Morgunblaðið - 24.10.1995, Page 17

Morgunblaðið - 24.10.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 17 Hrossauppboð í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ hrossauppboði í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Um 85 hross boðin upp Egilsstöðum - Tæplega 80 hross seldust á upjiboði sem haldið var nýlega við Árbakka í Hróars- tungu. Hrossin voru úr búi Guð- mundar Sveinssonar á Bakka á* Borgarfirði eystra. Fjöldi manns var samankominn þegar uppboð- ið hófst og voru flest hrossin seld á uppboðinu sjálfu. Heildar- sala nam um einni milljón króna en hæsta greidda verð fyrir hross var á milli 50 og 60 þúsund krónur. Flest hrossanna fóru á um 20 þúsund krónur og fylgdi folald hryssu í verði. Kaupendur voru víða af landinu. Hægt var að gera tilboð beint til skipta- stjóra í þau hross sem ekki seld- ust á uppboðinu. Uppskeru- störfum að ljúka Syðra-Langholti - Uppskerustörf- um er að ljúka hjá garðyrkjubændum sem er óvenju seint en tíðarfar hefur verið fremur gott hér undanfarið þó nokkuð sé komið fram undir vetrar- nætur. Aðeins hafa þó komið frostnætur en jörð þiðnað aftur og því ekki hlot- ist miklir skaðar af á grænmeti. Að sögn Georgs Ottóssonar, stjórnar- formanns Sölufélags garðyrkju- bænda, er þetta meðalár hvað upp- skeru varðar. Vorið var kalt og klaki lengur í jörðu en oftast áður og þurrkar í júlí háðu sprettu. Uppskera er þó mismunandi eftir landshlutum. Þrír garðyrkjubændur á Flúðum stofnuðu fyrir tveimur árum fyrir- tækið Bökun hf. og rækta sameigin- lega gulrætur á um 6 hekturum lands á bökkum Hvítár. Það eru þeir Georg Ottóson, Jörfa, Guðjón Birgisson á Melum og Þorleifur Jóhannesson, Hverabakka II. Mikil sjálfvirkni er notuð við þessa ræktun, gulrótunum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UPPSKERA á gulrótum hjá Bökun hf. er sáð með sérstakri vél í beð og um leið setur hún niður plastboga og strengir plastdúk yfír beðin. Uppskerustörf fara einnig fram með stórri vél sem klippir jafnframt kálið af gulrótunum, þvottur, flokkun og pökkun fer einnig fram í vélum. Þeir félagar segjast vera á leiðinni inní lífræna ræktun, nota ekkert eit- ur við ræktunina og spara sér áburð með úrgangs-rotmassa frá sveppa- verksmiðjunni á Flúðum. Takmarkið sé að rækta sætar og bragðgóðar gulrætur sem standist 'erlenda sam- keppni og það telja þeir sig geta gert með þeirri miklu tækni sem Bökun hf. hefur. Gulræturnar eru seldar undir merkinu Flúðagulrætur og hafa 5-6 manns störf við þessa framleiðslu. HYunoni ...til framtíðar á mynd, álfelgur og vindskei5. Hyundai Accent, 84 hestöfl, með beinni innspýtingu og vönduðum hljómflutningstækjum. Fallegur, rúmgóður og nýtískulegur bíll, hannaSur með það aS leiSarljósi aS gera aksturinn ánægjulegan á öruggan hátt. 949.000 KR. Á GÖTUNA ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 ■ iiiiililSi i tanum! msm-. ///,? ijjj j‘ Packard Bell ^ Packard Bell 9508 "Ofurtölvan" Penfiurn 75 MHz v - p- i dlrlVdrU Dcll __________ : 9505 sjónvarpstölvan * B.T. Tilboð kr. 166.900’ Tilboð kr. 149.900 Venjulegt verð kr. 179.900,- Venjulegt verð kr. 164.900,- Tölvur + Grensásvegi 3 - Sími 588-5900 I 'á J BRVNJAR HÖNNUN / RABGJÖF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.