Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Formaður Verzlunarráðs um dóm um lífeyrisgreiðslur einyrkja Tekur óvenju skýrt undirjafnræðisregluna VILHJÁLMUR Egilsson, formaður Verzlunarráðs, teiur að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem viðurkenndur er réttur sjálfstæðs atvinnurekanda til að gjaldfæra iðgjald sitt í lífeyrissjóð, sé tíma- mótadómur. „Það er ekki algengt að það sé svona skýrt tekið undir jafnræðis- regluna eins og þarna er gert og maður veltir því fyrir sér hvort það eigi að draga einhveijar álykt- anir af því varðandi mismunun í skattamálum á öðrum sviðum,“ segir hann. Verzlunarráð hefur lengi barist fyrir að gerðar yrðu breytingar á skattalögum og framkvæmd skattyfírvalda á þeim hvað þetta varðar, þar' sem eignarformum atvinnurekstrar væri mismunað, en slíkt bryti í bága við jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Var talið geta valdið ríkissjóði 300-350 millj. tekjutapi Að sögn Vilhjálms hefur þetta mál einnig verið til umfjöllunar bæði á Alþingi og í fjármálaráðu- neytinu á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum stóð til að breyta lögunum á þann veg að iðgjaldshluti einyrkja í lífeyris- sjóði yrði frádráttarbær en það náðist ekki í gegn vegna þess tekjutaps sem talið var að af því hlytist fyrir ríkissjóð, en áætlað var að kostnaðurinn gæti numið 300-350 millj. kr., að sögn Vil- hjálms. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir einyrkjar hafa þurft að greiða skatta af atvinnurekstr- arframlagi sínu í lífeyrissjóði en Vilhjálmur sagði að sú hætta hefði alltaf verið fyrir hendi að einyrkj- ar, sem væru í þessari stöðu, söfn- uðu ekki í lífeyrissjóði og treystu þess í stað á almannatrygginga- kerfið. „Ég fagna þessum dómi. Ef dómstólar fara almennt að meta jafnræðisregluna svona skýrt, vakna spumingar um mismunun við skattlagningu milli atvinnu- greina,“ sagði hann. ------» » ♦---- Samkeppn- isstofnun verðleggur ekki egg SAMKEPPNISSTOFNUN ákveður ekki verð á eggjum eins og fullyrt er í athugasemdum Félags eggja- framleiðenda í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar segir m.a. að hlálegt sé að Samkeppnisstofnun skuli þurfa að fjalla um vöruverð sem hún hafi sjálf ákvarðað. Guðmundur Sigurðsson, yfirvið- skiptafræðingur Samkeppnisstofn- unar, kvaðst vilja taka fram af þessu tilefni að fímmmannanefnd ákveði heildsöluverð eggja og sex- mannanefnd ákveði grundvallar- verð en smásöluverð sé frjálst. Verðlagning eggja sé því ekki í höndum Samkeppnisstofnunar. Hádegisverðarfundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu þriðjudaginn 24. október kl. 12.00-13.30. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og verkefni ríkisstjórnarinnar. Framsögumaður: Halidór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Fundarstjóri: Ólafur Örn Haraldsson, alþingis- maður. Allir velkomnir. FFR Aðalfundur Evrópusamtakanna Smæð Islands rök fyrir ESB-aðild Carl Hamilton CARL B. Hamilton prófessor, sem er fyrrum varafor- maður sænsku Evrópu- hreyfingarinnar, fiytur er- indi á aðalfundi Evrópu- samtakanna, sem haldinn verður í Átthagasal Hótel Sögu í dag klukkan 13.30. Hver er ástæða hinnar miklu óánægju í Svíþjóð með aðildina að Evrópu- sambandinu, sem meðal annars kom greinilega í ljós í Evrópukosningunum í síðasta mánuði? Það eru nokkrar ástæð- ur fyrir henni. í fyrsta lagi ber að nefna að þegar Svíar greiddu atkvæði um aðild var ein helsta röksemdin sú að það mætti ekki ger- ast að Svíar stæðu fyrir utan Evrópusamstarfíð. Sú hætta er ekki lengur til staðar. Þegar menn velta fyrir sér ESB í dag er þetta mál ekki lengur á dagskrá og í staðinn koma önnur upp á yfírborðið. Það ríkir mikil óánægja meðal fólksins með stöðu mála í landinu en sú staða hefur í raun lítið sem ekkert með Evrópusambandið að gera. Ríkisstjóm jafnaðarmanna, sem tók við í september í fyrra, gaf kjósendum mörg og fögur fyr- irheit sem hún hefur hins vegar ekki getað staðið við. Almenningur er mjög vantrúaður á stjórnina og lýðskrumarar í Vinstriflokknum og Umhverfisflokknum, sem eru einn- ig á móti ESB, nýttu sér þessa óánægju í Evrópukosningunum. Þá verður að nefna að Evrópu- hreyfingin hætti störfum eftir að Svíar höfðu samþykkt aðild. Við vildum ekki fá danska stöðu í Sví- þjóð með skipulögðum já og nei- hreyfingum og stöðugum þjóðarat- kvæðagreiðslum um Evrópumál. Okkur var mikið í mun að hinir hefðbundnu flokkar tækju við Evr- ópuumræðunni en það hafa þeir ekki gert sem skyldi. I staðinn tókst andstæðingum Evrópusambandsins að snúa Evr- ópukosningunum upp í aðra þjóð- aratkvæðagreiðslu með þeim mun þó að talsmenn ESB voru ekki lengur skipulagðir og tóku ekki þátt í kosningabaráttunni. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur átt mjög erfitt með að sameinast í Evrópumálum og móta skýra stefnu og nú n'kir að auki óvissa um hver verði formaður flokksins og forsætisráðherra á næsta ári. Er ekki hætta á að þetta dragi úr áhrifum Svía innan ESB, ekki síst á ríkja- ráðstefnunni? Það er töluverð hætta á því. Hingað til hefur sænska stjórnin fyrst og fremst varpað spurningum inn í umræðuna í stað þess að finna svör. Það er mjög mikil hætta á því að litið verði á Svíþjóð sem óáhugavert ríki er skipti ekki máli vegna þessa. Stjóminni hefur ekki tekist að móta stefnu í einu helsta forgangs- máli okkar, það er að ná inn Eystrasaltsríkjunum. Það verður að finna svör varðandi t.d. land- búnaðarmálin. Við höfum heldur ekki fastmótaða stefnu í stofnana- málum ogþegar kemur að öryggis- málunum erum við ótrúlega við- kvæmir. Við verðum líklega síðasta ríkið sem gengur í Atlantshafs- bandalagið á eftir Finnum og Pól- verjum. Öryggismálaumræðan í Svíþjóð er í algjörri sjálfheldu. ► Carl Hamilton er doktor í hagfræði frá London School of Economics og er nú prófess- or við Stokkhólmsháskóla og forstjóri Östekonomiska instit- utet. Hamilton sat á þingi fyrir þjóðarflokkinn 1991-1993 og var pólitískur ráðgjafi Ann Wibble fjármálaráðherra árið 1992-1993. Hamilton var vara- formaður sænsku Evrópusam- takanna „Ja till Europa“ á ár- unum 1990-1995. Það sem okkur hefur tekist að gera ásamt hinum Norðurlöndun- um er að styrkja fríverslunarhug- myndir innan ESB ekki síst gagn- vart Austur-Evrópu. Við eigum mörg sóknarfæri innan Evrópu- sambandsins. Ef við eigum að nýta þau verður hins vegar stærsti og mikilvægasti flokkur Svíþjóðar að móta samheldna stefnu. Hverjar telur þú líkurnar á ís- lenskri ESB-aðild vera? Þegar íslendingar ákveða að sækja um verða þeir aðilar að Evrópusambandinu. Auðvitað verður aðJeysa nokkur flókin deilu- mál en það hafa önnur ríki einnig orðið að gera. ísland hefur mikla sérstöðu á ákveðnum sviðum en einmitt sú sérstaða ætti að auð- velda samninga. Þar sem að önnur ríki geta ekki bent á sömu sér- stöðu, t.d. hvað varðar mikilvægi sjávarútvegs, geta þau ekki krafíst sömu undanþága og íslendingar myndu hugsanlega fá. Ég held að það verði því ekki mjög erfítt að leysa þessi mál. Þá held ég einnig að það sé mikilvægt fyrir Islendinga að fylgja ekki eftir Norðmönnum í einu og öllu því að hagsmunir íslands og Noregs eru um margt ólíkir. Nei Norðmanna í þjóðaratkvæða- greiðslunni byggðist líka ekki bara á afstöðunni til ESB heldur einnig á flóknum innanríkisdeilum, t.d. milli Óslóar og annarra landshluta. Islendingar eiga því ákveða af- stöðu sína til ESB á eigin forsend- um. Smæð íslands ætti einmitt að vera rök fyrir aðild því að með aðild gætu Islendingar virkjað ESB í sína þágu á alþjóðavettvangi. ís- lendingar myndu ekki breyta stefnu ESB í grundvallaratriðum en þeir gætu stöðvað tillögur er ganga þvert á hagsmuni Islands og að sama skapi sett mál á dag- skrá er varða hagsmuni landsins. íslendingar taki afstöðu til ESB á eigin forsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.