Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauð- árkróki 30. septem- ber 1952. Hann and- aðist í Gautaborg 14. október síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Rögnvald- ur Elfar Finnboga- son, f. 13. maí 1925, og Hulda Ingvars- dóttir, f. 14. júní 1926. Systkini hans ' eru Ingvar Rögn- valdsson, f. 10. júní 1950, maki Auður Hauksdóttir, f. 12. apríl 1950, og Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir, f. 4. október 1951, maki Kjell Gustad, f. 3. janúar 1949. Hinn 30. desember 1973 BRÓÐURSONUR minn Finnbogi Jón Rögnvaldsson er látinn eftir stutta en harða baráttu. Þegar dauða ættingja og vina ber að, veldur það sorg og trega, en seinna víkur sársaukinn fyrir ljúfum minningum liðins tíma. Finnbogi ólst upp á góðu heimili, umvafinn ást og kærleika foreldra ‘og systkina, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Seyðisfirði. Þegar flölskyldan flutti austur, var síldarævintýrið á fullu, fólk lifði hratt og tóku unglingarnir virkan þátt í þeim hraða, ekki alltaf eftir uppskrift foreldranna. Finnbogi var einn þeirra, hrókur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi, enda vin- margur. Á Seyðisfirði kynntist hann konu- efni sínu Kolbrúnu Sigfúsdóttur og flutti hún með ijölskyldunni til Reykjavíkur. Þar hóf hann nám í húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni, byggingameistara. Aldrei hitti ég svo Margréti konu Kristins að hún minntist ekki á frænda minn og færðist þá bros yfír andlit hennar. Gaman var þegar systkinasynirn- ir fimm sem allir heita Finnbogi, hittast, enginn vissi hver ætti að svara þegar nafnið var nefnt og svöruðu því allir í einu. Feðgamir Finnbogi og Rögnvald- ur vora sérstaklega samrýndir. Kom það vel í ljós þegar fjölskyidan stóð sameiginlega að byggingu sumarbú- staðar í Skorradal, að hvoragur mátti af öðram sjá. Elsku Kolla mín, megi góður Guð —veita þér og fjölskyldunni styrk og huggun. Það var ykkar gæfa að eiga Finnboga. Ég og börn mín, Þorsteinn Már, Margrét, Finnbogi Alfreð og fjöl- skyldur þeirra sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Björg. Okkur langar í örfáum orðum að minnast og kveðja mág okkar og svila Finnboga Rögnvaldssson. Við þekktum hann yfír 25 ár og hann var alltaf elskulegur, hjálp- samur og hrókur alls fagnaðar. Þær voru ófáar ánægjustundirnar sem við áttum á heimili Finnboga og Kollu og var þá hlegið mikið og gantast. Ekki var síður tilhlökkun þegar von var á fjölskyldunni úr Hlíðarbyggðinni austur til okkar. Þá fórum við gjama í dagsferðir hér í kring. Ættarmótin á Ketils- stöðum og Ormarsstöðum vora líka alltaf ánægjuleg. Síðast komu Finn- bogi og Kolla austur í ágúst í sumar. Ef veikindi vora annars vegar og við þurftum að dveljast í Reykjavík stóð heimili Finnboga okkur ætíð opið og öll hjálp sjálfsögð af hans hendi. Okkur er minnisstæð yndisleg helgi sem við áttum með þeim hjón- um fyrir tveimur áram í fallega sumarbústaðnum þeirra. Þennan sumarbústað byggði Finnbogi og var alltaf að fegra hann og bæta. Finnbogi var mjög laghentur og smíðaði margt fallegt fyrir sig og var alltaf tilbúinn að gera slíkt hið "oama fyrir aðra. kvæntist Finnbogi Kolbrúnu Sigfús- dóttur frá Egils- stöðum, f. 19. apríl 1953. Þau eignuðust þijár dætur: 1) Huldu Guðnýju, f. 14. október 1970. 2) Lindu Báru, f. 3. október 1973. 3) Elfu Dögg, f. 10. apríl 1981. Finnbogi Jón Rögnvaldsson nam húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni og vann ætíð síðan við smíðar, lengst af sem sjálf- stæður atvinnurekandi. Utför Finnboga fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Finnbogi var sérlega bamgóður. Allir krakkar, bæði hans og aðrir, löðuðust að honum. Okkar stelpur vora oft búnar að vera í góðu yfír- læti hjá Kollu, Finnboga og stelpun- um þeirra. Hann var ekki sjaldan búinn að keyra þær í bíó, sund eða bara út í sjoppu. Já, ánægjustundimar eru margar og við geymum þær vel. Það kom okkur öllum á óvart þegar það fréttist að Finnbogi væri aivarlega veikur. Við eram búin að vona og biðja um að honum myndi batna. Kolla og dæturnar ásamt fleiri aðstandendum era búin að vera hjá honum í Svíþjóð þennan erfíða mánuð. Von og ótti hefur skipst á í hugum okkar. En Finn- boga, þessum góða dreng, var ætlað annað hlutskipti en að vera lengur hér á meðal okkar. Hann andaðist aðfaranótt 14. október. Það er mik- ill missir að honum. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum) Kæri Finnbogi, við söknum þín öll. Elsku Kolla, Elfa, Linda, Hulda Guðný, Helgi, foreldrar og systkini; ykkar missir er mikill. Við vonum að góður guð megi styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Edda og Valdimar, Egilsstöðum. Okkur er sérlega minnisstæð ein sunnudagsheimsókn í Hlíðarbyggð- ina til Kollu og Finnboga fyrir um einu og hálfu ári. Dóttir okkar var þá tveggja mánaða gömul og oftast óróleg seinni hluta dags. Þrátt fyrir mikla móðurhæfíleika viðstaddra kvenna kvartaði hún hástöfum og var Iítill friður til samræðna. Þá birtist Finnbogi, en hann hafði verið að vinna eins og vanalega, þrátt fýrir að flestir ættu frí. Tók hann stúlkuna strax í fang sér, gekk með hana um gólf og róaðist hún um leið. Hafði hann þannig ofan af fyr- ir henni langa stund og undi hún sér mjög vel. Eftir þetta fannst okkur Finnbogi alltaf eiga ákveðna hlutdeiid í henni enda sagði hann stundum sposkur á svip að hann væri sá eini sem hefði nokkurt lag á henni. Þessi frásögn lýsir nokkrum af mörgum góðum kostum Finnboga. Þrátt fyrir að hann væri undantekn- ingarlaust hrókur alls fagnaðar þeg- ar fjölskyldan eða vinir söfnuðust saman, þá var hann svo barngóður og ljúfur að öll börn hændust að honum um leið. En það voru ekki bara litlu bömin sem nutu góðs af mannkostum Finnboga, hann var alla tíð boðinn og búinn að hjálpa okkur, hvort sem það var eitthvað sem tengdist smíðavinnu eða öðra. Finnbogi var frá okkur kallaður í blóma lífsins og við söknum hans mikið. Við getum ekki fengið hann sjálfan til okkar aftur en við getum haldið minningu hans á loft með því rifja upp þau samskipti sem við átt- um við hann og með því að muna hann eins og hann var. Elsku Kolla, Hulda Guðný, Linda Bára og Elfa Dögg. Þið eruð kon- umar sem Finnbogi lifði fyrir og missir ykkar er mikill. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Stefanía og Hilmar. Lofa skal dag að kveldi stendur skrifað, en það er fátt að lofa þegar maður fær fréttir af andláti vinar, hugurinn fyllist sorg og söknuði og maður spyr almættið. Hvað á þetta að þýða? Maður í blóma lífsins hrifínn burt frá eiginkonu, þremur dætram, for- eldrum og systkinum. Ég sé ekkert réttlæti í því að foreldrar þurfí að lifa bömin sín. Vegir Guðs era órann- sakanlegir og víst eru þeir það. Sorg og gleði haldast oft í hendur, og þegar minningamar fara að streyma um hugann fyllist ég ósjálfrátt gleði og ætla ég nú með fáum orðum að minnast míns góða vinar, Finnboga Jóns Rögnvaldssonar. Kynni okkar hófust á Seyðisfirði haustið 1967. Þá var hann rétt 15 ára. Fyrst vissi ég lítið um drenginn annað en að hann var sonur Rögn- valds í Langatanga og litli bróðir Guðnýjar Dóru sem ég aidrei hafði séð en svo oft heyrt minnst á. I minningu minni var Finnbogi snaggaralegur strákur, óvenju flink- ur með fótbolta og alltaf með syni bakarans, Einari. Strax árið eftir kynntist ég fjölskyldunni í Langa- tanga en svo var húsið nefnt sem þau buggu í. Heimili fjölskyldunnar stóð öllum opið, held ég, allavega naut ég þar fádæma hlýju og gest- risni og gleymist það aldrei ungri stúlku sem var komin langt að. Þessi kynni hafa staðið allar göt- ur síðan þó samband hafi oft verið með minna móti. Hafa jólakveðjur yljað og minnt mann á. Kornungur gekk hann að eiga æskuunnustu sína Kolbrúnu Sigfús- dóttur og eignuðust þau þtjár dæt- ur, allar ákaflega yndislegar, enda foreldramir ákaflega samhentir um uppeldi þeirra. Finnbogi var fádæma bamgóður, glettinn og kannski svo- lítið stríðinn og lék sér gjaman við börn á þeirra forsendum. Finnbogi gerði miklar kröfur til sjálfs sín og varð dapur ef hann að eigin mati gat ekki staðið við þær. Hann var mjög duglegur og ósérhlíf- inn og saman eignuðust þau Kolla mjög fallegt heimili í Garðabænum. Fáa hef ég þekkt sem hafa talað jafn fallega um maka sinn og böm og Finnbogi. Foreldrar og systkini vora honum einnig kær og sagði hann einstaklega skemmtilega frá ýmsum upákomum hjá fjölskyld- unni. Það var alltaf gaman að hitta Finnboga eða heyra í honum í síma. Við deildum oft, þá aðallega um pólitík, en skildum alltaf jöfn, hvor- ugt sigraði hitt. Alla jafna endaði deilan á þann veg að Finnbogi sagði: „Jæja, frú Ingibjörg. Það er ekki öll „Tíkin“ eins.“ Síðast hitti ég Finnboga í ágúst sl. inni í Hvalfirði. Hann þurfti að reka símaerindi vegna vinnu sinnar en dvaldi í sumarbústað í Svínadaln- um sem hann byggði ásamt föður sínum. Ég var á leið í Skorradalinn með fjölskyldu minni. Finnbogi var hress að vanda, strákslegur og kvik- ur. Hann sagði okkur frá lang- þráðri gönguferð með föður sínum sem þeir höfðu nýlokið við. Ekki man ég alveg hver gönguleiðin var en einhver gömul þjóðleið niður til Eskifjarðar var farin. Var hann bæði glaður og stoltur yfir þessari ferð og sagðist hafa mátt hafa sig allan við til að halda í við „karl“. Þeir feðgar vora mjög nánir félagar. Ég mun sakna Finnboga, tel mig lánsama að hafa átt hann að félaga og einnig að hafa þá guðstrú að geta kvatt á þennan hátt. Kæri Finnbogi, hafðu þökk fyrir samfylgdina, hittumst síðar. Elsku Kolla, dætur, foreldrar og systkin: Guð gefí ykkur styrk á sorgarstundu. Með orðum Kahlil Gibrans: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ingibjörg Ottesen. Lifir í ljósi leiftursýna. Kveð því aldrei ásjónu þína. Vindamir gæta minna vona. Enginn það kýs að kveðja svona. Lækimir leika lögin okkar. Hlæjandi á hlaupum strákahnokkar. Haukur Ingvarsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mér fínnast þessi orð passa vel, er ég kveð vin minn, Finnboga Rögnvaldsson, sem dó langt um ald- ur fram á Sahlgrénska sjúkrahúsinu í Gautaborg eftir mjög erfið veik- indi í kjölfar lifrarígræðslu. Ég man þann dag vel er ég sá Finnboga í fyrsta sinn. Það var á Fæðingarheimili Reykajvíkurborg- ar, er unnusta hans og síðar lífsföra- nautur, Kolbrún Sigfúsdóttir frænka mín, fæddi þeim framburð sinn, Huldu Guðnýju. Mér leist strax vel á Finnboga og alla tíð hefur hann reynst mér og mínum vel. Hann var húsasmíðameistari að mennt. Allt lék í höndum hans, greiðvikinn var hann með afbrigðum og hörkuduglegur. Hann bjó fjölskyldu sinni fagurt heimili með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar og var mjög stoltur af stelp- unum sínum öllum. Margar ánægju- stundir átti ég og fyölskylda mín á heimili þeirra og í sumarhúsinu í Svínadal. Finnbogi kvaddi þennan heim frá eiginkonu, þrem dætram, Huldu Guðnýju, Lindu Bára og Elfu Dögg, foreldram, systkinum og mörgum góðum ættingjum og vinum. Ég bið góðan Guð að styrkja þau og styðja í þessari miklu sorg. Þér, kæri vinur, óska ég góðrar heim- komu á annað tilverustig. Blessuð sé minning þín. Dögg Björgvinsdóttir. Stundum finnst manni lífið svo hverfult og ósanngjarnt, sérstaklega þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr. Mig langar að minnast lítillega, hans Finnboga Jóns Rögnvaldsson- ar. Kynni mín af honum vora ekki mikil, en ég má til með að þakka honum þá hjartahlýju og góð- mennsku sem ég og mín fjölskylda fundum frá honum og þá sérstak- lega börnin okkar. Barnelska er nokkuð sem ég met svo mikils í fari fólks. Þegar ég kynntist eiginmanni mínum, frænda hans og nafna Al- freðssyni, fannst mér oft svo ein- kennilegt að fimm af sex systkinum (þ.e.a.s. feður þeirra og systkini) skyldu skíra börnin sín Finnbogi eftir afa þeirra. Það tók mig heil- langan tíma að greina á milli allra þessara Finnboga. Ég kynntist þeim einum af öðram en lengi vel vissi ég það eitt um Finnboga Rögnvalds- son að hann byggi í Garðabæ og væri smiður. Árið 1989 þegar við hjónin festum kaup á íbúð, sem þurfti að lagfæra, þá ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi, að hringja í hann og athuga hvort hann gæti tekið verkið að sér og þá í leið- inni að fá að kynnast honum. Hann tók verkið að sér með ljúfri lund og leysti það vel af hendi. Tókust upp frá því kynni milli okkar fjöl- skyldna. Þegar verkinu lauk bauð ég þeim hjónum í mat og kom yngsta dóttir þeirra með og fór ekki milli mála hversu bamgóður og hjartahlýr hann var, því sú yngsta sótti mikið í pabba sinn. Þótt lítið samband hafí verið milli okkar beint, þá vissum við alltaf hvort af öðru. Við fluttum síðar út á land og létu þau hjón sig ekki muna um að keyra yfír eina heiði FINNBOGIJON RÖGNVALDSSON til Vopnafjarðar til að líta á okkur, enda hafði hann alltaf áhuga á því hvernig gengi og hvernig börnunum liði. Einnig hringdi hann af og til og þá eingöngu til að athuga hvern- ig okkur liði og var notalegt til þess að vita þó annar samgangur væri ekki mikill. Síðast í febrúar hringdi hann sem áður og athugaði hvernig við hefðum það. Ég hélt þá að hann þyrfti auðvitað að tala við nafna sinn og tjáði honum að hann væri rétt farinn í vinnuna. En hann var bara að hringja til að athuga hvern- ig mér liði þar sem ég var ófrísk á þessum tíma og hvernig börnin hefðu það, hvemig reksturinn gengi og allt þar fram eftir götunum. Eg var lengi á eftir undrandi á því að hann vildi bara tala við mig um hvernig við hefðum það. Ég sagði honum að þau hjón ættu að líta inn þegar þau færu sunnudagsrúntinn og sagði hann mér að þau hefðu reynt í tvígang, en þvi miður vorum við ekki heima. Þegar að kveðjustund er komið vil ég þakka fyrir að hafa kynnst honum Finnboga Rögnvaldssyni svo góður, hjartahlýr og barngóður sem hann var. Alltaf svo stoltur þegar hann talaði um dætur sínar, eigin- konu og sumarbústaðinn, sem hann byggði sjálfur og dvaldi nánast í um hveija helgi yfir sumarið með fjölskyldu sinni. Finnboga varð ekki tíðrætt um sjálfan sig og hann kvartaði aldrei. Við hjónin biðjum góðan guð að styrkja eiginkonu hans og dætur, sem hafa misst svo mikið, og aðra aðstandendur. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur. Sesselja Pétursdóttir. Að morgni laugardagsins 14. október kom Linda Bára til mín og bar mér þau sorgartíðindi að pabbi sinn væri dáinn. Finnbogi dáinn, þetta gat ekki verið, þetta kom á mig sem reiðarslag sem ég vildi ekki trúa, þó svo að ég hafi vitað að hann væri mikið veikur. En þeir eru órannsakanlegir, vegir guðs. Finnboga kynntist ég þegar ég fluttist í Garðabæinn, nánar til tek- ið í Lyngmóana, þá sex ára gömul. Ég og Linda Bára dóttir hans urðum fljótt bestu vinkonur og máttum varla hvor af annarri sjá. Varð ég því brátt heimalningur hjá Kollu og Finnboga. Alltaf var ég velkomin á heimili þeirra og leit ég á Finnboga sem vin sem auðvelt var að leita ráða hjá. Alltaf var stutt í grínið og gamanið og þótti mér ákaflega gaman að vera í kringum hann. Sérstaklega eru mér minnisstæðar ferðir okkar þriggja, mín, Lindu og Finnboga upp í sumarbústað í Vatnaskógi, draumastað fjölskyld- unnar. Á þessum tíma var enn ver- ið að smíða og reyndum við Linda að hjálpa til en vorum í raun bara að þvælast fyrir. Þrátt fyrir það heyrðust aldrei skammir frá Finn- boga því hann gat alltaf séð bros- legu hliðina á því sem við gerðum af okkur. Sumarbústaðurinn í Vatnaskógi verður góð minning um þennan duglega mann, þar sem hann eyddi mörgum stundum við að smíða sumarbústaðinn og gera hann sem allra fallegastan. Þó að samskiptin á milli okkar hafi minnkað með tímanum vissi ég að ég var ávallt velkomin í Hlíða- byggðina og var alltaf tekið vel á móti mér, ávallt var það Finnbogi sem sló á létta strengi. Sjaldan er það að maður kynnist manneskju sem ætíð er hrókur alls fagnaðar en það var Finnbogi. Ávallt í góðu skapi. Mér er mikill söknuður og eftirsjá að Finnboga og mun ég minnast hans með mikilli virðingu og þakk- læti. Aldrei mun ég gleyma öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Ég vil með þessum fátæk- legu orðum kveðja góðan vin. Elsku Linda mín, Kolbrún, Hulda, Elfa, og aðrir ástvinir sem eiga um sárt að binda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum sorgartím- um. Þeir sem átt hafa mikið, missa mikið, þeirra er sorgin mest. Ásta Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.