Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 13 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna opnar skrifstofu á Akureyri Verð á Mecklenburger orðið fullgildur aðili að SH Á FYRSTA stjórnarfundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, SH, í nýjum húsakynnum á Akureyri sem haldinn var í gær var samþykkt að taka Mecklenburger Hochseeficherei, MHF, dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa, sem fullgildan aðila að SH. Þetta er fyrsta erlenda félagið sem fær aðild að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Mikil búbót Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði að SH hefði selt afurðir Mecklenburger-togaranna frá því Útgerðarfélag Akureyringa keypti meirihluta í félaginu. „Það hefur verið mikil búbót fyrir okkur að selja þessar afurðir, þeir hafa verið mjög stórir í karfanum og framleiðsla þeirra verið mjög góð,“ sagði Friðrik. Áður voru í gildi afurðasölusamningar milli SH og MHF en Friðrik sagði að mun hagkvæm- ara væri fyrir þýska félagið að vera fullgildur meðlimur i sölumiðstöðinni og njóta þar með allra bestu kjara sem félagsmönnum þess byð- ust. Hasla sér völl á Akureyri „Það er vissulega söguleg stund að taka nú í fyrsta sinn inn erlent félag í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna," sagði Friðrik. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tók formlega i notkun nýja aðalskrifstofu sína á Akureyri í gær og kom þá m.a. fram í máli Jóns Ingvars- sonar, formanns stjórnar SH, að mikið væri í tísku á Islandi um þessar mundir að tala um landnám íslendinga erlendis, einkum í sjávarút- vegi. í ljósi þess þætti ýmsum það skjóta skökku við að SH væri að hasla sér völl á Akureyri og víkka út starfsemi sína innan- lands. Á aðalskrifstofu SH á Akureyri starfa um 30 manns, þá hafa á annan tug starfa skap- ast með samstarfssamningi SH og Akoplasts og á lager Eimskipafélagsins, en alls munu um 80 ný störf skapast á Akureyri með auk- inni starfsemi SH í bænum. Veruleg breyting hjá byggingamönnum í Eyjafirði Atvinnuástandið með besta móti ATVINNUÁSTANDIÐ hjá smið- um á Akureyri hefur verið gott í sumar. Það hefur orðið veruleg breyting frá síðustu tveimur sumr- um og í raun er ástandið í dag allt annað og betra en verið hefur í nokkur ár,“ segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna Eyjafirði. Guðmundur Ómar segist gera ráð fyrir einhveiju atvinnuleysi í greininni eftir áramót en það verði þó ekki jafn mikið og verið hefur hin síðari ár. Atvinnuleysi meðal félagsmanna fór upp í 25% í fyrra- vetur. „Það eru ýmis stór verk í gangi í bænum og einnig eru væntanleg verkefni og þá virðist vera meira að gera í þjónustu fyrir einstakl- inga. Þannig að ég er nokkuð bjart- sýnn,“ segir Guðmundur Ómar. Á atvinnuleysisskrá félagsins eru helst eldri menn, sem eru að fara út af vinnumarkaðinum en hafa rétt til þess að vera á skrá til 70 ára aldurs. „Þannig að ég met það þannig að ekki sé um raunverulegt atvinnuleysi að ræða í greininni." Mörg stór verk í gangi Á meðal stærstu verkefna sem unnið er við um þessar mundir á Akureyri, eru nýbyggingar við Fjórðungssjúkrahúsið, Mennta- skólann og Glerárskóla. Svæðis- skrifstofa fatlaðra hefur verið að byggja og breyta, framkvæmdir í Lindinni eru í fullum gangi, bygg- ing skólpdælustöðvar er að hefjást og þá hefur verið byggt fyrir hús- næðisnefnd bæjarins. Þá eni framkvæmdir að fara í fullan gang á nýju svæði undir íbúðarhúsnæði sunnan Hjarða- lundar. Eimskipafélagið er að fara i breytingar á Oddeyrarskála og loks er næsti áfangi viðbyggingar flugstöðvarinnar í útboði. Guðmundur Ómar segir, að svo virðist sem smiðir í Reykjavík séu að ganga inn í það tímabil sem smiðir á Akureyri hafi verið í en séu nú vonandi að komast út úr. „Það hefur gengið illa selja hús- næði í Reykjavík og það er fyrst í fyrra og í ár sem þar verður vart* við atvinnuleysi í bygginga- iðnaðinum. Ástandið í þessum iðn- aði speglar ástandið í þjóðfélaginu. Þegar er uppsveifla er atvinnu- ástandið gott en niðursveifla kem- ur skýrt fram í samdrætti í bygg- . ingaiðnaðinum," segir Guðmundur Ómar. Morgunblaðið/Kristj án ATVINNUÁSTAND er með besta móti hjá félögum í Félagi byggingamanna í Eyjafirði, enda mörg stór verk í gangi. Þessir smiðir voru við vinnu sína í viðbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Messur AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin. Munið kirkujbíl- ana. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 14.00, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari. Biblíulest- ur á mánudagskvöld kl. 20.30. í Safnaðarheimilinu. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund kl. 13.00 í dag, laugardag. Guðsþjónusta á FSA kl. 10.00 á morgun. Barnasam- koma í kirkjunni kl. 11.00 og eru foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Messa verður í kirkjunni kl. 14.00. Olaf Engsbráten skólastjóri Biblíuskólans á Eyjólfsstöðum prédikar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18.00 sama dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, almenn samkoma kl. 20.00, Ann Merethe Jak- obsen talar. Heimilasamband kl. 16.00 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17.00 á miðvikudag og hjálparflokk- ur kl. 20.30 á föstudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Vakninga- samkoma kl. 15.30 á sunnu- dag og Biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudag. HÚ S A VÍ KURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11.00 á morgun. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14.00, altarisganga, fermingarbörn aðstoða. Biokkflautukvart- ettinn leikur. Organisti er Natalia Chow. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli barnanna kl. 11.00 í dag í Svalbarðskirkju og Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Guðsþjónusta í Greni- víkurkirkju kl. 14.00 á sunnudag. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á sunnudagskvöld kl. 21.00 KAÞÓLSKA KIRKJAN við Eyrarlandsveg 26 á Akureyri: Messa kl. 18.00 í dag, laugardag og kl. 11.00 á sunnudag. hörpudiski frjálst SAMKOMULAG náðist ekki um lág- marksverð á hörpudiski á fundi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins á fimmt'u- dag. Verð á hörpudiski er því frjálst og er það í fyrsta sinn sem svo hátt- ar tii að sögn Péturs Bjamasonar formanns Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda. Hörpudiskurinn var síðasta tegundin sem háð var ákvörðun um lágmarksverð, þannig að nú er ekki í gildi lágmarksverð á neinni físktegund hér við land. Pétur sagði að verð á hörpudiski hefði lækkað umtalsvert frá áramót- um, eða um 8%. Félagið sagði verðinu upp á dögunum, en samkomulag hef- ur ekki náðst um nýtt verð. „Við vilj- um gjaman vera inni í verðlagsráði, en því miður náðist ekki samkomulag um nýtt verð. Staðan er því þannig að verðið er frjálst og menn verða að semja á hverjum stað,“ sagði Pét- ur. Hann sagði horfur ekki góðar í greininni. „Verðið hefur farið lækk- andi undanfarið og það hefur líka gengið treglega að selja afurðir, þann- ig að í augnablikinu er ástandið ekki gott,“ sagði hann. ----♦ ♦ ♦---- Kartöflur á 24 kr. kg KARTÖFLUR vom lækkaðar um- talsvert í verði í KEA-Nettó á fimmtudagsmorgun en þar var kílóið selt á 24 krónur. Eingöngu er um að ræða kartöflur af tegundinni gull- auga. í Hagkaup var tveggja kílóa poki boðinn á 79 krónur kílóið, bæði rauðar og gullauga. Aðrar verslanir á Akureyri ætla sér ekki að taka þátt í kartöfluverð- stríðinu. „Við emm fyrst og fremst að bjóða neytendum á landsbyggðinni upp á ódýra vöru, enda lítum við á það sem okkar hlutverk. Ef kartöflur em seld- ar ódýrt fyrir sunnan tökum við þátt í því. Við lítum á landið allt sem eitt markaðssvæði," sagði Júlíus Guð- mundsson, verslunarstjóri í Nettó. ---------*—*—*---- Enginn styrk- ur vegna há- tíðarfundar BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að veita styrk vegna hátíð- arfundar sem fyrirhugað ér að efna til á Akureyri næstkomandi þriðjudag í tilefni þess að 20 ár em liðin frá kvennafrídeginum 1975. Ráðinu barst erindi þar sem sótt var um styrk úr bæjarsjóði vegna fundarins en getur ekki orðið við því. Tekið er fram í bókun bæjarráðs að jafnréttisnefnd sé heimilt að ráðstafa fé af fjárveit- ingu til jafnréttismála til greiðslu kostnaðar við hátíðarfundinn. ----»■■■♦• ♦- Kynningar- og samráðsfundur VILHJÁLMUR Ingi Ámason, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, hefur boðað til kynningar- og samráðsfundar í Stássinu, Glerár- götu 20, nk. sunnudag kl. 14. Til fundarins em boðaðir kröfuhaf- ar í þrotabú A. Finnssonar hf. og aðrir þeir sem telja sig hafa tapað íjármunum í viðskiptum við fyrirtæk- in Aðalgeir Finnsson hf. og A. Finns- son hf. Á fundinum verða kynntar ábend- ingar um athugunarverða þætti í fjár- málalegri stjóm og viðskilnaði hins gjaldþrota fyrirtækis og forvera þess, eins og segir í fundarboði. Einnig gefst kröfuhöfum og öðmm, tækifæri til að koma með frekari ábendingar eða leiðréttingar, áður en skjölin verða afhent bústjóra og Ríkissak- sóknara. Loks verður skaðabótakrafa á hendur íslandsbanka hf. rædd á fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.