Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR þeim sem eiga erfitt í samskiptum við jafnaldra, eru einmana og/eða lagðir í einelti. Starfandi eru tveir hópar hveiju sinni á hvorum stað, meðferðarhópur og útskriftarhóp- ur. Starfsemin fer fram þrjú kvöld vikunnar fyrir meðferðarhópana en útskriftarhóparnir koma í at- hvörfin einu sinni í viku. • Starfsemin er blanda af tóm- ■ j stunda- og meðferðarstarfi, þann- ig fá unglingamir þjálfun í mann- B legum samskiptum, þeir fá aðstoð við að leysa mál er upp koma og tjá sig í hópi. Mikil áhersla er lögð á að styrkja sjálfsöryggi og stuðl- að að jákvæðri sjálfsmynd ungl- inganna. í því sambandi er m.a. lögð rækt við uppbyggilegar tóm- stundir t.d. fer hópurinn saman á skíði, á hestbak, í hjólreiðatúra, . tekið þátt í íþróttum og ýmsum listviðburðum. Blaðaútgáfa er fastur liður í starfseminni og ár- lega er gefið út unglingablaðið Dúndur sem er m.a. liður í fjáröfl- un unglingaathvarfanna fyrir sumarferð innanlands eða ut- anlands. Fjölskylduheimili Á vegum Unglingadeildar er starfrækt eitt fjölskylduheimili | fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Heimilið er rekið af hjónum ' sem búa á staðnum og veita 4 - I 5 unglingum heimili, tímabundið eða til lengri tíma, eftir því sem við á. Markmiðið er þó oftast það að unglingurinn geti snúið heim að lokinni dvöl á íjölskylduheimil- inu, enda hafi þá fjölskyldan feng- ið aðstoð við að takast á við þá erfíðleika sem við er að eiga. „ Heimilið er ætlað unglingum sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, | t.d. vegna veikinda foreldra, mik- | illa samskiptaerfiðleika á heimili, alvarlegrar óreglu og/eða van- rækslu. Unglingasambýli Tvö lítil sambýli fyrir unglinga 16 - 18 ára eru starfrækt á vegum Unglingadeildar. Með unglingun- um býr starfsmaður, sem er þeim | til stuðnings og aðstoðar. Tveir unglingar búa á hveiju sambýli. ' Sambýlin em fyrir unglinga sem I af ýmsum ástæðum geta ekki búið heima hjá aðstandendum en eru í skóla eða vinnu og eiga erfítt sök- um aldurs og aðstæðna að standa i GRÍMSBÆ V/BÚSTAÐAVEG Þegar þú kaupir hjá okkur * afskorin blóm fyrir meira en 1.500 kr færð þú blómavasa f kaupbæti Við getum orðið að liði þegar þú vilt koma viðskiptavinum þlnum á óvart. Heimsendingarþjónusta Pantanasími 588 1230. Blómasmiðjan, jet<uá á eigin fótum einir og óstuddir. íbúar sambýlanna borga leigu, og annað sem fylgir því að búa sjálf- stætt. Starfsmenn meðferðar- og ráðgjafadeildar hafa milligöngu um dvöl ungmenna á sambýlunum og gefa jafnframt nánari upplýs- ingar um starfsemina. Hópastarf Á liðnum árum hefur verið í boði margvíslegt hópastarf sem liður í þjónustu og fyrirbyggjandi starfí fyrir unglinga og foreldra. í boði hefur t.d. verið fræðsla og stuðningur fyrir foreldrahópa um mál er varða uppeldi á „erfíðum“ unglingum. Hópastarf fyrir ungar mæður o.fl. Starfræktur hefur verið svokall- aður Hálendishópur í samstarfi Félagsmálastofnun rekur umfangsmikla þjónustu fyrir unglinga og íjölskyldur þeirra, segir Snjólaug Stef- ánsdóttir, sem hér gerir grein fyrir þeim þætti stofnunarinnar. unglingadeildar og íþrótta- og tómstundaráðs í nokkur ár. Starf- ið felst í því að þrír þrautþjálfaðir starfsmenn fara með níu unglinga sem eiga sögu um umtalsverða erfíðleika í 15 daga göngu norður á Strandir. í tengslum við gönguna er umtalsverður undirbúningur og frágangur og tengjast unglingam- ir þessu starfí í þijá mánuði. Vinnuþjálfun er einnig sam- starfsverkefni Unglingadeildar og ÍTR. Um er að ræða vinnuþjálfun yfír sumarmánuðina fyrir ungl- inga sem hafa átt erfítt uppdráttar á vinnumarkaðnum, óháð atvinnu- ástandi á hveijum tíma. Markmið starfsins er að með námi og vinnu fái þátttakendur þjálfun í að standa á eigin fótum á vinnumark- aðnum. Starfið er ætlað 10-12 unglingum. Að lokum Það hefur löngum verið mark- mið okkar sem störfum að ungl- ingamálum og barnavernd að leita allra leiða til að aðstoða fjölskyld- una sem heild sé þess kostur. Það er oftast neyðarbrauð að vista barn/ungling utan heimilis. Því miður hefur m.a. vaxandi neysla vímuefna undanfama áratugi, aukið ofbeldi og neyslukapphaupið riðlað fjölskylduböndum og skapað nýjan vanda sem á stundum er illviðráðanlegur. Það er engin auðveld lausn á þeim vanda en aukið samráð og samstaða okkar allra, bæði for- eldra og annarra sem vinna að uppeldismálum, getur skilað okkur fram veginn og leit til betra lífs fyrir börn okkar og unglinga. Höfundur er forstöðumaður Ungl ingadeildar F.R. V*lRRt Komdu í heimsókn um helgina! Kynningardagar RARIK verða haldnir í húsnæði fyrirtækisins, Sólbakka 1 í Borgarbyggð, laugardag og sunnudag. Ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt verður á boðstólum og þar ert þú aufúsugestur. ► Hvað er Rarík? Þér gefst kostur á að kynnast starfsemi fyrirtæk- isins og þjónustu almennt. ► Hvernig þjónar Rarík þér? Við spjöllum við gesti um þjónust- una, öryggi og spamað, og þú færð upplýsingar um orkunotkun þína og tölvuútskrift af henni. ► Orkan og tœknin. Þú getur skoðað og fræðst um ýmiss konar tæknibúnað, bfla, áhöld og rafbúnað. — ^ Mœldu þína eigin orkul Þér er boðið að stíga á bak orkuhjólinu og sjá hvemig þér gengur að lýsa upp umhverfið! ^ Getraun. Bömum og fullorðnum gefst kostur á að spreyta sig á getraun sem tengist starfsemi fyrirtækisins. Verðlaun í boði! ► Hressing. Að góðum íslenskum sið er gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. Opið Laugardag 21. októberkl. 10.00 -18.00 Sunnudag 22. októberkl. 13.00 -17.00 Allir viðskiptavinir RARIK em velkomnir, og sérstaklega em nýir viðskiptavinir í Borgamesi og á Hvanneyri hvattir til að kynna sér starfsemina. RARIK Sólbakka 1, 310 Borgarnesi, sími 437 1435, bréfsími 437 1035
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.