Morgunblaðið - 04.11.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.11.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 21 ERLENT Buenos Aires. Reuter. HÆSTIRÉTTUR í Argentínu ákvað í gær að framselja Erich Priebke, fyrrum yfirmann í SS- sveitum þýskra nasista, til Ítalíu fyrir þátt í fjöldaaftöku 335 manna og drengja í síðari heimsstyrjöld- inni. Þessi úrskurður bindur enda á 17 mánaða lagaþref og ógildir ákvörðun áfrýjunarréttar um að hann skyldi ekki framseldur. Sú niðurstaða hafði vakið mikla reiði á Ítalíu, í Þýskalandi og meðal gyðinga og var sagt að hún sýndi að Argentína væri enn griðastaður nasista. Lögfræðingur Priebkes kvaðst myndu láta ógilda dóm hæstarétt- ar, en embættismaður réttarins sagði að málið væri frágengið utan hvað dómari í Bariloche í Andes- SS-maður verður fram- seldur frá Argentínu fjöllum, þar sem Priebke hefur búið frá árinu 1948, ætti eftir að ákveða framsalsdag. Lifði góðu lífi í hálfa öld Priebke rak hótel í skíðabænum Bariloche .undir eigin nafni og hafði verið skráður hjá þýska sendiráðinu í Argentínu frá árinu 1952. í maí 1994 var hann hins vegar handtek- inn eftir að hann greindi frá fjölda- aftökunni í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Priebke, sem er 81 árs gamall, gekk í SS-sveitirnar árið 1937 og árið 1943 var hann gerður að höf- uðsmanni. Hann var í sveitum SS í Róm árið 1944. Miskunnarlaus fjöldaaftaka 23. mars það ár sprengdu félag- ar úr ítölsku andspymuhreyfing- unni þýskan herbíl með þeim afleið- ingum að 33 þýskir hermenn biðu bana. Hitler fyrirskipaði að tíu óbreyttir ítalskir borgarar skyldu myrtir fyrir hvern þýskan hermann innan sólarhrings. Það kom í hlut Herberts Kapplers, yfirmanns Ge- stapo á Ítalíu, og Priebkes, sem var hans hægri hönd, að fram- fylgja skipun Hitlers. Þeir söfnuðu saman þjófum og flækingum og bættu síðan við 75 gyðingum. Fórn- arlömbin voru færð í Ardeatine- hellana fyrir utan Róm, hendur þeirra bundnar fyrir aftan bak og þau skotin í hnakkann. í sjónvarps- viðtalinu viðurkenndi Priebke að hafa sjálfur tekið tvo af lífi. „Við vildum snúast gegn þessu, en við urðum að hlýða vegna þess að annars hefðum við verið settir i hóp þeirra, sem voru skotnir," sagði Priebke við blaðamenn í ág- úst. „Þetta var hryllilegt." Marvin Hier, yfirmaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, fagn- aði ákvörðuninni um að framselja Priebke, en lét að því liggja að hana hefði mátt taka fyrr. Hann skoraði á argentínsk yfirvöld að flytja Priebke úr stofufangelsi í öruggari gæslu til að hann kæmist ekki undan. Opel er betur búinn. Gerum samanburö á þeim búnaöi sem skiptir máli Opel Astra 4ra dyra Opel Astra 5 dyra Opel Astra Station Staðrevndir: Opel er mest seldi bíllinn í Evrópu 5 ár í röð. Hér á landi er söluaukning á Opel bílum 236% á árinu annaö áriö í röö. Allir Opel bílar eru fáanlegir meö fullkominni 4ra gíra sjálfskiptingu sem búin er * spólvörn * sparnaðarstillingu * sportstillingu Búnaður Opel Astra 5d. 1,4 GL Ford Escort 5d. 1,4 CLX VWGolf 5d.1,4 GL Forstrekkjari á bílbeltum já nei já Tvöfaldir styrktarbitar í huröum já nei nei Stillanleg bílbeltahæö, einnig aö aftan já nei já Samlæsing meö þjófavörn i *á nei nei íslensk ryövörn já nei nei* Stillanleg hæö bílstjórasætis já nei já Gasdemparar já nei já Frjókornasía já nei já Fáanlegur sjálfskiptur já** nei nei Tvískipt seta í aftursæti já nei já 4ra hraöa miöstöö já nei já Vindskeiö að aftan já nei nei Hringrásarstilling á miöstöö já nei nei Ryðvarnarábyrgð ár 8 6 6 Fjöldi hátalara 4 2 2 Verö 1.253.000.- 1.198.000.- 1.328.000.- * aðeins undirvagn ryðvarinn ** Opel 1,4 MPFi 30% afsláttur af hágœba vetrardekkjum út nóvember. OPEL 20% afsláttur af aukahlutum út nóvember Opið í dag og á morgun kl. 14-17 Bílheimar Fosshálsi 1 Sími 563 4000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.