Morgunblaðið - 24.10.1995, Page 16

Morgunblaðið - 24.10.1995, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Rúmlega 57 milljóna króna hagnaður hjá Skinnaiðnaði Meira selt á hærra verði HAGNAÐUR af rekstri Skinnaiðnaðar hf. nam rúmum 57 milljónum króna á fyrstu átta mánuð- um ársins. Heildartekjur fyrirtækisins á þessu tímabili voru tæpar 500 milljónir króna. Verð- mæti útflutnings jókst um 20% miðað við sama tíma á síðasta ári, en langmest var selt til Ital- íu, Bretlands, Norðurlanda og Suður-Kóreu. Hærra verð „Það hefur gengið vel að selja, við erum að selja meira magn en áður og á hærra verði en í fyrra,“ sagði Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar. Hann sagði að mikill upp- gangur væri á markaði með skinn, hvort heldur væru hrágærur eða fullunnin skinn og væri mun meira um að vera á þessum markaði nú í ár en var á liðnu ári. „Við erum ánægð með hagnaðinn, hann gefur okkur færi á að renna styrkari stoðum undir fyrirtækið, fjárhagsgrunnur þess styrkist. Okkar áætlanir við endurreisn fyrirtækisins hafa geng- ið eftir,“ sagði Bjami og bætti við að gott væri að eiga fé í sjóði því þessi markaður væri sveiflu- kenndur. „Það er gott að hafa eitthvað í bak- höndinni, við getum þá mætt þessum sveiflum án þess að lenda í hremmingum." Hálfunnin bresk skinn Enn er ekki ljóst hversu mikið magn af gær- um fyrirtækið mun hafa til ráðstöfunar en þeg- ar hefur verið gert samkomulag við þá sem seldu Skinnaiðnaði gærur í fyrra um kaup. „Við erum að vinna í þessum málum, það er alltaf hægt að bæta við gærum,“ sagði Bjarni en verið er að skoða hvort hagkvæmt sé að flytja inn hálf- unnin skinn frá Bretlandi. Fyrirtækið hefur feng- ið sendingu af slíkum skinnum og þau reynst ágætlega. Það réðst hins vegar af markaðsað- stæðum hvort og hversu mikið hugsanlega yrði keypt af þessum bresku skinnum. Morgunblaðið/Kristján Ný sjúkra- nuddstofa NÝ sjúkranuddstofa hefur ver- ið opnuð í Glerárgötu 24, Sjúkranuddstofa Akureyrar. Eigendur stofunnar eru Árni Þór Árnason og Athena Spieg- elberg. Þau eru bæði löggiltir sjúkranuddarar og er opið hjá þeim alla virka daga frá kl. 8.00-19.00. ClFullmark^) • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Úrvals verð. J. ÁSTVRIDSSON HF. Skipholfi 33, 105 Reykjovík, sími 552 3580. AAESSING BLÓMAPOTTAR, SKÁLAR, SKRAUTVARA. EMÍRjg. JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. Morgunbl aðið/Kristj án Hafnarbáturinn Olgeir afhentur Síldarminj asafninu HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt að afhenda Síldar- minjasafninu á Siglufirði, gamla hafnarbátinn Olgeir til varð- veiðslu. Olgeir hefur ekki verið á skipaskrá í nokkur ár, enda farinn að láta á sjá, en verið notaður sem vinnupallur við bryggjur og fleira hjá Akureyrarhöfn. Báturinn er kominn til ára sinna en hann var smíðaður hjá Vél- smiðjunni Atla hf. á Akureyri árið 1959 og þá sem nótabátur. Síðar var honum breytt í olíubát, til að þjóna síldarflotanum á Siglufirði og hét þá Andrés. Er talið að þetta sé fyrsti báturinn hérlendis til að þjónusta síldarflotann á þennan hátt. Báturinn var keyptur aftur til Akureyrar og var notaður sem hafnarbátur til ársins 1986, undir nafninu Oigeir, eða þar til að hafn- arbáturinn Mjölnir leysti hann af hólmi. Mjölnir og Olgeir eru svip- aðir að stærð, um 13 tonn og 13 metrar að lengd. Olgeir var fiuttur með Reykja- fossi, skipi Eimskipafélagsins, til Siglufjarðar si. fimmtudag en þar ætla aðstandendur Síldarminja- safnins að hressa upp á hann og hafa til sýnis í framtíðinni. Námskeið fyrir systk- ini fatlaðra FÉLAGSSKAPURINN Fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur heldur námskeið að Botni, Eyjafjarðarsveit næstkomandi laugardag í samvinnu við Svæðisskrifstofu á Norðurlandi eystra, For- eldrafélag bama með sérþarf- ir, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjörg á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Námskeiðið er ætlað syst- kinum fatlaðra 18 ára og eldri og verða fyrirlesarar úr hópi systkina og fagfólks. Áhersla verður lögð á hópvinnu þar sem þátttakendum gefst tæki- færi til að skoða eigin tilfínn- ingar, hlutverk og ábyrgð og miðla reynslu til annarra systkina. Skráning á námskeiðið er á skrifstofu Foreldrafélags barna með sérþarfir en þar fást einnig nánari upplýsingar. Kaffisopi í Gilitrutt í TILEFNI af því að 20 ár eru liðin frá kvennafrídegi býður verslunin Giiitrutt í Kaup- vangsstræti 23 á Akureyri við- skiptavinum sínum upp á kaffísopa í dag, þriðjudaginn 24. október. Saumastofan HAB á Ár- skógsströnd og samstarfshóp- urinn Hagar hendur í Eyja- íjarðarsveit standa að verslun- inni og verður starfsemi þeirra kynnt. Saumastofan framleiðir fatnað úr flísefnum en á vegum samstarfshópsins er unnið að margvíslegu handverki. Versl- unin er opin frá kl. 12 til 18. Tannvernd barna HAFDÍS E. Bjarnadóttir fjali- ar um tannvernd barna á „opnu húsi“ fyrir foreldra með ung börn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 25. október frá kl. 10.00 til 12.00. ^Craftmiklar hágæöa Packard Bell tölvur með margmiðlun Navigator+hlaðnar frábærum leikium á læðislega gððu verði! Packard Bell 9503 margmiðlunartölvan Tilboðkr. 129.900 Venjulegt verSTri4'4t90Ot=- * Öll verð eru staögreiðsluverð m.vsk. Askilinn er réttur til veröbreytinga án fyrirvara. H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.