Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stöðvarstjóri Flugleiða um hugsanlega hækkun gjalda í Flugstöðinni Nóg um skattlagn- ingu nú þegar GUNNAR Olsen, stöðvarstjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli segir ekki hafa borist í tal við Flugleiðir að til standi að hækka húsaleigu eða innritunargjöld í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær er rætt um að hækka húsaleiguna og innritunargjöld til að auka tekjur Flugstöðvarinnar, en 150 milljón króna tekjur vantar á ári til að hægt verði að greiða skuldir Flugstöðvarinnar á 25 árum. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að þeir sem væru með rekstur í Flugstöðinni teldu leigu þar mjög háa nú þegar, en mismun- andi leiga er greidd eftir því hvort um er að ræða skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði eða geymslur. Hvað innritunargjöldin varðar sagði Gunnar að menn teldu álögurnar í fluginu almennt vera nógar þó ekki væri verið að bæta við þær. „Það eru svo mörg gjöld sem eru, og til dæmis er tiltölulega stutt síðan svokallað vopnaleitargjald kom, sem er 90 krónur á hvern einstakling. Innritunargjaldið er 5 dollarar og síðan allir þessir bless- uðu brottfararskattar, há húsaleiga og hár .rekstur. Mönnum finnst því nóg um skattlagninguna nú þegar á þessa atvinnugrein og ekki á það bætandi," sagði hann. Flugstöðin sem slík stendur vel Varðandi skuldir Flugstöðvarinn- ar sagði Gunnar það vera spumingu hvernig farið væri með þær tekjur sem mynduðust í henni, en þær væru meiri en nógar til að standa straum af kostnaði. „Tekjurnar af Fríhöfninni, sem eru verulegar, og margfalt þetta 150 milljóna króna gat sem verið er að tala um, fara beint í ríkiskass- ann og ekkert til stuðnings við rekstur flugstöðvarinnar. Sama skilst mér eiga við um lendingar- gjöld, sem fara í allt annað en að halda uppi rekstrinum hérna á Keflavíkurflugvelli. Ef Flugstöðin sem slík fengi að njóta þeirra tekna sem þar myndast þá væri þetta gat ekki til staðar, en Flugstöðin sem eining stendur nokkuð vel án tillits til þess hvert aurarnir fara,“ sagði Gunnar. Kjararannsóknarnefnd Greitt tíma- kaup hækk- aði um 3,5% GREITT tímakaup í dagvinnu hjá landverkafólki innan ASI hækkaði um 3,5% frá 2. ársfjórðungi 1994 til 2. ársfjórðungs 1995. Á sama tíma- bili hækkaði vísitala neysluverðs um 1,3%. Kaupmáttur greidds tíma- kaups í dagvinnu jókst því um 2,2%. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í kjarakönnun Kjararannsóknarnefnd- ar. Samkvæmt úrtaki nefndarinnar hækkaði tímakaup lægst launuðu hópanna mest á tímabilinu. Greitt tímakaup verkafólks og afgreiðslu- kvenna hækkaði að meðaltali um 5,0-5,8%. Greitt tímakaup skrifstofu- kvenna, afgreiðslukarla og iðnaðar- manna hækkaði að meðaltali um 1,4-2,3% en tímakaup skrifstofu- karla að meðaltali um 0,2%. Mánaðartekjur landverkafólks innan ASÍ í fullu starfi hækkuðu um 4,7% frá 2. ársfjórðungi 1994 og kaupmáttur mánaðartekna ^m 3,4%. Mánaðarlaun hækkuðu í öllum hóp- um, þó mest hjá verkafólki og af- greiðslukonum. Vinnuvikan lengdist lítillega á tímabilinu. Mestar breytingar urðu á vinnutíma verkakarla sem lengist um 0,8 stundir, fór úr 49,9 stundum í 50,7, og afgreiðslukvenna sem leng- ist um 0,4 stundir, fór úr 46,6 stund- um í 47 stundir. Vinnutími annarra stétta breyttist lítið. Lífrænt ræktað lambakjöt til sölu Morgunblaðið/Ásdls HAGKAUILhóf sölu á lífrænt ræktuðu lambakjöti á þvi að Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráð- herra tók við fyrst bitanum af kjötinu í versluninni í Kringlunni í gær. Kjötið kemur frá Þórisholti og Eystri Pétursey í Mýrdal og er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands. Verðið er um 10% hærra en á hefðbundnu lambakjöti. Aðeins sláturhús Slát- urfélags Suðurlands á Selfossi hefur verið vottað til slátrunar á lífrænum búfénaði. Á stærri myndinni virða Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, Eyjólfur Sigurjónsson, bóndi í Péturs- ey, og Gunnar Asmundsson, stöðvarstjóri Sláturfé- lags Suðurlands á Selfossi, fyrir sér kjötskrokkana í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands í vikunni. Á innfelldu myndinni tekur Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra við fyrsta lífrænt ræktaða lambakjötinu í Kringlunni. Bíll í taumi olli slysi á Reykjanesbraut Fjarðarkaup hf. vilja niðurfellingu fasteignagjalda HARÐUR árekstur varð nálægt Vogaafleggjara á Reykjanes- braut um kl. 20.30 á fimmtudags- kvöld. Þar lentu saman fólksbíll, sem verið var að draga, og fólks- bíll, sem kom úr gagnstæðri átt. Kalla þurfti til tækjabíl til að losa ökumann úr öðru flakinu. Ökumennirnir sluppu báðir lítið meiddir. Bíllinn, sem var dreginn, fór skyndilega yfir á rangan vegar- helming og nær út af veginum hinum megin. Lögreglan í Kefla- vík segir það hafa verið lán í óláni að hann fór þó svo langt, því hægra horn hans og hægra horn bílsins, sem kom á móti, skullu saman. í hvorugum bílnum var farþegi og ökumenn sluppu nokkuð vel. Kona, sem ók á suð- urleið, fékk skurð á vinstri fót og aðra augabrún, en bíll hennar var svo illa farinn að nota þurfti járnklippur til að ná henni úr flakinu. Karlmaður, ökumaður bílsins sem slysinu olli, skarst í munni. Karlmaðurinn var fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja til skoðun- ar, en ástand hans þótti annar- legt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var maðurinn mjög sljór. Ekki var af honum vínþefur og sagði lögreglan að ástand hans mætti hugsanlega rekja til veikinda eða lyfjatöku vegna þeirra. Það kæmi í ljós eftir að blóðprufa hefði verið rannsökuð. Ef taug er á milli bíla ber sá sem ekur dráttarbílnum alla ábyrgð á óhappi sem verður, enda er þá litið á bílana tvo sem eitt ökutæki, samkvæmt umferð- arlögum. Ingvar Sveinbjörnsson, lög- maður Vátryggingafélags Is- lands, segir að stundum láti menn sem þeir dragi bíl sem þó sé ekið fyrir eigin vélarafli, þar sem hann sé e.t.v. númerslaus. „Þegar menn gera þetta, þá ber sá aftari að sjálfsögðu alla ábyrgð sjálfur. Ef sá bíll er ekki vátryggður getur það leitt til eftirmála, en sameiginlegur sjóð- ur tryggingafélaganna bætir öll slys af völdum óvátryggðra öku- tækja. Ef stungið er af frá vett- vangi fá menn ekki munatjón bætt, en slysatjón er bætt undir öllum kringumstæðum.“ FJARÐARKAUP hf. hafa óskað eft- ir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði um að fyrirtækinu verði end- urgreitt gatnagerðargjald vegna bílastæða og að fasteignagjöld ár- anna 1995 og 1996 verði felld niður. Kostnaður niðurgreiddur í erindi til formanns bæjarráðs segir að af fréttum verði ekki annað séð en að Hafnarfjarðarbær ætli að greiða niður hluta byggingarkostn- aðar Miðbæjar hf. vegna verslunar- húss, þar sem samkeppnisaðili hafi aðsetur. Meginmarkmið Fjarðar- kaupa hf. hafi alltaf verið að halda niðri vöruverði og hafa eigendur því viljað halda í heiðri hugmyndum um jafna aðstöðu fyrirtækja, enda hafi verið keppt við mun stærri fyrirtæki sem hafi meðal annars notið fyrir- greiðslu Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir aðstöðumun hafi þeim tekist að halda velli. Samkeppni niðurgreidd Þá segir: „Nú sýnist okkur af frétt- um að bæjarsjóður Hafnarfjarðar, sá sjóður sem þegið hefur aðstöðu- gjald rekstrar okkar, hlutdeild af almennum sköttum, og sá sjóður sem við höfum og fjölskyldur okkar og starfsfólk greitt skatta og skyldur til um árabil, ætli að niðurgreiða samkeppni við verslun okkar, með því að endurgreiða opinber gjöld vegna Miðbæjar hf.“ Vegna þessa er farið fram á við- ræður við bæjaryfirvöld þar sem rætt yrði um hvaða fyrirgreiðslu Hafnarfjarðarbær sé tilbúinn að veita Fjarðarkaupum hf. í framhaldi af aðgerðum vegna Miðbæjar hf. Jafna aðstöðu í bókun Magnúsar Gunnarssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði, kemur fram að hlutverk bæjarfulltrúa sé að sjá til þess að bæjarbúar hafi jafna aðstöðu til at- vinnurekstrar á öllum sviðum. Bréf forráðamanna Fjarðarkaupa lýsi eflaust þeim áhyggjum, sem fiöldi hafnfirskra atvinnurekenda hafi vegna afskipta meirihluta bæjar- stjómar af málefnum Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf. Bæjarritari Hafnarfjarðar Læturaf störfum í góðum friði GUNNAR Rafn Sigurbjörns- son, segir það ekki rétt að sér hafi verið vikið úr starfi bæjar- ritara Hafnarfjarðar. „Það er samkomulag um að ég láti í góðum friði af starfi sem bæj- arritari til að taka að mér önn- ur verkefni fyrir bæinn," sagði hann en Gunnar hefur gegnt starfi bæjarritara í rúm níu ár. Sérverkefni Gunnar sagði að næsta hálfa árið, hugsanlega skemur, myndi hann sinna sérstökum verkefnum fyrir bæinn. Um væri að ræða verkefni, sem þyrfti að sinna en enginn hefði haft með höndum, auk annarra verkefna sem hann hefði haft með höndum. „Þetta eru verkefni sem lúta að starfsmannamálum hér í Hafnarfirði," sagði hann. „Ann- að sérstakt verkefni er að und- irbúa það að Hafnarfjörður verður reynsiusveitarfélag. Þá verð ég að vinna við yfírtöku sveitarfélagsins á grunnskól- unum á næsta ári. Þannig að þetta eru veigamikil verkefni sem þarf að sinna og ég er sáttur." Nýtt starf eftir breytingar Gunnar sagði að gert væri ráð fyrir að hann tæki við nýju starfí í kjölfar stjórnsýslubreyt- inga, sem unnið væri að hjá Hafnarfjarðarbæ. Hvaða starf það yrði nákvæmlega vissi eng- inn en í samkomulagi sem gert hefði verið milli hans og meiri- hluta bæjarstjórnar komi fram að nýja starfið yrði í efstu stig- um stjórnsýslunnar. Hafnarfjarðarbær Ráðinn til sérstakra sijórn- sýslustarfa GUÐBJÖRN Ólafsson hefur verið ráðinn til sérstakra stjórnsýslustarfa og til annarra starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðbjörn er 52 ára. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskól- anum á Bifröst árið 1962 og vann eftir það ýmis skrifstofu- störf fram til ársins 1969 er hann tók við starfí bæjarritara í Hafnarfirði og gegndi því starfi til ársins 1984. Það ár tók hann við starfi fjártnála- stjóra Hagvirkis hf. til ársins 1988 er hann tók við starfi skrifstofustjóra Slysavarnafé- lags íslands. Því starfi gegndi hann fram á mitt þetta ár. Kunnur starfinu Guðbjörn sagði að starfið legðist vel í sig. Hann væri nokkuð kunnugur þessu starfi þó eitthvað kunni að _ hafa breyst í tímans rás. „Ég er varla kominn til starfsins enn- þá,“ sagði hann. „Ég mun vinna að skipulagsmálum á næstunni en það á eftir að af- marka starfssviðið nákvæm- lega. Ég mun annast ritara- starf fyrir bæjarstjórn og bæj- arráð, starfsmannamál, fjármál og skoða nýtt skipurit fyrir bæinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.