Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20% afsláttur VATNS VIRKINN HF. Ármúla 21, símar 533-2020 - 533-2021. fMttgtmMbiÍrife - kjarni málsins! AÐSENDAR GREINAR Þjónusta við unglinga og fjölskyldur ÚNGLINGSÁRIN eru okkur flestum minnisstæð sem mikilvæg mótunarár og jafnframt tímabil mikilla tilfinningasveiflna. Flest eigum við ljúfsárar minningar frá þessum árum um fyrstu ástina, sjálfstæðisbröltið o.s.frv. Þetta viðkvæma aldursskeið getur þó reynst mörgum erfitt, ekki síst þeim er höllum fæti standa. Tilver- an verður stöðugt flóknari og margvíslegar freistingar á vegin- um. Félagsmálastofnun hefur um árabil rekið nokkuð umfangsmikla þjónustu fyrir unglinga og fjöl- skyldur þeirra og verða henni gerð nokkur skil hér í tilefni af opnum degi Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. Eðli málsins sam- kvæmt miðast þjónusta Félags- málastofnunar við þá sem eiga í vanda og það gildir einnig um unglingamálin. A vegum Unglingadeildar er rekin þjónusta sem hefur það að markmiði að aðstoða unglinga 13-18 ára og flölskyldur þeirra við lausn þess vanda sem við er að glíma hveiju sinni. Verður nú í stuttu máli gerð grein fyrir þjón- ustu Unglingadeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar sem skiptist í eftirfarandi deildir: Meðferðar- og ráðgjafardeild Til meðferðar- og ráðgjafar- deildar er vísað málum unglinga sem eiga í umtalsverðum erfiðleik- um. Það er t.d. þegar unglingur er viðriðinn afbrot, notar áfengi eða aðra vímugjafa, á í alvarlegum hegðunarerfiðleikum í skóla, býr við erfiðar fjölskylduaðstæður, hefur verið beittur ofbeldi eða ver- ið vanræktur. Markmiðið er að styðja og að- stoða unglinginn og fjölskylduna við að leysa vandann og bjóða þá aðstoð sem hentar viðkomandi í náinni samvinnu við alla fjölskyldumeð- limi. Það er gert m.a. með: • Fjölskylduvið- tölum, meðferð og sálfræðiaðstoð eða með því að vísa á aðra sérfræðinga á því sviði. • Ráðningu tilsjónar- manns, sem er starfs- maður sem ætlað er að styðja við ungling sem stendur höllum fæti, t.d. vegna einsemdar, lélegrar mæt- ingar í skóla, vegna skorts á já- kvæðri fyrirmynd o.fl. • Hópastarfi fyrir unglinga og/eða hópfræðslu fyrir foreldra. • Vistun utan heimilis ef vandi unglingsins eða ijölskyldunnar er þess eðlis að vímuefnameðferð, rannsóknarvistun eða meðferðar- vistun er talin gagnlegust. Lögð er mikil áhersla á að leysa vand- ann án vistunar utan heimilis. • Þegar börn/unglingar eru fóstr- uð utan heimilis til lengri tíma er farið með slík mál samkvæmt lög- um um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992. Útideild Sinnir leitár- og vettvangsstarfi meðal reykvískra unglinga og felst starfsemin í að: • Fara á þá staði sem unglingarn- ir safnast helst saman á, t.d. á leiktækjasali, og í söluturna, þeir fara í miðbæinn um helgar og víð- ar. Starfsmenn leggja áherslu á að kynnast unglingum sem eiga í erfiðleikum bæði vegna hegðunar sinnar svo sem óreglu, útstáelsis - o.fl. eða þeim sem eru fórn- arlömb aðstæðna t.d. lögð í einelti, beitt of- beldi o.fl. • Starfsmenn leið- beini og aðstoði ungl- inga við úrlausn þess vanda sem þau eiga í, bæði með viðtölum í Útideild eða á vett- vangi eða vísa þeim í úrræði sem við eiga. • Starfsmenn hafa umsjón með afbrota- málum unglinga og eru m.a. viðstaddir yfirheyrslur með unglingum hjá lögreglu og hafa m.a. verið með hópastarf fyr- ir unglinga sem gerst hafa brotleg- ir við lög. • I húsakynnum Útideildar hefur verið starfrækt^ neyðarmóttaka i samstarfi við íþrótta- og tóm- stundaráð á föstudagsnóttum og þangað eru fluttir unglingar sem eru yngri en 16 ára og seint á ferli og illa á sig komnir. Er for- eldrum þeirra gert viðvart og þeir beðnir að vitja þeirra. • Útideild hefur starfrækt marg- víslegt hópastarf og má þar nefna bifhjólaklúbb sem verið hefur til húsa í Tryggvagötu en verður í framtíðinni rekinn í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð á Vagn- höfða. Þá er hópastarf fyrir ungl- ingsstúlkur nokkuð fastur liður í starfsemi deildarinnar. U nglingaath vörf í dag eru starfrækt tvö ungl- ingaathvörf. Starfsemin er ætluð unglingum sem eiga í félagslegum erfíðleikum, þó fyrst og fremst Snjólaug Stefánsdóttir 1 m o Xf ■ : o v> (0 O 3 m c íiii 2* tm I 3 m o v tA o 3 símt Á meðan ó Kringfukostí stendur býður Póstur og sími Kringlunni (;»essi símtœki á einstöku tilboðsverði Telia Telefax 10 Maxon 450I Lítill farsími fyrir NMT farsímakerfið • Vegur aðeins 375g með stærri rafhlöðunni • 62 skammvalsminni fyrir númer og nöfn • Endurval • Tímamæling Kringlukastsverð: 52.920 kr. Verðlistaverö kr. 63.000 Replik Borð- eða veggsími Endurval • 9 númera minni Vekjaraklukka með dagatali • Litir: hvítur, svartur og rauður. Kringlukastsverð: 2.988 kr. Verölistaverð kr. 3.984 Fyrirferðarlítið og hentugt faxtæki með síma • 60 númera hraðvalsminni • 40 númera .« skammvalsminni • Skjár og endurval. Kringlukastsverð: 25.246 kr. Verðlistaverð kr. 31.557 Hagenuk Sterkur og vandaður þráðlaus sími með skjá • 20 númera skammvalsminni • Endurval Auka rafhlaða í hleðslu meðan handtæki er i notkun • Stillanleg hringing • 100 stillingar á hringtóni. Kringlukastsverð: 14.952 kr. Verðlistaverð kr. 18.926 Söludeild Pósts og Síma Kringlunni, sími 550 6690 PÖSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.