Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEGAGERÐ í LANDI STÓRA-KROPPS AUNDANFÖRNUM mánuðum hafa orðið töluverðar umræður um fyrirhugaða vegalagningu í landi Stóra- Kroþps í Reykholtsdalshreppi. Ung hjón keyptu þessa jörð fyrir nokkrum árum og hafa hafið þar umfangsmikinn bú- skap. Þau hafa byggt jörðina upp og hyggjast bersýnilega auka umsvif sín verulega frá því, sem nú er, þar sem þau hafa fest kaup á annarri jörð í námunda við Stóra-Kropp, Eyri í Flókadal. Það er óvenjulegt að fólk, sem hefur hazl- að sér völl á öðru starfssviði, að ekki sé talað um í öðru landi, og náð þar umtalsverðum árangri, eins og í þessu tilviki, hafi svo brennandi áhuga á búskap á íslandi. Deilurnar hafa komið upp vegna þess, að Vegagerð ríkis- ins hyggst breyta vegarstæði á þessum slóðum og leggja veginn um túngarðinn hjá Stóra-Kroppi. Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, telur að með þessum áformum sé verið að eyðileggja þá uppbyggingu á jörðinni, sem hann hefur beitt sér fyrir. Meirihluti hreppsnefndar Reykholts- dalshrepps styður málstað hans. Allir bændur í Flókadal utan einn hafa mótmælt þessari breytingu á vegarstæði, sem augljóslega ýtir undir einangrun Flókadals, sem er nokkur fyrir. Skipulagsstjóri ríkisins kvað upp úrskurð um mat á um- hverfisáhrifum vegna þessarar vegalagningar. Sá úrskurður var kærður til umhverfisráðherra, sem nú hefur staðfest niðurstöðu skipulagsstjóra. í úrskurði ráðherrans segir m.a.: • „Veglínan fer á neðri leið um jafnt land, er tiltölulega bein, vegsýn betri og allar aðstæður hagkvæmar og má þar nefna minni hættu á sviptivindum en við fjallið sjálft, auk þess sem reikna má með minni snjóþyngslum vegna lægri legu vegarins . . . Þótt neðri leiðinni fylgi óhagræði fyrir eigend- ur og ábúendur nokkurra jarða, sem vegurinn fer um og íbúar Flókadals telji sig búa við lakari hlut þar sem vega- lengd að stofnbraut eykst, hljóta þeir hagsmunir að teljast ríkari, sem fólgnir eru í því að um stofnbraut er að ræða . . .“ í þessum úrskurði umhverfisráðherra kemur ekki fram mikil tilfinning fyrir stöðu bóndans, sem hlut á að máli. Þvert á móti er eins og hún skipti engu máli. Þegar Jón Kjartarfsson og kona hans keyptu jörðina Stóra-Kropp höfðu þau enga ástæðu til að ætla, að þjóðvegur yrði lagður þvert yfir túnið hjá þeim og jörðinni skipt í tvennt með öllu því óhagræði, sem því fylgir augljóslega fyrir búskaparstarf- semk, Þau hafa lagt í mikla fjárfestingu á jörðinni en eftir að þau gerðu það taka stjórnvöld ákvarðanir, sem breyta öllum forsendum fyrir fjárfestingum þeirra en á mótmæli þeirra er ekki hlustað. í annan stað er Ijóst, að það er engin brýn þörf á því að leggja nýjan þjóðveg um þetta svæði. Raunar má færa sterk rök fyrir þvi, að það sé alger óþarfi að breyta núver- andi vegarstæði nema þá að sáralitlu leyti. Núverandi vegar- stæði hefur dugað vel í marga áratugi. Hvers vegna er nauðsynlegt að verja stórum upphæðum af almannafé til þess að breyta vegarstæðinu í andstöðu við nær alla íbúa Flókadals, meirihluta hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps og bóndann á Stóra-Kroppi og eyðileggja jafnframt stór- huga uppbyggingu og framkvæmdaáform dugmikilla ungra hjóna? í samtali við Morgunblaðið í gær, segir Jón Kjartansson, bóndi: „Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun miðað við þá þjóðfélagsumræðu, sem við heyrum í dag. Eg átti von á, að umhverfis- og landbúnaðarráðherra tæki meira tillit til okkar sjónarmiða en Vegagerðarinnar, sem á þarna engra hagsmuna að gæta. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta mál hafi snúizt um það, hvort Vegagerðinni líðist að fara yfir land bænda án þess, að við það séu gerðar athugasemd- ir eða hvort almenningur á skv. nýjum lögum um mat á umhverfisáhrifum að geta komið í veg fyrir að unnið sé óbætanlegt tjón á náttúru og auðlindum landsins." Rökin gegn því að leggja veginn um þetta svæði eru margfalt sterkari en rökin fyrir því. Auk þess er tími til kominn, að stjórnvöld taki tillit til þess, þegar fólk hefur lagt í stórfelldar fjárfestingar á ákveðnum forsendum og kippi ekki fótunum undan þeim fjárfestingum. Hér er ekki um það að ræða að fyrirhugað vegarstæði sé hið eina, sem til greina komi. Því fer víðs fjarri. Varla getur það verið metnaðarmál Vegagerðarinnar eða stjórnvalda að knýja sinn vilja fram - eða hvað? Nú er nauðsynlegt að þeir, sem hafa hið endanlega vald í þessu máli, taki af skarið og komi í veg fyrir þessa ónauðsynlegu ráðstöfun almannafjár. Hans Engell formaður danska Ihaldsflol Norður- löndin komast í tísku á ný Morgunblaðið/I HANS Engell, formaður danska íhaldsflokksins. * Hans Engell, formaður danska Ihaldsflokks- ins, telur það skyldu Dana að styðja við bakið á dönskukennslu á íslandi. Er hann fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um öflugan fjárstuðning til að styrkja stöðu dönsk- unnar hér á landi. I samtali við Steingrím Sijgurgeirsson segist Engell sannfærður um nauðsyn þess að viðhalda nánu samstarfí Norðurlanda og að Norðurlönd eigi eftir að komast í tísku meðal yngri kynslóðanna eftir því sem tengslin við umheiminn aukast. HANS ENGELL, formaður danska íhaldsflokksins, hefur ásamt tveimur flokksbræðrum sínum, þeim Frank Dahlgaard og Henning Grove, lagt fram tillögu til þings- ályktunar á danska þinginu um að dönskukennsla á íslandi verði studd með 120 milljóna króna fjárfram- lagi á næstu fimm árum. Norður- löndin og tengsl Danmerkur og ís- lands eru Engell mikið hjartans mál og hann talar af mikilli sannfæringu og tilfinningu er hann er spurður um ástæður þess að hann ákvað að leggja fram þessa þingsályktunartillögu. Hann segist fullviss um að með aukinni samvinnu Evrópu- þjóða, sem hann styður heils- hugar, muni Norðurlöndin jafnframt skynja betur það sem þau eiga sameiginlegt. „Ástæða þess að þessi til- laga er lögð fram er sú um- ræða um stöðu danskrar tungu er hefur átt sér stað jafnt á íslandi sem í Dan- mörku. Sem Norðurlanda- sinni og formaður íhalds- hópsins í Norðurlandaráði hef ég fylgst grannt með þessari umræðu. Það er ljóst að þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert, ekki síst í gegnum sendiráð Dana í Reykjavík, á undan- förnum árum hefur Danmörk að mínu mati vanrækt það hlutverk sitt að styrkja stöðu dönskunnar hér. Við höfum ekki gert nóg,“ segir Engell. Hann segist vilja leggja ríka áherslu á að ekki megi túlka þessar skoðanir né þingfrumvarpið þannig að verið sé að hafa afskipti af málefnum íslendinga. „Þið ráðið því fullkomlega hvernig þið byggið upp menntakerfi ykkar og við Danir eigum ekki að hafa afskipti af því. En á meðan danskan er fyrsta erlenda tungumálið sem kennt er í íslenskum skólum munum við hafa áhuga á að treysta stöðu dönskunnar. Eg er sammála því sem Vigdís Finnbogadóttir for- seti sagði nýlega í tímaritsgrein að tungan er lykillinn að hinni norrænu sjálfsímynd. Við Norðurlandabúar verðum að gera okkur grein fýrir því að tungan er sterkasta samein- ingartákn okkar. Það að við getum átt tjáskipti okkar á milli á okkar eigin tungumálum er einstakt. Ef við missum þann hæfileika missum við_ mikið.“ I tillögu Engells í danska þingimj er lagt til að allt að tíu milljónum danskra króna verði á næstu fimm árum varið til að styrkja stöðu dönskunnar á íslandi í menntakerf- inu og á menningarsviðinu, en það samsvarar um 120 milljónum ís- lenskra króna. Hann segir að þegar þessu tímabili lýkur eigi að meta í samráði við íslendinga hvort þessi aðstoð hafi haft einhver áhrif og hversu mikil þau hafí verið. í grein- argerð með frumvarpinu eru nefnd ýmis dæmi um verkefni sem nota mætti féð til að styrkja, s.s. nem- endaskipti, listsýningar og kennslu- myndbönd. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé sér- staklega mikilvægt að ná til kennara, það er að segja þeirra sem miðla danskri tungu til. nem- enda. Það er einstaklega mikilvægt að þeir fái einnig tæki- ■ færi til að kynnast Danmörku." Engilsaxnesk áhrif Engell bendir á að á íslandi og í Danmörku fari menn ekki varhluta af þeirri flóðbylgju engilsaxneskra ménningaráhrifa, sem hvarvetna megi finna. Ungmennum þyki ensk- an spennandi sökum áhrifa frá sjón- varpsþáttum og popptónlist. „Ef við reynum ekki að tryggja stöðu nor- rænnar tungu mun énginn annar gera það fyrir okkur.“ Hann vitnar einnig til greinar Aldísar Sigurðardóttur, lektors í dönsku við Háskóla íslands, í tíma- ritinu Nyt fra Island, þar sem hún segir að rétt eins og eldur og ást þrífist ekki án næringar sé ekki hægt að viðhalda áhugan- um á hinu norræna án þess að ný næring komi til. „Þetta er fallega sagt og þetta er rétt,“ segir Engell. Hann segir líklegt að frumvarpið um stuðning við dönskukennslu verði afgreitt í danska þinginu í bytjun næsta árs og er vongóður um að það fái jákvæða afgreiðslu. Skipti þar ekki minnstu máli að viðbrögðin á íslandi hafí verið einstaklega já- kvæð. „Það skiptir miklu máli að fá svona mikinn stuðning frá Islending- um og ég vona að nægilegur stuðn- ingur sé í þinginu. Við höfum þegar tekið þetta mál upp í viðræðum við ríkisstjórn Danmerkur og viðbrögð hennar lofa góðu.“ Aðspurður um hvort hægt væri að fá norræn tungumál til að höfða til ungmenna í auknum mæli án þess að nýta sér fjölmiðla á borð við sjónvarp sagði Engell að menn mættu ekki halda að hægt væri að skáka bandarísku -------------- áhrifunum með því að Sérs setja á laggirnar norrænt hvað I gervihnattasjónvarp. aildi1 Hins vegar væri mikil- vægt að nýta sér sjón- varpið sem miðil og mætti til að mynda ná miklum árangri með auknu samstarfi hinna ríkisreknu sjónvarpsstöðva. „Við getum náð ýmsu fram með auknu samtarfi á sviði sjónvarps, en megum samt ekki gera okkur neinar vonir um að það sé einhver töfralausn. Evrópa án landamæra gæti raunar styrkt Norðurlöndin sem svæði. Norðurlöndin verða að hafa eitthvert gildi í sjálfu sér ef þau eiga að höfða til yngri kynslóð- anna. Ég er sannfærður um að Tungan er sterkt sam- einingartákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.