Morgunblaðið - 04.11.1995, Page 24

Morgunblaðið - 04.11.1995, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 HÚN eignaðist þó ekki selló fyrr en um 19 ára aldur og varð að selja það nýlega. Sellóið sem við sjáum á myndinni hefur hún haft í láni í tvö ár. Það er frekar nýtt og var framleitt árið 1991. „Þessi nýju selló eru mjög góð, en að vísu þarf að spila þau til. Þau gömlu eru oft auðveldari við- fangs, en miklu dýrari," segir hún. Þrátt fyrir að sellóið sem Bryn- dís hefur í vörslu sinni nú sé frekar nýlegt, er verðið ekki í lægri kantinum. „Sennilega fengjust um það bil tvær milljónir króna fyrir það ef það væri selt núna’," segir Bryndís. Hún segir að það geti verið nokkuð mislynt. „Það getur verið voðalega leiðin- legt að spila á tónleikum ef hljóð- færið er ekki í góðu skapi“, en annars er þetta hljóðfæri frekar jafnlynt, eins og mörg þessara nýju hljóðfæra." Aðalkosti þessa sellós segir Bryndís vera dimman hljóm, en ókostirnir séu aftur á móti að stundum geti verið frek- ar erfitt að leika á það. Annars er ég ipjög ánægð með þetta hljóðfæri." Jafnlynt tveggja miUJóna seiió FYRSTA hjjóðfæri - ; ' V sellóleikara var ekki selló. Hún byijaði á því að læra á gígju, sem reyndar er fyrirrennari sellósins. Þá var hún sex ára, en ári seinna sneri hún sér að sellóinu og hefur spilað á það síðan. Leiðinlegt að spila á tónleikum ef hljóðfærið sr ekki í góðu skapi Einn lesandi... lítill strákur... Söng- elskur trnmmari MÁR Elíson, slagverksleikari gleðisveitarinnar Kosmos, var gripinn glóðvolgur á veitingahús- inu Óðali nýverið, þar sem hann lék á ásláttarhljóðfæri af ýmsum gerð- um og söng eins og honum einum er lagið. Már hefur verið lengi í tón- listarbransanum, hóf ferilinn með Axlabandinu á sjöunda áratugnum, lék síðan með Trix og um árabil með Galdrakörlum í Þórskaffi og síöar með Upplyftingu. Hann kvaðst nýlega hafa gengið til liðs við Kosmos, sem hann sagði að stæði fyrir liösskipan sveitarinnar, það er Kristján og Siggi, Már og söngkona. Síðastliðið ár rak Már bar á Benidorm ásamt eiginkonu sinni. Hún stendur enn á barnum meðan hann spilar hér á íslandi, en Már sagðist væntanlega fara aftur suður um höfin með vorinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MÁR ELÍSON - Alíslenskur slagverksleikari með spænsku yfirbragöi. Hvar og hversu mikið? ► LÉTTUR klæðnaður fyrír næturlífið frá verslunlnni Flaueli. Þunnur jakki úr næloni, verð: 2.900 krónur. Hermannabuxur úr polyester og bómull, verð: 4.500 krón- ur. Nice-bolur úr bómull, verð: 2.400 krónur. Blund- stone-skór úr leðrí, verð: 8.330 krónur. ► SPARIFÖT frá versluninni Kjallaranum. Guide-jakki, fóðraður, úr viscose og hör, verð: 12. 490 krónur. Book’s- buxur úr ull og polyester, verð: 6.790 krónur. Traveller- skyrta úr bómull, verð: 3.990 krónur. Dr. Martens-skór úr möttu leðrí, verð: 5.990 krónur. ► HVERSDAGSFÖT frá versl- uninni Fríkka og Dýrínu. Dickies-jakki úr polyester og næloni, verð: 4.500 krónur. Dickies-buxur úr polyester og bómull, verð: 3.000 krónur. Vinnuskyrta úr polyester og bómull, verð: 2.900 krónur. Hjá O. Ellingsen fann Björn Jörundur Viktory-ullarpeysu, frá Vikur- prjóni i Vík i Mýrdal, prjónahúfu i stíl, Islenska ullarsokka frá Glófa hf. á Akureyri og utányfirbuxur og úlpu i felulitum úr polyester og bóm- i „ 1 | ull. Á fæturna fékk hann sér Eram-öryggisskó með stáltá. Um þennan klæðnað sagði hann m.a.: „Skjólgóðar flíkur, tilvaldar til útiveru, til dæmis ef maður hef- ur misst prófið og þarf að ganga mikið. Felulitirnir koma svo i veg fyrir að maður veki of mikja at- hygli eða skeri sig um of úr um- hverfinu." Léttfatnaðurinn Sparifntm Næst lá leiðin I verslunina Flauel þar sem okkar maður valdi sérþunnan jakka úr næloni, svartar hermannabuxur úr polyester og bómull ásamt Nice-bol og Blundstone-leð- urskóm. „Þetta er tilvalið dress fyrir næturlíf Reykja- vikur. Þokkalega djarft og grúví, en samt með endur- skinsrönd svo eiginkonan finni mann þegar halda skal heim.“ í versluninni Kjallaranum fann Björn Jörundur spariföt. Þau samanstóðu af Guide-jakka úr viscose og hör, Book’s buxum úr ull og polyester, Traveller- skyrtu úr bómull og skóm af gerðinni Dr. Martens úr möttu leðri. „Þetta eru góð spariföt fyrir veislur og mannfagnaði. Eins og sjá má virkar jakkinn eins og Prozac á þann sem klæðist þeirri töfraflík, “ sagði hann og bætti við: Nauðsynlegt i leiðinlegum afmælum. “ Hversdagsfötm Að lokum lá leiðin i verslunina Frikka og Dýrið þar sem Björn Jörundur fann Dickies jakka og buxur ásamt vinnuskyrtu, en flíkur þessar voru blanda af polyester, baðmull og næloni. „Þetta er vönduð hvers- dagsvara,” sagði hánn, „þegar maður er ungur i anda og þarf að ferðast í strætó eða gefa út teknó, eða fara á Astró eða ..." \UST\ BJörn Jörundur TILBRIGÐI tiskunnar birtast i ýmsum myndum. Hvort einhver flík er meira I tísku en önnur skal ósagt látið, en liklega ferþað þó fremur eftir fatasmekk og persónuleika hvers og eins, hvaða fatnaður hæfir við hin ýmsu tækifæri. Til að sannreyna þetta feng- um við Björn Jörund Frið- björnsson, tónlistarmann og leikara með meiru, til að velja sér föt sem hæfa haustinu og hafði hann al- gerlega frjálsar hendur, bæði varðandi fatnaðinn sjálfan og val á verslun- um. Björn Jörundur kvaðst að visu lítið hafa stundað fataverslanir að undanförnu, frá þvi hann gerðist íbúðareigandi, en sló þó til. Hann ákvað að fara fyrst í Verslun O. Ell- ingsen til að fá sér skjól- góðan vetrargalla, enda var kalt i veðri þennan dag. Skjúlfatnadurinn hendur / ► flíkur frá O. Elling- sen. Viktory-peysa úr ull og næloni, verð: 4.465 krónur. Prjónahúfa, verð: 390 krónur. íslenskir ullar- sokkar, verð: 560 krónur. \ Fóðruð úlpa, 100% vatnsheld með PVC húðuðu ytra byrði — og fóðri úr næloni og polyamid. Verð 5.890 krónur. Buxur úr polyester og bómull. Verð: 2.390 krónur. Eram-öryggisskór með stáltá. Verð 6.210 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.