Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Hvað varð um bernskuglöðu hlátr- ana, sem ómuðu í Austurstræti? ÞEIR, sem muna Austurstræti meðan það var enn göngugata og hluti af „rúntinum“, sém svo var nefndur meðan Reykvíkingar komu þangað til þess að sýna sig og sjá aðra og í makaleit, undrast eyðilegg- ingu og niðurlægingu, sem borgaryf- irvöld hafa staðið fyrir í söguríku stræti. Seinasta afrek þeirra, sem ráða húseignum með aldagömul tengsl við menningarsögu borgarinn- ar, er að afmá hið fagra og fræga heiti Hressingarskálans og leggja það að velli með amerískum yfir- gangi MacDonalds, bandarískum auðhringi er hakkar matvælamauk og sker staðlaða hveitisnúða um heimsbyggð alla. Það var einmitt í snyrtilegri veit- ingastofu Hressingarskálans, sem Tómas Guðmundsson kvað ljóð sitt um sólskinið á gangstéttum Austur- strætis. Það ljómaði í ljóði skáldsins. Nú er öldin önnur. Tugþúsundir tyggigúmmíbletta hafa lagst með klepri sínu og klístri á hveija gang- stéttarhellu. Togleðrið í tyggigúmmí- inu sem vegfarendur jórtra og kasta svo í kæruleysi varð öðru skáldi að yrkisefni í Vesturheimi. Einar Bene- diktsson gekk um götur New York- borgar, Fifth Avenue, Fimmtutröð. Hann kvað: Hér læra svírar og bök sig að beygja og burgeisar viljann að sveigja, - - svo glaðzt er við glataðan sauð. En enginn tælist af orðum um jijfnuð, auður og fátækt á hvort sinn söfnuð. Æpandi þröngvanna gróðagrip á gjaldsins alvald dáðist ég að þar. Á Blámanna-urmulsins yzta jaðar hver einasti munnur var lekandi hrip. Og jórturleðrið er jaxlað hraðar í Jórvík nýju en annarstaðar. Steinn Steinarr sagði frá því er hann átti sér helst athvarf í Hafnar- stræti að lygamar þeystu gleiðar og glaðar, hann hefði lengi dreymt um að eignast nýja skó, sem hæfðu Austurstræti, þeirri virðulegu götu. Það tókst og hann sat tíðum með vini sínum Vilhjálmi frá Skáholti, sem kvað ljóð um litlu fögru ljúfu vinkonuna, sem „hefír gleymt að elska Frón“. Steinn hefði naumast haft þennan áhuga fyrir Austur- stræti eins og það er nú. Hver nýtur göngu um þá götu eins og nú er komið sögu? Vegfarendur eiga þar hvergi griðland: Símalandi bifreiðir hafa lagt strætið undir sig. Umhverf- isvernd er þar engin. Þrátt fyrir gasp- ur stjórnvalda um óson-lag og vemd- un þess og sífellt tal um umhverfis- vemd er engin tilraun gerð til þess Töfrar rúntsins eru horfnir, segir Pétur Pétursson, og troðnir í tyggigúmmísvað. að hafa hemil á útblæstri bifreiða. Öflugir langferðabílar, háfjallajepp- ar, leigubílar og einkabifreiðar mala eitur og eimytju með útblæstri sínum í akstri og lausagangi. Allt án af- skipta lögreglu og bílbeitastaglara Umferðarráðs. Ef heilbrigðisyfirvöld hefðu döngun í sér og framtak til þess að hvetja ökumenn — já, raunar skylda þá til þess að forðast lausa- gang bfla á bifreiðastæðum væri andrúmsloftið ekki jafn mengað og raun ber vitni. Orðhagur maður, Þórhallur Vil- mundarson, nefndi Ingólfstorg — Brandgaflatorg. Hann staðhæfði að sjö brandgaflar snem að torginu. Ein höfuðprýði Hafnarstrætis, Fálkahúsið, sem setti sérstæðan og sögulegan svip á umhverfið er nú hulið sjónum vegfarenda, rétt eins og því hafi verið skákað í skamma- krók. Hlöllabar skyggir á stílhreint Fálkahúsið, sem gnæfði í hógværri tign sinni, sem tengiliður við fyrri ISLENSKT MAt Umsjónarmaður Gísli Jónsson 819. þáttur í Landnámabók stendur: „Þeirra son var Ketill gufa, _er átti Ýri Geirmundardóttur." Ég feitletraði hér orðmyndina Ýri vegna beygingarinnar. Nafnið er þarna í þolfalli. Kvenheitið Ýr(r) var fátítt. Það er náttúru- nafn eins og svo mörg önnur. Glæsileg hornprúð nautgripateg- und var úruxi, kvendýrið nefnd- ist ýrr. Þolfallið Ýri í Landnámu stað- festir það sem segir í fræðibókum að orðið Ýr(r) væri io-stofn. Sú beyging er gefin í öllum uppfletti- bókum. Nafnið beygist því eins og Hildur og Sigríður, það er: Yr(r), um Ýri, frá Ýri, til Ýrar. Mikill þarfleysa er að hafa uppi þá fomaldarstælingu (arkaisma) að skrifa nafnið með tveimur err- um. Það er hliðstætt því að við væmm að baksast við að skrifa en Einarr og Þorgeirr. Hitt er þó meira mál að beygja nafnið rétt, því að nú er Ýr á skömmum tíma orðið tískunafn, en langoftast seinna nafn af tveimur. Kemur þá að því sem sagði í síðasta þætti, en tekið var upp úr Tungu- taki: „Oft virðist vera tilhneiging til að beygja aðeins síðara nafn karla en fyrra nafn kvenna (auðk. hér). Þá er eins og karla- nöfnin renni saman í eitt samsett nafn en síðari kvenmannsnöfn- in hagi sér líkt og óbeygð kenninöfn." Þarna var komið að kjama málsins. Fjöldi fólks beygir ekki nafnið Ýr. Slíkt var altítt í frétt- um blaða og varpa ekki fyrir löngu: Dæmi: „í viðtali við Elínu Ýr“, þar sem vera á Elínu Ýri. Lærdómurinn af þessu: Góðir foreldrar, veljið ekki nöfn á börn- in ykkar nema þið ætlið og kunn- ið að beygja þau. Hitt er bjarnar- greiði og engir foreldrar vilja börnum sínum illt í skírninni. Eftir á að hyggja þykir rétt að geta þess, að margir io-stofn- ar, sem beygðust eins og ýrr, hafa breytt um nefnifall. Þannig hefur eyrr orðið eyri, merr orð- ið meri og heiðr orðið heiði. Þetta er vafalítið áhrifsbreyting frá þolfalli og þágufalli. Og til þess að halda sem flestu til skila, skal þess enn geta, að Ýrr Geir- mundardóttir heljarskinns heitir í sumum handritum Landnámu Ýri. Svakaleg kona er Sveina, ’ samt mætti við hana reyna eins og af vana ég ávarpa hana: „0, fjallið mitt, Qallið eina." (Kristján málari.) Er Siprður á Sörla gamla hleypti (ég sel það ekki dýrara en ég keypti) í gegnum stóra gluggann, það gekk ekkert að hugg 'ann; svo mörg voru þau gierbrot sem hann gleypti. (Magnús Óskarsson). ★ Ekki er það sjaldgæft í skólum að nemendur séu hvattir til að vera stuttorðir og gagnorðir, svo sem í stíl Ara fróða Þorgilssonar (1067-1148). Það bar til í skóla, að nemendur fengu að velja um hvorki meira né minna en sex ritgerðarefni: 1) Sitt er hvað, gæfa og gjörvileiki. 2) Vímu- efnaneysla unglinga. 3) Blítt lætur veröldin. 4) Island, land í stórum heimi. 5) Þegnar framtíð- arinnar. 6) Fordómar á íslandi. Fyrr en varði komst þetta á kreik: „Veröldin, sem Island er hluti af, lætur oft blítt, en frá hinum stóra heimi fá þegnar framtíðarinnar á íslandi vímu- efnavandann, svo að gjörvilegir unglingar verða ekki gæfumenn, heldur fyllast fordómum.“ ★ Fáein orð um tímann Sekúnda er tökuorð úr latínu (úr pars minuta secunda=„ann- ar (síðari) minnkaði tíminn“), sjá næsta orð. Mínúta er einnig tökuorð úr latínu (úr pars minuta prima= „fyrri minnkaði tíminn“). í latínunni er pars kvenkyns og þess vegna eru töluorðin í kvenkyni: prima og secunda. Stund er í þriðju hljóðskipta- röð við standa, líklega það sem „stendur yfir“. Vika, líklega skylt víkja og merkir þá ein- hvers konar skiptitími, víxltími. Mánuður er eiginlega sá sem mælir (tímann) og hefur þá sömu merkingu og máni, en hann höfðu menn löngum fyrir tímamæli. Til er orðið mél í merkingunni tímabil. ★ [Þorkell skinnvefja var] „hár maður og mjór og langt upp klof- inn, handsíður og liðaljótur og hafði mjóa fingur og langa, þunnleitur og langleitur, og lágu hátt kinnarbeinin, tannber og tannljótur, úteygður og munn- víður, hálslangur og höfuðmikill, herðalítill og miðdigur, fæturnir langir og mjóvir; frár var hann og fimur við hvervetna, örðigur og eijusamur og hollur um hver- vetna þeim er hann þjónaði". (Bárðar saga Snæfellsáss.) ★ Ég frétti um daginn að „aðili hefði verið nefbrotinn í miðborg Reykjavíkur“. Nú fylgdi ekki sögunni hvers konar aðili þetta var og mér datt fyrst í hug að spyija um „aðila vinnumarkaðar- ins“. En við nánari eftirgrennsl- an kom í ljós að þetta var bara maður. ★ Mikið yndi er að hlusta á Eyrbyggju. Hafi Þorsteinn skáld frá Hamri sæll lesið. Auk þess eru þess dæmi, að fólk, sem ofalið er á bandarískum hiyll- ingsmyndum, hafi misskilið eftir- farandi ritningarstað: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér.“ (Matt. 11,29.) En blessaður sé sá ungi maður sem sagði í út- varpinu sl. sunnudag: „Klukkuna vantar fjórðung í sjö.“ tíð. Hlölli, sonarsonur Steindórs bíla- kóngs, er vel að því kominn að njóta aðstöðu á bílastæði afa síns. En sé það á kostnað fegurðar og sögu- frægðar gildir það sem Steindór sagði við ökumann, sem lagði á stæði hans án leyfis: Heyrðu góði. Ef þú átt planið þá farðu bara með það. Embættismenn og borgarfulltrúar Reykjavíkur hafa sett fram óskir um að Reykjavík verði valin menningar- borg. Hvar hafa þeir gert ráð fyrir snyrtiaðstöðu í grennd við Ingólf- storg? Stundum er þúsundum stefnt á torgið til mannfunda og skemmt- ana. Er ekki nauðsynlegt að einhvers staðar sé athvarf til þess að sinna hreinlæti og snyrtingu? Mér vitan- lega er enginn staður né athvarf til þess. Eins og nú er háttað virðist Ingólfstorg heldst vera athvarf hjól- brettaíþrótta. Auðvitað þurfa ung- menni vettvang fyrir æskuþrótt sinn og leiki. Þeirra er framtíðin. En ekki er hringsól þeirra og hopp mikill menningarauki á þessum stað. Græna tréð hans Birgis ísleifs er löngu visnað og horfíð úr göngugöt- unni. Kaupmenn fengu sínu fram- gengt um opnun götunnar fyrir bí- laumferð og áfengisútsölu að auki. Þar er jafnan þröng bifreiða, sem teppir umferð gangandi vegfarenda — og eykur enn á mengun og ör- tröð. „Rúnturinn" hefír misst allan þokka. Töfrar hans eru horfnir og troðnir í tyggigúmmísvað. Þúsundir ungmenna reika í ölvímu um Austur- stræti borgarskáldsins. Stytta Tóm- asar, gjörð af Siguijóni Ólafssyni myndhöggvara, gnæfði hátt á stalli í göngugötunni. Skáldið sem kvað: „Hvað varð um yður, Austurstræt- isdætur?" Höfuð skáldsins hné að AUSTURSTRÆTI á meðan stytta borgarskáldsins var þar enn. velli fyrir hendi ölvaðra gesta af einni ölknæpunni. Styttan hefir ekki sést síðan. Bjarni Jónsson, rektor Latínuskól- ans, sá sem tók við af Sveinbimi Egilssyni, sem nemendur afhrópuðu sökum þess að hann vildi ekki leyfa víndrykkju þeirra, ritaði Jóni Sig- urðssyni forseta um ástandið í miðbæ Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Hann sagði engar framfarir hafa orðið nema hvað sett hefír verið upp billiardstofa. Iðjulaus ungmenni reika um gangstéttir bæjarins. Þar fara margir væntanlegir tugthú- skandidatar. Vonandi verður ekki svo á okkar tímum. Vandamálin hafa löngum fylgt Reykjavík. Tími kominn til andófs. Þar þurfa fullorðnir að sýna fordæmi. Höfundur er þulur. Bréf til Svanfríðar Jón Kjartansson frá Pálmholti SVANFRÍÐUR Jón- asdóttir, alþingismaður, skrifaði grein í Morg- unblaðið 14. nóvember sl. og ræðir félagslega húsnæðiskerfið. Eg ef- ast ekki um góðan hug höfundar, en fínnst greinin kalla á andsvör vegna vanþekkingar, sem þar birtist, á fram- kvæmd þessa kerfis og á kjörum fólks yfirleitt. Sú vanþekking er furðu algeng meðal ráða- manna, ekki síst meðal þingmanna og sumra verkalýðsforingj a. Vissulega fullnægði þetta kerfi „íbúðaþörf ýmissa hópa“ á sínum tíma, en þjóð- félagið hefur breyst, Svanfríður, og kjör fólksins hafa breyst, en hús- næðiskerfið ekki sem því svarar. Það er t.d. rétt að sveitarstjómir hafa „notað kerfið til að halda uppi at- vinnu fyrir verktaka á staðnum“. Og það er ástæða til að hafa áhyggj- ur af framtíðinni, hvað þetta varðar, ef ekkert er gert og engu breytt. Þess vegna hafa ég og fleiri barist fyrir uppstokkun húsnæðiskerfisins og mótun nýrrar stefnu sem tekur mið af kjörum fólksins og aðstæðum í þjóðfélaginu. Húsnæðisstefna sem miðast við annað en úrlausnir í hús- næðismálum er röng stefna. Sú tíð er liðin, Svanfríður, að húsnæði sé það eina sem fólk getur átt og að þannig ávaxti fólk best fémuni sína. Á borðinu hjá mér liggja 6 skýrslur um skuldir heimilanna og hvað kosta þessar skuldir beint og óbeint? Það er rangt, Svanfríður, að um- fjöllunin hafí borið meiri svip af upp- hrópunum en gagnrýnni hugsun, að dagar kerfísins hafi verið taldir án þess að spurt vaeri um galla og kosti, og að umfjöllunin sem slík hafi grafið undan kerfínu. Og það er einn- ig rangt að málið snúist um 60 íbúðir á Vest- flörðum. Þeir sem þann- ig tala vita ekkert hvað þeir eru að segja. Hér liggur skrá yfir 11 íbúð- ir frá Húsnæðisnefnd Rvk og eru til leigu. Leigan er 40-60 þús. kr. á mánuði. Hver var að tala um húsnæði fyr- ir láglaunafólk? Það er einmitt eignaþátturinn sem er meginástæða vandans. Til hans má rekja skuldasöfnunina, kaupsýsluna, upp- gjörsklúðrið og endurfjármögnunina. Og hvað á það fólk að gera sem ekki stenst greiðslumat? Ég hef aldr- ei fengið svör við því. Ég hef lagt til að eignaríbúðunum verði breytt í búsetuíbúðir og kaup- leiguíbúðunum í leiguíbúðir. Þá Sú vanþekking er furðu algeng, segir Jón frá Pálmholti, ekki síst meðal þingmanna og verkalýðsforingj a. myndu menn losna að mestu við áðurnefndan vanda. Tíu prósent út- borgun er mörgum ofviða, Svanfríð- ur. Þá verður að sameina húsaleigu- bætur og vaxtabætur í eitt húsnæðis- bótakerfí svo fólk ráði við greiðslum- ar. Höfundur er formaður leigjenda- samtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.