Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1995 BREF TIL BLAÐSINS Hefjum sauðkind- ina til vegs á ný Frá Hallgrími Sveinssyni: NÆSTLIÐIN misseri hafa komið upp öðru hvoru stórfréttir í fjöl- miðlum af verslanakeðjum í ýms- um löndum, sem segjast tilbúnar að kaupa íslenskt dilkakjöt í stór- um stíl, hundruð eða jafnvel þús- undir tonna. Síðan eru höfð viðtöl við þessa aðila eða fulltrúa þeirra. Allt með hefðbundum hætti. Þótt undarlegt megi virðast gleyma fréttamenn oftast að spyrja einnar grundvallarspurningar. Hvað eru hinir erlendu kaupendur tilbúnir að greiða fyrir kílóið af vistvæna íslenska dilkakjötinu? Það sýnist til lítils barist fyrir sauðfjárbænd- ur ef þeir verða svo til að gefa erlendu verlsnanakeðjunum fram- leiðsluna, eins og því miður eru fullar líkur á að verði með útflutt dilkakjöt á nýloknu verðlagsári. Teikn eru á lofti um að verðið nái ekki hundrað krónum til bóndans, pr. kíló að meðaltali, því miður. Auðvitað er það langtímamarkmið að selja vistvænt dilkakjöt frá ís- landi til Bandaríkjanna, Evrópu- bandalagslanda og annarra sem keypt geta. En Róm var ekki byggð á einni nóttu og það er gífurlega mikil vinna framundan hjá þeim sem vinna að þessum útflutningi, þó ekki komi annað til en þeir miklu innflutnings- múrar, sem mörg lönd hafa byggt í formi hreinlætiskrafna gagnvart innflutningi á dilkakjöti. Verðið er svo annar handleggur. Frétta- menn þurfa að hafa einurð til að spyrja hvað þessir ágætu erlendu kaupmenn eru tilbúnir að greiða fyrir íslenska dilkakjötið, sem þeir lofa og prísa sem vistvæna vöru. Ef það fylgir ekki með í umræð- unni er hætt við að menn fyllist ótímabærri bjartsýni, sem því mið- ur hefur borið alltof mikið á að undanförnu. Ofur miðstýring Eins og horfir í dag eru fullar líkur á að flestir sauðfjárbændur hér á landi verði fallnir fyrir ofur- borð áður en útflutningur hefst á viðunandi verði fyrir framleiðslu þeirra. Þangað til verða þeir að búa við innanlandsmarkaðinn, hvað sem tautar og raular. Þeir eru dæmdir til að tapa þar áfram verði ekki breytt um stefnu. Aðrir kjöt- framleiðendur dansa í kring um þá og hlæja að þeim, vegna þeirrar ofurmiðstýringar, sem tíðkast í sauðfjárræktinni, en sauðfjár- bændur fara með veggjum. Hvar ætli það þekkist annars staðar á byggðu bóli að ein grein landbúnað- ar búi við fast verð, á meðan allt annað í þjóðfélaginu miðast við svokallaðan markaðsbúskap og þar með frjálst verðlag? Slíkt hlýtur að vera fáheyrt. í fljótu bragði virðist það vera lífsspursmál fyrir íslenska sauðfjárbændur að vinna aftur sem mest af þeim innanlands- markaði sem þeir hafa verið að tapa á undanförnum árum. Þeir verða að reyna að hefja sunnu- dagssteikina til vegs á ný hjá neyt- endum. Ekkert er betra en steikt lambalæri í ofni, að ekki sé nú talað um lærissneiðarnar. Vel rflatbúnar kótilettur eru alltaf veislumatur. Steiktur hryggur er lostæti. Vel matreidd kjötsúpa slær öllu við. Var einhver að tala um saltkjöt og baunir? Hakkað ærkjöt er eitthvert hollasta kjöt sem þekkist. Svona mætti lengi telja. Þrátt fyrir þessar staðreynd- ir er fólk smám saman að venjast af að nota þessar vörutegundir af þeirri einföldu ástæðu að verðið er allt of hátt. Hinn almenni neyt- andi hefur ekki efni á að kaupa íslenska dilkakjötið. Svo einfalt er það. Ekki má gleyma þeim sem yngri eru, ef menn hafa ekki lag á að matreiða dilkakjötið svo þeim líki, þarf ekki að spyija að leikslok- um. Fijálst verð Hvað er þá til ráða? Gefa verðið fijálst og það án tafar og leyfa Illa farið með reiðskjótana Frá Anny Steingrímsdóttur: VIÐ HÖFUM verið á íslandi í sum- arfríi í júlí/ágúst. Við' vorum tvö og höfðum með okkur tvö reiðhjól. Þetta var stórkostleg ferð, enda vorum við heppinn að fá gott veð- ur austan- og norðanlands. Við höfðum keypt okkur hringmiða, til að hafa möguleika á að breyta til ef veður eða annað gerði það nauð- synlegt. Okkur var sagt hjá BSÍ, að hægt væri að fá hjólin með rútunum, fyrir 350-500 kr. auka- kostnað, í hvert sinn. Það fannst okkur líka allt í lagi. En okkur finnst, að þegar sérleyfishafar taka á sig þannig „þjónustu“, fyrir aukaborgun, ætti að vera hægt að fara betur með hjólin. Okkur finnst súrt og ergilegt að það sé farið svo illa með hjólin, sem eru töluvert dýr og einasta farartæki sem við eigum. Á einu hjóli, brotnaði framtöskujárn, sem á að bera tösk- una. Það kom fyrir í fyrstu rútu- ferðinni. Á hinu hjólinu eiðilagðist bæði fram- og afturljósið. Bæði hjólin eru með málningarskemmdir út um allt á stellingu, af því að vera inni í geymslu með öðrum farangri (hjól ofan í hjól) og að hanga á járni utan á rútunni. Þessu síðastnefnda hefði gúmmíslanga utan yfir járnstengurnar reddað. Við viljum benda á að sérleyfishaf- ar á íslandi verða að fara að bjóða mönnum að framleiða eins mikið og þeir vilja á eigin ábyrgð. Vinna markaðinn aftur með verðlækkun til að byija með. Þá verðlækkun getur enginn borið nema framleið- endur. Væntanlega ná þeir henni aftur með aukinni framleiðslu og betri nýtingu á framleiðslutækjum. Það er kominn tími til að þeir sauðfjárbændur sem ráða yfir jörð, húsakosti, vélum og bústofni fái að njóta sín og hætti að fara með veggjum. Hvað verður þá um beingreiðsl- urnar (niðurgreiðslurnar) og allt það kerfi spyija menn. Margir hafa bent á að þær þurfi að setja fastar í nokkur ár og afnema þær svo með öllu. Annaðhvort lifum við í fijálsu markaðsþjóðfélagi eða ekki. Leiðin til neytandans liggur í gegn- um kaupmanninn. Sauðfjárbændur þurfa að semja við „erkióvininn" eins og Hagkaup og Bónus, svo dæmi sé nefnt. Hlutirnir gerast hjá kaupmönnunum, hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr. Það er enginn sem hefur meira vit á sölu dilkakjöts en þeir og þeirra fólk. Og meðal annarra orða. Hvort ætli sé heppilegra fyrir sauðfjár- bændur að lækka verð á dilkakjöt- inu innanlands og vinna þar með neytendur aftur á sitt band eða selja það erlendum verslunarkeðj- um sem vistvæna framleiðslu fyrir slikk. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. P* - i Plakat fylgir hverju glasi JN/ MÉi! sjá Kringlukastsbtað sem fylgdi Morgunblaðinu í vikunni * iduijULjiiijii/ 18.-21. október KRINGLI betri þjónustu fyrir ferðafólk með reiðhjól. Við höfum ferðast með félögum sem hafa sérstakan vagn fyrir hjól, og þar komast u.þ.b. 50 hjól. Vagninn er lokaður, og þá kemst ekki eins mikið ryk frá ómal- bikuðum vegum á hjólin. Á meðan við vorum á íslandi, reyndum við að fá að talayið framkvæmdastjór- ann hjá BSÍ, sem heitir Gunnar Sveinsson. En hann rauk bara framhjá okkur, eins og við værum bara orðin ósýnileg. Þvílíka ókurt- eisi hef ég aldrei séð. Hann var ekki maður til að koma að okkur og afsaka að hann „varð að fara á fund“. Samt sá ég hann á leið út stuttu eftir. Ekki veit ég af hveiju maðurinn flýði svona. Ég vildi ekki rífast við hann, eða lemja hann, ekki einu sinni krefjast að fá skaða- bætur. Það einasta sem við vildum honum, var að benda á mögulega lausn. Að öðru leyti var dásamlegt að heimsækja ísland. Stórkostleg náttúra, langt á milli húsa, veðrið sem breytist allan tímann. Við komum sennilega aftur einhvern tíma,. hvort við kaupum hringmiða aftur er óvíst. Eitt sem oft vantaði á tjaldstæðunum, var smáþak til að elda mat undir í rigningu. . ANNY STEINGRÍMSDÓTTIR, Sapassagen 18, 2, tv. 2100 Kaupmannahöfn 0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.