Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Ljós sem kemurinn um linsuna. jMttfe m FILMULAUS LJÓSMYNDUN Rauntíma myndavél. Frystir augna- blikiö með Ijós- næmum skynjara, en hann er þakinn neti Tengi við tölvu myndavélarinnar Stafrænar Ijósmyndavélar sem fanga fyrir- myndirnar án þess aö nota Ijósmyndafílmur, & veröa sífellt vinsælli og munu jafnvel leysa heföbundnar myndavélar af hólmi. •'"'i Augað í stafrænni myndavél eru raðir af hundruðum eða jafnvel þúsundum Ijósnæmra skynjara sem kallast CCD. Þeir breyta styrkleika Ijóss sem á þá til geymslu á hörðum disk tölvunnar í myndavélinni. Síur á yfirborði CCD- flögunnar lesa mismunandi frumliti og skíla þannig tilbúnum litmyndum. CCD Litsia Myndavél í myndveri. Les fyrirmyndina með hágæða CCD sem gefur mun skarpari mynd. Vegna inhskönnunartímans er enn sem komið er einungis hægt að mynda kyrra hluti með þessari aðferð. Stefna skönnunar Skönnunarflagan (CCD) er þakin rööum af síum sem fanga frumliti yfir alla myndina en ekki í net af síum eins og í rauntíma mynda- vélum. Myndin er geymd í minni myndavélarinnar og má skoða á tölvuskjá eöa prenta út úr laser-prentara. Einnig má senda hana á svipstundu um símkerfið REUTER The Daily Tele- graph fær nýjan ritstjóra London. Reuter. CHARLES Moore var ráðinn rit- stjóri breska dagblaðsins The Daily Telegraph á miðvikudag í stað Max Hastings, sem hafði sagt af sér. Moore var áður ritstjóri systur- blaðsins The Sunday Telegraph, en við því blaði tekur Dominic Lawson, ritstjóri tímaritsins Spectator og sonur Nigels Lawsons, fyrrverandi fjármálaráðherra. Hastings tilkynnti í september að hann hygðist segja skilið við dagblaðið og gerast rit- stjóri Evening Standard. Líklegt þykir að The Daily Teie- graph hneigist meira til hægri í stjómmálaumfjöllun sinni undir stjórn Moore, sem aðhyllist stefnu Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra. Agreiningur kom upp innan rit- stjórnar The Daily Telegraph í júlí þegar blaðið birti forystugrein til stuðnings John Redwood, sem bauð sig fram gegn John Major forsætis- ráðherra í leiðtogakjöri íhaldsflokks- ins. Hastings virtist síðar vilja bæta fyrir þá árás á Major. The Daily Telegraph er enn sölu- hæsta vandaða dagblaðið í Bretlandi en The Times hefur verið að sækja í sig veðrið. Samkvæmt nýjustu upp- lýsingum var The Daily Telegraph selt í 1.065.000 eintökum að jafnaði í apríl til september í ár en The Tim- es í 667.000 eintökum. Conrad Black, stjórnarformaður Telegraph-útgáfunnar, fór lofsam- legum orðum um hina nýju ritstjóra, Moore og Lawson, og sagði að báð- ir væru þeir „mjög færir ritstjórar, sem mundu halda áfram að skila frábærum árangri.“ Moore væri ein- staklega vel í stakk búinn til að auka markaðsforystu The Daily Telegraph og undir forystu Lawsons hefði The Spectator' náð meiri út- breiðslu en dæmi væru til um ára- tugaskeið og jafnvel í allri 167 ára sögu blaðsins. Rætt við marga aðra Black sagði að áður en Moore og Lawson hefðu verið valdir hefði ver- ið rætt ítarlega við nokkra kunna menn frá öðrum fjölmiðlum, sem sýnt hefðu áhuga, en komizt hefði verið að þeirri niðurstöðu að hæf- ustu mennirnir í stöðurnar væru inn- an blaðsins. Moore og Lawson eru báðir 38 ára gamlir. Moore hefur verið rit- stjóri The Sunday Telegraph síðan 1992 og hefur lengst af starfað á Telegraph-blöðunum síðan hann ákvað að leggja fyrir sig blaða- mennsku. Málefni fjölmiðla rædd á Alþingi Tillaga um opinbera stefnu í fjölmiðlun FELA á menntamálaráðherra að skipa nefnd um mótun opinberrar stefnu í fjölmiðlun, bæði prent- og ljósvakamiðlun, samkvæmt þings- ályktunartillögu sem Lilja A. Guð- mundsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmenn Þjóð- vaka, hafa mælt fyrir á Alþingi. Samkvæmt tillögunni á mark- mið þessarar stefnu að vera þrí- þætt. a. að standa vörð um tjáningar- frelsi sem hornstein lýðræðis. b. að tryggja almenningi aðgang að alhliða, málefnalegum og fag- legum upplýsingum. c. að efla íslenska tungu og menn- ingu. Lilja Á. Guðmundsdóttir sagði, þegar hún mælti fyrir tillögunni á fimmtudag, að iýðræðisþjóðfélagið byggðist m.a. á tjáningarfrelsi og rétti almennings til að hafa aðgang að aðhliða málefnaleg’um og fag- legum upplýsingum. I þannig þjóð- félagi gegni fjölmiðlar lykilhlut- verki. Lilja sagði ótrúlegar breytingar hafa orðið á sviði fjölmiðlunar og upplýsingatækni á undanförnum árum. Landamæralaus auglýs- ingatækni hafi haft djúptæk áhrif á þjóðfélagið og sífellt fleiri hafi aðgang að alþjóðiegu fjölmiðla- efni. I æ ríkari mæli sé litið á upplýsingar sem vöru þótt það sé hið félagslega, pólitíska og fjár- hagslega vaid sem sker úr hvernig upplýsingatæknin sé virkjuð og hvers konar upplýsingum sé komið á framfæri. Eftir að einkaréttur Ríkisút- varpsins var afnuminn hefur einkareknum útvarpsstöðvum fjölgað hérlendis, eins og annar- staðar. Útvarpsstöðvar reknar fyr- ir auglýsingafé hafa fest sig í sessi. Lilja sagði að af þessum sökum hafi fjölmiðlamarkaðurinn breyst. Hagnaðarsjónarmið og auglýs- ingamennska hafi orðið meira áberandi. Fjölmiðlun hafi fengið á FLUTNINGSMENN þings- ályktunartillögunnar, Lilja Á. Guðmundsdóttir, sem mælti fyrir henni, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. sig alþjóðlegan blæ og knúið fram sífellt meiri alþjóðahyggju sem hafi haft djúpstæð áhrif á íslenskt þjóðlíf og menningu. „Fjölgun útvarpsstöðva hefur ekki haft í för með sér fjölbreytni í efnisvali. Nýju útvarpsstöðvarnar bjóða nær eingögnu upp á einhæft afþreyingarefni. Hið sama gildir um sjónvarpsstöðvarnar eins og Stöð 2. Þar er engilsaxnesk fram- leiðsla nær einráð. Hin væntanlega Stöð 3 virðist ætla að fylgja svip- aðri dagskrárstefnu. Sjónvarps- stöð, sem dreifir svipuðu efni og myndbandaleigur gera, virðist vera sú tegund sjónvarpssöðva sem gef- ur mest í aðra hönd,“ sagði Lilja. Fábreyttari dagskrá Lilja sagði einnig að hætt sé við að samkeppni um hlustendur og áhorfendur til að ná hylli auglýs- enda leiði til þess að dagskrár stöðvanna verði fábreyttari og einnig sérhæfðari; sífellt fámenn- ari hluti þjóðarinnar muni fylgjast með sama miðlinum eða þættinum sem leiði til þess að þekkingarsam- nefnari þjóðarinnar muni minnka og hagsmunir einstaklinganna verði sundurleitari. Afleiðing þess- arar þróunar virðist vera sú að þekking okkar verði sérhæfð og oft sundurlaus og heildarsýnin æ óljósari. „Verði þetta hagnaðarsjónarmið allsráðandi í rekstri fjölmiðla hér á landi er ekki ólíklegt að fræðslu- hlutverki þeirra verði ýtt til hliðar en þar með er grundvöllur lýðræð- isins í hættu. Eitt af markmiðum fjölmiðlastefnu hlýtur að vera að tryggja almenningi aðgang að vönduðu efni, m.a. með reglum um auglýsingar og að ekki skuli blanda saman auglýsingum og öðrum efnisþáttum," sagði Lilja. Virk fjölmiðlastefna Hún sagði að virk fjölmiðla- stefna gæti skipt sköpum ef íslend- ingar vildu hafa áhrif á þróunina á fjölmiðlamarkaðnum. „Eigna- samruni og samþætting fjölmiðla- fyrirtækja og stýring fjölmiðla í hvaða formi sem er getur haft hættuleg áhrif á tjáningarfrelsið og allt upplýsingaflæðið í samfé- laginu. Það hlýtur því að vera verk- efni hins opinbera að tryggja að fjölmiðar bjóði upp á fjölbreytt efni. Það þarf m.a. að athuga eignarhald fjölmiðlafyrirtækja og koma í veg fyrir að einn eða fáir sterkir aðilar nái slíkum yfirburð- um á markaði að tjáningarfrelsi og upplýsingaflæði sé ógnað. Það ber einnig að rannsaka fjár- hagslega tengingu fjölmiðlafyrir- tækja við önnur fyrirtæki því að það er augljóst að slík tenging hefur auðvitað bein áhrif á tjáning- arfrelsið. Öruggasta leiðin til að tryggja fjölbreytt framboð efnis til dreifingar er því rekstur öflugra og sterkra innlendra fjölmiðla til mótvægis við alþjóðlegan fjöl- miðlamarkað. Kröftugir fjölmiðlar geta einbeitt sér að sjálfstæðri miðlun frétta og menningar," sagði Lilja. Opinber fjölmiðlastefna varasöm BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra telur vara- samt að móta opin- bera stefnu í fjöl- miðlun þar sem slíkt gæti reist skorður við því frelsi, sem eðlilegt sé að ríki þegar fjölmiðlar eru annars vegar. Þetta sagði Björn í umræðu um þings- ályktunartillögn um opinbera fjölmiðla- stefnu. Björn sagðist telja að Alþingi hefði með breyting- um á stjórnarskrá Iýðveldisins á síðasta þingi gert ráðstafanir til að standa vörð um tjáningarfrelsið sem horn- stein lýðræðis. Því hafi þegar verið staðfest með viðunandi hætti eitt af þeim þremur markmiðum sem þingsályktun- artillagan miðaði að. Ekki á valdi sljórnvalda Þá sagði Björn að með í fyrra hefði Alþingi lagt grunn að stórátaki til að efla íslenska tungu og menningu, m.a. með því að koma á fót sérstökum sjóði til að styrkja átak í þágu íslenskrar tungu og menningar. Varðandi þriðja meginmark- mið þingsályktun- artillögunnar, að tryggja almenningi aðgang að mál- efnalegum og fag- legum upplýsing- um, sagði Björn að hann teldi það ekki vera á valdi lög- gjafans eða stjórn- valda að setja regl- ur um þetta. Þróunin væri í þá átt, að samruni ætti sér stað hjá mörgum stórum aðilum í fjölmiðla- heiminum en á sama tíma ykjust möguleikar bæði einstaklinga og smærri fyrirtækja til að taka þátt í fjölmiðlun með þeim hætti sem aldrei hefði verið áður. Einn maður á heimili sínu gæti verið að stunda fjölmiðla- starfsemi með tölvu og síma að vopni og upplýsingamiðlunin væri orðin á þann veg að óger- legt væri að ætla sér að setja um það opinberar reglurum hvemig að slíku verði staðið. Björn sagðist tejja það tíma- skekkju að ætla að fara að álykta um þetta efni sérstak- lega og setja niður nefnd til þess að fjalla um það. Ilann spurði hvað fælist í virkri fjölmiðlastefnu, sem get- ið er um í greinargerð fyrir tillögunni. „Ef opinberir aðilar eiga að fylgja slíkri stefnu, hver eru mörkin milli virkrar fjölmiðlastefnu og ritskoðunar eða annarra hamla sem menn setja á þá sem stunda fjölmiðl- un?“ sagði Björn Ekki ritskoðun Lilja Á. Guðmundsdóttir svaraði Birni og sagði það mik- inn misskiling ef hann héldi því fram að þingsályktunartillagan væri sett fram til að hindra störf fjölmliðla. Þvert á móti væri það markmið tillögunnar að hindra ekki eða ritskoða það efni sem almenningi stæði til boða. Hins vegar væri spuming hvort það væri ekki einhvers konar ritskoðun ef sú þróun hélti áfram, að almenningi stæði til boða nánast einhæft tónlistarefni í útvarpsrásum og örfrá dagblöð. Ríkisvaldið gæti auðvitað eflt upplýsingaflæðið í iandinu með því að styðja við útgáfu blaða og tímarita. Hættan væri sú þróun að ein- ungis útvalinn hópur hefði að- gang að alls konar upplýsing- um á ýmsum tungumálum en síðan hefði stór hópur mjög takmarkaðan aðgang að upp- lýsingum. Björn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.