Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Að upplifa sorg NÚ ÞEGAR mikil slysabylgja hefur skollið yfir þjóðina hverfur hugurinn til þeirra sem upplifa djúpa sorg og mikinn missi. Engum manni er það ætlandi að skilja þá miklu sorg sem hver og einn upplif- ir nema að hafa sjálf/ur uppflifað missi við dauða. Hluttekningin er mikil og harmur í huga. Þeir sem reynt hafa vita að ekkert getur tekið af höggið við *** missinn, frá syrgjanda, en það er hægt að hjálpa til við uppbygging- una, strax frá upphafi. Þá er hlut- verk ættingja og náinna vina mik- ilvægt. Þú sem átt vin í sorg skalt hafa í huga að ekkert er verra fyrir þann sorgmædda en aðgerð- arleysið, tómlætið. Það skiptir ekki meginmáli hvað sagt er, heldur það að finna að vinur er til staðar jafnt í sorg sem gleði. Syrgjandinn þarf að geta tjáð sig um þann sem farinn er mikið lengur og oftar en aðrir, það þurfa aðstandur að skilja. Munið að tíminn vinnur með ykkur. Allir hafa þörf fyrir að finna ** fyrir lífínu í kringum sig, finna að lífið heldur áfram. Hafðu í huga að sorgin á sér systur, gleðina. Margir missa trú sína við áfallið, en á slíkum stundum er þörfin mest að glata ekki trúnni svo við höldum í vonina um trú, kærleik og frið. Leitum kærleikans sem er alls staðar í kringum okkur. Kærleikurinn er upphaf alls góðs og uppspretta hans á sér engin takmörk. Ég hef upplifað sorgina sem y barn og sem fullorðin manneskja. Það er tvennt ólíkt en hvort- tveggja þess eðlis að það má yfir- stíga. Sem barn var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili þar sem þijár kynslóðir bjuggu saman. Amma og afi, mamma og pabbi og stór hópur okkar systkin- anna. Mér er það í bernskuminni hve ástúðlega amma mín söng fyrir mig á kvöldin þegar ég átti að fara að sofa. Hún fór með bænir og sagði mér sögur. Sumar sögumar og söngvamir fjölluðu um erfiða hluti eins og sorgina. Það átti ég erfitt með að skilja, * allt átti að vera svo bjart og gott alltaf, svo hvers vegna var sorgin til staðar. Ég grét af barnslegri hluttekningu, þeirri sem veldur aðeins stundarangri og ristir ekki djúpt í sálina með áleitnar spurningar sem ekkert svar virðist vera við. Þegar ég var fimm ára skall ógæfan yfir. Amma veiktist, allt fór í uppnám. Við systkin- in urðum að halda hópinn og máttum ekki vera yfir full- orðna fólkinu sem reyndi að hlynna að ömmu. Læknirinn var kominn. Óvissan var óbærileg. Ég læddist til og horfði á. Amma var með heilablóðfall, hún var að deyja. Ég var sem frosin. Allir breyttust og höguðu sér undarlega. Það sem ég skynjaði mest var óttinn. Ég var sífellt hrædd við dauðann. Myndi ég lifa nógu lengi til að eiga næsta afmæli eða til næstu jóla? Þegar amma dó var hún kistu- lögð heima. Móðir mín var skyn- söm og leyfði okkur bömunum að ráða hvort við tækjum þátt í at- höfnum. Hún útskýrði fyrir okkur hvernig þær færu fram og leyfði okkur að ráða hvort við vildum vera við athöfnina í kirkjunni. Mamma (sem ég treysti best af öllum) sagði mér að snerta ömmu, þá myndi ég ekki lengur verða hrædd við myrkrið og dauð- ann en sem barn var ég afar myrk- fælin. Hún sagði mér að ég hefði ekkert að óttast frá þeim látnu. „Var amma einhverntíman vond við þig?“ spurði hún. Ekki gat ég minnst þess. „Hví ætti hún að reynast þér öðruvísi nú þegar hún hefur kvatt þennan heim? Með ömmu eignaðist þú einhvern sem hjálpar þér alltaf, þó að hún sér farin. Þú getur alltaf hugsað til bænanna hennar og ástúðar ef þú ert í vanda. Hugurinn er svo öflug- ur að ef við hugsum jákvætt og treystum guði þá er ekkert afl því sterkara, ekkert sem getur haggað okkur.“ Þetta sagði móðir mín við mig og smám saman hvarf mér myrkfæln- in. Ég hafði eignast vegarnesti til framtíð- ar. Afi minn dó svo þegar ég var níu ára. Það jók enn á öryggis- leysið og óttann um eigin dauða. Ég sofn- aði ekki á kvöldin, það gátu allir dáið. Ég saknaði líka afa meira, við áttum lengri tíma saman. Hann var skjólið mitt sem ég notaði mér óspart þegar mikið var að gera hjá mömmu eða þegar ég þurfti að fá óskipta aðdáun einshvers. Hana fékk ég hjá honum, enda var ég eina stelpan í sex systkina hópi og jngst þar að auki. Ottinn við dauðann hvarf ekki fyrr en*.ég skildi að lífið er eins og dauðinn. Þegar við bíðum eftir að takast á við lífið óttumst við hið ókomna, hvað frammundan er. Eins óttumst við dauðann, sem enginn veit með vissu hvað ber í skauti sínu. Breytni okkar skiptir máli því hugurinn fylgir okkur hvert sem við förum. Éf við breyt- um eftir bestu sannfæringu og réttlátlega er hugurinn sáttur og rór. Nú var ég 26 ára, allt lék í lyndi, ég hafði fullkomlega tök á öllu í kringum mig. Ég átti yndislega fjölskyldu sem var stækkandi, við höfðum sigrast á erfiðleikunum og vorum í óðaönn að byggja upp framtíð okkar saman. Ég upplifði fullkomna hamingju og leit björt- um augum til langrar framtíðar. En slysin gera ekki boð á undan sér, ég missti manninn minn af slysförum, hér átti svo sannarlega við að enginn veit hver er næstur. Við þetta áfall upplifði ég það sem má kalla eyðimörk sálarinnar. Sjálfstraustið hvarf og einbeiting- in, ásamt öllum öðrum tilfinning- um en eftir stóð sorgin. Ég gat ekki sofið, ekki borðað, ekki horft á sjónvarp, ekki lesið eða tekið þátt í samræðum. Fyrsta tilfinn- ingin sem vaknaði aftur var reiðin. Ester Sveinbjarnardóttir Áður beitti ég þolinmæðinni þegar aðstæður voru erfiðar, en fyrst eftir missinn kom reiðin í hennar stað. Ég var sem gestur í eigin líkama. Ég fékk ofurnæmi á tilfinningar og viðhorf fólks í kringum mig og átti erfitt með að umbera nokkurt mótlæti. Engum vildi ég verða byrði en ég gerði mér jafnframt grein fyrir því að nú væri ég hjálp- ar þurfi. Synir mínir þörfnuðust mín svo mikið því faðir þeirra var horfinn frá þeim kornungum. Það var hreint ótrúlegt hvað margir voru tilbúnir að veita aðstoð Ég vildi óska þess að á öllum heilsugæzlustöðv- um væri starfandi sér- menntað sálgæzlufólk, segir Ester Sveinbjarn- ardóttir, og sú þjónusta verðlögð eins og önnur læknisþjónusta. sína. Ættingjar, vinir og fólk sem ég ekki þekkti og mig óraði ekki fyrir að bæri hag minn og minna fýrir bijósti. Svona er kærleikurinn, hann má finna alls staðar, boðber- um hans er ekki hægt að skipa í flokka. I sérhveijum manni býr svo margt gott, það lærði ég. Það er erfitt að þiggja bætur fyrir mannslíf, því ekkert er okkur verðmætara en einmitt sá sem við elskum og ekkert getur bætt þann missi. Við sem stöndum í þeim sporum að þiggja, verðum að gera okkur grein fyrir að við þurfum að hugasa til framtíðar. Við erum öðrum í kringum okkur ómetanleg; börnunum okkar, foreldrum, systkinum, vinum og ættingjum. Eg sór þess eið að allt sem gæti orðið mér til hjálpar við að finna aftur sjálfa mig skyldi ég færa mér í nyt, nú væri neyð en seinna kæmu kanski þeir tímar að ég gæti aftur gefið af sjálri mér. Maður gefur ekki meira en maður býr yfir og engin getur hjálpað bömunum betur en foreldramir. Orðtakið sælla er að gefa en þiggja er orð að sönnu. Fátt gefur manni meir en óeigingjörn gjöf til þeirra sem þarfnast hjálpar. Sérhver reynsla gefur, líka það Félagsráðgjöf á öldrunarlækningadeild UM þessar mundir eru 20 ár liðin frá því að fyrsta sérhæfða öldrunarlækningadeild landsins, Öldrunarlækningadeild Landspít- alans, tók til starfa. Allt frá upp- hafi, að tveimur árum undanskild- um, hafa félagsráðgjafar starfað við deildina og tekið virkan þátt í því þverfaglega starfi sem þar fer fram. Hlutverk Öldrunarlækninga- deildar er að veita öldruðum sér- ALHUÐA TÖLyUKERFi BÓKHALDSKERFI KJÖRINN FYRIR WINDOWS FVRIR WQRKGROUPS NETKERFI gn KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 hæfða læknisþjónustu, endurhæfingu, hjúkr- un og félagsráðgjöf með það að markmiði að sem flestir aldraðir geti lifað við sem besta heilsu og búið sem lengst á heimilum sín- um. Beiðnir um aðstoð berast deildinni ýmist frá hinum öldruðu sjálfum, aðstandend- um, heimilislæknum, heimaþjónustu (heim- ilishjálp og heima- hjúkrun) eða frá öðr- um deildum Landspít- alans. Þegar beiðni berst er hinum aldraða ýmist gefinn tími á móttökudeild, eða farið er til hans í vitjun. Starf félagsráðgjafa á Öldrun- arlækningadeild felst í því að að- stoða aldraða sjúklinga og að- standendur þeirra við lausn ýmissa félagslegra og tilfinningalegra vandamála sem upp kunna að koma í kjölfar veikinda og heilsu- brests. Auk þess veitir hann upp- lýsingar og ráðgjöf um ýmis rétt- indi og félagslega þjónustu. Félagsráðgjafi tek- ur virkan þátt í með- ferð sjúklingsins allt frá fyrstu komu. Hann tekur þátt í teymis- vinnu með öðru fag- fólki deildarinnar þar sem ákvarðanir eru teknar um þjónustu, meðferð og útskrift. Vikulega fara félags- ráðgjafar deildarinn- ar, ásamt læknum, á lyflæknisdeildir Land- Sigurveig H. spítalans og kanna Sigurðardóttir aðstæður þeirra sjúkl- inga sem eru 65 ára og eldri og hafa lagst inn á bráða- vakt spítalans. í þeirri heimsókn er gert öldrunarfræðilegt mat á högum sjúklingsins og tekin ákvörðun um hvaða þjónustu við- komandi þarfnast. Markmið félagsráðgjafa á öldr- unarlækningadeild er að kanna hvernig bæta má aðstæður sjúkl- ingsins og styrkja félagsnet hans þannig að hann geti búið við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Að leggjast inn á sjúkra- hús vegna sjúkdóms, slyss eða minnkaðrar færni hefur í för með sér miklar breytingar á högum ein- staklingsins. Það reynist mörgum erfitt að sætta sig við minnkaða hreyfihæfni og að verða upp á aðra komnir um ýmsa aðstoð. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir aðstæðum hins aldraða, hús- næði, umhverfi og fjármálum og ekki síst sambandi hans við fjöl- skyldu, vini og nágranna. Öldrunarlækningadeild Landspítala er 20 ára um þessar mundir. Sigurveig H. Sig- urðardóttir fjallar í þessari grein um félagsráðgjafastörf í þágu aldraðra. Mikilvægt er að fá fjölskyldu og vini hins aldraða til samvinnu, svo og þá aðila sem veita heima- þjónustu. Það er hlutverk félags- ráðgjafans að samhæfa þá þjón- ustu sem hinn aldraði þarfnast og veita honum og aðstandendum hans stuðning sem gerir honum að missa. Nú þegar nær sex ár eru liðin frá atburðum þessum get ég, þegar ég lít til baka, sagt að ekki óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að finna hamingjuna aftur. Með því að missa hef ég öðlast aukinn skilning á lífinu, lært að lifa einn dag í einu. Uppúr stendur að ævinlega er það mér ofarlega í huga að fólk fái hjálp til að fóta sig á ný eftir áföll. Hvar væri ég stödd ef ég hefði ekki notið þess að læra af reynslu annarra? Tölur sýna að algengustu sjúk- dómarnir eru andlegs eðlis. Ef ekki er tekið á sjúkdómnum í upp- hafi þegar tiltölulega auðvelt er að yfirstíga hann getur það leitt til langvarandi veikinda einstakl- ingsins. Með hveijum einstaklingi sem þjáist líður fjöldi annarra sem í kringum hann eru. Hvort sem skipbrot er stórt eða lítið getur verið mjög erfitt að yfirstíga það. Fólk þarf aðstoð og þarf að kunna að þiggja hana. Það er mjög mikil- vægt að sinna þessu verkefni, því við (íslenska þjóðin) höfum ekki efni á að láta þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra afskiptalaus. Því miður er mjög dýrt að fara til sálfræðings eða geðlæknis, fæstir sem ég þekki hafa efni á því. Þeg- ar áfall verður í fjölskyldu eru jafn- vel margir einstaklingar innan hennar sem þyrftu á sérfræðiþjón- ustu að halda. Myndi nokkur ganga með opið sár svo árum skipti án þess að leita sér lækn- inga? En þetta gera þó margir þótt sárið sé ekki sýnilegt. Ef heilladísirnar gæfu mér eina ósk myndi ég nota hana í þágu þjóðar- innar allrar og óska þess að á öll- um heilsugæslustöðvum væri starfandi sérmenntað sálgæslufólk við hlið þeirra sem lækna mein líkamans og sú þjónusta yrði verð- lögð eins og önnur læknisþjónusta sem þær veita. Hví er þetta ekki þannig? Er ekki þörf á að sinna stærsta sjúklingahópnum? Oftast leiða sálrænir erfiðleikar til líkam- legra kvilla. Hví er ekki ráðist að rót vandans? Það getur vart verið dýrara til lengri tíma litið. Að lokum til þín sem þarft á hjálp að halda: Hikaðu ekki við að leita þér hjálpar, þú hefur allt að vinna því ekkert er verðmætara og eftirsóknarverðara í lífínu en hamingjan og það að leita sér hjálpar er hamingjuleit. Höfundur er iðnrekstrarfræðing- ur og útgefandi bæklingsins Hjálp í sorg. kleift að vera heima sem lengst. Aðstoð félagsráðgjafa er veitt í formi viðtala, símtala og vitjana. Félagsráðgjafar öldrunarlækn- ingadeildarinnar hafa komið af stað stuðnings- og fræðsluhópum fýrir aðstandendur sjúklinga með heilabilun (t.d. Alzheimersjúk- dóm). Markmið stuðningshópanna er að veita fræðslu um sjúkdóminn og þau vandamál sem honum fylgja og gefa þátttakendum kost á að deila reynslu sinni með öðrum. Einnig eru veittar upplýsingar um aðstoð samfélagsins, tryggingamál og fleira. Þessir stuðningshópar hafa gefið mjög góða raun. Þegar aldraður sjúklingur út- skrifast af sjúkrahúsi sér félagsráð- gjafinn um að boða til fundar með sjúklingnum og aðstandendum hans svo og starfsfólki heimil- ishjálpar og heimahjúkrunar, sem kemur til með að annast hann í heimahúsi. Þannig er reynt að sam- ræma þá þjónustu, sem heimil- ishjálp og heimahjúkrun veita, þeirri aðstoð sem hinn aldraði fær frá ættingjum sínum. Með góðum undirbúningi fyrir útskrift og stuðn- ingi við hinn aldraða og aðstand- endur hans er oft hægt að koma í veg fyrir ítrekaðar innlagnir á sjúkrahús og auka öryggi og vellíð- an hins aldraða og fjölskyldu hans. Höfundur er yfirfélagsráðgjafi Öldrunarlækningadeildar Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.