Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 35 Já, vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Fyrir um það bil 25 árum byrjaði að vinna hjá mér ungur mjög dugn- aðarlegur og kraftmikill piltur sem verkamaður í byggingarvinnu. Það var nú daglegt brauð á þeim árum að menn komu og fóru, en þessi ungi piltur var ekki að hugsa um að fara, hafði áhuga á öllu sem honum var sett fyrir að gera og vann sér traust og virðingu allra sem með honum unnu fyrir dugnað og trúmennsku. Hann hafði áhuga á að læra húsa- smíði og var mér mjög mikil ánægja í því að taka hann í nám, því ég sá að í honum bjó mikið mannsefni sem myndi verða stétt okkar til sóma, bæði hvað vandvirkni og dugnað snerti. Finnbogi vann hjá mér, sem nem- andi, í fjögur ár og svo í mörg ár að námi loknu og alltaf reyndist hann sem hinn trausti og frábæri starfsmaður, alltaf léttur og kátur og einstaklega hlýr og notalegur í öllum okkar samskiptum. Eitt sumar var Finnbogi verk- stjóri hjá mér við mikla fjósbygg- ingu í Laxárnesi í Kjós. Man ég vel hvað piltamir vom ánægðir með stjórn hans á hlutunum, samfara dugnaði, ósérhlífni og þægilegu við- móti. En svo skildu leiðir og hann fór að vinna sjálfstætt. Frétti ég oft að allt gengi vel og að hann hefði unn- ið sér traust og vinsemd þeirra sem hann vann fyrir. Finnbogi var geysilega duglegur og harður við sjálfan sig og mikill vinnuþjarkur, kom upp heimilinu og sumarhúsinu þeirra að mestu eða öllu leyti á þeim tíma sem flestir taka sér frí og oft hugsa ég að hann hafi bætt svona fjórum til sex klukkutímum við fullan venjulegan vinnudag. Við hittumst stöku sinnum og þá rifjuðust upp ótal mörg skemmtileg atriði frá lærdómsárunum og öðrum liðnum tímum er hann vann hjá mér. Oft hafði hann orð á því, bæði við mig og sína góðu starfsfélaga, að við þyrftum að hittast og eiga góða kvöldstund saman, allir nem- endurnir mínir frá liðnum árum og ég- Já, víst er um það að við hefðum allir notið þeirrar stundar ef af hefði orðið. Það sannast hér eins og svo oft áður að það má aldrei geyma til morguns það sem maður getur gert í dag, því við vitum aldrei hvar við dönsum næstu jól. Og nú er þessi góði félagi fallinn í valinn svo langt um aldur fram og við stöndum hér harmi slegin yfir þessu fráfalli sem var svo óvænt. Finnbogi eignaðist frábæra konu sem stóð eins og hetja við hlið hans alla tíð þar til yfir lauk. Þau eignuðust þrjár yndislegar dætur, sannkallaða sólargeisla, eins og hann sagði stundum við mig og þá sá maður alltaf hvað hann varð glaður og hlýr er hann minntist á þennan dýrmæta fjár- sjóð þeirra hjónanna. Við hjónin og börnin okkar öll kveðjum þig nú og þökkum þér af alhug alla hlýjuna og notalegheitin sem þú sýndir okkur ávallt og biðj- um þér allrar blessunar á fyrir- heitna landinu. Konunni þinni, dætrunum, foreldrum, systkinum svo og öðrum ættingjum og vinum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kristinn Sveinsson. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Finnboga Rögnvaldssonar. Kynni okkar við hann voru mjög ánæguleg en því miður alltaf stutt. Leiðir okkar lágu saman, þar sem Finnbogi vann við glerísetningar fyrir Vátryggingafélag íslands. Það var ekki að sjá að þar færi veikur maður, þegar hann var að koma til að sækja gler. Það var alltaf stutt í gamansemina þegar Finnbogi kom, þrátt fyrir að hann hefði mikið að gera. Okkur er mikil eftirsjá í Finn- boga og við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Starfsfólk íspan. JÓNHELGI SVEINBJÖRNSSON + Jón Helgi Sveinbjörnsson fæddist á Skíða- stöðum í Ytri-Lax- árdal 26. maí 1917. Hann lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Stefania Jónsdóttir frá Bakkakoti í Vesturdal í Skaga- firði, f. 9. apríl 1887, d. 15. nóv. 1944, og Sveinbjörn Sveinsson frá Mælifellsá í Skagafirði, f. 10. júlí 1886, d. 15. mai 1983. Systkini Jóns Helga eru Guðmundur, Helga, Hulda og Gunnar sem er látinn. Hinn 24. maí 1947 kvæntist Jón Helgi eftirlifandi eiginkonu sinni Helgu Sigríði Lárusdótt- ur, f. 14. apríl 1922, frá Gríms- tungu í Vatnsdal. Eignuðust þau sex börn sem eru: 1) Björg, f. 20. sept. 1947, maki Jóhann Guðmundsson, f. 10. april 1946. Þau eiga fimm börn og eitt barnabarn og búa í Holti í Svínadal. 2) Lárus, f. 14. mars 1949, maki Sigríður K. Snorradóttir, f. 16. des. 1948. Þau eiga þrjá syni og eru búsett á Blönduósi. 3) Ragnhildur, f. 12. júní 1950, maki Gestur Þórarins- son, f. 11. júlí 1947. Þau eiga fjögur börn og eru búsett á Blönduósi. 4) Erna Ingibjörg, f. 15. des. 1951. Maki Sigurður Birgir Jónsson, f. 11. ágúst 1953. Þau eiga þijú börn, og eru búsett á Hvammstanga. 5) Sveinbima, f. 9. mars 1953, maki Valdemar Friðgeirsson, f. 17. jan. 1955. Þau eiga fimm börn og eru búsett á Akureyri. 6) Vigdís Eiríka; f. 21. ágúst 1954, maki Helgi Órlygsson, f. 9. júní 1955. Þau eiga þrjú böm og búa á Þórastöðum 7 í Eyjafjarðar- svejt. Útför Jóns Helga fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. MINN elskulegi faðir hefur kvatt þetta líf eftir stutta en erfiða bar- áttu við lungnakrabbamein. Hann gat verið heima mestallan tímann eins og hann óskaði sér með hjálp mömmu. En var svo síðustu sólar- hringana á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi í góðri umönnun lækna og hjúkrunarfólks og hafí þau þökk fyrir. Pabbi var fæddur Skagfirðingur og ólst upp á ýmsum stöðum í Skagafirði. Hann missti föður sinn þegar hann var 16 ára og varð því snemma að fara að bjarga sér. Þeg- ar pabbi var á þrítugsaldri fór hann í nám til Reykjavíkur í bifvélavirkj- un. Þar kynntust foreldrar mínir en hófu búskap á Blönduósi 1947. Rak pabbi bifreiðaverkstæði þar, sem hann missti í eldsvoða og gerði það að verkum að þau fluttu nær eignalaus að Orrastöðum í Torfa- lækjarhreppi 1950 og byijuðu þar búskap af litlum efnum. Tveimur árum seinna fluttu þau að Meðal- heimi í Ásum, fyrst í torfbæ en byggðu þar nýtt íbúðarhús og úti- hús af miklum krafti. 1958 bilaði heilsan hjá þeim báðum og heimilið leystist upp um tíma. Við börnin sex fórum í fóstur til ættingja mömmu og vorum þar þangað til þau gátu tekið okkur aftur. Pabba var ráðlagt að hætta búskap vegna heilsu sinnar og settust þau að í Garðabæ og vann pabbi við bílavið- gerðir o.fl. ásamt Gunnari bróður sínum sem þar bjó. Árið 1964 bauðst þeim Þórorms- tunga í Vatnsdal til leigu og varð freistingin hjá pabba eftir sveitabú- skapnum öllu öðru yfírsterkari og var flutt norður inn í 100 ára gaml- FJÖLNIR BJÖRNSSON + Fjölnir Björns- son var fæddur í Mýnesi í Eiðaþing- há 4. apríl 1922. Hann Iést á Borg- arspítalanum 12. október síðastliðinn. Fjölnir var yngsta barn hjónanna Guð- rúnar Einarsdóttur, f. 8.3. 1884, d. 17.5. 1959, og Björns Ant- onýssonar, f. 4.10. 1876, d. 30.5. 1930. Alsystkini hans 'eru: Hrefna, f. 8.8.1911, Einar, f. 15.4. 1913, Iflalti, f. 27.12.1915, Ari, f. 19.5. 1917, d. 2.1. 1993, og Ólafur, f. 18.3.1920, d. 28.Í2. 1979. Fjölnir eignaðist einn son, Baldur, f. 8.3. 1951. Móðir hans var Þuríður Indriðadóttir, f. 8.6. 1925, dáin 25.8. 1993. Útför Fjölnis fór fram frá Fossvogskirkju 20. október. ÉG MAN fyrst eftir Fjölni í frum- bernsku minni, sennilega hef ég ver- ið fjögurra eða fimm ára, en þá dvaldi hann á heimili foreldra minna um tíma, rétt eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Tókst þá með okkur góð vinátta, sem enst hefur fram til þessa dags, og bar ég ávallt mikla virðingu fyrir þessum frænda mín- um. Fjölni var margt til lista lagt og lagði hann gjörva hönd á margt. Áhugamál hans voru mörg, svo sem tónlist, lestur góðra bóka, félagsmál og stjórnmál. Hann lagði stund á mörg störf á lífsleiðinni, stundaði al- menna verkamanna- vinnu, sjómennsku, var bílstjóri og stundaði verslunarstörf í eigin verslun um tíma. Versl- aði hann þá með út- varpstæki, hljómflutn- ingstæki og plötur. Öil störf sem hann stund- aði munu hafa farið honum vel úr hendi og ávann hann sér vináttu og traust þeirra sem áttu við hann viðskipti. Ég man eftir að þegar ég kom til hans í versl- unina á Bergþórugöt- unni, voru það ekki síður hinir minna megandi í þjóðfélaginu, sem voru viðskiptavinir hans, og fóru greiðslur þá stundum eftir efnum og ástæðum viðskiptavinarins. Fyrir mörgum árum kenndi Fjölnir þess sjúkdóms sem leiddi hann til bana nú. Margir hafa fengið verulegan bata með hjartaaðgerðum erlendis og nú upp á síðkastið hér heima. Fjölnir fór til London árið 1984 að leita sér lækn- inga, en því miður tókst aðgerðin ekki og hann fékk ekki þann bata sem vænst var, og háði sjúkdómur- inn honum ávallt síðan. Fljótlega eftir það hætti hann við verslunina og gat lítið unnið síðan. Með Fjölni Björnssyni er genginn mikill ágætismaður, sem allir sem hann þekktu munu minnst með virð- ingu og söknuði. Við vottum Baldri syni hans samúð okkar, svo og öðrum hans nánustu. Kristmundur Halldórsson. an torfbæ þar sem við áttum heima í tvö og hálft ár meðan byggt var nýtt íbúðarhús. Hann elskaði að vera bóndi, sérstaklega íjárbóndi og sé ég hann fyrir mér sitjandi á garðabandinu með pípuna sína og horfandi á kindumar éta af garðan- um. Árið 1976 brugðu þau búi og fluttu til Blönduóss og vann hann sem pijónari hjá Pólarpijón hf. þangað til hann hætti vegna ald- urs. Pabbi var sístarfandi og vildi drífa hlutina áfram. Eins var þegar við vorum á ferðalögum saman, þá mátti hann varla vera að því að stoppa til að teygja úr sér og var oft gert gaman að. Hann tók upp á því þegar hann hætti að vinna að fara að smíða muni úr viði. Með aðstoð frá mömmu tókst honum mjög vel upp og seldi og gaf mikið af þeim. Fóru þau á útimarkaði víða um landið og hafði ég lúmskt gam- an af kraftinum í honum við þetta. Var hann einnig mjög virkur í félagsstarfí eldri borgara á Blöndu- ósi, einn af fáum karlmönnum í föndrinu, og lífgaði upp á kvenna- hópinn. Hann hafði einnig gaman af garðinum sínum og gróðursetti fjölda tijáa þar. Pabbi var gestrisinn og glaðsinna en dálítið vínhneigður og setti það stundum skugga á líf okkar, en hann var að eðlisfari mjög. friðsamur og voru sjaldan ill- indi í kringum hann. Hann hafði skemmtilegan og stundum skraut- legan frásagnarmáta og þegar við vildum ekki alveg trúa því sem hann sagði, bætti hann oft við: „Þetta er alveg satt.“ Hann lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni og gat stundum orðið heitt í kolunum þegar við tókumst hressi- lega á í málefnaágreiningi og varð mamma stundum að stoppa okkur. Það verður söknuður að hafa pabba ekki á sínum stað og erfítt að venjast brotthvarfí hans úr lífí okkar. Ég vil þakka honum fyrir sam- veruna hér á jörð og ég hlakka til að hitta hann aftur í ókominni fram- tíð með bæn um að honum gangi vel í nýjum heimkynnum. Guð blessi hann. Ragnhildur. Elsku afi minn. Nú ert þú horfínn sjónum mínum en ég veit að þú verður alltaf til staðar í hjarta mínu. Það er erfíður biti að kyngja, því að ég á ekki eins greiðan aðgang að þér og áð- ur. Ég veit í rauninni ekki hvar þú ert, en ég hef samt mikla trú á því að þú sért í kringum okkur. Það er svo margt sem ég kynntist í gegn um þig, því þú ert gæddur svo miklu hugmyndaflugi og þú gefst ekki upp. Eins og þegar aldur- inn stöðvaði þig á vinnumarkaðin- um, þá fannst þú upp á annarskon- ar verkefni ásamt henni ömmu minni og það var að smíða allskon- ar hluti úr viði, sem gladdi okkur afkomendurna þegar við opnuðum jólapakkana. Einnig minnist ég þess þegar þér fannst það tímasóun að labba á eftir garðsláttuvélinni, þá ákvaðstu að steypa hellur til að helluleggja garðinn. Flestir hefðu nú keypt hellurnar en þú varðst að vera full- viss um að þær væru almennilega gerðar. Þetta kalla ég atorkusemi. Það sem er mér allra minnisstæð- ast var þegar þú tókst nokkra af- komendur þína (ásamt mér) í ferða- lag til að „skoða“ Vestfjarðakjálk- ann. Ég held að enginn hafí slegið þetta hraðamet sem þú settir þá. Ætlunin var að skoða landið í róleg- heitum en mottóið þitt var „það er best að drífa þetta af“ og alltaf þegar ég heyri þetta orð „drífa“ þá man ég eftir þér. Ég gæti haldið áfram að telja upp minnisstæða atburði en ég held að þú vitir alveg hve mikils virði þú ert mér og ég hef trú á því að þú finnir mínar hugsanir til þín án þess að ég noti blað og penna. Ég vona að þú hafír það sem allra best þar sem þú ert og láttu hana ömmu mína finna það að hún sé ekki ein í heiminum, því ég held að hún þarfnist þess mest núna. Ég sendi mínar bestu kveðjur. Þín dótturdóttir, Margrét Helgadóttir. Elsku afi. Ég vil með örfáum orðum þakka þér fyrir samveru- stundir okkar, sem voru allt of fá- ar, og þar sem ég er svo langt í burtu, alla leið úti í Tokyo, er svo langt fyrir mig að fara til að fylgja þér hinsta spölinn. En þú ert mér í huga þó langt sé á milli okkar, og vona ég að þú hafír það gott þar sem þú dvelur núna. Vil ég svo ljúka orðum mínum með þessum erindum sem segja meira en mörg orð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þó í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi þig, amma mín. Þín dótturdóttir, Erla Bima Birgisdóttir. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þín afabörn. Helga, Gyða, Friðgeir, Berglind og Vala Birna. ELIN SIGTR YGGSDÓTTIR + Elín Sigtryggs- dóttir fæddist í Héraðsdal í Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði 16. júní 1923. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. júlí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Akureyrarkirkju 16. ágúst. MIG LANGAR með nokkrum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Elinar Sigtryggsdóttur, sem síðast átti Fjölskyldu hennar, ættingjum og heimili á Keilusíðu lOb á Akureyri. vinum votta ég mína dýpstu samúð. Ég vil þakka henni alla þá hjálp Hilda Haraldsdóttir. og þann mikla stuðn- ing, sem hún veitti mér. Eftir mikla leit að góðu og viðeigandi ljóði fann ég loks eitt, eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur, sem segir allt sem ég vildi sagt hafa: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af al- hug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.