradóms í sljórnarráðinu í gær. Koma fram með Madonnu FRIÐRIK Karlsson gítar- leikari og Gunnlaugur Bri- em trommuleikari koma fram í breska poppþættin- um Top of the Pops ásamt söngkonunni Madonnu mið- vikudaginn 1. nóvem- ber. Ma- donna kynn- ir þar nýj- asta smá- skífulag sitt, en hún ósk- aði aðstoðar Friðriks og Gunnlaugs eftir að hafa kynnst þeim við upptökur á tónlistinni i kvikmyndinni Evitu. „Þetta nýjasta smáskífu- lag Madonnu er víst róleg ballaða. Ég hef ekki heyrt það ennþá, en fæ það sent hingað til lands um helgina, svo ég geti lært það,“ sagði Friðrik. „ Við Gunnlaugur áttum nú ekki von á að hitta Ma- donnu úti, en hún birtist oft í hljóðverinu. Það gerði hinn aðalleikarj myndar- innar, Anthony Banderas, líka og með honum kærast- an, leikkonan Melanie Grif- fith.“ Madonna Stóraukin útgáfa á sí- gildri tónlist ÚTGÁFA á geisladiskum með sí- gildri tónlist hefur aukist til muna hér á landi undanfarin tvö ár. Á þessu ári verða gefnir út vel á þriðja tug geisladiska með sígildri tónlist, á síðasta ári voru þeir um tíu, en um fimm 1993. Útgefendur og listamenn telja fjölmargar ástæður fyrir aukinni útgáfu, og nefna meðal annars lækkandi útgáfukostnað, einfaldari framleiðsluferil á geisladiskum og aukinn metnað listamanna í ljósi áhuga að utan. ■ Uppsveifla í útgáfu/4C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.