Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er vinnustaðurinn hannaður með þínar þarfír í huga? Berglind Helgadóttir og Þórunn Sveinsdóttir úr faghópi sjúkraþjálfara um vinnuvemd skrifa um vinnuaðstöðu og ólíkar þarfír á vinnustað. Sjúkra- þjálfarinn segir ... Hönnun starfs- umhverfis LÍKAMINN er gerður fyrir hreyf- ingu og fjölbreytni. Hæfileg áreynsla og alhliða álag er okkur hollt, bæði í starfi og leik. He- furðu leitt hugann að því hvort það álag sem þú verður fyrir daglega er heppilegt eða óheppilegt? Næstu fjóra laugardaga mun faghópur sjúkraþjálfara um vinnuvernd fjalla um hvernig koma má í veg fyrir eða draga úr hættu á óþægindum frá vöðvum og liðum. í dag verður fjallað um vinnustað- inn því ljóst er að vinnuaðstæður eru einn af mikilvægustu áhrifaþáttum í þróun álagseinkenna. Vinnuaðstaða Forsenda þess að hægt sé að beita lík- amanum heppilega við vinnu er að vinnu- aðstæður séu ákjósanlegar. Þetta þarf að hafa hugfast þegar skipuleggja á nýjan vinnustað eða breyta þeim sem fyrir er. Hefurðu leitt hugann að eigin vinnuað- stöðu? Hönnunin þarf að fullnægja ákveðnum grundvallarskilyrðum. Rými þarf að vera nægilegt svo hægt sé að vinna í þægi- legri stöðu og hreyfa sig óþvingað. Vinnu- rýmið þarf að vera það stórt að auðvelt sé að koma við notkun alira nauðsynlegra vinnutækja og búnaðar. Þeir hlutir sem notaðir eru mest við vinnuna þurfa að vera í seilingarfjarlægð svo ekki þurfi að teygja sig í sífellu eða vinda hrygginn. Þórunn Sveinsdóttir Berglind Helgadóttir HVORT var hannað á undan • maðurinn eða vélin? Mismunandi líkamsbygging Við hönnun vinnustaðar þarf að hafa í huga að við erum ólík og höfum mismun- andi líkamsbyggingu. Því þarf að vera hægt að laga vinnuaðstöðuna að þörfum hvers og eins. Hæð og hönnun vinnu- borða, véla og tækja verður að vera þann- ig að hægt sé að vinna með beint bak, slakar axlir og með handleggi sem næst bol. Ef margir skiptast á um að nota sömu vinnuaðstöðuna er nauðsynlegt að hægt sé að _ breyta vinnuhæðinni á auðveldan hátt. Á sama hátt þarf að vera hægt að velja handverkfæri t.d. hnífa, skæri, bora o.fl. miðað við handarstærð svipað og þegar keyptir eru hanskar. Þegar vinnustóll er valinn þarf að taka mið af líkamsbyggingu notanda og því verki sem nota á stólinn við. Auðvelt þarf að vera að breyta stillingum vinnustóls meðan setið er í honum. Mikilvægt er að hægt sé að stilla stólbak, setu og hæð stóls. Þegar vinnuhæð er of mikil má oft ná réttri vinnustöðu með því að hækka stólinn og setja fótskemil undir fætur. Hjálpartæki létta störfin Þarftu oft að ná í hluti sem eru í mik- illi hæð eða nálægt gólfi? í slíkum tilvikum skal reyna að endurskipuleggja þannig að hlutirnir séu í þægilegri hæð, þ.e. á bilinu frá hnjám og upp í axlarhæð. Ef það reynist ekki hægt má nota hjálpar- tæki, t.d. lyftara. Notaðu hjólaborð eða vagna í stað þess að bera hluti langar vegalengdir. Gólfflötur þarf að vera slétt- ur til að auðvelda notkun hjáipartækja og forðast slys. Vinnuskipulag Er vinnan einhæf eða fjölbreytt? Rann- sóknir síðustu ára, bæði hérlendis og er- lendis, hafa leitt í Ijós að þrátt fyrir að vandað sé til hönnunar vinnuaðstöðunnar getur vinnan valdið of miklu álagi ef hreyfingar eru síendurteknar (stutt vinnuferli) eða unnið lengi í sömu líkamsstöðu. Hætta á óþæg- indum eykst enn frekar ef um er að ræða starf sem einkennist af hraða, nákvæmni, streitu eða kraft- beitingu. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að hafa vinnutarnir stuttar. Best er að skipuleggja vinn- una þannig að hún gefi möguleika á að skipta reglulega um verkefni, sem fela í sér ólíkar kröfur, bæði líkamlega og andlega. Hafðu ávallt í huga að engin stelling er það góð að gott sé vera í henni óbreyttri til lengdar! Samvinna stjórnenda, starfsmanna og hönnuða Lögum sámkvæmt skal atvinnurekandi tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsum- hverfi. Starfsfólk hefur einnig skyldur í þessu tilliti, en um þær verður nánar fjall- að í næstu grein eftir viku. Ekki má gleyma því að þeim, sem hanna vinnuað- stöðu og vinnuskipulag, tæki, vélar, verk- færi, húsgögn og annan búnað, ber einnig skylda til að hafa vinnuvernd að leiðar- ljósi í hönnunarstarfinu. Bestur árangur næst ef samvinna þessara aðila hefst þeg- ar á hönnunarstigi framkvæmda, því ódýr- ara er að gera breytingar á teikniborðinu en þegar hugmynd er langt á veg komin eða fullmótuð! Sama gildir þegar velja á vélar, tæki æg annan búnað, hafa ber notandann með í ráðum og prófa áður en keypt er! Vinnuvernd borgar sig Á vinnustað þar sem vinnuaðstaða og vinnuskipulag er gott líður starfsmönnum vel. Það skilar sér í minni fjarvistum, betri afköstum og gæði framleiðslunnar eða þjónustunnar verða betri. Því spyijum við hvernig er þessum málum háttað á þínum vinnustað? Er eitthvað sem betur má fara? Leggurðu eitthvað af mörkum? Þórunn Sveinsdóttir starfar iijá Vinnueft- irliti ríkisins. Berglind Helgadóttir starfar sjáifstætt við ráðgjöf um vinnuvernd. Til varnar æskubyggð Opið bréf til Náttúruverndarráðs Á FUNDI sem hald- inn var á skrifstofu N áttúruvemdarráðs 19. september síðast- liðinn mætti ég, undir- ritaður, að beiðni Sæv- ars Geirssonar. Hann er í Hornstrandanefnd Náttúruverndarráðs. Einnig er hann í stjórn Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavík- urhrepps. Tilefni fund- arins var að ræða stað- setningu slysavarna- skýlís í Höfn í Hornvík. í október síðastliðn- um hringir til mín Jó- sef Vernharðsson í Hnífsdal og segir mér að nú standi til að setja upp slysavarnaskýli í Höfn í Homvík og yrðum við að staðsetja það. Ég sagði honum að ég vildi setja skýlið niður utarlega á Hafnarnesi. Eg hringdi í Arnór Stígsson frá Horni og ræddi við hann um staðsetninguna. Okkur kom saman um að heppilegasti staðurinn fyrir skýlið væri fyrir utan svonefndar Lambhústóftir, utarlega á Hafnarnesi. Þá hringdi ég í Jósef Vernharðsson og varð það að munnlegu samkomulagi okkar á milli að skýlið yrði sett niður á þessum stað. Ástæður þess að ég vildi hafa skýlið svona utarlega á nesinu eru þær að fyrir utan Hamarinn eru í röð þtjár sögu- lega merkar tóftir sem orðnar eru 100 ára gamlar og teljast því fornleifar samkvæmt þjóðminjalögum, 3. kafla, 16. grein. Því má ekkert við þeim hrófla eða setja hús eða mannvirki nálægt þeim. Um mánaðamótin ágúst/september var farið með skýlið norður í Höfn og það sett nið- ur. Myndir birtust af því í sjónvarpi og blöðum. Sá ég þá að ekki hafði verið staðið við gefin loforð um staðsetningu. Lét ég kyrrt liggja um sinn. Norður á Hornstrandir fór ég 11. september. Á flugvellinum á ísafirði hitti ég Arnór Stígsson og staðfesti hann það sem ég taldi mig hafa séð á myndunum. Þegar ég kom norður í Höfn sá ég að skýlið hafði verið sett niður milli salthústóftarinnar og hjallstóftar, þó pær hjallstóftinni. Á fundinum hjá Náttúruverndar- ráði lagði ég fram riss af Hafnar- nesinu frá og með Hafnarhamri og út á nestá. Þar rissaði ég á blað Ætlar Náttúruvernd- arráð að samþykkja plastgámavæðingn um land allt, spyr Hallvarð- ur Guðlaugsson, sem hér fjallar um staðsetn- ingu slysavarnaskýlis í Homvík. tóftir þær sem um ræðir, salthús byggt 1895, hjall frá sama tíma og upphlaðinn grunn undir versl- unarhús byggt 1895. Lambhústóft- ir eru 150 m utar á nesinu. Samið var um að þar yrði skýlið sett nið- ur. Sagði ég mína kröfu vera að staðið yrði við gerða samninga um staðsetningu. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að stjórn Slysavarnafé- lagsins sjái um að staðið verði við gerða samninga. Það er aðeins þetta og ekkert annað sem ég bið um. Hornstrandir eru fátækar af sögulegum minjum. Ég er alinn upp á þessum norðurhjara við ríka sagnageymd og hef því sterkar taugar til varðveislu allra minja á þessum stað, svo sem tóftabrota, örnefna og annars sem til minja getur talist. Ásgeirsverslun á Isafirði byggði árið 1895 verslunar- hús og fiskmóttökuhús í Höfn í Hornvík. Betúel Betúelsson fluttist þá í Höfn og varð verslunarstjóri og tók á móti fiski og hákarli. Þetta var stór stund í lífi afa míns og ömmu. Þessi tóftarbrot vil ég varð- veita, eins og þjóðminjalög gera ráð fyrir. Grafreitur er í Höfn frá miðöld- um og var jarðsett þar fram á 18. öld. Bænahústóftin og upphlaðin leiði eru greinileg enn í dag. Örnefni eru menningarverðmæti á Homströndum eins og annars staðar. Þar er þörf á að taka til hendi svo um munar. Víkur og vogar hafa verið færð, fjöll flutt sitt á hvað eftir geðþótta ókunn- ugra manna, og mál að linni. Sá er vinur er til vamms segir. Er Náttúruverndarráð að hefja gámavæðingu Hornstranda? Á kyrrlátum haustdegi í september, lenti ég ásamt Kjartani frænda mínum og Maríu konu hans undir Hamrinum í Höfn og mikil var undrun mín. Skammt frá salthú- stóftinni var rauður plastgámur kominn á staura. Tveir selkópar syntu með landi, þurrkuðu sig hálf- ir upp úr sjó og horfðu í forundran á fyrirbæri þetta. Ég gekk upp að gáminum og opnaði hann. Þar er ekki hátt til lofts né vítt til veggja. Bekkur með vegg flaut allur út í vatni og Kjartan spurði hvort læki gámurinn. Ég kvað svo ekki vera, þetta væri döggvun innan á. Skjöldur mikill blasir við sjónum innan dyra. Þar stendur: Reist til virðingar Gunnari Friðrikssyni, fyrrverandi forseta Slysavarnafé- lagi íslands. Hvílík reisn! Hvílik niðurlæging hugsunarinnar. Reist- ur plastgámur til heiðurs Gunnari Friðrikssyni, einum mætasta syni Hornstrendinga og þjóðarinnar allrar. Nú spyr ég Náttúruvemdarráð hver sé stefna þess. Ætlar það að samþykkja plastgámavæðingu hringinn í kringum landið, hálendi þess og þjóðgarða, eða eru það bara Hornstrandir sem eiga að njóta þessarar hámenningar? Því beini ég orðum mínum til Náttúruverndarráðs að Horn- strandir eru í þeirra vörslu, allar framkvæmdir þar háðar.leyfi þess og forsjá, óg er það hið besta mál en það verður að standa trúan vörð um þetta viðkvæma landsvæði. Ég var að bíða eftir viðbrögðum Nátt- úruvemdarráðs við staðsetningu plastgáms á Hornströndum en þau hafa engin orðið. Ég hvet Náttúruvemdarráð til að taka höndum saman við ýmis félagasamtök og fjölmarga velunn- ara Hornstranda og hefja fjáröflun fyrir veglegum slysavarnaskála í Höfn til verðugs heiðurs Gunnari Friðrikssyni frá Látrum í Aðalvík, fyrrverandi forseta Slysavarnarfé- lags íslands. Að lokum mótmæli ég allri gámavæðingu á Hornströndum. Þegar búið er að setja upp einn, koma aðrir á eftir. Og hvernig er hægt að banna einum þegar öðrum hefur verið leyft? Höfundur er húsasmíðameistari. Hallvarður Guðlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.