Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 41 Heimsmeistaramótið í Kína NÝBAKAÐIR heimsmeistarar í brids. í fremri röð sitja Wolff, Rodwell og Nickell en fyrir aftan standa Meckstroth, Hamman og Freeman. Bermúdaskálin fór til Bandaríkjanna _________Brids___________ Pckíng, Kína HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október BANDARÍKJAMENN unnu Bermúdaskálina í gær eftir að hafa varist skyndiáhlaupi frá Kanadamönnum í lokalotum úr- slitaleiksins. Á fimmtudagskvöld unnu Þjóð- veijar Feneyjabikarinn eftir spennandi úrslitaleik við Banda- ríkin. Leikurinn var hnífjafn fyrir síðustu 16 spila Iotuna en hana unnu þýsku konurnar 70-9 og jafnframt heimsmeistaratitilinn með 312 stigum gegn 248. Úrslitaleikurinn um Bermúda- skálina var jafn framanaf og eftir 64 spil af 160 var staðan jöfn. En þá tóku bandarísku spilararnir mikinn sprett og náðu mest rúm- lega 80 stiga forustu. í næst síð- ustu lotunni í gær tókst Kanada- mönnum að minnka muninn niður í 26 stig en í lokalotunni snéru Bandaríkjamenn blaðinu við og unnu úrslitaleikinn 338-295. Vestur Norður Austur Suður Lebel Wolff Cronier Hamman 1 hjarta pass pass dobl pass 2 hjörtu dobl pass pass redobl pass 3 spaðar pass 4 spaðar/ +620 Mechstroth leyfði sér að segja 1 spaða í skjóli þess að þeir Rod- well spila sterkt lauf. Þar með stal hann litnum af NS og Frakk- arnir enduðu í laufabút. Það er svosem ekkert sjálfsagt að ná 4 spöðum á 4-3 samleguna, þótt vestur passi í upphafi, en það vafðist ekki fyrir Hamman og Wolff og Bandaríkjamennirnir græddu 11 impa. Góður endasprettur Þjóðverjar unnu Feneyjabikar- inn nú í fyrsta skipti en þetta lið hefur áður unnið Evrópumót og Ólympíumót og spilaði úrslitaleik- inn á síðasta heimsmeistaramóti. Veikindi háðu bandaríska liðinu nokkuð undir lok úrslitaleiksins og það hefur kannski haft einhver áhrif á spilamennskuna. Og Þjóð- veijarnir hlóðu upp stigum í loka- spilunum og eftir þetta spil voru úrslitin ráðin: Bandaríkjamenn unnu síðast Bermúdaskálina árið 1987 en höfðu áður nánast einokað hana. Bandaríska liðið nú var skipað Bob Hamman, Bobby Wolff, Jeff Meckstroth, Eric Rodwell, Nick Nickell og Dick Freeman. Þeir fjórir fyrstnefndu hafa oft áður haldið á Bermúdaskálinni en þetta var frumraun Nickells og Free- mans. Tromplitnum stolið Því miður hafa undirrituðum ekki enn borist spil úr úrslitaleikn- um en þetta spil er frá undanúr- slitaleik Bandaríkjamanna og Frakka, sem Bandaríkjamenn unnu auðveldlega. Norður ♦ ÁD104 ¥95 ♦ Á762 ♦ Á74 Vestur Austur ♦ 8632 ♦ 75 ¥D84 ¥ ÁK1073 ♦ G109 ♦ D84 ♦ 952 ♦ D108 Suður ♦ KG9 ¥ G62 ♦ K53 ♦ KG63 Vestur Norður Austur Suður Meckst. Perron Rodwell Chemla 1 hjarta pass 1 spaði pass 1 grand pass 2 hjörtu +150 dobl pass 3 lauf/// Norður ♦ K54 ¥ KD654 ♦ ÁK ♦ ÁD7 Vestur Austur ♦ G92 4 D876 ¥ G7 ¥ Á9832 ♦ G952 ♦ 3 ♦ K942 ♦ G86 Suður ♦ Á103 ¥10 ♦ D108764 ♦ 1053 Við annað borðið komust Karin McCallum og Kerry Sanborn alla leið í 6 grönd sem fóru 3 niður. En við hitt borðið náðu Sabina Auken og Daniele von Armin að stoppa í 3 gröndum eftir að aust- ur hafði sagt frá báðum hálitum. Austur spilaði út hjarta og Auken drap gosann með drottn- ingu. Hún tók ÁK í tígli og þegar hún sá leguna spilaði hún sig út á hjarta. Austur drap með áttu og spilaði laufagosa á drottningu norðurs. Hún spilaði spaða á tíu og gosa vesturs sem spilaði meiri spaða. Nú tók Auken slagina í svörtu litunum og spilaði sig út á laufi og vestur varð að spila frá tígul- gosanum í lokin. Slétt staðið og 11 impar til Þjóðveija. Guðm. Sv. Hermannsson MESSUR Á MORGUIM Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn __________lama.____________ (Matt. 9.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Kór Rangæinga- félagsins syngur við guðsþjón- ustuna. Kirkjukaffi Rangæingafé- lagsins. Pálmi Matthíasson. DOMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 og í Vest- urbæjarskóla kl. 13. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Kór Vestur- bæjarskóla syngur undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Kynning á fermingunni. Fermingarbörn og foreldrar þeirra komi til messu. Prestar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer- indi kl. 10. Þegar maður missir tökin. Um örvæntingu. Sr. Jón Bjar- man. Barnasamkoma og messa kl. 11. Drengjakór Grimsby Parish Church syngur í messu. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigur- björnsson. Tónleikar kl. 17, drengjakór Grimsby Parish Church syngur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11 barna- guðsþjónusta. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Organisti Jón Stefánsson. Barna- starf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Væntanleg fermingarbörn að- stoða. Barnastarf á sama tíma. Félagar úr kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnars- son. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Melaskólans syng- ur undir stjórn Helgu Gunnarsdótt- ur. Organisti Reynir Jónasson. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prófastur sr. Ragnar Fjalar Lárusson setur sr. Hildi Sigurðar- dóttur inn í embætti. Organisti Vera Gulasciova. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Barnakór Árbæjar syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sóknarpresti. St. Ge- orgsgildis skátar koma í guðsþjón- ustuna á vináttudegi þeirra og flytja ávarp og lesa ritningarlestra. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Organisti Daníel Jónas- son. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Sunnudagaskóli á sama tíma. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Ferming og altar- isganga. Fermd verður Þórhildur María Kristinsdóttir, Keilufelli 3. Prestursr. Hreinn Hjartarson. Org- anisti Lenka Mátéová. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma í umsjá Ragnars Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í kirkjunni og kl. 12.30 í Rimaskóla. Guðsþjón- usta kl. 14. Fundur með foreldrum fermingarbarna úr Foldaskóla eftir guðsþjónustuna. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Safnaðarfélag Hjallakirkju efnir til messuheim- sóknar í Digraneskirkju. Áætlað er að fara fótgangandi frá Hjallakirkju kl. 10.30 ef veður leyfir. Messa hefst kl. 11 í Digraneskirkju. Sókn- arprestar kirknanna þjóna. Kór Di- graneskirkju syngur. Organisti Smári Ólafsson. Barnaguðsþjón- usta í Hjallakirkju kl. 13 í umsjá sóknarprests og Dóru Guðrúnar. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðs- prestur. Kór Kópavogskirkju syng- ur. Organistar Haukur Guðlaugs- son og Örn Falkner. Guðsþjón- ustunni verður útvarpað. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Barnakór Seljakirkju syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. FRlKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Hau- státak 1995: „í þinni hendi". Sam- koma sunnudag kl. 17. Ræðumað- ur sr. Ólafur Jóhannsson. Vitnis- burður: Þórunn Elídóttir. Söngur: Hamrahlíðarkórinn. Almennur söngur, lofgjörð og fyrirbænir. Veitingar seldar að lokinni sam- komu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelffa: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Svanur Magnússon. Allir velkomnir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi og maul eftir messu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kveðju- samkoma fyrir Olgu Sigþórsdóttur kl. 20. Elsabet Daníelsdóttir stjórn- ar. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju- legan hring. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Gunnar Kristjánsson. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 14. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Bragi Frið- riksson. Fræðslustund í safnaðar- heimilinu um Nýja testamentið og samtíð þess í dag laugardag kl. 13. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. MUnið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Þórhild- ur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Kirkju- dagur. Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigríður Valdimarsdóttir, djákni, prédikar. Barnakórinn syngur ásamt kirkju- kórnum. Kaffisala Kvenfélagsins í Álfafelli að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Helgistund í Víði- hlíð kl. 12.45. Barnakórinn syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Ferming- arbörn aðstoða. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 13. Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Haldið verð- ur upp á 20 ára vígsluafmæli safn- aðarheimilis kirkjunnar. Helga Ósk- arsdóttir meðhjálpari kvödd eftir áralangt starf fyrir kirkjuna. Sr. Björn Jónsson prédikar. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn organist- ans Steinars Guðmundssonar. Nemendur úrTónlistarskóla Njarð- víkur koma fram. Afmælishátíð fram haldið í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. Allir vel- komnir. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. KALFATJARNARSÓKN: Kirkju- skóli í dag laugardag í Stóru-Voga- skóla kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Þema: Jesús læknar. Starfsmenn: Málfríður, Ragnar, Laufey, Eva, Bryndís, Guðmunda, Ólína og Ólöf. Foreldrar eru hvatt- ir til að sækja kirkju með börnum sínum. Munið skólabílinn. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, cand.theol., talar um trúarþroska. Léttir söngv- ar. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 14. Sóknar- prestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Innritun ferm- ingarbarna og fundur með foreldr- um kl. 15. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprest- ur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Svavar Stefánsson. HJALLAKIRKJA, Ölfusi: Messa kl. 14. Svavar Stefánsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Fundur með fermingarbörnum næsta vors og foreldrum þeirra að messu lok- inni. Sigurður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í grunnskólanum á Hellu kl. 11. Sig- urður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskóli kl. 11. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Boðið upp á akstur frá Hraunbúðum. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Poppmessa kl. 20.30. Létt sveifla í helgri al- vöru. Hljómsveitin Prelátar leiðir safnaðarsönginn. Messukaffi. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónustá í dag kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sigurðsson. Messa sunnudag kl. 14. Sr. Ön- undur Björnsson messar. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Þorbjörn Hlynur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.