Morgunblaðið - 21.10.1995, Side 33

Morgunblaðið - 21.10.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR þeim sem eiga erfitt í samskiptum við jafnaldra, eru einmana og/eða lagðir í einelti. Starfandi eru tveir hópar hveiju sinni á hvorum stað, meðferðarhópur og útskriftarhóp- ur. Starfsemin fer fram þrjú kvöld vikunnar fyrir meðferðarhópana en útskriftarhóparnir koma í at- hvörfin einu sinni í viku. • Starfsemin er blanda af tóm- ■ j stunda- og meðferðarstarfi, þann- ig fá unglingamir þjálfun í mann- B legum samskiptum, þeir fá aðstoð við að leysa mál er upp koma og tjá sig í hópi. Mikil áhersla er lögð á að styrkja sjálfsöryggi og stuðl- að að jákvæðri sjálfsmynd ungl- inganna. í því sambandi er m.a. lögð rækt við uppbyggilegar tóm- stundir t.d. fer hópurinn saman á skíði, á hestbak, í hjólreiðatúra, . tekið þátt í íþróttum og ýmsum listviðburðum. Blaðaútgáfa er fastur liður í starfseminni og ár- lega er gefið út unglingablaðið Dúndur sem er m.a. liður í fjáröfl- un unglingaathvarfanna fyrir sumarferð innanlands eða ut- anlands. Fjölskylduheimili Á vegum Unglingadeildar er starfrækt eitt fjölskylduheimili | fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Heimilið er rekið af hjónum ' sem búa á staðnum og veita 4 - I 5 unglingum heimili, tímabundið eða til lengri tíma, eftir því sem við á. Markmiðið er þó oftast það að unglingurinn geti snúið heim að lokinni dvöl á íjölskylduheimil- inu, enda hafi þá fjölskyldan feng- ið aðstoð við að takast á við þá erfíðleika sem við er að eiga. „ Heimilið er ætlað unglingum sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, | t.d. vegna veikinda foreldra, mik- | illa samskiptaerfiðleika á heimili, alvarlegrar óreglu og/eða van- rækslu. Unglingasambýli Tvö lítil sambýli fyrir unglinga 16 - 18 ára eru starfrækt á vegum Unglingadeildar. Með unglingun- um býr starfsmaður, sem er þeim | til stuðnings og aðstoðar. Tveir unglingar búa á hveiju sambýli. ' Sambýlin em fyrir unglinga sem I af ýmsum ástæðum geta ekki búið heima hjá aðstandendum en eru í skóla eða vinnu og eiga erfítt sök- um aldurs og aðstæðna að standa i GRÍMSBÆ V/BÚSTAÐAVEG Þegar þú kaupir hjá okkur * afskorin blóm fyrir meira en 1.500 kr færð þú blómavasa f kaupbæti Við getum orðið að liði þegar þú vilt koma viðskiptavinum þlnum á óvart. Heimsendingarþjónusta Pantanasími 588 1230. Blómasmiðjan, jet<uá á eigin fótum einir og óstuddir. íbúar sambýlanna borga leigu, og annað sem fylgir því að búa sjálf- stætt. Starfsmenn meðferðar- og ráðgjafadeildar hafa milligöngu um dvöl ungmenna á sambýlunum og gefa jafnframt nánari upplýs- ingar um starfsemina. Hópastarf Á liðnum árum hefur verið í boði margvíslegt hópastarf sem liður í þjónustu og fyrirbyggjandi starfí fyrir unglinga og foreldra. í boði hefur t.d. verið fræðsla og stuðningur fyrir foreldrahópa um mál er varða uppeldi á „erfíðum“ unglingum. Hópastarf fyrir ungar mæður o.fl. Starfræktur hefur verið svokall- aður Hálendishópur í samstarfi Félagsmálastofnun rekur umfangsmikla þjónustu fyrir unglinga og íjölskyldur þeirra, segir Snjólaug Stef- ánsdóttir, sem hér gerir grein fyrir þeim þætti stofnunarinnar. unglingadeildar og íþrótta- og tómstundaráðs í nokkur ár. Starf- ið felst í því að þrír þrautþjálfaðir starfsmenn fara með níu unglinga sem eiga sögu um umtalsverða erfíðleika í 15 daga göngu norður á Strandir. í tengslum við gönguna er umtalsverður undirbúningur og frágangur og tengjast unglingam- ir þessu starfí í þijá mánuði. Vinnuþjálfun er einnig sam- starfsverkefni Unglingadeildar og ÍTR. Um er að ræða vinnuþjálfun yfír sumarmánuðina fyrir ungl- inga sem hafa átt erfítt uppdráttar á vinnumarkaðnum, óháð atvinnu- ástandi á hveijum tíma. Markmið starfsins er að með námi og vinnu fái þátttakendur þjálfun í að standa á eigin fótum á vinnumark- aðnum. Starfið er ætlað 10-12 unglingum. Að lokum Það hefur löngum verið mark- mið okkar sem störfum að ungl- ingamálum og barnavernd að leita allra leiða til að aðstoða fjölskyld- una sem heild sé þess kostur. Það er oftast neyðarbrauð að vista barn/ungling utan heimilis. Því miður hefur m.a. vaxandi neysla vímuefna undanfama áratugi, aukið ofbeldi og neyslukapphaupið riðlað fjölskylduböndum og skapað nýjan vanda sem á stundum er illviðráðanlegur. Það er engin auðveld lausn á þeim vanda en aukið samráð og samstaða okkar allra, bæði for- eldra og annarra sem vinna að uppeldismálum, getur skilað okkur fram veginn og leit til betra lífs fyrir börn okkar og unglinga. Höfundur er forstöðumaður Ungl ingadeildar F.R. V*lRRt Komdu í heimsókn um helgina! Kynningardagar RARIK verða haldnir í húsnæði fyrirtækisins, Sólbakka 1 í Borgarbyggð, laugardag og sunnudag. Ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt verður á boðstólum og þar ert þú aufúsugestur. ► Hvað er Rarík? Þér gefst kostur á að kynnast starfsemi fyrirtæk- isins og þjónustu almennt. ► Hvernig þjónar Rarík þér? Við spjöllum við gesti um þjónust- una, öryggi og spamað, og þú færð upplýsingar um orkunotkun þína og tölvuútskrift af henni. ► Orkan og tœknin. Þú getur skoðað og fræðst um ýmiss konar tæknibúnað, bfla, áhöld og rafbúnað. — ^ Mœldu þína eigin orkul Þér er boðið að stíga á bak orkuhjólinu og sjá hvemig þér gengur að lýsa upp umhverfið! ^ Getraun. Bömum og fullorðnum gefst kostur á að spreyta sig á getraun sem tengist starfsemi fyrirtækisins. Verðlaun í boði! ► Hressing. Að góðum íslenskum sið er gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. Opið Laugardag 21. októberkl. 10.00 -18.00 Sunnudag 22. októberkl. 13.00 -17.00 Allir viðskiptavinir RARIK em velkomnir, og sérstaklega em nýir viðskiptavinir í Borgamesi og á Hvanneyri hvattir til að kynna sér starfsemina. RARIK Sólbakka 1, 310 Borgarnesi, sími 437 1435, bréfsími 437 1035

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.