Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra um greinargerð Kjaradóms sem lögð var fram í gær V onandi j ákvætt innleg-g- í nmræð- urnar um kj araniál DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist vona að upplýsingar Kjara- dóms verði jákvætt innlegg í þær umræður sem farið hafa fram um kjaramál að undanförnu. Björn Grét- ar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir upplýsingarnar engu breyta og Benedikt Davíðsson, forseti ASI, segir að krafa verkalýðshreyfingar- innar um aukinn hlut í efnahagsbat- anum standi óhögguð. Davíð Oddsson lýsti á fundi með fréttamönnum ánægju sinni með að Kjaradómur skyldi fallast á óskir verkalýðshreyfingarinnar um viðbót- arupplýsingar um það sem á bak við úrskurðinn lægi. Hann sagði að það hefði ekki verið sjálfsagt að dómur- inn yrði við þessum óskum. Davíð var spurður hvort hann teldi að þessar nýju upplýsingar Kjaradóms myndu lægja þær ófrið- aröldur sem vaknað hefðu í þjóðfé- laginu í kjölfar úrskurðar Kjara- dóms. „Ég skal ekkert um það segja, en ég tel þó að það geti ekki verið annað en jákvætt að talna- grundvöllurinn liggi fyrir. Hvort hann leiðir til sannfæringar ein- stakra manna um tiltekin atriði skal ég ekkert um segja, en það Kjaradómur hefur lagt fram greinargerð um forsendur úrskurðar sem féll í haust um laun æðstu embættismanna * landsins. Egill Olafs- son ræddi við forsætis- ráðherra og forystu- menn á vinnumarkaði um greinargerðina. hafa mjög margir aðilar í þjóðfélag- inu lagt á það höfuðáherslu að þess- ir þættir kæmu fram. Það hefur tekist að stuðla að því að slíkar upplýsingar lægju fyrir. Menn verða síðan að ráða því hvernig þeir túlka þessar upplýsingar. Ég túlka þær svo að Kjaradómur hafí rökstutt það að hann hafi farið að lögum. Séu menn óánægðir með þessa niðurstöðu þá hefur laga- ramminn af hálfu Alþingis ekki ver- ið nægilega vel settur. Ég hygg að það sé algerlega ljóst að hækkanir til t.a.m. þingmanna séu ekki umfram hækkanir á almennum markaði, sérstaklega ef haft er í huga, sem geta má sér til, að þær hækkanir sem eiga að verða um ára- mót eiga ekki að ganga til þeirra." Davíð sagði að hækkanir Kjara- dóms sköpuðu ekki forsendur fyrir uppsögn samninga. Slík forsenda myndi ekki skapast nema að verð- lagshækkanir færu úr böndunum. Hlutdeild í efnahagsbatanum Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, var spurður hvort hann teldi þær upplýsingar, sem Kjaradómur hefði lagt fram, nægilegar. „Við báðum um allar upplýsingar sem Kjaradómurinn gæti látið af hendi um forsendur sínar, og erum búnir að fá svar við því. Því verður ekki neitað. Við eigum hins vegar eftir að leggja mat á svarið.“ Benedikt sagði greinilegt á upp- lýsingum Kjaradóms að þeir efna- meiri hefðu fengið ríkulegan hlut í efnahagsbatanum. Krafa verkalýðs- hreyfingarinnar stæði óhögguð um DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra greinir frá greina að þeir lægst launuðu fengju aukinn hlut í efnahagsbatanum. „Þessar hækkanir stangast á við grunninn, sem við fórum af stað með þegar við gerðum samningana. í þeim vorum við að gera ráð fyrir því að efnahagsbatinn yrði fyrst og fremst nýttur til þess að bæta kjör þeirra sem iakast væru settir, en mér sýnist fljótt á litið að þessar upplýsingar komi ekki alveg heim og saman við það.“ Benedikt var spurður hvort að hann hvetti félög til að feta í fót- spor Alþýðusambands Vestfjarða, Dagsbrúnar og fleiri félaga, sem samþykkt hafa ályktanir um upp- sögn samninga. „Ég hef ekki mikið verið þátttak- andi í þeirri umræðu. Ég hef hins vegar sagt að ég telji, miðað við þá niðurstöðu sem hafi orðið hjá Kjara- dómi, að siðferðilegar forsendur fyr- ir samningunum séu brostnar og þá Bréf formanns Kjaradóms til forsætisráðherra Mat en ekki reikn- ingsleg forskrift HÉR fer á eftir bréf það sem Kjara- dómurritaði forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, á miðvikudag og greint var frá á blaðamannundi í gær og ennfremur greinargerð ritara Kjara- dóms: Tilmælum þeim sem þér, hr. for- sætisráðherra, hafið beint til undir- ritaðs sem formanns Kjaradóms um frekari upplýsingar varðandi þann grunn og gögn er lágu fyrir Kjara- dómi þegar hann kvað upp úrskurð sinn hinn 8. september sl. vil ég svara á eftirfarandi hátt. Á það skal lögð áhersla að úr- skurðurinn er byggður á forsendum sem honum fylgdu. í þeim kemur fram mat dómsins á öllum þeim þáttum sem lög um Kjaradóm leggja honum á herðar að taka tillit til. Eins og fram kemur í forsendunum ber dómnum fyrst og fremst, við úrlausn mála, að gæta þeirra megin- reglna sem fram koma í 5. gr. lag- anna en þær eru: 1. Að gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim er hann ákveður. 2. Að þau starfskjör séu á hveij- um tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. 3. Að taka tillit til þróunar kjara- mála á vinnumarkaði. Þessi grundvallaratriði hafði dóm- urinn að sjálfsögðu öll í huga er hann kvað upp úrskurð sinn. í umræðu um úrskurðinn undan- farnar vikur hefur gætt mikils mis- skilnings og réttu máli víða verið haliað, en svo virðist sem ýmsir líti þannig á að lögin um Kjaradóm gefi reikningslega forskrift að niður- stöðu. Að sjálfsögðu er ekki neina slíka forskrift að finna enda þyrfti þá engan Kjaradóm. Kjaradómur aflaði mikilla gagna um þróun kjaramála undanfarin ár, þ. á m. þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessu ári og fela í sér mjög mismunandi kjarabreyt- ingar. Meðai þess sem dómurinn tók tiliit til var efni þessara samninga og gildistími þeirra, en það skal ítrekað að úrskurðurinn felur í sér heildarmat á öllum þeim atriðum sem skylt er að byggja á samkvæmt lögum um Kjaradóm. Að beiðni minni hefur ritari dóms- ins tekið saman nokkrar töluiegar staðreyndir sem fyrir lágu er dómur- inn kvað upp nefndan úrskurð og fylgir greinargerð hans hér með. Virðingarfyllst, Þorsteinn Júlíusson. Nokkrar tölulegar staðreyndir teknar saman að beiðni formanns Kjaradóms I þessari greinargerð er leitast við að skýra frá helstu tölulegu stað- reyndum fyrir lágu er Kjaradómur kvað upp úrskurð sinn þann 8. sept- ember sl. í fyrsta lagi er lýst helstu heimildum um laun þeirra sem nálg- ast gætu að vera sambærilegir þeim er undir Kjaradóm heyra. I öðru lagi er fjallað um launaþróun og úr- skurih Kjaradóms yfir nokkurn tíma litið. í þriðja lagi er litið til þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessu ári. Laun og starfskjör sambærilegra aðila. Örðugt er að fínna þá aðila í þjóð- félaginu sem telja _má að séuíísam- bærilegir forseta Islands, ráðherr- um, dómurum og alþingismönnum „með tilliti til starfa og ábyrgðar". Erfitt er að afla upplýsinga um raun- veruleg starfskjör manna. Reynt hefur verið að afla upplýsinga um kjör bankastjóra, embættismanna og ýmissa fórsvarsmanna einkafyr- irtækja. Að beiðni iðnaðar- og viðskipta- ráðherra tók Ríkisendurskoðun sam- an yfirlit um laun og önnur starfs- kjör helstu yfirmanna ríkisbanka og sjóða sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti á árinu 1992. Þar kom fram að laun bankastjóra ríkis- viðskiptabankanna námu að meðal- tali 776 þús. krónum á mánuði og laun aðstoðarbankastjóra um 523 þús. krónur. Forstjórar fjárfesting- arsjóða er undir ráðuneytið heyra voru með um 515 þús. krónur í mánaðarlaun. Ekki er vitað til neinna meginbreytinga á launakjör- um þessara aðila frá árinu 1992. Mismunandi reglur gilda um líf- eyri bankastjóra. Bankastjórar Bún- aðarbanka íslands vinna sér þannig lífeyri sem að hámarki nemur 90% af öllum launum sem næst eftir 15 ára starf. Eftir eins árs starf ávinna þeir sér lífeyrisrétt sem svarar til 20% af launum. Hins vegar eru lífeyriskjör bankastjóra Landsbanka íslands nokkru lakari og fela í sér að 90% launa er náð eftir 18 ára starf. Bankastjórar Seðlabanka ís- lands njóta sömu lífeyriskjara, en laun þeirra eru til muna lægri en starfsbræðra þeirra í viðskiptabönk- unum. Reglur um lífeyrisgreiðslur til bankastjóra eru á margan hátt sambærilegar þeim er gilda um ráð- herra. Réttindavinnsla ráðherra er hraðari en bankastjóra, sem nemur einu prósentustigi á ári, en þak er á lífeyrisgreiðslum til þeirra sem svarar til 50% af launum sem næst eftir rúmlega 8 ára iðgjaldsgreiðslu- tíma. Laun margra æðstu embættis- manna ríkisins eru ólík launum ráð- herra og þingmanna að því leyti að þeim er greidd þóknun fyrir vinnu umfram dagvinnuskyldu, ýmist í formi eftirvinnu eftir reikningum eða í formi fastrar eftirvinnu. Þá þiggja þeir þóknun fyrir setu í ýmsum nefndum, en ráðherrar sitja aldrei í launuðum nefnduín. Samkvæmt upplýsingum Starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis voru meðallaun ráðuneytisstjóra í fyrra 370 þús. kr. á mánuði og laun helstu skrifstofu- stjóra í ráðuneytum, sem teljast mega staðgenglar ráðuneytisstjóra, um 275 þús. kr. á mánuði að meðal- tali. Þá má nefna að meðallaun sýslumanna reyndust vera um 350 þús. kr. í fyrra. Heimildir um launakjör forsvars- manna einkafyrirtækja eru af mjög skornum skammti og raunar er ein- göngu um upplýsingar úr álagninga- skrám að ræða. Þessi heimild er ekki nákvæm, því tekjur eru afleidd- ar af óleiðréttri frumálagningu og þannig er ekki tekið tillit til kæra. Ósjaldan hafa menn skattskyldar tekjur af öðru en launavinnu, einkum eignum, en út frá álagningu er ein- göngu hægt að finnatekjuskattstofn en ekki bein laun. Upplýsingar úr álagningarskrám eru einatt tíundað- ar í fjölmiðlum um það leyti sem þær eru lagðar fram. M.a. hefur komið fram að ýmsir forstjórar fyrirtækja voru með 588 þús. króna tekjur á mánuði í fyrra og stjórnarmenn voru að meðaltali með 758 þús. króna tekjur á mánuði 1994. Launasamanburður til lengri tíma Launavísitala ■ Hagstofu íslands er traustasta heimildin sem tiltæk er um almenna launþróun á hveijum tíma. Hún mælir þróun dagvinnu- launa á almennum vinnumarkaði, hjá fjármálastofnunum og hjá hinu opinbera. Launavísitalan lýsir þróun meðallauna. Um vísitöluna gilda lög nr. 89/1989. Kjaradómur hefur í úrskurðum sínum allt frá júni 1989, að undan- teknum skammlífum úrskurði í júní 1992, eingöngu litið til almennra taxtahækkana og þannig horft framhjá öðrum launabreytingum, s.s. launaskriði, breytingum á röðun í sérsamningum o.fl. Úrskurður dómsins frá júní 1989 kvað á um tvennar launahækkanir með gildis- tíma frá 1. mars og 1. maí það ár. Samanburður á launaþróuninni frá 1. mars 1989 leiðir í ljós að laun úrskurðuð af Kjaradómi hafi hækk- að um 35,2% eftir nýuppkveðna hækkun, en til ágúst sl. mælist hækkun launavísitölunnar 37,9%. Ef hins vegar er litið til breytinga frá því að ný lög um Kjaradóm og kjaranefnd tóku gildi, þ.e. frá janúar 1993, sést að þingfararkaup hefur hækkað um 2,5% umfram vísitöluna. Kjarasamningar á þessu ári Kjarasamningar á þessu ári hafa verið með ýmsu móti, enda starfa mörg hundruð stéttarfélög í landinu. Sú stefna sem ofan á varð í kjara- samningum landssambanda Alþýðu- sambandsins í febrúar sl. var blanda af krónutöluhækkunum og pró- sentuhækkunum. Talið er að kjara- samningar landssambandanna feli í sér launahækkun upp á 7% á samn- ingstímabilinu til loka árs 1996 að sérkjarasamningum meðtöldum. Markmið samninganna var m.a. launajöfnun og hækka lágmarkslaun í samræmi við það um nær 15% á samningstímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.