Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 43 Háskóla- fyrirlestur DR. VALERIA Ottonelli, rannsóknarfélagi í heimspeki við háskólann í Genúa, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands og Félags áhugamanna um heimspeki laugardaginn 21. október ki. 14 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Rob- ert Nozick’s Views on Punis- hment“ og verður fluttur á ensku. Valeria Ottonelli hefur ný- lega lokið við doktorsritgerð er fjallar á gagnrýninn hátt um nýfijálshyggjukenningar Roberts Nozick, Miltons Fried- mans og Friedrichs von Hay- eks. Hún er í heimsókn við Háskóla íslands núna í október sem ERASMUS-skiptikennari og kennir málstofunámskeið um þau efni. Fundurinn er öllum opinn. Danskeppni á Seltjarnarnesi DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni nk. sunnudag, 22. október, sem er styrkt af Supadance skóumboðinu á íslandi. Keppnin fer fram í íþrótta- húsinu á Seltjamarnesi og er opin öllum þeim sem stunda dansnám í dansskólum lands- ins og verður keppt í öllum aldursflokkum, bæði í dönsum með grunnsporum og með fijálsri aðferð. Keppnin hefst kl. 13 og lýk- ur kl. 17. Förðunar- námskeið í Hólmaseli FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Hólma- sel í Seljahverfl hyggst bjóða förðunarnámskeið á næstu dögum undir leiðsögn Ragn- heiðar Stefánsdóttir, förðunar- fræðings. Kennd verður dagsförðun og kvöldförðun og fá þátttak- endur að spreyta sig ð því sviði undir leiðsögn og segir í fréttatilkynningu að nám- skeiðið sé tilvalið fyrir mæðg- ur, systur eða vinkonur. í boði er tveggja daga nám- skeið sem verður haldið fimmtudaginn 26. október og 2. nóvember frá kl. 19.30- 21.30 í Hólmaseli. Þátttöku- gjald er 500 kr. og er fjöldi takmarkaður. Skráning fer fram í síma félagsmiðstöðvar- innar Hólmasels. Erindi um andlegt ofbeldi FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Nátt- úrulækningafélags íslands stendur fyrir erindi um andlegt ofbeldi í Norræna húsinu þriðju- daginn 24„ október nk. kl. 20.30. Hvað er andlegt ofbeldi, hveijir beita því? Eru einhveijar sérstakar manngerðir fórn- arlömb þessarar tegundar of- beldis? Hvernig getum við stöðvað andlegt ofbeldi og hvernig má ráða bót á afleiðing- um þess. Fyrirlesari er Ásta Kristrún Ólafsdóttir BA, lög- giltur ráðgjafi CCDP. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn HERRA Ólafur Skúlason, biskup íslands, vígði Hildi Sigurðar- dóttur sem aðstoðarprest í Seltjarnarnesprestakalli við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. A myndinni eru f.v. vígsluvottarnir dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði, sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, sóknarprestur á Selljarnarnesi, herra Ólafur Skúlason, sr. Hildur Sigurðardóttir, Guðmundur Þorsteinsson prófastur og Hjalti Guðmundsson Dómkirkjuprestur. Nýr aðstoðarprestur við Seltj arnarneskirkj u Vitna að banaslysi leitað LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tali af þeim, sem sáu umferðarslys á Suðurlandsvegi, við Gunnars- hólma, sunnudaginn 8. október sl. Harður árekstur varð á Suður- landsvegi, þegar bifreið fór yfir á rangan vegarhelming og skall framan á annarri. Karlmaður, sem ók fyrmefnda bílnum, lést í slysinu. Þeir, sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík. -----»■-»-♦--- Antikuppboð á þriðjudag GALLERÍ Borg heldur uppboð þriðjudaginn 24. október í Faxa- feni 5 kl. 20.30. Boðin verða antikhúsgögn, post- ulín, listmunir og ekta handunnin persnesk teppi. Uppboðshlutir verða sýndir í Faxafeni 5 laugar- daginn 21., sunnudaginn 22. og mánudaginn 23. október kl. 12-18. Einnig uppboðsdag þriðjudaginn 24. október kl. 10-16. BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði sunnudaginn 8. október sl. Hildi Sigurðardóttur til að gegna starfí aðstoðarprests við Seltjarnarneskirkju en hún er ráðin í hálft starf á vegum safnaðarins. Sr. Hildur mun hafa yfirumsjón með öllu barna- og unglingastarfi kirkjunnar auk þess sem hún mun skipuleggja fræðslustarf safnaðar- ins. Sr. Hildur verður sett inn í embætti við messu sunnudaginn 22. október kl. 11 og mun prófastur, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, setja hana í embætti. Eftir messu fagnar söfnuðurinn komu sr. Hildar að söfnuðinum og verða bornar fram veitingar í safnaðarheimilinu. Athugasemd um ferða- kostnað borgarsljóra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Mark- úsi Erni Antonssyni, fyrrverandi borgarstjóra: „I frétt Morgunblaðsins í gær um kostnað vegna utanlandsferða hjá núverandi borgarstjóra í Reykjavík, maka hennar og að- stoðarmanni, er tekið fram að kostnaður vegna ferðalaga minna þann hluta ársins 1994 sem ég gegndi borgarstjóraembætti hafí verið 142 þús. krónur. Þetta er rangt. Þessi ferðakostnaður er vegna fundar sem ég sótti tveimur mán- uðum eftir að ég lét af störfum sem borgarstjóri og er því borgar- stjóraferli mínum óviðkomandi. Því er rétt að strika hann út úr þeim samanburði sem gerður var í fréttinni. Um er að ræða ferðakostnað vegna fundar í stjórn Hásselby- stofnunarinnar í Stokkhólmi, hinn- ar sameiginlegu menningarmið- stöðvar höfuðborgar Norðurland- anna. Ég átti sæti í þeirri stjórn ásamt öðrum fulltrúa Reykja- víkurborgar fram í júní 1994.“ Um greiðslu til talmeinafræðinga Afmæli GUÐNÝ ÞÓRA ÁRNADÓTTIR Athugasemd frá menntamála- ráðuneytinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá menntamálaráðuneytinu: „Á SÍÐUM Morgunblaðsins hafa á uhdanförnum dögum birst greinar eftir þá Karl Steinar Guðnason, for- stjóra Tryggingastofnunar, og Þórð Skúlason, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, þar sem þeir beina spjótum sínum að menntamálaráðuneytinu vegna gréiðslna til sjálfstætt starfandi tal- meinafræðinga. Tilefni greinanna er að mennta- málaráðuneytið, sem hefur annast greiðslur vegna fatlaðra barna á leikskólum, tók upp nýtt greiðslu- fyrirkomulag 1. júlí síðastliðinn. Vegna þeirra athugasemda sem fram koma í greinum þeirra Karls Steinars og Þórðar er rétt að skýra málið nokkuð og rekja aðdraganda þess. Menntamálaráðuneytið hefur á liðnum árum annast greiðslur vegna fatlaðra barna á leikskólum. Greiðslurnar hafa verið þríþættar: 1. Greiðslur til sveitarfélaga vegna fatlaðra barna á leikskólum. 2. Menntamálaráðuneytið hefur greitt laun eins talmeinafræðings sem hefur starfað líjá Dagvist barna í Reykjavík. 3. Greiðslur til sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sam- kvæmt úrskurði Tryggingastofnun- ar ríkisins. Haustið 1994 hófst endurskoðun á því greiðslufyrirkomúlagi sem gilt bafði frá 1984. Tilgangurinn með endurskoðuninni var að einfalda þær vinnureglur sem stuðst hafði verið við og laga þær að breyttum lögum en frá því að upphaflegu regl- urnar voru settar hafði Alþingi sett ný lög um leikskóla og málefni fatl- aðra. Reglurnar áttu einnig að ná yfir allar greiðslur sem ráðuneytið ber ábyrgð á vegna fatlaðra barna á leikskólum. Endurskoðuninni var lokið nú á vordögum og tóku nýjar vinnureglur gildi 1. júlí. Samkvæmtþeim reglum fara allar greiðslur vegna fatlaðra bama á leikskólum til viðkomandi sveitarfélags sem ber ábyrgð á þjón- ustu við börnin sem rekstraraðili leikskóla. Þannig er það á ábyrgð sveitarfélagsins að veita börnunum þjónustu á leikskólum en mennta- málaráðuneytisins að greiða sveitar- félaginu fyrir hluta af kostnaði við þá þjónustu. Samhliða útgáfu regln- anna voru Tryggingastofnun ríkis- ins og Félagi talkennara og tal- meinafræðinga kynntar breyting- amar en þær fela m.a. í sér að menntamálaráðuneytið hættir að greiða sjálfstætt starfandi talmeina- fræðingum samkvæmt úrskurði Tryggingastofnunar. Þess í stað mun ráðuneytið endurgreiða sveit- arfélögum eða öðram rekstraraðil- um leikskóla kostnað að svo miklu leyti sem hann fellur undir hinar endurskoðuðu vinnureglur. Strax frá upphafi var haft náið samráð við fulltrúa Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um alla þætti málsihs, þar með talið þann þátt sem sneri að sjálfstætt starfandi tal- meinafræðingum og Trygginga- stofnun ríkisins. Haldnir vora ófáir vinnufundir með fulltrúum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga þar sem aðilar skiptust á skoðunum. Fulltrúar Sambandsins höfðu yfir- gripsmikla þekkingu á málinu, komu með fjölda ábendinga og var tekið tillit til margra þeirra. Málinu lauk síðan í vor með því að ágæt sátt-ríkti milli fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytisins um vinnuregl- urnar og málið í heild. Vinnuregl- umar voru því gefnar út og farið að starfa eftir þeim frá 1. júlí. Menntamálaráðuneytið hefur einnig látið kanna lagalegar skyldur sínar í þessu efni og telur, að sú skipan sem nú er í gildi samrýmist þeim betur en sú sem gilti til 1. júlí 1995. Séu hnökrar á fram- kvæmd þessara mála er ráðuneytið að sjálfsögðu reiðubúið að bæta úr þeim og áfram í góðri samvinnu við fulltrúa Sambands íslenskra sveitar- félaga." GUÐNÝ ÞÓRA varð á ungum aldri ástfangin af hugsjón jafnaðar- stefnunnar. Þeirri æskuást hefur hún ver- ið trú allt sitt líf. Þess vegna hefur mér alltaf fundist að hún ætti heima í samtökum ungra jafnaðarmanna - þeirra sem horfa með vonarglampa æskunn- ar í augum - til fram- tíðarinnar. Það breytir engu þótt almanakið segi að Guðný Þóra teljist vera orðin áttræð. Það hefur ekki breytt henni sjálfri í neinu sem máli skipt- ir. Og það breytir heldur ekki því, hverriig við, vinir hennar og aðdá- endur, upplifum hana og hugsum til hennar. Guðný Þóra er því sem næst jafn- aldra Alþýðuflokksins. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var bara táningsstelpa, þegar heims- kreppan heijaði á alþýðuheimilin í Reykjavík, eins og annars staðar um heimsbyggðina. Hún veit því vel hvað það er að eiga sér drauma, sem aldrei gátu ræst. En hún lærði það líka snemma að æðrast ekki þótt á móti blési, og að taka því sem að höndum bæri með brosi á vör. Hún hafði eld í æðum og það hvarflaði aldrei að henni að láta lífsstritið smækka sig. Hún hefur aldrei glatað sinni meðfæddu glað- værð og lífsgleði, enda örlæti og gjafmildi hennar aðalsmerki. Hún var ung Salka Valka sem vann í fiski. Hún var blómarósin í Alþýðubrauðgerðinni. Hún var matráðskona á fjölmennum vinnu- stöðum, ekki bara í Reykjavík held- ur heldur líka vestur á fjörðum. Og hún var gestgjafinn örláti í Bjarkar- lundi, sem tók fagnandi þreyttum ferðalöngum sem komu hraktir stundum langan veg af fjallvegum Vestfjarða. Þar bar fundum hennar og okkar Bryndísar saman fyrst. Síðan er eins og við höfum alltaf þekkst. Guðný giftist í byijun stríðsins Kristjáni Guðmunds- syni bifreiðastjóra. Þau áttu saman þijú börn en áður átti Guðný son. Niðjar hennar eru orðnir margir eins og hæfir þroskuðum aldri. Eitthvað hefur það nú kostað að koma því liði öllu á legg. En aldrei hefur Guðný Þóra látið það hvarfla að sér þar fyrir að vanrækja æskuástina sína - jafnaðarstefnuna og Alþýðuflokkinn. Hún hefur ekki bara setið í stjórnum Kvenfélags Alþýðu- flokksins og Verkakvennafélagsins Framsóknar. Hún hefur ævinlega verið boðin og búin til að gera það sem gera þurfti fyrir þessi félög og fyrir hugsjónina. Hún hefur aldrei látið sig vanta á fundi. Hún hefur ævinlega verið boðin og búin til sjálfboðaliðastarfa, þegar eftir hef- ur verið leitað. Og þegar kallið kem- ur mætir hún með glettni í auga og bros á vör og bjartsýnina í far- angrinum, sem léttir öðrum lundina og hvétur til dáða. Og svo er hún svo falleg að það birtir til hvar sem hún fer. Og þar sem saman fer fegurð, glaðværð, örlyndi, örlæti og bjartsýni - þar er glatt á hjalla og þar er gaman að vera. Guðný tekur á móti gestum laugardaginn 21. október í matsaln- um að Furugerði 1 kl. 15:30. Þar munum við samfagna henni og þakka fyrir ánægjulega samfylgd. Til hamingju með daginn. Jón Baldvin og Bryndís. -leikur ab lara! Vinningstölur 13. okt. 1995 2‘4*5*9*13*19*30 ‘i Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.